Vísir - 03.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 03.06.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Þriðjudagur 3. júni 1975 —122. tbl. „ALLT ANNAR OG BETRI ANDI" — segir Gunnar Thoroddsen „Bráðabirgðalögin urðu til þess að koma á ný hreyfingu á málin”, sagði Gunnar Thorodd- sen iðnaðarráðherra i morgun. ,,i þeim viðræðum, sem staðið hafa siðustu tvo sólarhringa, hefur verið allt annar og betri andi en áður”. Ráðherra kvaðst vongóður um, að „eftir daginn I dag yrði öil framleiðsla komin i fullan gang i verksmiðjunum þrem- ur”. Hann kvaðst álita góðar horf- ur á samkomulagi á fundinum i dag. í bráðabirgðalögunum hefði verið gert ráð fyrir, að þau giltu til ársloka nema nýr samn- ingur væri gerður milli aðila. Rikið hefði sett sem algert skil- yrði fyrir því, að viðræður um samninga hæfust að nýju eftir setningu bráðabirgðalaganna, aö afgreiðsla hæfist á áburði og sementi og dæling i Kisiliðjunni. Verkalýðsforystan hefðisætt sig við þetta og horfið frá ólögleg- um aðgerðum að þvi leyti. —HH Samningurinn í fromkvœmd íslendingar farnir að leysa varnarliðsmenn af hólmi — við ýmis „borgaraleg" stðrf íslendingar eru í tals- verðum mæli farnir að leysa af hólmi varnar- liðsmenn, sem hverfa heim, i samræmi við samning islenzku og bandarisku stjórnarinn- ar. Nokkrir tugir íslendingar munu þegar hafa tekið störf, sem varn- arliðsmenn unnu áður, að sjálf- sögðu ekki „hermennsku” sem slika en sitthvað annað, sem hinir islenzku geta unnið. Haft er eftir yfirmönnum i varnarliðinu, að milli 3 og 4 hundruð fslendingar muni nú I ár taka við störfum, sem Bandarikjamenn hafa áður unnið á Keflavikurflugvelli. tslenzkir starfsmenn sækja i vinnu á Keflavikurflugvelli mún meira en áður. Þar kemur til ó- tryggt atvinnuástand I öðrum greinum. Minna er einnig um, að islenzkir starfsmenn vinni skamma hrið á „vellinum”. Þeir sitja nú lengur I starfi, og veldur þvi einnig hörgull á að fá starf annars staðar, einkum vegna tog- araverkfalls og verkfalls I rikis- verksmiðjunum og meðfylgjandi samdrætti i ýmsum greinum. —HH Steypubilarnir bruna eftir Tryggvagötu framhjá tollstöðinni meö skerandi flautugargi. Uppi á 4. hæð er fylgzt með feröum bilanna (litla myndin uppi i horninu). Á myndimiiniðri I horninu sést krafa steypustöövarmanna. (Ljósmynd VIsis JBP) Þeir vilja sement fró Akranesi: STEYPUBILAFLOTINN I MOTMÆLAAKSTRI Fjörutiu steypubilar, nær allur floti steypu- stöðvanna i Reykjavík og Kópavogi, fóru í óvenjulegt ,,ralli" i gærkvöldi seint. Veg- farendur trúðu vart eigin augum, þegar hersingin liðaðist um helztu umferðaræð Reykjavikur, Miklu- braut og Hringbraut, I vesturátt. Förinni var heitið í Tryggva- götu, þar sem samninganefndir störfuðu að samningum milli starfsfólks og rlkisverksmiðj- anna þriggja. „Við erum orðnir þreyttir á aðgerðarleysinu og doðanum”, sagði einn steypubilstjórinn okkur, „við viljum fá afgreitt sement frá Akranesi, það er okkar krafa”. Hersingin var talsvert á ann- an kilómetra löng, og það tók timann sinn að komast niður i miöborg Reykjavikur. Um Tryggvagötuna fyrir framan tollstöðina voru flautur þeyttar til að minna samninga- menn á tilvist steypustöðvanna og byggingariðnaðarins, sem missir nú hvern daginn á fætur öðrum af hinu stutta sumri. 1 gluggum á fjórðu hæð birtust andlit samningamanna, sem fylgdust með þvi, sem var að gerast á götu niðri. Eknir voru nokkrir hringir umhverfis samningahúsið, flautað hvellt, steypubelgimir látnir snúast, og siðan var hald- iöaftur til baka Skúlagötuna, og hver til sins heima. —JBP— Islenzku fangarnir í Marokkó „Sleppa sennilega eftir nokkra daga — segir danska sendiróðið í Rabat „Ég held við þurfum ekki að vera að hafa áhyggjur af is- lenzku piltunum tveim, sem sitja I fangelsi I Marrakech,” sagði talsmaður danska sendi- ráðsins i Rabat I Marokkó i morgun, er Vlsir náði þangað sambandi. Dómur i máli piltanna hefur verið kveðinn upp, en danska sendiráðið vildi ekki skýra frá úrskurðinum nema i gegnum is- lenzka utanrikisráðuneytið. Skeyti var á leiðinni i morgun, en hafði ekki borizt til ráðu- neytisins, er blaðið fór i prent- un. „Það eina, sem ég get sagt, er að við munum reyna að fá dóm- inn léttaðan, og ég hef ekki trú á öðru en að piltarnir sleppi úr fangavistinni eftirnokkra daga. Afbrot þeirra var smávægi- legt”, sagði talsmaðurinn. „Piltarnir hafa hagað sér vel i fangelsinu og þeir hafa verið heimsóttir reglulega af sænska ræðismanninum i Marrakech”, sagði talsmaðurinn. Hann tjáði Visi jafnframt, aö fangelsið, sem piltarnir dveld- ust i væri að visu einum fimmtiu árum á eftir timanum en hrein- legt þó og án rottugangs. —JB 17 tíma samningafundur „Vonast eftir sam- komu- lagi í dag" — segir Höskuldur Jónsson, formaður samninganefndar ríkisins „Ég vonast fastlega til, að samkomulag náist á fundin- um, sem hefst klukkan fjögur I dag. Allavega ætti að geta miðað langt I samkomulags- átt. Þetta voru, efnislega, um- mæli Höskulds Jónssonar, for- manns samninganefndar rlk- isins gagnvart opinberum starfsmönnum, I morgun eftir 17 klukkustunda setu á samn- ingafundi með fulltrúum starfsfólks I rlkisverksmiðj- unum þremur. „Ég tel, að miðað hafi áleið- is á fundinum i nótt,” sagði Höskuldur. „Þar til næsti fundur hefst, klukkan fjögur, mun undirnefnd athuga nokk- ur atriði. Við munum gera al- varlega tilraun i dag. Búið er að fara yfir ýmis atriði i texta samningsins, þar sem þurfti að ganga frá atriðum, sem áð- ur voru óljós. Þvi verki er lok- ið, en auðvitað eru þau aðeins hluti af heildarsamningnum. Við erum komnir af stað með viðræður um kauphækkunar- spumingu,” sagði Höskuldur, sem var vongóður um, að um kaupið mundi semjast á næsta samningafundi. Rikið mun hafa boðið 8,5 prósent kaup- hækkun en starfsmenn krafizt um 19 prósent hækkunar. Sú var skoðun Höskulds, að góðar vonir stæðu til að endar næðu nú saman. —HH

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.