Vísir - 05.06.1975, Síða 9

Vísir - 05.06.1975, Síða 9
I m ~W/f ^ jSuLm A # JgSffiy Æf&BBP Vísir. Fimmtudagur 5. júní 1975 Vísir. Fimmtudagur 5. júní 1975 - Júgóslavar tóku Svía! Júgóslavar unnu sanngjarnan sigur á Svi- um í 3. riðli Evrópukeppni landsliða i Stokk- liólmi i gærkvöldi — 2:1. Leikurinn var jaín fyrsta hálftimann, en siöan náðu Slavarnir yfirhöndinni og voru ó- heppnir að vinna ekki mcð meiri mun. Sviar hófu leikinn af krafti — reyndu sóknarleik með uppstillingunni 4-2-4 gegn 4-3-3 Slava, og á 17.min. skallaði Ralf Edström, Eindhoven, I mark eftir fyrirgjöf Ove Grahn, sem leikur mcð svissneska liöinu Grasshopper. Júgóslavar jöfnuðu þremur min. fyrir hlé, þegar Josip Katilinski, sem átti stórleik, skoraði eftir sendingu Branco Oblak. Eftir leikhléið kom Göran Hagberg i mark Svia i stað Ronnie Hellström, og það var ekki fyrr en á 78. min. að Slövum tókst að skora sigurmarkið. Löng sending Oblaks lenti hjá lvezic óvölduðum — og hann skoraði. Ahorfendur I Stokkhólmi voru 27 þúsund, og voru ekki hrifnir af leik Svia — Edström var svo valdaður að hann gat varla sig hreyft eftir markið. Á HM i fyrra sigruðu Sviar Júgóslava 2:1. Sviar hafa tapað báðum leikjum sinum í riðlinum — báöum á heimavelli, fyrst fyrir Norður-irum, en staðan eftir ieikinn i gær er þannig: N-Írland Júgósla via Noregur Sviþjóð 3 2 0 1 4:2 4 3 2 0 1 5:3 4 2 1 0 1 3:4 2 2 0 0 2 1:4 0 Eftir þessi úrslit standa Júgóslavar bezt aö vigi I riölinum. Þeir eiga eftir heimaleiki sina við ira og Svia — og Norömenn á útivelli. Að vísu töpuðu þeir fyrir irum i Belfast á dögun- um (1-0) — en það setur strik i reikninginn hjá irum, aö þeir töpuðu fyrsta leik sinum i riðlinum. Það var i Osló — og Norðmenn sigruðu 2-1 eftir að irar höfðu skorað fyrsta mark leiksins. Siakur árangur Svia, sem hafa notað alla sina atvinnumcnn, kemur mest á óvart — tap fyrir Júgóslövuin I gær og áður fyrir írum (0-2) og það á heimavelli. Hvaða lið og áhorfendur hljóta stytturnar fögru? - Albert Guðmundsson afhenti KSÍ í gœr fagrar styttur, sem Frakki gefur hingað til keppni um í 1. og 2. deild þar sem metin er „heiðarlegasta framkoman" Þessir gripir eiga að verðlauna heiðarlega framkomu á leikvelli sem utan hans — heiöarlega framkomu leikmanna og prúð- mennsku áhorfenda og eiga að vega á móti þeim grófleika, sem aukizt hefur á leikvöllum og á áhorfendasvæðum, sagði Albcrt Guömundsson I gær, þegar hann Bezt hjá Puttemans Heimsmethafinn belgiski, Emile Puttenians, náöi i gær bczta heimstimanum I 5000 m hlaupi á móti i Arnheim i Hol- landi. Hann hljóp á 13:18,6 min. Annar i hlaupinu varð Jos Her- mens, Hollandi, einnig á frábær- uin tima 13:22,4 min. og Thijs, Belgiu, varð 3ji á ^14:40,4 min. Oblak til Schalke Júgóslavneski framvörðurinn snjalli, Branco Oblak, cinn bezti leikinaðurinn i’ siðustu heims- meistarakeppni, mun i dag undir- rita samning viö vestur-þýzka knattspyrnuliðið Schalke 04. Fé- lag Oblak, liadjuk Split, sem Keflvikingar kepptu við i Evrópu- bikarnum i fyrrahaust, hefur gef- ið Oblak leyfi til að fara til þýzka félagsins. Oblak er 28 ára og hefur leikið 39 landsleiki fyrir Júgóslaviu. Hann fær rúmlega 30 milljónir króna fyrir samninginn við Schalke. Full flugvél af ungum Blikum úr Kópavogi fór frá Reykjavík á föstudaginn til Færeyja. Þetta voru leikmenn úr 4. og 5. flokki Breiðabliks, sem urðu islands- meistarar á síðasta sumri. Keppa þeir i Þórshöfn, Klakksvík og víð- ar i Færcyjum, og munu veröa vikutima i feröinni. afhenti stjórn KSl fagrar styttur frá frönskum manni, Drago að nafni, en þessi sjötugi Frakki hef- ur gefið slikar styttur til 34 