Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Mánudagur 7. júli 1975. 3 Húsvikingarnir Magnús, Þórarinn, Hannes og Guðmundur trúa þvi, að fall sé fararheill. Ljósm. Jón B. dekkjum. Ég áttaði mig ekki á þvi að skipta um dekk fyrir ferðina hingað svo ég varð að kaupa nýjan gang af stærri og sterkari dekkjum hér. Vegirnir ykkar eru meira en radialdekk- in þola, sagði Jakop Jakopsen. Sparsemi — Sparsemi ferkar en biræfni er skýringin á veru bátsins okk- ar þarna uppi á þaki, sögðu þeir Daniel Friðriksson og Valdimar Karlsson, ungir strákar úr Kópavogi, sem biðu eftir að koma bil sinum um borð i Smyril á laugardaginn. Þeir sögðust vera á leið á siglingakeppni i Halmstad i Sviþjóð. Raunar er það sjálft Norðurlandamótið i siglingum, sem þar á að fara fram um- rædda daga. — Við keppum á vegum Siglingasambands Islands, en sjálfir erum við félagar i siglingaklúbbnum Ymi i Kópa- vogi. Við settum hjól undir bát- inn okkar og drógum hann hing- að austur en til að spara okkur fé skelltum við honum á toppinn fyrir ferjuferðina. Annars hefð- um við þurft að borga fyrir það sem svaraði tveim bilum sögðu þeir félagar. Þeir félagar eru reyndar ekki óvanir þvi að ferðast með jafn tilkomumikinn farangur með sér. Þeir flugu i fyrra með bát- inn með sér til Rómar og settu hann þar aftan i bil, er þeir fengu lánaðan og drógu hann siðan til Sviss, þar sem þeir tóku einnig þátt i siglingamóti. Fall er fararheill Svo voru þarna lika mættir Húsvikingarnir fjórir, sem lagt höfðu dag við nótt við að gera jeppann sinn vel úr garði. Jepp- inn átti að endast til margra vikna ferðar um Evrópu, en varla var heimabærinn Húsavik úr augsýn, er kúplingin fór, og rifa varð vélina úr til að komast að biluninni. — Við rifum vélina úr þarna á staðnum á einum degi og kom- umst timanlega til Seyðisfjarð- ar eftir að hafa gert við, segir Magnús, einn úr hópnum. — Ég varð að rifa öll radialdekkin undan og fá mér stærri og sterkari dekk fyrir Islenzku þjóðvegina, sagði Jakop Jakopsen frá Færeyjum. — Við höfum ekki efni á að borga undir bátinn lika, sögðu Daniei Friðriksson og Valdimar Karlsson og snöruðu bátnum sinum upp á þak. — Við vonum að þetta verði fararheill, en erum þó undir, það búnir að þurfa að skilja jeppann eftir einhvers staðar i Evrópu og taka okkur bilaleigu- bfl, segir Þórarinn, annar úr hópnum. — Við reiknum með að fara með svona 100 þúsund krónur i þetta ferðalag á mann. Fyrst ætlum við suður til Osló og siðan til Danmerkur. Svo tekur væntanlega Þýzkaland við en framhaldið þar af fer eftir tima og veðri, sagði Hannes, sá þriðji, og horfði á þann fjórða, Guðmund, bakka jeppanum upp landganginn og um borð i ferj- una. — JB — Við vorum áður á Heklunni, sögðu Valgerður Lárusdóttir (til vinstri) og Fjóla Emilsdóttir (til hægri) einu fulltrúar tslands i áhöfninni. Ljósm. Jón B. Fyrst hissa en síðan fegnir — er þeir uppgötva íslenzka barinn — Við höfum verið þernur bæði á Hcklu og Gullfossi áður. Þegar Smyrill kom til tals, datt okkur i hug að rifja upp þernu- störfin, segja þær Fjóla Emiis- dóttir og Valgerður Lárusdóttir, einu isiendingarnir um borð i færeysku ferjunni. Asamt dönskum skipstjóranum eru þær eina undantekningin frá alfæreyskri áhöfninni. — Það gekk alveg eins og i sögu að komast i starfið og við flugum út til Frederikshavn strax, er verið var að ganga frá skipinu, segja þær stöllur, sem sjá um barinn um borð. — Við höfum barinn opinn á milli landa og svo lengi fram eftir á kvöldin sem glaumurinn varir. Við lokuðum til dæmis seint siðustu nótt, enda voru Færeyingarnir þá dansandi um öll gólf undir tónlist af segul- bandi. tslendingarnir tóku lika þátt, en þeir hafa verið mjög prúðir hér um borð og alla vega ekki þambað meira af veigum en Færeyingarnir, segja islenzku þernurnar. Þær vinna þannig, að á móti stanzlausri vinnu i tvær vikur kemur ein frihelgi heima. — Þetta er orðið ágætt fyrir- komulag núna, en i fyrstu vildi þetta vera á dálitlu reiki, segir Fjóla Emilsdóttir og Valgerður bætir við: — Islendingarnir veröa i fyrstu hissa og siðan fegnir, er þeir sjá, að það eru íslendingar i áhöfninni.....og það á mikil- vægasta staðnum. —JB VILJA LAMBAKJÖT OG GÚMMÍLÍM Með tiikomu Smyrils er Seyðisfjörður kominn i beint samband við útlönd. Strand- ferðaskip kemur aðeins á um 10 daga fresti, en Smyriil I viku hverri. Hafa Seyðfiröingar notað þennan möguleika til að panta vörur beint að utan. Færeyingar hafa einnig sýnt áhuga á viðskiptum á Seyðis- firði. Þannig voru nú um helg- ina flutt út 7 1/2 tonn af lamba- kjöti á markað i Færeyjum og vikuna áður fóru um 20 tonn ut- an. Þá yirðist gúmmilim einnig vera sérstök munaðarvara i Færeyjum, alla vega vilja Fær- eyingar kaupa minnst hundrað dósir I hverri ferð. Þá hafa einnig komið pantanir um 200 litra af mjólk fvrir utan það, sem skipið sjálft þarfnast. A myndinni er veriö að bera lambakjötiö um borð. —JB I.S.I. LANDSLEIKURINN K.S.Í. ÍSLAND — NOREGUR fer fram á Laugardalsvellinum i kvöld kl. 20.00 e.h. Dómari: Ulf Eriksson frá Svíþjóð Lúðrasveit Reykjavikur leikur frá kl. 19.30 e.h. Aðgöngumiðar seldir i Laugardal i dag frá kl. 13.00 e.h. Þetta er leikurinn sem allir Línuverðir: Karl-Gösta Björkman og Erik Axelryd frá Sviþjóð. Knatsspyrnusnillingarnir Elmar og Jóhannes eru komnir til landsins og leika með íslenska landsliðinu Verð aðgöngumiða: Stúka kr. 600.00 Stæði kr. 400.00 Barnam. kr. 100.00 knattspyrnuunnendur bíöa eftir — Tekst landsliðinu nú að sigra?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.