Tíminn - 23.08.1966, Qupperneq 13
■ SUNNUDAGUR 21. ágúst W66
ÍÞRÓTTIR
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
13
Bezta frammistaoa íslenzks liðs í Evrópubikarkeppni:
Yalur náði jafntefli gegn
belgísku atvinnumönnunum
Alf-Reykjavík. — Valsmenn gáfu
belgísku atvinnumönnunum frá
Standard Liege lítið eftir á Laug
ardalsvellinum í gærkvöldi, þegar
liðin mættust í fyrri leiknum í
Evrópubikarkeppninni, og öllum
á óvart náðu þeir jafntefli, 1:1.
Eftir markalausan fyrri hálfleik
náði Ingvar Elísson íorustu fy.rir
Val á 14. minutu síðari hálfleiks-
Gunnsteinn Skúlason gaf honum
knöttinn frá hægri nálægt víta-
teigslínu og Ingvar brunaði áfram
framhjá hægra bakverði Standard
og sendi knöttinn með föstu skoti
í mark. Áhorfendur á Laugardais
.vellinum, nálægt 5 þúsund, fiign
uðu markinu innilega. í fyrsta
skipti í Evrópubikarkeppni í knatt
spyrnu hafði það skeð, að íslenzkt
lið næði forustu.
En því miður varaði forusta
Vals ekki lengi. Það var eins og
, belgíaku atvinnumennirnir
fengju vítamínssprautu við mark
ið., I>eir hófu stórsókn, sem stóð
yfir næstu 5 mínútumar, og lauk
með því, að miðherjinn, Claessen
jafnaði 1:1 fyrir Standard. Markið
kom upp úr innkasti frá vinstri og
,var Valsvömin illa á verði í eitt
af fáum skiptum, en faún stóð sig
mjög vel og á heiður sldlið fyrir
framimistöðu sína.
Evrópubikardraumur Vals virt
ist ætla að líða undir lok, því
Belgíu-mennirnir sóttu mun fast
ar að marki en í fyrri hálfleik, og
oft skall hurð nærri hælum, t. d.
björguðu þeir Ámi Njálsson og
Hans Guðmundsson á Iínu með
stuttu millibili en ein var sú hindr
un, sem Belgíumönnum tókst
ekki að yfirstíga, nefnilega Sig
urð Dagsson í markinu. Hvað cft
ir annað greip Sigurður vel inn
í og varði skot Belganna, svo unun
var á að horfa- Má með sanni
segja. að Sigurður hafi verið hetja
^ais-liðsins í gærkvöldi. Og iands
liðsnefnd þarf ekki að vera í
' n.i'irar>ðum, þegar velja á lands-
Valur vann
é 4. flokki
,í gærkvöldi fór fram á Melavell
inum úrslitaleikur í fslandsmóti
4. flokks í knattspyrnu. Til úr-
slita léku Valur og Breiðablik í
Kópavogi. Úrslit urðu þau, að
Valur sigraði með 7:1, en í liálf
leik var staðan 2:1. í fyrra sigr
aði Fram í þessum aldursflokki.
liðsmarkvörð næst.
Síðustu mínútur leiksins voru
mjög spennandi, einkum fyrir það,
að Valsmenn náðu góðum s'ófcnar-
lotum undir lokin. Ingvar Elís-
son tók aukaspymu rétt fyrir ut
an teig á 43 mínútu, sem belgís-ki
marfcvörðurinn rétt náðí að bjarga
í faorn. Og skömmu síðar sóttu
Valsmenp að marki og aftur björg
uðu Belgar í hom. Þegar svo írski
dómarinn Adair flautaði leikinn
af urðu gífurleg fagnaðarlæti.
Jafntefli er góð útkoima fyrir is-
lenzka áhugamenn gegn belgísk
um atvinnumönnum á heimsmæli
kvarða, þó svo, að lítið af snilli
þeirra kæmi í ljós í þessum leik.
Hiklaust var frammistaða Vals í
gærfcvöldi sú bezta, sem íslenzkt
lið faefur náð í Evrópubikaifceppni
í knattspyrnu til þessa.
En þrátt fyrir góð úrslit í gær-
kvöldi, verður maður því miður að
láta í Ijós vonbrigði með leikinn
yfirleitt. Belgísku Ieikmennimir
virtust ekki í þjálfun og léku á
hálfum liraða nær allan leiktím-
ann. Og Valsmenn bjuggu ekki
yfir því xithaldi að geta skrúfað
hraðann upp
var því mikið um
spyrnu í gærkvöldi, sem sjaldan er
skemmtileg. Skotha^ni Belganna
var ekki upp á marga fiska, sér-
staklega í fyrri hálfleik, en þegar
skotin hæfðu rammann í þeim síð
ari, var Sigurði Dagssyni fyrir að
mæta.
