Tíminn - 23.08.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.08.1966, Blaðsíða 9
ÞfMÐJUDAGUR 23. ágúst 1966 TllHIWW 9 ■MMBBMSKHM Tilvfljun réð þvi, að ég kom heim aftur. — Hvarflaði það aldrei að þér, að setjast að þarna í Kaupmannahöfn fyrir fullt og ailt? — Jú, mikil ósköp, og eigin lega var það bara tilviljun, sem réð því, að ég kom hingað heim. Ég var þá hættur hjá Elfeldt fyrir nokkru, farinn að kynna mér amatörvinnu, og var mikið að hugsa um að leigja mér kompu þar ytra og byrja upp á eigin spýtur. Eittt kvöld vorum við Leifur bróðir að ganga saman heim úr vinnu og allt í einu rekst ég harkalega á mann. Ég bað hann auðvitað afsökunar á dönsku, en þá eru þeir Leifur bara komnir í ihörku faðimlög þarna úti á miðri götu, þetta var þá Árni B. Björnsson, en þeir Leifur voru góðvinir og gamlir skóla bræður. Árni bauð okkur í mat þá um kvöldið, og var þá alltaf að nauða í mér að koma heim til íslands og setja þar upp stofu, og sagði, að það væri ekkert vit í því að vera í Dan mörku öll sín beztu ár. Mér leizt ekki meira en svo á það að fara Iheim ,og bar því við, að hér fengi ég enga stofu, og var með alls konar mótbárur. Hann sagðist skyldu kippa því í lag með stofuna, og svo var ekki meira um þetta talað. Skömmu síðar fór Árni hingað heim, og það leið ekki á löngu unz hann sendi mér bréf þess efnis, að hann væri búinn að kaupa handa mér stofu, og þá dugðu engar mótbárur, ég varð að fara heim. Stofan, sem hann keypti handa mér var sú sama og við nú sitjum í. Þær áttu hana Jóbanna Pétursdóttir og Anna Jónsdóttir, og seldu hana fyrir 8 þús. krónur með öllum tækjum, og þau hef ég lítið sem ekkert þurft að endurnýja. Mig hefur aldrei iðrað þess að hafa komið heim og nú gæti ég ekki hugsað mér að búa í Höfn, þótt það sé alltaf gaman að koma þangað. Sótti konserta eins og drykkju- maður sækir í vín. — Varstu ekki hálfkvíð- inn fyrir þvi að koma hingað heim, eftir að hafa verið í glaumnum og gleðinni í Höfn svona lengi? — Uss, mér leizt ekkert á að koma hingað, og það sem mér þótti verst, var að á þeim tím um var lítið sem ekkert tón- listarlíf hér heima, en í Höfn, sótti ég konserta ein§ og drykkjumaður sækir í vín. Ég bjó um tíma með Pálma Hann essyni og tónlistin var sameig- inlegt áhugamál hjá okkur báð um oig við létum ekkert tækí færi ómotað til að kiomast á góð an konsert. Einu sinni lá við að þessi dýrkun á tónlistagyðj unni yrði okkur dýrt spaug. Ég var að elda hafragraut á gas- apparati, þegar Pálmi kom þjótandi inn og sagðist hafa fengið miða á tónleika í Cas íno. Við vorum alveg að verða of seinir, og biðum ekki boð- anna, heldur hentumst af stað. Allt í einu, inni í miðri Tunglskinsisónötunni mundi ég eftir, að ég hafði gleymt grautnum á gasinu og mér féll allur ketill í eld. Ég hvíslaði að Pálma, sem sat þarna og hlust aði með andagt á sónötuna — helvítis hafragrauturinn. En okkur datt samt ekki í hug að láta þetta smáræði eyði- leggja tónlistaránægjuna fyr- ir okkur, og sátum út all'an konsertinn. Við bjuggumst jafnvel við, a.ð það hefði kvikn að í húsinu við þessi ósköp, það var nú reyndar á sínum stað, þegar til kom, en viðbrennslu óþefurinn angaði um allt hverfið svo að segja. Kerling- in, sem við leigðum hjá hefur líklega bjargað málunum við, áður en í óefni var komið, en þetta var bezta kerling, skamm aði okkur ekki neitt og minnt ist aldrei á þetta. Já tónlistaráhuginn var mik ill, svo mikill, að ég varð mér úti um píanó og fór í tíma til Markúsar Kristjánsson ar, sem var þá einnig staddur í Höfn. Ég æfði mig upp á kraft, og var bara ánægður með árangurinn, en einu sinni, þeg ar ég kom fram úr herberg- inu mínu eftir að hafa hamazt á skalanum aftur á bak og áfram, sá ég að kerlingin, sem ég leigði hjá, stóð frammi á gangi, hélt báðum höndunum um höfuðið, og lá greinilega við yfirliði. Ég fór strax að stumra yfir henni, og þá stundi hún upp: Jeg kan ekki taale dette her, og átti þar við spila- mennskuna mína. Ég æfði mig ekki framar. Gaman að ná fram skapgerð- areinkennum. — Það er árið 1925, sem þú kemur hingað til lands. — Já, mig minnir, að það hafi verið 14. ágúst það ár. Skömmu eftir heimkomuna tók ég við rekstri þessarar stofu og hér hef ég starfað í liðlega 40 ár, en fyrir þremur árum skemmdist húsið hérna mikið vegna bruna, og þá flutti ég mig upp á Laugaveg 22 og var þar í tvö ár, þangað til við- gerðunum hér var lokið. í öll þessi ár, sem ég hef verið hér, hef ég mikið fengist við það sama, litlar visitmyndir, passa myndir, portraitmyndir. Um tíma fékikst ég talsvert við poly fótómyndir, allt að 48 myndir á einu