Vísir - 03.06.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 03.06.1975, Blaðsíða 3
Vísir. Þriðjudagur 3. júni 1975 3 Okkar húsgagnaverksmiðjur hafa að mestu útlsrða húsgagnasmiði i sinni þjónustu. Hér er einn þeirra að vinnu. Margir starfs- mannanna hafa starfað frá upphafi við sömu fyrirtækin og eru öll- um hnútum kunnugir og gera framieiðsluna alla mun iéttari vegna kunnáttu sinnar (Ljósmynd Vísis BG) á betra verði en sú erlenda framleiðsla væri, sem hér er á markaði. „Ég sá i stórri húsgagna- verzlun um daginn hjónarúm frá Englandi. Hundrað þúsund var mér sagt að það kostaði. Það hlýjaði mér um hjartaræt- urnar þvi svo vill til að okkar fyrirtæki framleiðir samskonar hjónarúm, —verðiðer bara 55 þúsund hjá okkur. Þetta sýnir að okkar verð eru ekki bara sambærileg, heldur oft langtum lægri. Gæðin þori ég að ábyrgjast að eru sizt lakari hjá okkar fólki en brezkum,” sagði Ingvar. „Okkar helztu vanda- mál liggja i skorti á rekstrarfé. Þá er rafmagnsverðið hér ólikt hærra en erlendis. Við borgum 18.02 krónur tyrir kilóvattstund- ina, meðan t.d. Norðmenn þurfa að borga eitthvað um 2 islenzk- ar krónur fyrir sama. Að ekki sé talað um vaxtakjörin erlendis,” sagði Ingvar. „Eitt af þvi sem e.t.v. er islenzkum iðnaði fjötur um fót er það, hvað kynningarstarf- semi okkar er frumstæð. Meðan erlendar verksmiðjur dæla á markað okkar litprentuðum gylliboðum, verðum við að hafa hægara um okkur. Annars er ég bjartsýnn á að sennopnist augu fólks fyrir þvi að okkar eigin iðnað ber að styðja með ráðum og dáð, það hlýtur að vera hags- munamál allra. Við þurfum bara eina allshverjarvakningu til þess. Við vitum að sjálfsögðu að til að okkar vara sé keypt, þá þarf hún að standast samkeppni við erlenda vöru, en það er okk- ar vissa að i flestum tilfellum gerir hún það”. — JBP — Verkföllin svipta fólk atvinnu ATVINNULEYSI TVÖFALDAST í REYKJAVÍK Atvinnuleysiö meira en tvö- faldaðist i Reykjavik I siöasta mánuði. Þvi oili verkfalliö I rikisverksmiöjum og togara- verkfaliið. Skólafólk á I erfið- verið það, sem af er árinu . Fyrr um voru bflstjórar, sem skráðir voru á atvinnuleysisskrá, yfir- leitt ekki á styrk, heldur að biða eftir vinnu á vegum borgarinn- leikum með að finna sér vinnu. 653 voru á atvinnuleysisskrá i borginni nú um mánaðamótin, 418 konur og 235 karlar. Af kon- um voru 234 skólastúlkur og 137 verkakonur. Skólapiltar voru stærsti hópurinn af atvinnulausum körlum, alls 106. A atvinnu- leysisskránni voru 48 verka- menn og 46 bilstjórar. Flestir bflstjórarnir eru á atvinnu- leysisstyrk, að sögn Ráðningar- stofu Reykjavikur, og hefur svo ar. Iönaðarmönnum hefur fækkað, og þeir nær horfiö af at- vinnuleysisskrá i borginni, en nokkrir voru þar i vetur. Hjá ráðningarstofunni var sagt, að varla mundi úr rætast um at- vinnu fyrir fólkið, fyrr en verk- föllin leystust. Fyrir mánuði voru 307 skráðir atvinnulausir i Reykjavik. Þá voru aðeins 30 skólastúlkur og 15 skólapiltar komnir á skrána. —HH ENGIN HAFÍSHÆTTA Miðað við meðalástand, þá má segja, að hafls sé fjarri landi. En að vanda er nokkurt ishrafl úti- fyrir norðvesturströnd landsins. A vormánuðum er hafís venju- lega mest útbreiddur. En þó norð- anáttin haldist, er engin hætta á, að meginísinn berist til íslands. HE Fyrstu hvítkollarnir fró Verzlunarskólanum: HARDLEGA GAGNRÝNDIR FYRIR 30 ÁRUM — voru ó undan tímanum heldur en hitt upp margvislegar námsbrautir við sina skóla. Þeir voru glaöir og reifir fyrstu Verzlunarskólastúdent- arnir, sem héldu upp á 30 ára stúdentsafmæli sitt að Hótel Sögu um helgina. Þar voru rifj- aðar upp gamlar endurminn- ingar. Þess var minnzt m.a. hve harðlega stofnun lærdómsdeild- arinnar var gagnrýnd, mennta- skólanemar og fleiri báru fram harðorð mótmæli, og rigur var mikill milli skóla. En lærdóms- deildinni var komið á fót i fram- haldi af stofnun viðskiptafræöi- deildar við Háskólann. En segja má, að þetta fram- tak Verzlunarskólans hafi borið vitni um framsýni fremur en hitt, ef miðað er við það, að allir menntaskólarnir hafa nú tekiö Lærdómsdeildin tók tvo vetur og þurftu nemendurnir sjö aö leggja hart að sér, m.a. voru teknar upp nýjar kennslugrein- ar eins og hagfræði og stjórn- fræði. Myndaðist náinn kunn- ingsskapur milli þessara sjö nemenda, sem haldizt hefur æ siðan. —HE A myndinnieru taliðfrá vinstri: Arni Fannberg, Jón Hjörleifsson, Valgarð Briem, Vilhjálmur Þ. Gfsla- son, Helgi Hjartarson, Gisli Guðlaugsson og Karl B. Guðmundsson. A myndina vantar óskar Kristjáns- son.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.