landa. Albert er nýkominn heim frá Frakklandi, þar sem hann var áhorfandi að látunum, sem áttu sér stað i úrslitaleik Evrópu- bikarsins, þegar Bayern og Leeds kepptu i Paris. Drago, sem er þekktur gull- smiður i Frakklandi með merkja- gerð félaga sem eitt sitt höfuð- verkefni, kom þá að máli við Al- bert — og bað hann að færa KSt stytturnar. Siðar mun KSl berast reglugerð frá Drago, þar sem greint er frá hvernig keppt er um gripina i hinum 34 löndum, sem Drago hefur gefið slikar styttur til. Stjórn KSt er þó ekki bundin af reglugerðinni — og ræður hvernig keppt verður um stytturnar. Lik- ur eru á, að þau lið i 1. og 2. deild, sem sýna heiðarlegasta fram- komu i leikjum sinum i sumar, hljóti stytturnar i haust — og einnig verður tekið tillit til fram- komu áhorfenda. Sérstök nefnd innan KSt verður skipuð til þess 'að ánnast það verkefni. Eins og sjá má af myndunum með þessari grein eru stytturnar fjórar — tvær stórar sem farandgripir, og tvær litlar, sem verða veittar til eignar að hverju keppnistimabili loknu. Þær eru nokkuð i stil HM- stytturnar nýju — likön fjórir menn, sem halda höndum saman, bera uppi hnattlikan, og neðst er áritun á stalli. t mörgum löndum hefur verið byggt „undir” stytt- urnar og þar rituð nöfn þeirra fé- laga — eða borga — sem hlotið hafa viðurkenninguna. Ellert Schram, formaður KSl, veitti styttunum móttöku — myndin efst á siðunni — og bað Albert að flytja Ðrago þakkir frá KSt fyrir hina höfðinglegu gjöf. Jafnframt bauð hann Albert vel- kominn i hin nýju húsakynni KSt — glæsileg húsakynni, sem Albert átti manna mestan þátt i að koma upp — en sökum anna, ferðalaga erlendis, hafði Albert ekki séð þennan árangur af starfi sinu fyrir KSl fyrr. Augu Evrópu bein ast oð Islandi! Gífurlegur áhugi á leik íslands og Austur-Þýzkalands í sjöunda riðli Evrópukeppni landsliða um gjörvalla Evrópu íslenzka landsliðið í knattspyrnunni verður í sviðsljósinu i kvöld — sviðsljósi evrópskrar knattspyrnu og það í miklu ríkari mæli en nokkru sinni fyrr i sögu knatt- spyrnunnar á Islandí. I fyrsta skipti skipta leíkir íslands verulegu máli — ekki aðeins fyrir íslenzka knattspyrnumenn, heldur einnig erlenda, og þá ekki aöeins mótherja islands í landsleiknum á Laugar- dalsvelli í kvöld, Austur- Þjóðverja. Nokkrir erlendir blaðamenn eru komnir hingað — og erlendar fréttastofur leggja mikla áherzlu á leikinn. En það eru ekki aðeins erlendir fréttamenn, sem fylgjast með leiknum — landsliðsþjálfar- ar Noregs og Sovétrikjanna, mót- herjar Islands i riðli Olympiu- keppninnar, eru komnir hingað til lands til að kynna sér styrkleika islenzkrar knattspyrnu. Ljótt útlit hjá Dönum! Rúmenia sigraði Danmörku 4-0 I Búkarest I gærkvöldi I forriðli knattspyrnukeppni Olympiuleik- anna. Rúmensku leikmennirnir „skutu” þá dönsku niöur, þegar þeir skoruðu þrjú mörk á 17. min. kafla I siðari hálfieik. Rúmenska liðið var allan tim- ann sterkari aðilinn I leiknum. Á 15. min skoraði miðherjinn Kun til mikillar ánægju 15000 áhorf- enda. t siðari háifieiknum skor- uðu Sandu, Dumitru og Dinu og gerðu þar með vonir Dana I Olympiukeppninni að engu. Liðin leika að nýju i Kaupmannahöfn 18. júni — og litil sem engin von er hjá Dönum að vinna með fimm marka mun þá. Grikkland í efsta sœtinu Grikkland sigraöi Möltu 4-0 i áttunda riðli Evrópukeppni landsliða I Saloniki I gær. Áhorf- endur voru 10 þúsund og Mavros og Antoniadas skoruðu fyrir Grikkland i fyrri hálfleik — en Iosifides og Papaioannou I þeim i siðari. Við sigurinn komust Grikkir aftur I efsta sætið I riðlin- um — en hafa leikið tveimur leikjum meira en heimsmeistar- ar