Vísir

Dato
  • forrige månedjuni 1975næste måned
    mationtofr
    2627282930311
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    30123456

Vísir - 05.06.1975, Side 5

Vísir - 05.06.1975, Side 5
Vísir. Fimmtudagur 5. júni 1975 Umsjón: Óli Tynes 5 TLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖf REIÐUBÚNIR AÐ GERA MIKLAR TILSLAKANIR — segir Peres Shimon Peres, varnar- málaráöherra fsraels, hefur sagt i viðtali við franskt blað, að ísraelar séu reiðubúnir að gera miklar tilslakanir til þess að reyna að koma á friði. Hann nefndi meðal annars, að þeir gætu farið frá Mitla og Gidi skörðunum á Sinai skaga þegar þau hefðu ekki lengur hern- aðarlega þýðingu. Þetta er i fyrsta skipti, sem nokkur stjórnmálamaður i Israel minnist á að hörfa frá Mitla og Gidi sem eru taldir mikilvægustu varnarstaðirnir á öllum Sinai- skaga. Egyptar gerðu örvænt- ingarfullar tilraunir til að komast þangað, þegar tók að liða á Yom Kippur striðið, en israelsku skrið- drekasveitunum, sem voru þar til varnar, var bannað að hörfa og gerðu það ekki. Þessi skörð eru einu leiðirnar til að koma skriðdreka- og stór- skotaliðssveitum frá Egyptalandi til fsraels, nema þá með þvi að fara um Jórdaniu. Margrét Thatcher, leiðtogi thaldsflokksins prýddist fánum aðildarlanda EBE þegar hún kveikti á „kyndli fyrir Evrópu” á fundi meöstuðningsmönnum sfnum i gærkvöldi. Gligoric og Hort komnir á toppinn með Karpov Svetozar Gligoric frá Júgóslavíu og Vlastimil Hort frá Tékkóslóvakíu eru nú komnir upp í fyrsta sæti, ásamt heimsmeistar- anum Anatoly Karpov, á skákmótinu í Júgóslaviu. Þeir eru allir með tvo og hálfan vinning. Karpov féll úr þvi að vera einn i fyrsta sæti, þegar hann gerði jafntefli við Bruno Parma frá Júgóslaviu, i þriðju umferð móts- ins. Parma beitti Ruy Lopez byrj- un, sem hann er sérfræðingur i og þótt Karpov væri með hvitt, tókst Cornfeld aftur í úti- stöðum við löggjafann Fjármálamaðurinn Bernard Cornfeld var i gær ákærður fyrir að hafa notað ólögleg rafeindatæki til að svíkjast um að greiða fyrir símtöl við önnur lönd. Ef hann verður fundinn sekur, getur það kostað hann 15 ára fangelsi og 3000 dollara sekt. Cornfeld, sem er 47 ára gamall, hefur áður setið i fangelsi fyrir ýmiss konar svik i sambandi við fyrirtæki sitt Investors Overseas Service. Það var risastórt fjár- mögnunar- og liftryggingafélag, sem teygði anga sina út um allan heim, meðal annars til tslands. Alrikislögreglumenn sem gerðu húsleit hjá honum sögðu, að Corn- feld hefði átt tvö svokölluð blá box, en þau eru ekki til neins not- hæf annars en svikjast undan simagjöldum. honum ekki að finna leið til sig- urs. Parma var vel undirbúinn og lék hratt i byrjun. Hann fórnaði tveim peðum en náði svo aftur tveim af Karpov og samið var um jafntefli eftir 25 leiki, sem tóku tvær klst. og 35 min. Gligoric vann hins vegar landa sinn Albin Planinc og Hort vann Rudi Osterman, einnig frá Júgó- slaviu. Sviptur kjóli og kalli vegna kven- réttinda- sjónarmiða Bernard Alfrink, kardínáli í Hollandi, hefur svipt 51 árs gamlan prest kjóli og kalli fyrir aö leyfe konum að vinna prestsstörf. í bréfi til kirkjusókna segir kardinálinn, að Win- and Kotte hafi verið bannað að vinna prestsstörf og að hann megi héreftir ekki pre- dika eða hlýða á skrift- ir. ,,Margir rétttrúaðir hafa liðið sálarangist vegna kenninga séra Kotte," segir í bréfi kardínálans. Hann segir ennfremur, að viðræður sínar og ann- arra presta við Kotte hafi engan árangur borið, hann hafi haldið fast við hugmyndir sinar. Úrslit í EBE atkvœða- greiðslunni kunnámorgun Bretar ganga i dag til þjóðaratkvæðagreiðslu um, hvort landið skuli vera áfram i Efnahags- bandalagi Evrópu. Þrjár skoðanakannanir, sem birtar voru i dag, spá þvi að ,,já” at- kvæðin verði helmingi flehi og rúmlega það. Leiðtogar þriggja helztu flokk- anna, stjórnmálafréttaskýrendur og öll stærstu blöðin nema Morn- ing Star, sem gefið er út af kommúnistum, vilja áframhald- andi aðild. Það eru 40 milljónir Breta á kjörskrá i þessari fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu i landinu. Kjörstaðir verða opnir til kl. niu i kvöld og úrslitin ættu að vera kunn seinni partinn á morgun eða annað kvöld.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar: 124. Tölublað (05.06.1975)
https://timarit.is/issue/239099

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

124. Tölublað (05.06.1975)

Handlinger: