Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 18.06.1975, Blaðsíða 13
Vísir.Miðvikudagur 18.júnl 1975. 13 - OK HRINGVEGINN A 26 TIMUM A 26 timum lagöi hann Guö- mundur Magnússon hjá Slátur- félagi Hafnarfjaröar 1630 kilú- metra hringveginn aö baki. Guömundur, sem er á 75. aldursárinu, hefur því ekiö á nær 63 kildmetra meöalhraöa alla leiöina. „Erindiö var nú að sækja mann tii Fáskrúðsfjarðar, en ég vildi athuga, hvað ég gæti orðið snöggur að þvi”, segir Guð- mundur, sem vafalaust hefur nú slegið hringvegsmetið þrátt fyr- ir háan aldur. Að vlsu tök Guðmundur sér hvildir á leiðinni en þó ekki mjög langar. Ferðin tók þvi I allt 44 tima. Hann hélt frá Hafnarfirði klukkan átta siðast- liðinn mánudagsmorgun og kom I bæinn klukkan fjögur aðfara- nótt miðvikudagsins. Hann stanzaði til að fá sér bita á Akureyri og i Höfn I Hornafirði, og dvaldi auk þess á Fáskrúðs- firði frá þvi klukkan hálf ellefu á mánudagskvöldið til klukkan hálf tvö eftir hádegi á þriðju- daginn. Farkostur Guðmundar var Range-Rover og sagðist Guð- mundur hann hafa eytt að meðaltali tæplega 15 litrum á hundraðið. Ef nokkur skyldi hafa frétt af einhverjum sem lagt hefur hringinn að baki á skemmri tima, sem okkur þykir þó óllk- legt, tækjum við fúsir á móti fréttum af þvf, án þess þó að við séum að hvetja menn til neinna dáða i slikum kappakstri. — JB VISIR flytur helgar- fréttirnar á mánu- dögum. Degi fyrr en önnur dagblöð. *—’ (eerir-t áskrifendur) Pyrstur með iþróttafréttir helgarinnar VISIR Sjötíu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferö, samkvæmt sumaráætlun til 12 staöa í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir þaö, að þú getur ákveöiö ferö til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Þaö þarf traust starfsfólk og góöan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Viö höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga meö langa og gifturíka reynslu aö baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aöeins aðsetur á íslandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er aö greiöa götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiöanet okkar nær, þá er ekki þar meö sagt aö við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar viö, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundiö flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur meö vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaöir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst aö þú sért aö ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að þaö er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess aö svo mætti verða. 75 ÁRA GAMALL Guömundur Magnússon. ÞING- EYINGAR RAUSNAR- LEGIR VIÐ YNGRA FÓLKIÐ „Ekki höfum við reynt að undir- bjóða sumarbúðirnar,” sagði Sigurður Geirdal, framkvæmda- stjóri Ungmennafélags tslands. „Hins vegar hafa Þingeyingar ákveðið að greiða sumardvöl barna á Laugum það mikið niður, að daggjöld verða 400 krónur”. í sumar rekur UMFl sumar- búðir á 9 stöðum.Hægt verður að dveljast i búðunum frá 1/2 upp i 1 1/2 mánuð sums staðar. Haædin verða þrenns konar námskeið i búðunum: a) leikir og iþróttir b) þjálfun I félagsmálasýslu, c) vinnubúðir. Sumardvöl barna verður i fyrsta skipti i sumar að Steins- staðaskóla i Skagafirði. — BÁ — Félög með þjálfað starfslið í þjónustu við þig F,íHcÁF^AG loftleidir ÍSLAJVDS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.