Tíminn - 23.08.1966, Síða 14

Tíminn - 23.08.1966, Síða 14
t 14 TÍMINN ÞRDDJUDAGUR 23. águst 1966, BANASLYS Framhald af bls. 2. urt, að hún tók ekki beygju, sem þar er, heldur hélt áfram 34 metra eftir sléttum bala og steyptist svo 26 metra niður. Hringdu þær í lækni og lögreglu, sem komu á staðinn skömmu síðar og var sjúkraflugvél kvödd á staðinn, þar sem Þórhallur var með lífsmarki, en hann andaðist á leiðinni suður. Þórhallur var rúmlega fertugur að aldri og lætur eftir sig konu og fjögur ung börn. MALBIKUN Framhaid at bls. 2. morgun var búið að leggja eina lengju af malbiki á brautina, og gekk verkið ágætlega að því er séð varð. Veður var mjög gott til mal- bikunar, sól og þurrviðri. Vegna malbikunar flugbrautar innar falla aðrar malbikunarfram kvæmdir á Akureyri níður í sum ar, og verða Akureyringar því að bíta í það súra epli að sjá marg- ar af götum sínuim ómalbikaðar eitt ár í viðbót, en töluverð sára bót hlýtur það að vera að lokið verður við að malbika flugbraut ina þeirra, þótt flugvélastæðið fyr- ir fraiman flugtuminn verði að bíða malbikunar enn um sinn. TYRKLAND Framhald af bis! 1. I-Termenn, sem sendir hafa verið á jarðskjálftasvæðið, aðstoða fólk ið við leitina, og sjá um þá, sem slasast hafa, og eins um börn, sem misst hafa öll skyldmenni sín, seg- ir Yigit. Yfirvöldin í þeim héruðum, þar sem jarðskjálftinn olli skemmdum og mannskaða, skoruðu í dag á ríkisstjórn landsins að auka að- stoðina við þá, sem enn eru lif- andi. — Þetta fólk þarf meira á hjálp að halda en þeir, sem látnir eru, o>g við bíðum með tárin í augunum eftir meiri hjálp, sagði fylkisstjóri eins héraðsins í sím- skeyti til höfuðborgarinnar. 1 Istanbul tilikynníi forsætisráð herra Tyrklands, Suleyman Demi- rel, í dag að ríkisstjórnin myndi sjá um að byggja nýja bæi og þorp fyrir þá, sem sluppu lifandi úr jarðskjálftanum. f Varto er ætlunin að byggja nýjan bæ með 6000 íbúðum, mun sterkari en þær, sem hrundu í jarðskjálftan um, en flestir þeirra sem sluppu þaðan lifandi, hafi lítinn áhuga á þeirri endurreisn. Þeir vilja flytja eins fljótt og mögulegt er til ann- arra héraða, segir í fregn Yigits. í hinum hrundu bæjum biður fólkið fyrst og fremist um brauð og síðan skóflur og haka til þess að grafa í rústunum eftir skyldmenn- um sínum, og grafir til þess að leggja hina látnu í. Tilboð um aðstoð streyma að hvarvetna úr heiminum, og í dag komu margir flugfarmar af lyfj- um og hjúkrunartækjum, ullartepp m og öðrum útbúnaði frá Rauða rosssamtökum og öðrum mannúð arsamtökum í mörgum ríkjum. Auk hættunnar á taugaveikifar- aldri, er einnig hætta á, að kóleru faraldurinn sem nú geisar í Sýr- landi og írak, nái til Austur-Tyrk- lands. Var tilkynnt í dag, að varð- gæzla á landamærunum hefði mjög verið aukin, og eftirlit hert í því skyni að reyna að koma í veg fyrir, að kólera breiðist út til jarð- skjálftasvæðanna. HEYFENGUR Framhald af bls. 1. lengi í jörðu og heyskapur á ýms- um bæjum frekar rýr. Háarspretta er sára takmörkuð og víða ekki nema til beitar. Svæðið kringum Hrútafjörð er iíklega verst sett á öllu landinu hvað varðar