Tíminn - 23.08.1966, Síða 5

Tíminn - 23.08.1966, Síða 5
ÞREÐTUDAGT7R 23. águst 1966 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þðrsteinsson. Fulltrúl ritstjómar: Tómas Karlsson. Ang- lýsingastj.: Steingrímur Gislason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, sámi 18300. Askriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — í laasasölu kr. 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. Stjórnin í körinni í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins s. 1. sunundag er töluvert rætt um verðbólguna og glímu ríkisstjórnar- innar við hana. Getur þar að lesa m. a. þessi orð: „Saimleikurinn er sá, að íslenzka ríkisstjórnin hefur reyrtt ðii tiltæk urræði gegn verðbólgu, önnur en þau, að bán telur ekki ráðlegt að beita fjárfestingarhömlum og atvHHi«leysi“. Þessum orðum er vert að veita athygli, ekki sízt fyrir þá sök, að það er forsætisráðherra landsins, sem heldur um pennann. Hann á hér við hin gamalkunnu ráð, sem beitt hefur verið í langþróuðum iðnaðarþjóðfélögum, en löngn er sýnt að eiga alls ekki nema að mjög litlu leyti við hér á landi, eins og Alþýðublaðið hefur raun- ar játað hreinskílningslega. Þessi ráð eru hækkun vaxta, hækkun skatta, takmörkun bankalána og niður- skurður opiniberra framkvæmda. Eftir að ríkisstjórnin segist þannig hafa beitt hinum heimsviðurkendu ráðum gegn verðbólgu í sjö ár, stend ur dæmið þannig, að verðbólgan hefur magnazt meira en nokkru sinni fyrr á jafnlöngum tíma. Samt situr ríkisstjórnin sem fastast, og þjóðin hlýtur enn að spyrja, hvort ríkisstjórn, sem „reynt hefur öll tiltæk úrræði“ gegn þessum meginvanda hverrar ríkis stjórnar í nútímaþjóðfélagi, með þeim „árangri”, að yfir hefur dunið stjórnlausari óðaverðbólga en nokkru sinni fyrr, hafi rétt til þess að sitja áfram. Sannleikurinn er sá, að í verðbólgubaráttu núverandi ríkisstjórnar hef ur ætíð vantað eitt veigamikið atriði, hvað sem segja má um hagstjórnina. Það atriði er, að ríkisstjórnin setti sjálfa sig í veð fyrir því, að henni tækist að hafa sæmiieg an hemil á verðbólgunni og léti það ætíð vofa yfir, að hún færi frá, ef það tækist ekki. Má vera að ýmislegt hefði þá tekizt eitthvað skár, ef slíkt veð hefði verið sett og haldið, eins og lýðræðisstjórn ber. En þessi ríkisstjórn hefur aldrei haft manndóm til þess að setja sjálfa sig í veð fyrir eitt eða neitt. Hún hef- ur aðeins hrakizt undan afleiðingum sinna eigin axar- skafta og hugsað um það eitt að tolla á stólum. Það er harla táknrænt um þessa eymdarstjórn, að forsætisráðherra hennar skuli enn einu sinni bera fram játningar sínar um að stjórnin hafi 1 sjö ár reynt öll tiltæk úrræði gegn verðbólgu með þeim hörmulegu afleiðingum, sem þjóðin þekkir öll, en streitast samt við að sitja í uppgjöfinni og spyrja hástöfum: Hvaða úrræði eru til önnur? Slík úrræði eru auðvitað mörg til, en eitt hið fyrsta og mikilvægasta er, að ríkisstjórn fari frá, þegar henni tekst svona herfilega, eins og forsætisráðherrann játar. Það er yfirleitt forsenda þess, að nokkuð ráðist við verð bólgu. En auk þess mætti í allri vinsemd benda forsætis ráðherranum á leið, sem oft hefur verið rædd og meira að segja Vísir benti nýlega á með þessum orðum: „Bæði Bretar og Norðurlandaþjóðirnar hafa tekið upp slíka skipulagningu í fjárfestingarmálUm, sem miðar að því að beita vinnuafli og fjármagni á sem hagkvæmast- an hátt. Þar er ekki um höft að ræða. heldur skvnsam- lega hagstjórn. Sýnist vissulega tímabært að beita svip- uðum ráðum hér á landi“. En