Vísir - 03.06.1975, Blaðsíða 8
Sá bezti sfakk af
til V-Þýzkalands!
Austur-þýzki fimleikamaðurinn Wolfgang Thuene bað um hœli
sem pólitískur flóttamaður eftir Evrópumeistaramótið í Bern
Bezti fimleikamaður Austur-
Þýzkalands baö f gær um hæli i
Vestur-Þýzkalandi sem pólitfskur
flóttainaður eftir að hafa keppt á
Evrópumeistarainótinu I fimleik-
um, sem háð var í Bern í Sviss um
Sundmót
r
Armanns
Sundmót Ármanns verður hald-
ið I Laugardalslauginni mánu-
daginn 9. júni n.k. kl. 20.00.
Keppnisgreinar:
400 m fjórsund karla
100 m flugsund kvenna
200 m bringusund karla
100 m bringusund kvenna
100 m skriðsund karla, bikarsund
200m fjórsund kvenna, bikarsund
50 m skriðsund drengja (1959 og
siðar), bikarsund
50 m skriðsund telpna (1959 og
siðar), bikarsund
100 m flugsund karla
100 m baksund kvenna
4x100 m skriðsund karla
4x100 m fjórsund kvenna.
Þátttökutilkynningar sendist
Guðmundi Gislasyni c/o Laugar-
dalslaug, fyrir 6. júni, á tima-
varðaspjöldum ásamt þátttöku-
gjaldi kr. 50,- fyrir hverja skrán-
ingu.
Þessir kunnu kappar urðu
stúdentar á sunnudaginn,
þegar Kristján Bersi ólafs-
son, skólameistari, útskrif-
aði fyrstu stúdentana frá
Klensborg f Hafnarfirði. Til
vinstri er Elias Jónasson,
leikmaöurinn kunni i Hauk-
um, cn til hægri Gunnar Ein-
arsson, landsliðsmaður FH.
i sumar lieldur Gunnar til
Vestur-Þýzkalands til náms
og mun næsta vetur leika
með Göppingen — liðinu,
sem Geir Hallsteinsson lék
með um tfma. Ljósmynd
Bjarnlcifur.
helgina. Talsmaður vestur-þýzka
fimleikasambandsins skýrði frá
þessu i Frankfurt í gær.
Fimleikamaðurinn, Wolfgang
Thuene, sem er 26 ára að aldri,
sagði, að hann hefði tekið þá
ákvörðun að flýja vegna deilna
við þjálfara sinn og austur-þýzka
fimleikasambandið — ekki af
Pele til
Cosmos
Braziliski knattspyrnumaður-
inn Pele staðfesti við brazilfska
blaðamenn i gær i Santos, að hann
mundi undirskrifa samning við
Cosmos, knattspyrnufélagið i
New York, i þessum mánuði. Hins
vegar neitaði hann, að hafa þegar
skrifað undir — en mun gefa nán-
ari skýringar á samningnum,
sem hljóðar upp á nokkrar
milljónir dollara, á blaðamanna-
fundi f dag. Pele sagðist vonast til
að leika sinn fyrsta leik með Cos-
mos 18. júni.
pólitískum ástæðum, að sögn
fréttastofunnar SID.
Thuene hefur verið bezti fim-
leikamaður Austur-Þýzkalands
undanfarin ár. Hann hlaut silfur-
verðlaun á slá á heimsmeistara-
mótinu í Varna í Búlgariu i fyrra
— en varð aðeins i 13. sæti á mót-
inu i Bern um helgina. Var mjög
• gagnrýndur i austur-þýzku press-
unni fyrir þann árangur. Thuene
yfirgaf austur-þýzka liðið aðfara-
nótt mánudags — fór yfir landa-
mæri Sviss og Vestur-Þýzkalands
eftir miðnætti og komst siðan ,,á
puttanum” til Frankfurt, sem er
350 km fyrir norðan Bern. Eigin-
kona hans og dóttir eru enn i
Austur-Þýzkalandi.
Jafntefli í
fyrsta leik
Armann og KR gerðu jafntefli,
5:5, I fyrsta leik tslandsmótsins I
sundknattlcik, sem háður var i
Laugardalslauginni I gærkvöldi
— jafntefli f hörkuskemmtilegum
leik.