heyskap. Þar var gras leysi og kal meira en víðast ger- ist. Margir bændur á því svæði hafa beðið um aðstoð til þess að geta haldið bústofni sínum. Á stöku bæjum hefur eftirtekjan verið helmingi minni en í meðalárferði. í Eyjafirði gekk heyskapur vel og lauk snemmaj Við utanverðan Eyjafjörð og í Skagafirði hafa menn verið að hirða að undan- förnu. í útsveitum á Norðurlandi er hey úti enn og ekki alls stað- ar lokið við að slá tún. í Þingeyjarsýslum er til kal í túnum. Gengið hefur illa að þurrka i utanverðri sýslunni, næst sjónum, en betur uppi í dölunum. Eftirtekja er þar talsvert misjöfn, en ekki ofan við meðallag. Víða er hún neðan við meðallag. Á norðausturhorni landsins eru menn illa settir vegna óþurrka. Þar eru óþurrkar orðnir svo lang- vinnir, að hey er orðið hrakið. Sæmilegt og gott gras er á tún- um og engjum, en óþurrkar hafa hamlað reglulegum heyskap. Á Austurlandi er nóg gras, en heyskapur hefur gengið haldur stirðlega. Slætti er ekki lokið og talsvert mikið er úti af heyjum. Ekki er enn hægt að fullyrða um, hver útkoma heyskaparins verður, því nú veltur á veðráttunni. í Skaftafellssýslum hefur hey- skapur verið með allra bezta móti, bæði að vöxtum og gæðum. Bænd- ur misstu að vísu nokkuð hey í foki á nokkrum bæjum, en eftir- tekja er að öðru leyti góð. fáfnisbani Framhald af bls. 1. morguns fór hópurinn akandi með rútu að Dyrhólaósnum, þar sem víkingaskipið liggur bundið. Fór rútan að vestanverðu að ósn- um og festi sig í sandinum. Tafir urðu miklar af þessum sökum og varð rútan að fara að ósnum hin- um megin frá og var ekki unnt að hefja tökuna fyrr en klukkan eitt eftir hádegið. Bjarni Einarsson, skipasmiður og Stefán sonur hans voru búnir að gera víkingaskipið klárt og var allt tilbúið af þeirra hálfu, þegar kvikmyndahópurinn kom. Einnig hafði jarðýta unnið að því síðari hluta laugardagsins og fram að há- degi á sunnudag að fylla upp í ósinn með sandi og loka honum, til þess að flóð og fjara inni í ósnum spilltu ekki fyrir kvik- myndatökunni. Fréttamaður Tímans var við- staddur fyrstu upptökurnar, en þá var seglið á víkingaskipinu reist og svo stóð Sigurður Fáfnisbani og álfakonungurinn úti í skipinu og ræddust við. Ef tímaáætlun hóps ins stenzt, munu þeir ljúka upp- tökunum eftir hálfan mánuð, en svo virðist sem þeir hafi sparað tíma með því að senda nokkra kvikmyndunarmennina út í Surts- ey á laugardaginn til þess að taka myndir af gosinu þar, en eitt at- riði í myndinni átti að vera spú- andi eldfjall. Kvikmyndin um „Niflung- ana“ mun verða afarlöng, alls um fjórar klukkustundir og verður því myndin sýnd í tveim hlutum. Þriðjungur af fyrri hlutanum verð ur myndaður hérlendis, mestmegn- is við vikingaskipið á Eyjasandi. Eins og fram hefur komið áð- ur, er þetta dýrasta kvikmynd, sem Þjóðverjar hafa gert. Kostn- aðurinn er áætlaður um 80 millj. ísl. kr. Á Eyjasandi voru i gær við kvik myndatökurnar Uwe Bayer, sem leikur Sigurð Fáfnisbana, kvik- myndastjórinn, dr. Reinl, framleið andinn, Korytowski auk mynda- tökumanna, aðstoðarmanna og aukaleikara. Einn af aukaleikurun um, Gerhard Schell, er mörgum fslendingum að góðu kunnur, því að hann hefur verið dyravörður á Hótel Sögu um árabil. Kunni hann vel við sig í herklæðunum, og var á sífelldum þönum við að túlka fyrir Þjóðverjana en einnig er Þorleifur Hauksson umboðs- maður fyrir kvikmyndafélagið hér- lendis ásamt Gísla Alfreðssyni. 