Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Miðvikudagur 18.júni 1975.
vísrn
Útgefandi:' Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Gyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason
Augfýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuói innanlands.
1 lausasölu 40 kr.eiptakið. Blaöaprent hf.
Dýr er stóri bróðir
Tiu milljarðar króna eru mikið fé. ís-
lendingum þætti ekki amalegt, ef þeir sem þjóð
hefðu á hverju ári heila tiu milljarða til umráða
umfram það, sem þeir hafa nú.
Sumt af þessu fé mætti nota til að bæta afleita
afkomu heimila og fyrirtækja. Og sumt mætti
nota til að búa i haginn fyrir framtiðina með þvi
að hraða orkuþróun landsins og uppbyggingu
arðbærra atvinnuvega.
Menn kunna að telja tilgangslitið að ræða út i
loftið um tiu milljarða k?óna. En þessi tala er
þannig fundin, að hún er mismunurinn á nýtingu
fjárfestingarpeninga okkar og ýmissa ná-
grannaþjóða okkar, sem kunna betur með fé að
fara.
Við þurfum að leggja til hliðar 27% þjóðar-
teknanna eða 30 milljarða króna i fjárfestingu á
ári hverju til að ná út svipuðum hagvexti og
Danir, sem nota i þessu skyni 19% þjóðar-
teknanna eða 20 milljarða á islenzkan
mælikvarða.
Mismunurinn á þessu nemur 10 milljörðum
króna á ári á núverandi verðlagi. Þetta er hin
árlega peningabrennsla okkar. Þessari upphæð
sáum við árlega i grýtta jörð.
Þetta dapurlega ástand byggist á hinni
viðtæku, áhrifamiklu og afdrifariku
þjóðnýtingu, sem felst i rikisrekstri islenzkra
fjármála.
Rikisvaldið skipuleggur forgangsröðun at-
vinnuveganna að handbæru f jármagni, lána- og
vaxtakjörum og rikisábyrgðum.
Með ofsköttun þjóðarinnar, útgáfu rikis-
skuldabréfa, Seðlabankafrystingu og kverka-
taki á fjármagnsinnflutningi nær rikið undir sig
verulegum hluta af þvi fjármagni, sem aflögu er
til fjárfestingar hér á landi.
Rikið skammtar þetta fé siðan i mismunandi
réttháa stofnlánasjóði og byggðasjóði, sem at-
vinnuvegirnir lifa siðan á. Hluta fjárins
skammtar rikið i styrki, uppbætur og niður-
greiðslur til rétthæsta atvinnuvegarins.
Skipting þessa herfangs fer eftir pólitisku
valdajafnvægi þrýstihópanna á hverjum tima,
en ekki eftir neinum efnahagslegum sjónarmið-
um eða arðsemissjónarmiðum.
Þess vegna þykir það gott hér á landi, ef fjár-
festing borgar sig til baka á tiu árum. Erlendis
eru hins vegar mörg dæmi um, að fjárfesting sé
þrjú til fimm ár að skila jafnvirði sinu til baka til
nýrrar umferðar i uppbyggingu efnahagslifsins.
Við leyfum ekki fjármagni okkar að streyma
til þeirra greina, sem skila mestum arði á stytzt-
um tima. í þess stað förum við eftir pólitiskri
forgangsflokkun, sem bindur fjármagns-
straumana i fastar skorður rikisrekstrarins.
Þessi rikisrekstur fjármagnsins er ein helzta
skýringin á eilifri fjárvöntun þjóðarinnar, si-
felldri verðbólgu i landinu og réttlátri gremju al-
mennings yfir lifskjörum sinum.
Broslegt er, þegar vinnuveitendur og launþeg-
ar berjast af hörku um, hve mikið eigi að borða
af útsæðinu og hve miklu eigi að sá. Rikið er
nefnilega þegar búið að sá þvi i grýtta jörð.
Á þessu sviði einu saman kostar stóri bróðir
okkur tiu milljarða á ári hverju.
-JK.