KR náði forustu i leiknum með
marki ólafs Gunnlaugssonar og
hann skoraði einnig annað mark
áður en Armann komst á blað.
Sigurður Þorláksson skoraði og
staðan var 2:1 eftir tvær fyrstu
loturnar. 1 þeirri þriðju gekk
Ármanni vel. Guðmundur Ing-
ólfsson jafnaði i 2:2 en Jón Þor-
geirsson kom KR yfir aftur. Guð-
mundur jafnaði og Stefán Ingólfs-
son kom Armanni yfir, 4:3. 1 sið-
ustu lotunni var hart barizt —
Ólafur jafnaði I 4:4, en Stefán
skoraði fimmta mark Armanns.
Rétt fyrir leikslok jafnaði Ólafur
fyrir KR úr vitakasti — fjórða
mark hans I leiknum.
Næsti leikur mótsins verður á
föstudagskvöld I Laugardalslaug
og hefst kl. 21.00. Þá leika KR og
Ægir. Tvöföld umferð er leikin i
mótinu.
Þessi hlaut fyrstu verðlaun — fyrstu verðlaun knattspyrnumynda I Vestur-ÞýzkaJandi á slðasta ári. Það voru samtök þýzkra Iþróttafréttamanna,
sem völdu myndina eftir „Þýzka meistaramótið meö beztu Iþróttamyndina” eins og Þjóðverjar kalla það. Myndina tók Erich Bauman, 34ra ára ljósmyndari I
Ludwigsburg, og nefndi hann myndina „stökkið”.
Fram hlaut bœði stigin á
glœsi-markvörzlu Árna
i
— Mjög óvœnt úrslit í 1. deild í Keflavík í gœrkvöldi og Fram
setti þar heldur betur strik í reikninginn hjá Keflvíkingum
Framarar settu heldur betur
strik í reikninginn hjé iBK
suður í Keflavik í gærkveldi,
þegar þeir sigruðu heimamenn
með einu marki gegn engu í
miklum baráttuleik. úrslitin
koma mönnum sannarlega á
óvart, þar sem IBK hefur af
mörgum þótt líklegt til sigurs í
l-deildinni, enda sigurvegari
tveggja nýafstaðinna móta.
Framarar hafa hins vegar
misst marga af sínum traust-
ari stoðum frá því á fyrra ári
og eru því að móta lið sitt með
nýjum mönnum með litla
reynslu.
Framliðið, undir stjórn þeirra Jó-
hannesar Atlasonar og Guðmundar
Jónssonar, hefur tekið miklum fram-
förum frá þvf i leiknum gegn FH I
Hafnarfirði. Þeir leikmenn sem voru
þá einna lakastir i Framliöinu, áttu
mestan þátt I sigrinum I gærkveldi,
Steinn Jónsson miöherji, sem skoraði
Aðalfundur
Aðalfundur HandknattieiKS-
dómarafélags Reykjavikur verð-
ur haldinn 3. júni — 1 kvöld kl.
20.00 i Valsheimilinu.
eina mark leiksins á 32. minútu, og
Arni Stefánsson markvörður, sem
varði af snilld i þau skipti, sem Kefl-
vlkingar gátu sýnt á sér klærnar.
Keflvikingar léku undan snarpri
norðanátt fyrri hálfleikinn og sóttu
fast framan af, en tókst ekki að skapa
sér opin færi utan einu sinni, en þá
varöi Arni Stefánsson með miklum til-
þrifum — tók undir sig stökk og sveif
eins og fugl marga metra og hremmdi
knöttinn, sem óumflýjanlega sýndist
ætla að hafna innan marklinu.
Mörgum liöum hefur orðið hált á þvl
að láta varnarmennina fylgja sóknar-
lotunum fast eftir og i þá gryfju féllu
Keflvikingar. Reyndar var varla um
annað að ræöa með gagnslausa fram-
linu — og þetta notfærðu Framarar sér
og miðuðu leik sinn gegn vindinum við
skyndiupphlaup. 1 einu þeirra tók
Gunnar Jónsson, hægri bakvörður,
skakkan pól I hæðina — ætlaöi að
bianda sér i baráttu miðvarðanna við
Rúnar Gislason og Eggert Stéingrims-
son, en gleymdi Steini Jónssyni hrein-
lega, sem fékk knöttinn gersamlega
óvaldaður og skoraði viðstöðulaust
með fallegu skoti, er Þorsteinn ólafs-
son réð ekki við þótt hann legði sig all-
an fram, 1-0.