Betri hlið Vals í gærkvöldi var
vörnin, einkum og sér í lagi var
Sigurður í markinu góðu.i Hall-
dór Einarsson, sonur hins kunna
knattspyrnumanns í Val og gamal
kunna landsliðsmanns, Einars
Halldórssonar, lék í stöðu vinstri
bakvarðar og kom skemmtilega á
óvart. Hann átti tíðum í höggi við
bezta mann Standard, landsliðs-
manninn Semmeling, og tókst að
afstýra því, að hann ógnaði Vals-
markinu. Björn Júl. og Sigurjón
Gíslason léku miðverði í „4-2-4“
og stóðu sig sömuleiðis vel. Og
Árni Njálsson, fyrirliði, sýndi mik
inn og góðan baráttuvilja. Tengi-
liðirnir Bergsveinn og Hans léku
ágætlega — og hinn litli hraði í
leiknum átti vel við Bergsvein. í
framlínunni bar mest á Ingvari,
sem gerði mikinn usla í belgísku
1 örninni. Hermann átti góða spretti
en í síðari hálfleik fékk hann
spark í sig og haltraði á kantin-
um. Gunnsteinn Skúlason lék fyr-
ir Reyni Jónsson og var í þyngra
lagi. Bergsteinn Magnússon var í
Valsmenn sækja að belgiska markinu í fyrri hálfleik. Bergsveinn Alfonsson er í loftinu. (Tímam.-.GEI
daufara lagi. Þess má til gamans
geta, að Vals-liðið lék í græn-hvít-
um búningi Knattspyrnuráðs
Reykjavíkur, en Belgarnir í rauð-
um peysum og favítum buxum,
búningi Vals.
Belgíska liðið var ekki eins gott
og menn bjuggust við, þegar til-
lit er tekið til þess, að undanfar-
in ár hefur það verið í hópi sterk-
ustu liða Evrópu. Kannski var það
að spara sig fyrir síðari leikinn
með tilliti til aðsóknar á heima-
velli, en öllu líklegra þykir mér
þó, að liðið sé æfingalaust —
keppnistímabilið er ekki enn byrj-
að í Belgíu — og hafi af þeim
sökum ekki náð að sýna sitt bezta.
í heild var liðið frekar jafnt en
af einstökum leikmönnum bar
mest á hægri útherja, Semmeling
(7) og miðverðinum, Spronrk.
Dómari var írinn Adair og
dæmdi nokkuð vel.
Valsmenn ganga þreyttir af velli í gærkvöldi.
Enska knattspyrnan hafin:
Og bítillinn Best varð
fyrstur tii að skora
★ Og þá eru þeir byrjaðir aft-
ur og aðcins 40 vikur þar til
keppninni lýkur! Fyrsta markið
var skorað eftir aðeins 45 sekúnd-
ur — og það var þetta gamal-
dags fyrirbrigði í knattspyrnu —
kantmaður, sem skoraði markið.
Bítladrengurinn George Best hjá
Manch. Utd. — og United skor-
aði fimm mörk á fyrstu 20 mín-
útunum gegn WBA og sigraði
með 5—3.
ic Og fyrsta sjálfsmarkið kom
eftir fimm mínútur — varnarmað-
urinn Alec Briggs hjá Bristol City
spyrnti knettinum í eigið mark
og „hjálpaði" Huddersfield að
vinna 2—0. Bristol Rovers fékk
fyrstu vítaspyrnuna, Joe Davis
skoraði á 11. mín. gegn Swansea.
★ Og þá segja peningarnir til
sín. Alan Ball, hetjan úr úrslita-
leiknum gegn Þjóðverjum í HM,
sem Everton keypti fyrir 110 þús-
und pund frá Blackpool, skoraði
i sínum fyrsta leik fyrir sitt nýja
félag gegn Fulham, eina markið
í leiknum. Tottenham vann Leeds
örugglega 3—1 og Mike England
(keyptur fyrir 95 þús. pund frá
Blackburn) og Terry Venables
(80 þús. pund, Chelsea) áttu mik-
inn þátt í þeim sigri. George East-
ham, sem Stoke keypti frá Arse-
nal fyrir 35 þús. pund, lék gegn
Nott. Forest og Stoke sigraði með
2—1.
ic Og meistararnir urðu fyrir
fyrsta óláninu, George Byrne hjá
Liverpool varð að yfirgefa leik-
vanginn eftir 23 mín. gegn Leicest
er, og kom Gordon Milne í hans
stað. Liverpool sigraði með 3—2.
en Milne, sem lék með enska lands
liðinu til skamms tíma, er injög
óánægður að hafa misst sæti sitt
í liðinu.
★ Og Andy Davidson, bakvörð
ur hjá Hull, var fyrsti óþekki
strákurinn. Tveimur mínútum fyr-
ir leikslok i leiknum gegn Coven-
try rak dómarinn hann af vell-
inum og einnig voru óþekkir áhorf
endur á vellinum í Rotherham.
Tveir fullorðnir og einn strákur
lentu í slagsmálum og voru fjar-
lægðir.
•k Og þá koma hér úrslitin:
l.deild.
Aston Villa—Newcastle 1-1
Burnley—Sheff. Utd. 4-0
Fulham—Everton 0-1
Liverpool—Leicester 3-2
Manch. Utd.—W.B.A. 5-3
Nottm.For.—Stoke City 1-2
Sheff.Wed.—Blackpooi 3-0
Southampton—Manch. City 1-1
Sunderland—Arsenal 1-3
Tottenham—Leeds Utd. 3-1
West Ham—Chelsea 1-2
2. deild.
Bury—Plymouth 1-0
Cardiff—Ipswich 0-2
Charlton—Boltor 0-1
C. Palace—Carlisle 4-2
Derby—Blackburn 2-3
Iluddersfieid—Bristol C. 2-0
Norwirh—Portsmouth 0-0
Preston—Northampton 2-1
Rotherham—Millvall 3-1
Wolves—Birmingham 1-2
★ Og aðeins einn leikmaður skor
aði þrennu á laugardag, Harris,
hjá Burnley. — hsím.