Tíminn - 23.08.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.08.1966, Blaðsíða 12
I WtHWUDAGUR 23. ágóst 1966 HHMMHMMHia Sigurvissa varö Fram að faili Fram gengur ekki of vel í 2. deildinni, og mátti bíta í þaS súra epli að tapa á móti Víking í síðari leik liðanna, sem fór fram á Melavellinum í fyrrakvöld, 0:1. Þessi úrslit koma vissu iega á óvart, því í tveimur undangengnum leikjum hef ur Fram unnið Víking sam- tals 20:0! En þannig er knattspyma allt getur gerzt. Og eitt er víst, að Fram-leikmennirnir mættu allt of sigurvissir til leiks og það varð þeim að falli. Eftir gangi leiksins hefði ekki verið ósanngjarnt að Fram ynni með tveggja eða þriggja marka mun, en sóknarmennirnir voru ekki á skotskónum — og fram- verðirnir byggðu illa eða alls ekkert upp. Hafliði Pétursson skoraði mark Víkings, þegar u.þ.b. Framhald á bls. 15 sækja a3 ICR-markinu, en GuSmundur Petorsson hefor nað að veria. (Tímamynd: Bjarnl.) Loks tókst KR að sigra Akranesi! a Á sunnudaginn brugðu KR-ing- ar út af vananum og sigruðu Skagamenn á útivelli, en slíkt hefur ekki skeð í 5 ár. Það var síðast árið 1960, að KR-mgum tókst að sigra á Skaga. Leiknum lauk 2:1 og skoraði Jón Sigurðs- son, þessi leikmaður, sem iljað hefur varamannabekkina hjá KR oftar en nokkur annar, bæði mörk- in fyrir félag sitt. Eina mark Akra ness skoraði Ríkharður Jónsson úr vítaspyrnu í byrjun síðari hálf- leiks. Með þessum úrslitum eru Skaga menn úr leik í keppninni um ís- landsmeistaratitilinn, því þeir hafa einungis möguleika á því að hreppa 11 stig, eða jafnmörg og Valur hefur nú þegar. Staða KR er ívið betri, en þó er sýnilegt, að hvorugt þessara liða, sem hafa barizt um íslandsmeistaratitilinn oftar en nokkur önnur félög síð- ustu árin, hreppí titilinn í ár. Fall niður í 2. deild blasir við Reykjavíkurmeisturum - eftir ósigur gegn Keflvíkmgum á sunnudaginn, 0:1. Ekkert nema kraftaverk getur hindrað það, að Reykjavíkurmeist- arar Þróttar falli niður í 2. deild. Liðið lék á móti Keflvíkingum á Njarðvikur-vellinum á sunnudag og tapaði 0:1 — og með því er Þróttur 4 stigum fyrir neðan næsta félag, sem er Akranes. Leikurinn á Njarðvíkur-vellin- um var frekar slakur og lauk með 1:0 sigri heimamanna, sem nú eru komnir í 2. sæti í 1. deild. Eina mark leiksins skoraði Karl Her- mannssan rétt fyrir leikslok eftir að hafa leikið á nokkra varnar- menn Þróttar. Keflvíkingar voru nær allan tím ann sterkari aðilinn og „press- nðu“ mikið að Þróttar-markinu, en virtust með engu móti getað skorað. T. d. átti Grétar Magnús- son tvö góð tækifæri í byrjun, en misnotaði þau bæði. Þróttarar fóru sér rólega og virt ust leika upp á jafntefli, en á síð- ustu 10 mínútum breyttu þeir um leikaðferð og tóku að sækja — en á kostnað varnarinnar — og Úrslit í 1. deild um helgina: Keflavík—Þróttur 1:0 Akranes—KR 1:2 Staðan: Valur 8 5 12 18:11 11 Keflavík 8 4 2 2 15: 9 10 Akureyri 8 3 3 2 12:14 9 KR 8 3 2 3 14:11 8 Akranes 8 2 3 3 10:10 7 Þróttur 8 0 3 5 7:21 3 töpuðu að mínu áliti öðru stiginu á því. Markið kom upp úr horn- spyrnu á Keflavík. Knettinum var spyrnt fram til Jóns, sem síðan sendi á Karl — og Karl einlék að marki. Enginn vafi lék á því, að Kefla- víkur-liðið var betri aðilinn, en þó var það óvenju dauft. Kannski þreyta í nokkrum leikmönnum, sem taka 1. deildar keppnina ekki alvarlegra en það, að þeir tóku þátt í hörðum fyrirtækjaleik deg- inum áður (Loftleiðir og Flugfé- lagið), hafi veríð þess valdandi Beztu menn liðsins voru Kad, Jón og Sigurður Albertsson, en hjá Þrótti voru Axel og Guttorm- ur í markinu beztir. Leikinn