forsætisráðherrann les líklega ekki Vísi. Honum er það nóg að teljast höfuð ríkisstjórnar. sem gefizt hefur opinberlega upp við meginverkefni sín og er lögzt í kör í stjórnarráðinu. Og þessi kararstjórn er ekki eins og „Kata mín í vörinni" í vísu Laxness, þó að síldin veiðist. TIMINN Ritstjórnargrein úr „The Economist#/: Kosningasigur Jafnaðarmanna í Westfalen sýnir breytt viðhorf Vestur-Þjóðverjar taldir miður ánægðir með stjórn Erhards og lít- ast vel á hugmyndir Willys Brandts um breytta og bætta sambúð við nágrannana í austri. Greln þessi fjallar aS mestu um innanríkismálin í Westfalen, en í forustugreín The Economist voru utanríkismálin rædd og m. a. komist svo að orði: „ ... \ marz stungu Jafnaðarmenn upp á tvennum opinberum rökræðum við leiðtoga Austur-Þjóðverja (en þeir .viku sér undan). Á flokksþinginu í júní gerðist Willy Brandt svo djarfur aS segja í heyranda hljóði, að ef Vestur-Þjóðverjar héldu áfram að neita að viðurkenna Austur-Þýzkaland kynni það að hindra samskipti, sem annars gætu orðið þeim til ávinnings. Þetta kann að hafa virzt djarf- lega mælt, en við skoðanakönnun, sem fram fór nýlega, létu þrír af hverjum fjórum Vestur-Þjóðverjum í Ijós, að þelm geðjaðist vel hugmyndin um rökræður við austur-þýzka leiðtoga, og lögðu þannig blessun sína yfir afstöðu Jafnaðarmanna. Og nú hefir flokkurinn unnið eftirtektarverðan sigur í lands . . . " LANGT er til næstu sam- bandsþingskosninga í Þýzka-. landi árið 1969 og breytinga þeirra á stefnu og mannavali sem þær kunna að valda. Samt væri til of mikils mælzt, að stjórnmálamenn létu sig litlu varða hin furðulegu úrslit fylk isþingskosninganna í Westfal- en í byrjun júlí. íbúar fylkis- ins eru flestir kaþólskir og Kristilegir demókratar hafa far ið þar með völd 17 aí síðustu 19 árum. Þrátt fyrir þetta hlutu jafnaðarmenii allt að heímingi greiddra atkvæða í þessum ný afstöðnu kosningum. Jafnaðarmenn fengu alls 4.226.135 atkvæði, eða 49.5%, 6.2% meira en fyrir fjórum ár- um. Kristilegir demókratar fengu 3.653.649 atkvæði, eða 42.7%, 3.7% minna en árið 1962. Á nýja fylkisþinginu, sem saman kemur í Dusseldorf eft ir sumarleyfið, verða fulltrúar Jafnaðarmanna 99, Kristilegir demókratar 86 og Frjálsir demókratar 15. En rnargt orð verður sagt og skrifað áður en hinir kjörnu þingmenn skipa sér í fylkingarnar cvær, sijórn og stjórnarandstöðu. Nokkrar vikur kunna að líða áður en að úr því verður. AUÐSKILIÐ er, hvers vegna þessi úrslit hafa vakið umtal. Westfalen er allverulegur og mikilvægur hluti af Vestur- Þýzkalandi. íbúatalan er vfir 16 milljónir og fylkið er þétt- býlla og auðugra en önnur fylki. Iðnaður er þar meiri en annars staðar, framleiðslan mest og tæknibreytingar sarn tímans og olnbogaskot Efna- hagsbandalags Evrópu hafa þarna meiri áhrif f>n annars staðar. í Westfalen eru kosnir 153 af 518 þingmönnum sam- bandsþingsins. Yrði úr stjórn Kristilegra demókrata og jafn- aðarmanna í Diisseldorf hlyti það að sjálfsögðu að haía áhrif á stefnuna í höfuðborg sam- bandslýðveldisins, aðeins fjöru tíu mílum ofar með ánni Rín. Engan þarf að furðf á því, að Erhard kvaddi miðst.iórn Kristilegra demókrata . tíl fundar í Bonn strax og úrslit kosninganna voru kunn en hann tók við formennsku flokksins i marz. Miðstjornar mennirnir 60 vörðu um það bil fimm stundum f að vega og ikilvægasta fylki Vestur-Þýzka- meta fréttirnar af atburðunum neðar við Rín. Þeir höfðu bú- izt við fylgisaukningu Jafnað- armanna á kolanámusvæðunum í Ruhr, en ekki í rammkaþ- ólsku