Svo undarlegt scm það kann að virð-
ast með jafn reynslurikt lið og ÍBK, þá
virtust leikmenn missa móðinn við
þetta eina mark og varla er hægt að
segja, aö heil brú hafi verið I leik liðs-
ins eftir það þar til á lokaminútunum,
aö lif færðist i sóknarleikinn. Guðjón
Guðjónsson, ungur og sprækúr leik-
maður, var kominn inn á ásamt gömlu
kempunni Jóni Ólafi. Framarar áttu
þá i vök aö verjast, en Arni Stefánsson
sá um að bæði stigin færu heimleiöis
með Frömurum — og botnliðið kæmist
á toppinn — með frábærri markvörziu.
Ekki má samt gleyma þvl, að Fram-
arar þjörmuðu fast að heimamönnum
lengst af seinni hálfleik og gerðu harða
hrlð að marki þeirra án árangurs,
enda drógu Kefivlkingar allt lið sitt I
vörn. Ekki verður þó um þennan leik
sagt að um algeran varnarleik hafi
verið að ræða. Framarar öttu liöi sinu
til sóknár svo um tima var allt að þvl
21 leikmaður inni I vitateig ÍBK, en
vörnin var traust og stöövaði sóknar-
loturnar hverja af annarri — oft á
seinustu stundu — með þvi að senda
knöttinn aftur fyrir endamörk.
Marteinn Geirsson og Jón Pétursson
voru að vanda burðarásar Fram og
þeirsáu um það ásamt bakvörðunum,
að framherjum IBK var haldið i járn-
greipum allan timann, svo þeir máttu
sig ekki hræra. Steinn Jónsson átti
einnig mjög góðan leik, staðsetti sig
vel, með áðurgreindum árangri. Rún-
ar Gislason og Eggert Steingrimssoii
gerðu varnarmönnum IBK oft erfitt
fyrir, enda fljótir og þrekmiklir. Ann-
ars var leikur liðsins yfirvegaður og
leikmenn samstilltir um átakið.
Ekki er þar sömu sögu að segja um
ÍBK. Aðeins öftustu varnarmennirnir
sýndu sina betri hliö, — þeir Astráður,
Einar og Gisli, ásamt Gunnari Jóns-
syni, sem þó var full fljótur á sér
stundum. Grétar Magnússon, harðjaxl
liðsins og aöal driffjöður, var eitthvað
miöursin —og munaði kannski mest
um það. Ólafur Júliusson átti góða
spretti á stundum i framlinunni, en
aörir sáust vart — ef nota má slik orð.
Dómari var Þorvarður Björnsson og
dæmdi mjög vel, en honúm til aðstoðar
voru þeir, Óli Olsen og Ingi Jónsson.
Ahorfendur voru um átta hundruð.
STAÐAN
Meö leik Keflavikur og Fram i
gærkvöldi er lokið tveimur fyrstu
umferðum 1. deildarkeppninnar.
Staðan er nú þannig:
FH
Akranes
Fram
ÍBV
Víkingur
KR
Valur
Keflavik
Óbreytt landslið
gegn Þjóðverjum
— Leikur íslands og Austur-Þýzkalands í Evrópukeppni
landsliða verður á Laugardalsvelli á fimmtudag
íslenzka landsliðið tilkynnt í dag
Landsleikur islands og
Austur-Þýzkalands í sjö-
unda riðli Evrópukeppni
landsliða — síðari leikur
landanna — verður á
fimmtudagskvöld/ 5. júní/
á Laugardalsvellinum og
bíða menn spenntir eftir
úrslitum hans víða í
Evrópu — þó öllu mest í
Belgíu/ en leikurinn skiptir
Belga hvað mestu máli.
tslenzka landsliðið verður til-
kynnt i dag — en engar breyting-
ar verða gerðar á landsliðinu,
sem náði jafntefli á dögunum við
Frakkland i sömu keppni. Allir is-
lenzku landsliðsmennirnir hafa
„sloppið” heilir gegnum aðra
umferð Islandsmótsins.