Sovétríkin:
Reyna að fœkka
fóstureyðingum
með aðstoð við
verðandi mœður
Löggjöf um
fóstureyðingar
hefur verið mikið
deilumál i nær
hverju einasta
landi, þar sem
þær hafa verið til
umræðu. Elenora
Gorbunova, einn
af fréttaskýrend-
um sovézku
fréttastofunnar
APN, fjallar um
viðhorfin þar í
landi I einu
fréttabréfa No-
vosti:
Varaheilbrigöismála-
ráöherra Sovétrikj-
anna, Jelena Novikova,
segir aö hún sé andvig
fóstureyöingum, en hún
sé engu að siöur sann-
færö um, að þær veröi
aö leyfa. Kona, sem hef-
ur verið svipt mögu-
leika til aö taka sjálf
ákvöröun i málinu, er
ekki frjáls.
Deiiumál
öldum saman
Sálfræöilegir og siö-
fræöilegir árekstrar
fylgja jafnan i kjölfar
fóstureyðingarvanda-
málsins. Þetta er ekkert
nýtt. öldum saman hafa
tvær gagnstæðar
skoðanir verið rikjandi,
studdar fjölmörgum
rökum, með og á móti.
Fóstureyöing er afbrot
sem er hliðstætt morði,
segja sumir. Þeir
frumuhópar sem þróast
fyrstu vikur meðgöngu-
timans eru ekki mann-
leg lifvera, segja aðrir.
Eftir aðstæðum
Skoöanir almennings
á þessu deilumáli bera
vott um furðulegt ósam-
ræmi. Hjá einstökum
fornum þjóðflokkum
var fóstureyðing leyfö á
striðstimum og þau ár
sem var uppskerubrest-
ur, en á friðartlmum
voru viðbrögð neikvæð.
Lögin I Hellas hinu
foma og í Róm hvöttu til
fóstureyðinga og Platon
og Aristoteles litu á
hana sem ráð til að
leysa fólksfjölgunar-
vandamálið og bæta
hag samfélagsins.
Refsivert athæfi
A miðöldum fékk um-
ræðan um málið skjótan
endi. Kona sem hafði
framkallað fóstur-
eyöingu var dærr;d til
dauða. Refsiákvæði
hafa haldizt allt til
vorra daga. Að visu
leyfa æ fleiri riki fóstur-
eyðingar. Lögin eru
milduð og gerðar eru
fjölmargar undanþágur
frá ákvæðum þeirra.
Hinar breyttu skoðan-
ir almennings má fyrst
og fremstrekja til efna-
hagslegra atriða:
þróunarstigs hinna
ýmsu landa og þörf
þeirra fyrir mannafla.
Þetta er einnig lög-
gjafaratriði á 20 öld.
Leyfðar i
Sovétrikjunum
Elenora Gorbunova
heldur áfram:
— 1 Sovétrikjunum
eru fóstureyðingar
leyfðar, þótt við höfum
einnig áhuga á að auka
fólksfjöldann. Að við
ieyfum fóstureyðingar
er fyrst og fremst gert
meö tilliti til fjölskyld-
unnar, til móðurinnar.
Þetta er eðlilegt sjónar-
rétti konunnar er viður-
kennt á öllum sviðum.
Lögin hafa einnig
gifurlega læknisfræði-
lega þýðingu. Þau gera
kleift að halda I algeru
lágmarki þeirri hættu
sem stafar af ólöglegum
fóstureyðingum. Boð og
bönn, sem ekki draga úr
fjölda fóstureyðinga,
gera það óhjákvæmilegt
aö leita aðstoðar fólks,
sem ekki hefur læknis-
fræðilega þekkingu.
í landi, þar sem lögin
refsa fyrir fóstur-
eyðingar, verða
þúsundir kvenna að
gjalda þess með eyði-
lagðri heilsu, jafnvel
með lifinu.
Siðferðis- og
efnahagsstuðn-
ingur
Riki verður að sjálf-
sögðu að hafa áhrif á
fólksfjölgunarþróunina.
En að okkar dómi er
áhrifarikasta ráðið ekki
það að beita þvingun-
um, heldur að örva
fæðingartiðnina með
siðferðilegum og efna-
legum stuðningi. Það
eru ýmis ráð til slikrar
hvatningar.
Hjálp af hálfu rikis
við uppeldi barna.
Bygging fleiri barna-
heimila og leikvalla og
fjárhagsleg aðstoð við
mæður með mörg börn.