umhverfi dómkirkjuborg anna Köln, Miinster og Pader- born. Þeir spurðu sjálfa sig, hvernig á því gæti staðið, að Kristilegir demókratar, sem álitnir voru vinsælir. náðu ekki endurkjöri, eins og t.d. Paul Mikat, prófessor, tnenningar- maj.ará^errg^jg^lk^stjórninni. , og Max Adea^ueí^, sonur dr. Adenauers og fyrrverandi borg arritari í Köln? Efalaust má skýra aukna ó- ánægju með stjórn Kristilegra demókrata í Westfalen með efn islegum rökum að mestu. Flest ir íbúanna búa við þolanleg lífs kjör, en marga þeirra grunar, að framundan kunni að vera erf iðari tímar og þykir sem vald hafarnir vanræki varúðarráð- stafanir um of. Vitaskuld eru allir óánægðir með dýrtíðina sem eykst shiskunnarlaust. VAKIÐ hefur athygli, að framleiðsla eykst hægar í West falen en í öðrum fylkium. Um það bil tveir af hverjum þrem ur verkamönnum í fylkinu vinna við starfrækslu, þar sem framleiðni er undi;- meðallagi, Bygginga-, véla-, plast-, efna- og bílaiðnaðurinn færir út kví- amar. en kolanám, landbúnað- ur og vefnaðarvöruiðnaður draga saman seglin. Olía kemur í stað kola, jafn vel við stálbræðslur sem ná- tengdar eru ákveðnum kola- námum, og af þeim sökum hafa 200 þúsund námumenn misst atvinnu undangengin tíu ár. Árið 1956 voru 1775 námugöng starfrækt, en ekki nema 105 nú, og senn verður 18 lokað í viðbót. Námumenn sem eru um 230 þúsund að tölu, búast við enn auknum samdrætti í námugreftrinum og jatavel að 60 þúsund manns missi atvinnu sína í náinni framtíð. Þeir gera ennfremur ráð fyrii . að 50 búsund af þessum mönnum verði að leita sér atvinnu lengra í burtu en svo, að þeir geti komizt milli vinnustaðar og heimilis síns kvölds og morgna. Verkamennirnir eru óánægð- ir með að stjórn Sambandslýð veldisins skuli efcki leggja fram Erhard skynsamlega heildaráætlun að sjá öllu Vestur-Þýzkalandi fyr. ir aflgjafa. Þeir benda á, að þrátt fyrir lokanir margra náma hafi árlegt kolanám í heild. ebki minnkað nema um 14 milljónir lesta, eða í 135 milljónir lesta árin 1958 til 1965. Á sama tíma hafa afköst hvers einstaklings aukizt urn 1.7 lestir á viku, eða í nálega þrjár lestir. Nániumannafélög- in hótuðu verkfalli í vor, en því var afstýrt með þeirri óhag kvæmu ráðstöfun að auka rík isstyrkinn. Verkamennirnir í stálverksmiðjunum í Ruhr hafa einnig ókyrrzt vlð þxr fréttir að fyrirtækin, sem þeir staifa við, hætti senn að gefa arð, í fyrsta sinn síðan stríðinu lauk. Þetta er sagt stafa meðal ann ars af því, að verksmiðjurnar séu neyddar til að brenna koksi úr dýrúm Ruhr-kolum, en inn- flutt kol yrðu ódýrari. ÞRÁTT fyrir allt þetta verð ur mistökum i stjórn efnahags mála ekki einum kennt um aukna óánægju með Kristilega demókrata. Eigi að unna fyl-k isstjórninni sannmælis verður að játa, að hún hefur gert ýms ar skynsamlegar ráðsíafanir til þess að greiða fram úr efna- hags- og félagslegum erfiðleik- um í Westfalen. Meðal þess- ara ráðstafana. sem flestir jafn aðarmenn styðja, má nefna samgönguáætlun næstu 20 ár og lagningu vega. járnbrauta og leiðslna, gröft skipaskurða og flugvallagerð. Einnig er gert ráð fyrir styrk til þjálfunar og endurþjálfunar starfs-fólks við bær iðngreinar sem auka starf semi sína, ókeypis ráðlegging um til handa smáum og meðal- st.órum iðnfyrirtækjum og stofnun iðnþróunarsjóðs, sem lagt geti að mörkum tillag eða lán til stofnunar fyrxrtækj*, sem veitt geti atvinnulausum námumönnum vinnu. Hvernig svo sem næsta stjórn fylkisins verður skipuð, mun hún ekki Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.