Landsliðið verður þvi þannig
skipað. Sigurður Dagsson, Val,
Gisli Torfason, Keflavik, Jón Pét-
ursson, Fram, Karl Hermanns-
son, Keflavik, Marteinn Geirsson,
Fram, Jóhannes Eðvaldsson,
Holbæk, Guðgeir Leifsson, Vik-
ing, Asgeir Sigurvinsson, Stand-
ard Liege, Teitur Þórðarson,
Akranesi, Matthias Hallgrims-
son, Akranesi, og Ólafur Július-
son, Keflavik.
Meðal varamanna er þvi Elmar
Geirsson, Hertha, og spurningin
hve snemma hann verður sendur
inn á völlinn — flestir myndu
sennilega kjósa, að Elmar hefji
leikinn með islenzka liðinu. Aðrir
varamenn eru Arni Stefánsson,
Fram, Björn Lárusson, Akranesi,
Jón Gunnlaugsson, Akranesi, og
Grétar Magnússon, Keflavik.
Leikurinn á fimmtudaginn er
mjög þýðingarmikill fyrir austur-
þýzka liðið. Þaðverðurbeinlinisað
sigra i leiknum til að hafa ein-
hverja möguleika I riðlinum —
eftir þrjá jafnteflisleiki i fyrri
umferðinni. Á heimavelli við ts-
land (1-1) og Belgiu (0-0) og á úti-
velli við Frakkland (2-2).
Staðan I þessum sjöunda riðli er
fyrir leikinn þannig:
Belgia 3 2 1 0 4-1 5
A-Þýzkaland 3 0 3 0 3-3 3
Frakkfand 3 0 2 1 3-4 2
tsland 3 0 2 1 1-3 2
Og tapi Þjóðverjarnir stigi hér
á fimmtudag eru þeir raunveru-
lega án möguleika i keppninni um
efsta sætið við Belga — sæti,
sem gefur rétt i undanúrslit
keppninnar.
Austur-Þjóðverjar hafa valið
íslandsmót
Meistaramót tslands i kraft-
lyftingum fer fram i iþróttahúsi
KR laugardaginn 7. júni kl. 15.00.
Þátttaka tilkynnist til Ómars
Olfarssonar i sima 27032 sem
fyrst og I siðasta lagi á fimmtu-
dag.
landslið sitt og er það skipað held-
ur yngri mönnum en voru i liðinu,
sem tsland gerði jafntefli við i
Magdeburg i fyrrahaust. Þrir af
fastamönnum liðsins geta ekki
keppt hér vegna meiðsla — en all-
ir hinir beztu mæta til leiksins.
—hsim.
JÚGÓSLAVÍA
VANN HOLLAND
Júgóslavia sigraði Holland i
landsleik knattspyrnu I Belgrad i
gær 3-0. Fyrsta mark leiksins var
skorað á 12. min. af Dusan Savic,
sem lék sinn fyrsta landsleik.
Hollenzki HM-markvörðurinn,
Jan Jongbloed, átti enga mögu-
leika að verja skot hans. Sex
minútum slðar skoraöi Danilo
Popivoda annaö mark Júgóslaviu
með miklum þrumufleyg — en 3ja
markið skoraði Zvonko Ivezic niu
min. fyrir leikslok.
Aðeins þrir úr silfurliði Hol-
lands frá heimsmeistarakeppni
sl. sumar léku i landsliðinu nú og
mark Júgóslaviu komst varla i
hættu í leiknum.
Vestmannaeyingar eru byrjaðir framkvæmdir við mikið Iþróttahús I
Eyjum — og á laugardaginn tók menntamálaráðherra, Vilhjálmur
Hjálmarsson, fyrstu skóflustunguna. tþróttahúsið veröur I Brimhóla-
laut og verður mikið mannvirki. Fréttamaður VIsis I Vestmannaeyj-
um, Guðmundur Sigfússon, tók myndina, þegar menntamálaráðherra
tók skóflustunguna I vikur og ösku, svo jafnvel má sjá — ef myndin
prentast vel — að úr rýkur.
Hvaö skeði Polli
Ertu meiddur?
/Einhver reyndi aö’
drepa Lolla. Ég
að ná honum!
reyndi