Mánaðarlega fá um
þrjár milljónir kvenna I
Sovétrikjunum greidda
slika styrki. Það verða
engar breytingar á
fólksfjölgunarþróuninni
á einu ári, jafnvel ekki
áratug. Þó má nú slá
þvi föstu, að fæöingar-
tiðni i Sovétrikjunum
hefur aukizt og það
mun halda áfram að
stefna I þá átt.
Nútimakonan
vill út
Nútimakonan vill
ekki lifa aðeins fyrir
fjölskylduna. Hún vill
læra, þroska andlega
hæfileika sina, taka þátt
i hagnýtu starfi fyrir
þjóðfélagið.
Sjálfsagt eru það ekki
margar konur, sem
óska þess að eiga 8-10
börn. í Sovétrikjunum
hafa verið gerðar
kannanir, sem sýna að
flestar konur álita að 2-3
börn séu æskilegasti
fjöldinn.
Aö minum dómi er
þetta skynsamleg af-
staða. Foreldrarnir
geta þá betur annazt um
þau en ef fleiri börn
væru i fjölskyldunni.
Fæðing er holl fyrir lif-
færastarfsemi konunn-
ar, en of tiðar fæðingar
eru það ekki. Sér-
fræðingar Alþjóða heil-
brigðismálastofnunar-
innar fullyrða, að eftir
þriðju fæðinguna geti
lifi móðurinnar verið
hætta búin, þá skapist
hætta á sykursýki og á
vissum tegundum
krabbameins.
Ýmsar leiðir
færar
Óskir konunnar um að
takmarka barnafjöld-
ann eru skiljanlegar og
sanngjarnar. Fóstur-
eyöing er þó langt frá
þvi að vera bezta ráðið
til að takmarka
fæðingartiðnina. Nú i
dag eru til ótal ráð til að
koma i veg fyrir þungun
og þau hafa ekki i för
meö sér neinar auka-
verkanir.
I Sovétrikjunum
glima margar rann-
sóknastofnanir við að
finna slikar aðferðir.
Einnig hefur verið
stofnuö rannsóknarstöð,
þar sem kannaðir eru
möguleikar á notkun
hormónagjafar.
Aðrar aðferðir
betri
Við drögum i efa gildi
hormónagjafa og mæl-
um ekki með þeirri að-
ferð, þar sem hún hefur
áhrif á liffærastarfsemi
konunnar og getur verið
heilsu hennar hættuleg.
Þetta þýðir að sjálf-
sögðu ekki, að við séum
yfirleitt á móti fyrir-
byggjandi aðferðum.
Fundnar hafa verið
fjölmargar aðferðir til
að koma i veg fyrir
óæskilega þungun, þótt
þær séu ekki 100 prósent
öruggar. Konurnar
verða að læra slikar að-
ferðrr, það er hin raun-
hæfa aðferð til að draga
úr fjölda fóstureyðinga.
A hinn bóginn er hægt
að vinna gegn þeim
ástæðum, sem gera
fóstureyðingu nauðsyn-
lega. Meðal þeirra eru
alvarlegir ólæknandi
sjúkdómar, hjartagall-
ar, sykursýki, nýrna-
sjúkdómar o.s.frv. Þeir
stofna lifi konunnar I
hættu og gera fæðing-
una svo erfiða, að jafn-
vel læknar mæla með
fóstureyðingu.
Sérhæfð
sjúkrahús
Þrátt fyrir það gerist
það æ sjaldnar, að
fóstureyðing sé fyrir-
skipuð að læknisráði.
Handa konum, sem
hafa þörf fyrir sérstakt
lækniseftirlit, eru til
sérhæfð sjúkrahús og
fæðingarheimili, þar
sem þær fá þá með-
höndlun, sem þær
þarfnast.
Fyrir kemur, að kona
tekur ákvörðun um
fóstureyðingu án þess
að hafa ihugað
ákvörðunina nógu ræki-
lega áður. Áður en
kona, sem æskir fóstur-
eyðingar er lögð inn á
sjúkrahús eða fæðing-
arheimili, ræðir læknir
þvi ætið við hana fyrst.
Þetta stuðlar að þvi, að
stöðugt fækkar fóstur-
eyðingartilfellum i
Sovétrikjunum.
mið i riki, þar sem jafn-
Umsjón: Óli Tynes