Vestur-Þýzkalands. Staöan. Grikkland’ 5 2 2 1 1 1-8 6 V-Þýzkaland 3 1 2 0 4-3 4 Malta 3 1 0 2 2-5 2 Búlgaría 3 0 2 1 5-6 2 Landsleikir í blaki og undankeppni ó ítalíu! Það er inikill hugur i mönnum hjá Blaksambandinu, sagði Ingi- mar Jónsson, formaður, við blað- ið I morgun — landsleikir fram- undan, og síðan undankeppni fyrir Ólympiuleikana i Montreal næsta ár. Sú keppni verður háð á ttaliu i janúar. Ársþing Blaksambands tslands var háð sl. laugardag og þar var Ingimar Jónsson endurkjörinn formaður, en aðrir i stjórn eru Guðmundur Oddsson, Gunnar Árnason, Guðjón Óskarsson og Gunnlaugur Snævar — tveir þeir slðasttöldu eru nýir i stjórn sam- bandsins. t undirbúningi er landsleikur við England hér heima i október næstkomandi — og siðar verður leikið við enska landsliðið á Eng- landi. Þá eru einnig möguleikar á landsleikjum við Færeyinga. Á ársþinginu var samþykkt að taka upp deildaskipulag i blakinu næsta keppnistimabil — og einnig að koma á keppni i „öldunga- flokki”. A þinginu var Anton Bjarnason sæmdur gullmerki sambandsins fyrir mikil störf i þágu blakiþróttarinnar. Atján islenzkir leikmenn eru i landsliðshópnum — tveimur Valsmönnum, Vilhjálmi Kjart- anssyni og Herði Hilmarssyni, var bætt i hópinn frá leiknum við Frakka. Það verður ekki ákveðið fyrr en jétt fyrir leikinn hvaða leikmenn tslands byrja i kvöld, sagði for- maður landsliðsnefndar, Jens Sumarliðason, við blaðið i morg- un. Landsliðið var á æfingu á Kópavogsvellinum — en þeir Jó- hannes Eðvaldsson og Gisli Torfason voru einnig i „aðgerð” hjá föður Jóhannesar, Eðvald Hinrikssyni (Mikson). Þeir hafa átt við meiðsli að striða að undanförnu. Allar likur eru þó á, að þeir geti leikið i kvöld — og ef að likum lætur verður sama uppstilling I byrjun og var gegn Frökkum á dögunum. Landsliðsnefndarmennirnir vildu alls ekki tjá sig um hvort Elmar Geirsson mundi byrja — eða koma fljótt inn á. Landsleikurinn i kvöld hefst kl. 20.00 og er fjórði landsleikur Is- lands og Austur-Þýzkalands. Þjóðverjar hafa sigrað i tveimur leikjum — báðum i Reykjavik — en jafntefli varð i þeim þriðja — I Magdeburg — i þessari keppni i sjöunda ribli. Dr. Ingimar Jónsson. ,Strákarnir segja Þjálfa sannleikann... y Nei, þiö leikið engan rSherlock Holmes hér... ekki I þessari ferö! Nýliðarnir I iandsliðshópnum — Vilhjálmur Kjartansson, til vinstri, og Hörður Hilmarsson. Báðir Vaismenn. Bjarnleifur tók myndirnar á landsliðsæfingunni I gær. Hópferð á keppnina Jú, við erum ákveðnir i þvi hjá FRl — Frjálsiþróttasambandi Is- lands — að efna til hópferðar á Karlotte-keppnina i sumar. Hún verður I Tromsö I Noregi 26.—27. júli — en þar keppa landslið ts- lands, Norður-Noregs, Norður- Sviþjóðar og Norður-Finnlands, sagði Einar Frimannsson, stjórn- arformaður FRt, við blaðið i morgun. Við efndum til slikrar hópferð- ar á Karlotte-keppnina, sem háð var i Lulea i Norður-Sviþjóð i fyrrasumar. Hún tókst einstak- lega vel — þátttaka mikil — og is- Karlotte- í Tromsö Ienzka frjálsfþróttafólkið stóð sig með mikilli prýði i keppninni — varö i öðru sæti i stigakeppninni á eftir Finnum. Hópferðin til Tromsö stendur frá 25.-28. júli — eða frá föstu- degi til mánudagskvölds, sagði Einar ennfremur. Verði er stillt mjög I hóf eða 20.500 og er þá inni- falið flugfargjald, ásamt bilferð- um til og frá hóteli. Þátttakend- um gefst kostur á þrenns konar gistingu — og fjölbreyttu vali út- sýnis- og skoðunarferða. Ferða- skrifstofan Sunna gefur nánari upplýsingar um hópferðina. GUMMÍBÁTAR 2ja og 4ra manna fyrir utanborðsmótor — Verð fró kr. 12.850 4 POST- SENDUM SP0RTVAL ! Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.