dæmdi Guðmundur Guðmundsson sæmilega. Áhorfend- ur voru margir. — PJ. Augun beinast að Val, AkuTeyri og Keflavík. Fjöldi fólks, bæði af Akranesi og úr Reykjavík, fylgdist með leiknum á sunnudag í fegursta veðri, og fékk að sjá spennandi leik, sem ekki hefði verið ósann- | gjarnt að hefði lyktað með jafn- tefli. Klaufaleg mistök Matthías- ar Hallgrímssonar í Akranesliðinu urðu þess valdandi, að Jón Sig- urðsson skoraði sigurmark KR um miðjan síðari hálfleik. KR-ingar höfðu gert harða hríð að marki, en Matthías náð knettinum. Og áður en nokkur áttaði sig — og kannski allra sízt Einar Akranes- markvörður — sendi hann knött- inn í átt að marki á hættusvæði. Einar náði að koma við knött- inn, en missti hann fyrir fætur Jóns, sem var fljótur að spyrna í mark. Fyrri hálfleikur var markalaus, en á 7. .mínútu í síðari hálfleik dæmdi dómarinn, Hannes Þ. Sig- urðsson, réttilega vítaspyrnu á Framhald á bls. 15. ísfirðingar nnnu *0 ísfirðingar og Þróttur b léku í bikarkeppninni um helgina og fór leikurinn fram á ísafirði. fsfirð- ingar unnu með 2:0 og mæta KR b í næstu umferð. Valbjörn fær sér hressingu að vera kominn úr leik. eftir Sigurvonir íslands urðu að engu - þegar Valbjörn meiddist við metlilraun. A-Þjóðverjar sigruðu ísl. 14061:13428. A-Þjóðverjar sigruðu íslendinga í landskeppninni í tugþraut, sem fram fór á Laugardalsvellinum um helgina. Hlutu Þjóðverjar 14061 stig á móti 13428 stigum íslands. Keppnin var mjög jöfn og spenn andi allt þar til tvær greinar voru eftir og stigin stóðu 12108:11790 Þjóðverjum í hag. En þá hrundu sigurvonir íslands eins og spila- borg, því Valbjörn Þorláksson meiddist við mettilraun í stang- arstökkinu, 4,51, en hann hafði áð- ur stokkið 4,40 metra, sem er hans bezti árangur á sumrinu. Af þessum sökum var Valbjörn óvirk- ur í tveimur síðustu greinunum, kastaði spjóti úr kyrrstöðu og gat ekki hlaupið 1500 metrana. Óheppni það — og A-Þjóðverjar urðu öruggir sigurvegarar. Áraneur einstakra keppenda varð eins og hér segir: 1. Sigfred Pradel, A.Þ. 7043 stig 1. Joachim Kirst, A-Þ. 7018 stig 3. Kjartan Guðjónsson, í 6933 stig 4. Axel Richter, A-Þ 6600 stig 5. Ólafur Guðmundsson, í 6495 stig 6. Valbjörn Þorláksson, í 6420 stig 7. Jón Þ. Ólafsson, f 5938 stig 8. Erlendur Valdim., í 5600 stig Árangur tveggja efstu manna er reiknaður og giltu því stig Kjartans og Ólafs, samtals 13428. Eftir fyrri daginn stóðu stigin þannig, að Austur-Þýzkaland hafði 7542 stig, en ísland 7280 stig. Kirst hafði flest stig, 3911, Kjart- an var annar, 3733. Bradel var þriðji með 3631 stig. Valbjörn var í fjórða sæti með 3547 stig. Bezti árangur íslenzku keppend- anna var frammistaða Valbjarn- ar i .stangarstökki, 4,40 metrar. Valbjörn reyndi síðan við nýtt ís- landsmet, 4,51, en meiddist við þá tilraun, eins og áður er sagt. Vegna rúmleysis i blaðinu í dag, verðum við að bíða með að birta úrslit í einstökum greinum þar til á morgun. Frjálsíþróttamót á Laug- ardalsvellinum í kvöld f kvöld verður háð á Laug- sveina og 100 m hlaupi kvenna, ardalsvellinum frjálsíþrótta- langstökki, hástökki, kúluvarpi mót með þátttöku Austur-Þjóð- og kringlukasti. verjanna, sem tóku þátt í tug- þrautarkeppninni um helgina. Má búast við skemmtilegri Hefst mótið klukkan 20. Keppt keppni í kvöld, sérstaklega í verður í 100, 400 og 1000 m hástökkskeppninni, en einn hlaupi, 1500 m hindrunarltlaupi Þjóðverjanna hefur stokkið og 110 m grindahlaupi. Þá 2,09, en Jón Þ. stökk nýlega verður keppt f 200 m hlaupi 2,10 m. STAÐAN 'mnvM, ÍÞRÓTIíS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.