Vísir - 03.06.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 03.06.1975, Blaðsíða 7
Visir. Þriðjudagur 3. júni 1975 7 c7V[enningarmál efniviður Ferskur GRAUTAR I TILFINNINGUNUM STJÖRNUBtÓ „Hetjan” (Brian’s Song) Leikstjóri: Buzz Kulik Aðaihlutverk: James Caan, Billy Dee Williams. Vafalaust kannast ýmsir við hið ágæta lag Michel Legrand ,,Bri- an’s Song”. Það er úr kvikmyndinni „Brian’s Song”, sem Stjörnubíó sýnir nú. Titillagið úr „Brian’s Song” nautnokkurra vinsælda á sinum tima, myndin er byggð á sannri sögu, söguhetjan deyr úr krabbameini. Getraun: Nefnið I það minnsta tvær aðrar kvik- myndir með sömu einkennum. Lausn: „Love Story og „Sun- shine” koma fyrst upp i hugann. Myndinni „Brían’s Song” tekst vissulega að sulla svolitið i okkar rómantlskustu tilfinning- um og sá var tilgangur henn- ar. Sögusvið hennar er fótbolta- liðið Chicago Bears og efnið samband tveggja leikmanna annars svarts og hins hvits. Þegar kvikmyndir eiga sér stað einhvers staðar i námunda við fótboltavöll er sú hætta allt- áf fyrir hendi, að fótboltinn sjálfur verði aðalviðfangsefnið. Þegar iþróttir ná vinsældum eru nefnilega oft gerðar um þær kvikmyndir, sem eru litið annað en fræðslumyndir, þótt reynt sé aðþröngva inn smá söguþræði. NU til dags eru Kung-Fu myndimar skýrasta dæmið um það, áður var gert dálitið af kappakstursmyndum undir sama yfirskyni. En „Brian’s Song” er alls ekki I hópi þessara mynda. Lág- marks mögulegum tima er var- iö á fótboltavellinum. Hér er aftur á móti fjallað um siaukna vináttu tveggja ólikra nýliða, annars hvits og málglaðs og hins svarts og þöguls. Sá svarti (Billy Dee Williams) brákast á hné og fyrir hjálp þess hvita (James Caan, þekktastur sem sonur „Guðföðursins”, Sonny Corleone. Nýjustu mynd- ir „Funny Lady”, „The Gambl- er” og „Rollerball”) tekst hon- um að ná sér aftur á strik. En þá er það sá hviti, sem leggst fyrir og á sér ekki batavon. Eins og þær myndir, er nefnd- ar voru fyrst i greininni, ristir „Brian’s Song” fremur grunnt. Persónurnar eru okkur allt ann- að en skýrar að sýningu lokinni og hamingja þeirra og óham- ingja óraunsæ, þótt höfuðatriði • sögunnar séu sönn og byggð á endurminningum Gale Sayers (þess svarta). En sumir vilja láta grauta svolitið i finustu tilfinningunum endrum og sinnum og i þvi tilliti gerir „Brian’s Song” sitt gagn. Leikstjóri myndarinnar er Buzz Kulik, sem við fengum sið- ast að kynnast i myndinni „Shamus”, sem Stjörnubió sýndi fyrir stuttu og nektar- fyrirsætan Burt Raynolds lék aðalhlutverkið i. James Caan skaut fyrst upp á stjörnuhimininn eftir leik sinn i „Guðföðurnum”. NÝJA BIÓ „Keisari flakkaranna” (Emperor of the North) Leikstjóri: Robert Aldrich Aðalleikendur: Lée Marvin, Ernest Borgine. KVIKMYNDIR Þarna horfir ekki vel fyrir keisara flakkaranna (Lee Marvin) Leikstjórinn Robert Aldrich, sem áður hef- ur gert myndir eins og „Vera Cruz”, „Flight ofthe Phoenix”, „Dirty Dozen”, og nú siðast myndina „The Longest Yard”, fæst við skemmtilegan efnivið i myndinni „Keisari flakkaranna” (The Emperor of the North) frá árinu 1973. Hann etur þar saman göml- um, harðgerðum kempum þeim Ernest Borgine (Poseidon Adventure, Hannie Caulder) og Lee Marvin (Paint Yoru Wagon, Prime Cut). Lee Marvin er flakkarinn sem gerist það djarfur að stela sér fari með lest 19, sem er undir stjórn hins miskunnarlausa Schack (Ernest Borgine) Staðurinn er Oregonfylki á vesturströnd Bandarikjanna, timinn 1933, krepputíminn mikli. Menn leggja á flakk i leit að atvinnu eða hentugri stöðum til að snikja, betla eða stela á. Farartækin eru lestar, sem flakkararnir lauma sér um borð I. Enginn kemst þó langt með lest Schacks. Schack er manngerð, sem metur lestar- stjórastöðu sina mikils. Hann teflir á tæpasta vað og til að ná Umsjón:. Jón Björgvinsson fullkomnun sinni sem lestar- stjóri rekur hann starfsmenn slna miskunnarlaust áfram. Þrátt fyrir þessa hörku sina i meðferð eimreiða, hefur honum þó enn ekki verið trúað fyrir öðru en lélegri flutningalest. Beiskja hans bitnar á flökkur- Kvikmyndahúsin í dag: Tk- ★ ★ Laugarásbió: American Graffiti 'Jc ★Háskólabió: Morðið I Austurlandahraölestinni ■jk- ik- 'ik' Tk" Nýja bfó: Keisari flakkaranna Stjörnubió: Hetjan ■jlf -jk- Austurbæjarbió: Magnum Force Bæjarbió: Rauð sól Leikstjórinn Robert Aldrich, hefur áöur leikstýrt Ernest Borgine i sjö myndum og Lee Marvin I tveim myndum. unum, sem nálgast lest hans. í baráttunni við þá fær öll hans kænska notiö sin. Sem faðir má vel vera að Schack sé elskuleg- ur fjölskyldumaður, en þegar hann lifir i heimi lestarstjórans er hann án miskunnar. Svo fær hann harðan Hinn miskunnarlausi lestar- keppinaut, flakkara, sem með stjóri Schack (Ernest Borgine) þvi að þora að etja kappi við Blóöugt uppgjör lestarstjórans (Ernest Borgine) ogflakkarans (LeeMarvin) hann hefur hlotið nafnið Keisari norðursins. Keisarinn (Lee Marvin) reynir að gera lestarstjóranum lifiðleitt á hvem þann hátt.sem honum er auðið og um borð i lestinni fer fram blóðug barátta milli höf ðingjanna tveggja. Baráttan er ekki barátta haturs, heldur fyrst og fremst valdabarátta, þar sem hinir striðandi bera hálft I hvoru virðingu hvor fyrir öðrum. Þótt báðum gefist kostur á að stytta lif mótstöðumannsins gera þeir það ekki. Markmið baráttunnar er fyrst og fremst að sanna hvor er hinn sterkari. Flakkarinn mikli á raunar i baráttu á tveim vigvöllum, þvi um leið og hann etur kappi við lestarstjórann á hann i smá- skærum við minni háttar flakkara, sem með öllum ráðum reynir að taka við hinum mikla sessi flakkarans æðsta. Gervi og leikur þeirra Marvin og Borgine er með ágætum, en Marvin sýnir þó glöggt, að hann er mun fjölhæfari leikari en Borgine. Leikstjóranum Robert Aldrich hefur með aðstoð þeirra tekizt að gera harða og spennandi kvikmynd úr hand- riti, sem býður upp á ferskleika og efni frábrugðið þvi, sem okkur er tiðast boðið upp á i bandariskum kvikmyndum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.