spjaldi. Þetta var talsvert í tízku hér fyrr a árum, og það var gam- an að taka svona myndir, stækk un og kópíering á þeim út heimti mikla vinnu, svo að ég varð að hafa hérna mikið starfs lið. Þessar myndir eru komn ar úr tízku fyrir nokkru, og þegar brann hérna, skemmd ist vélin og ég hef ekki haft mig í að láta gera við hana. — Hvað finnst þér skemmti legast við ljósmyndagerð, Kal dal? — Blessuð vertu, ég hef gam an af þessu öllu saman og hef alltaf haft. Það eru líklega por trait-myndirnar, sem eiga mest ítök í mér, það er gaman að eiga við skemmtileg og svip- brigðarík ndlit og reyna að ná karaktereinkennum fólksins fram á myndunum. Það er hæg‘- ef maður hefur nægan tíma. — Þú hlýtur að vera orðinn mjög mikill mannþekkjari? — Það var nú komið inn i mig, löngu áður en ég fór að fást við ljósmyndagerð. Þegar ég var lítill strákur heyrði ég eitt sinn talað um að sérstakur maður væri mikill mannþekkj ari. Ég skildi ekki orðið og spurði, hvað það þýddi, og þá var mér sagt, að það væri mað ur, sem gæti strax séð, hvort fólk væri gott eða vont. Þetta hafði svo mikil áhrif á mig, að alltaf síðan hef ég spekulerað mikið í fólki og lagt mig fram um að lesa það niður í kjölinn alveg ósjálfrátt. Það getur ver- ið skemmtilegt, að sjá, hvern mann sumir hafa að geyma, en oft og tíðum er það óþægilegt, sérstaklega ef maður þarf að hafa mikil viðslipti við menn, sem maður er fyrirfram viss um, að séu ómerkilegir. Núna gengur allt út á hraða. — Það hlýtur ýmislegt skemmtilegt að hafa komið fyr ir hér á stofunni í öll þessi ár. —Já, hér hafa gerzt ótelj andi brosleg atvik. Einu sinni heyrði ég óskaplegt bram bolt og læti fram á ganginum og fór fram til að athuga, hverju þetta sætti. Sé ég þá ekki, hvað tveir vaskir menn eru að drösla folaldí hér upp snarbrattan stigann og var förinni heitið á stofuna til mín. Þetta var víst eitthvert gæð- ingsefni, sem hafði komið að norðan þá um morguninn, og átti að flytja eitthvað suður á land, og mönnunum fannst al veg tilvalið að láta það fá reglulega stofumyndatöku, úr því að það var á annað borð komið til höfuðborgarinnar. Ég tók nokkrar myndir af gripnum, en meðan ég var að þvi, komu tvær fínar frúr inn á stofuna. Ég gleymi aldrei svipnum á þeim, þegar þær sáu, hvað var á seyði. — Finnst þér ljósmyndagerð hafa breytzt mikið á þessum ár um? — Já ekki get ég neitað þvi. Tæknin er vitaskuld alltaf að verða betri og betri, en núna virðist það skipta meginmali að vera sem fljótastur að öllu, og það hefur gert það að verkum. að ýmsir finir prósessar inn- an ljósmyndasmíði eru alveg horfnir eða eru að hverfa. Til dæmis um þetta getum við tek ið prósess. sem nefnist bróm olía, ákaflega tímafrek aðferð, en með henni gátu menn skap að dýrindis listaverk, sem áttu mjög mikið skylt við svartlist. Þetta er eiginlega alveg búið að vera, en ég trúi ekki öðru en að það komi aftur, þetta væri allavega fínt fyrir ama- töra. Fólk er orðið heilaþvegið gagnvart verði. — En þú hefur fengizt víð ýmislegt annað en þessar venju legu stofumyndatökur? — Já, já, ég hef tekið mynd ir af málverkum í listaverka- bækur, af listaverkum, göml- um myndum, sérkennileg- um hlutum, og allt sem nöfn- um tjáir að nefna. Fólk leitar til mín til að fá myndir af ör- kumli og bæklun fyrir trygg- ingarnar og þar fram eftir göt unum. En yfirleitt er þetta það sama, passamyndir, por- traitmyndir og oft er það sama fólkið, sem leitar ti' mín ár eftir ár. — Er ekkert, sem þér finnst sérstaklega leiðinlegt að fást við? — Það er ekki margt. Ég held að mér þyki einna leiðin legast að verðleggja myndir, ég vil helzt komast hjá því að hugsa um peninga, maður yrði hreimlega vitlaus, ef maður ætti alltaf að vera að hugsa líka um peninga. Það eru sárafáir, sem spyrja, hvað myndataka kostar. Fólk héma er algerlega orðið heilaþvegið gagnvart verði. — Hefurðu mikið starfs- lið hjá þér? — Nei, við hjónin höfum unnið hérna allt frá stríðslok- um. Guðrún kona mín byrjaði hérna hjá mér sem ung stúlka, og það leiddi til hjónabands. og svo að segja öll hjónabands árin hefur hún unnið hérna á stofunni. í vor bættist okkur einn starfskraftur. Það er dótt ir okkar, Ingibjörg, sem er 18 ára. Hún er rétt byrjuð að læra þetta, og er full af áhuga. — Og að lokum, Kaldal, lang ar mig að koma með dálítið ósvífna spurningu: Álítur þú þig vera listamann? Kaldal orosir, og segir svo ákveðið. — Nei, það geri ég ekki, en ég lít á mig sem aðdá- anda lista. gþe. Elzta myndin á Ijósmyndasýningunni, tekin 1923. Hún hefur veriS á ótal erlendum Ijósmyndasýningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.