3 íslenzkar konur voru einnig fengn ar til þess að leika nornir. Nokkrir íslenzkir piltar úr leik- skóla Þjóðleikhússins voru hópn- um til aðstoðar og kváðust fá 800 krónur í kaup á dag auk 650 króna fyrir mat og húsnæði. 6 þýzkir blaðaljósmyndarar og blaðamenn voru einnig viðstaddir upptökurn- ar. Myndina á að frumsýna í Berlín 9. nóvember n.k. leikkonan Framhald af bls. 1. in ttl að ieika eitt aðalhlut verkið í Niflungamyndinni sem byrjað var að taka aust ur við Dyrhóley um helg ina. Kari Dor er gift leikstjór anunt dr. Reinl, sem stjórn ar töku myndarinnar hér, og er hún mjög eftirsótt kvikmyndaleikkona í heima landi sínu og dáð af Þjóð- verjum. Er henni spáð mikl- um frama, sérstaklega vegna hlutverks síns f James Rond myndinni, en þær myndir eru einna vinsæiastar í heiminum nú í dag. Það má segja að þessi tvö síðustu hlutverk frú Dor séu ólík, þar sem önnnr myndin fjallar um ævagaral an atburð, en Bond njynd- imar fjalla um nútímann, og þar er notuð og sýnd öll sú tækni sem fremst er á hverjum tíma. SÍLDIN Framhald af bls. 2. 326, Náttfari ÞH 130, Helgi Fló- ventss., ÞH 230, Loftur Baldvins son EA 150, Þórður Jónass. EA 60, Ögri 140, Elliði GK 170, Snæfell EA 230, Eldborg GK 170, Sóley ÍS 196, Guðbjörg ÍS 208, Hannes Hafstein EA 150, Framnes ÍS 80, Ólafur Magnússon EA 200. Dalatangi. Sólfari AK 200 lestir, Fagriklettur GK 170, Sveinbjörn Jakobsson SH 160, Ól. Friðbertsson ÍS 180, Ilaí- þór RE 120, Fiskaskagi AK 140,' Freyfaxi KE 110, Engey RE 150,' Gunnar SU 100, Heimir SU 40,- Garðar GK 200, Hólmanes SU ','.;0 Glófaxi NK 105, Ársæll Sigurðs- son GK 100, Barði NK 270,' Viðey RE 180, ísleifur IV VE 220, Halkion VE 190 Húni II. HU 100, Míimlr IS 110, Kópur VE 80, Geir, fugl GK 110 Einar Hálfdá.ns IS 70, Björg NK 180, Guðrún Jóns* dóttir IS 110, Hilmir KE 90, Hujj inn II. VE 120 Þorbjörn II G!f 150. HEIMDALLARFERÐ Framhald af bls 2 fólkið að ganga í þara og slýi, þat sem fjarað hafði. Fararstjóri ferðarinnar taldj betra á heimleiðinni, að setja fól'i ið um borð á austurhluta eyjunn ar, þar sem svokallaðar milljóna bryggjur voru áður fyi;r. Er þa< nokkuð djúpt og átti' að flytjj fólkið beint um borð af klöpp unum þar. Reyndist það óklei* og varð enn að grípa til gúm bátsins. Var byrjað að selflytja fólkó á nýjan leik og þá gerðist óhapn Einn ungur maður, sem ætlaði n f ur í gúmbátinn þar sem fyrir voi# ungur maður, strákur og miðald 4 maður, rann til á slepjugri 0; hálli klöppinni og greip í annaf manninn í bátnum til að forða ( falli, sem svo aftur greip í hinf manninn í bátnum. Skipti það en| um togum að allir þrír fóru } bólakaf í sjóinn, en þarna er dýp ið um 2 metrar. Voru þeir dregn ir ú þurrt og varð ekki nema ein um meint af. Fór hann úr hnjálió er hann rann á klöppinni en unn< reyndist að kippa honum í liðinií Báðir ungu mennirnir voru meí forláta myndavélar, sem vafalausl hafa stórskemmzt af sjó.Auk þessj eina meiri háttar óhapps, urðii nokkur minni háttar, fólk rann til í slýinu og blotnaði, einnij grænkuðu pils og buxur. Fararstjóri í „skemmtiferðinni* var Styrmir Gunnarsson, formað ur Heimdallar. HJÁLPARBEIÐNI Framhald al bls. 16. búa peningasendingu til meðala kaupa skv. hjálparbeiðni Alþjóða Rauða krossins, og mun Hjálpar' sjóður RKÍ hefja fjársöfnun nú þegar. Dagblöðin í Reykjavík hafa boðizt til að taka á móti fram- lögum, og RK-deildirnar um land allt munu einnig taka á móti fram- lögum. Skrifstofa Reykjavíkurdeildar- innar er að Öldugötu 4, sími 14658. Söfnunin mun standa yfir til 10. september n.k. Rauði kross fslands hefur frá upphafi beitt sér fyrir hvers kon- ar líknarstarfi, og m.a. safnað fé í neyðartilfellum til hjálpar bág stöddum. Hjálparsjóður R.K.Í. hef- ur reynt að taka þátt í alþjóða- hjálparstarfinu eftir getu, og stóð* hann m.a. fyrir Pakistansöfnun- inni á s.l. ári. Sjóðurinn hefur einnig staðið fyrir söfnunum vegna innlendra aðila, svo sem. til fjölskyldna, sem misstu aleig- una í bruna á s.l. ári, o.fl. Hér er um að ræða nauðsynlegan* hjálparsjóð, sem vert er að benda almenningi á að styðja. KARTÖFLUR Framhald af bls. 16. fremur eru ræktaðar hér kartöfl- ur, sem nefndar eru Pontiac. Kartöfluframleiðendur eru nú að fá tvær sekkjunarvélar og eiga þær að flýta mikið fyrir upptöku, en vegna fólkseklu gengur upptak an hægt fyrir sig. Verð til kart öflufarmleiðenda er 13 krónur pr. kg. en út úr búð kosta þess ar kartöflur kr. 17.50. ÞAKKARÁVÖRP Innilegar þakkir til vina og vandamanna fyrir gjafir og heillaskeyti á 75 ára afmæli mínu 19. þ. m. Með kærum kveðjum Valdimar Eyjólfsson. Öllum sveitungum mínum, ættingjum og vinum, er sendu mér hlýhug og gjafir á 60 ára afmæli mínu, ' þakka ég af heilum huga. Guð launi ykkur öllum. Jón Jónsson frá Ásólfsskála, V.-Eyjafjallahreppi. Faðir okkar og tengdafaðir. Björn M. Hansson fyrrverandi skipstjóri verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 23. ágúst kl. 3 e. h. Ragnheiður Björnsdóttir, Þorkell Guðbjartsson, Sólveig Björnsdóttir, Þorgeir Sigurgeirsson, Unnur Björnsdóttir, Guðl. Kristófersson, Halldór Björnsson, Þórey Kristjánsdóttir. Aðalbjörn Björnsson, Lovísa Norðfjörð, Svavar Björnsson, Jón Björnsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför, eiginkonu minnar, Aldísar Guðmundsdóttur Bankavegi 4, Selfossi Kristinn Vigfússon. Jarðarför föður mfns, tengdaföður, afa og bróður, Eyjólfs Sveinbjörnssonar frá Snorrastöðum, fer fram föstudaginn 26. ágúst n. k. kl 2 e. h. frá Snorrasföðum í Laugardal. Bílferð frá Umferðamiðstöðinni kl. 12. Aðstandendur. Innilegar þakkir faerum við öllum er auðsýndu okkur samúð, vlnar- hug og hjálp við andlát og 'jarðarför bróður okkar, Sigvalda Kristjánssonar Tungu, Kópaskeri. Systkinin. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför sonar okkar og bróður, Hilmars Þórs Magnússonar Tunguveg 84. Foreldrar og systkini.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.