Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 7
Visir. Mánudagur 7. júli 1975. 7 „ Vilji mannsins eru lög konunnar ## „Hvað eftir annað hefur það sannazt, að karlmaðurinn er vissu- lega höfuð konunnar, en konan — vitur kona — hálsinn, sem höfuðið hvilir á.” Þaö er nefnilega það. Margt hefur veriö um konuna sagt, en hvernig lizt ykkur á þetta? Viö hér á Innsiöu fengum upp i hendurnar bók sem heitir, „Konan og óskir karlmanns- ins.” A frummálinu heitir bók- in, „Hur mannen önskar upp- leva kvinnan.” Þaö ma segja aö bókin sé eins konar leiöarvisir, sem konan getur lumaö á, svo hún viti nú nákvæmlega hvernig hún á að koma fram við bless- aöan karlinn, svo hann hrifist, og — svo hún haldi honum. Nú á þessum tima hlæjum viö góölátlega að þvl sem I bókinni stendur, enda er nokkuð liðið frá því hún var gefin út hér, eða árið 1959. En hvaö um þaö. Okk- ur finnst alveg sjálfsagt aö leyfa lesendum að skyggnast inn I ör- fá atriöi úr bókinni, og fara þau hér á eftir. Og hvað finnst ykkur svo: „Hafið varirnar girni- legar og lokkandi........” „Komið I tæka tlö. Látið hann ekki fá það álit á yöur að þér séuö kærulausar, og afsakið viö hann, þótt raunveruleg ástæða hafi verið fyrir þvl að þér töfð- ust.” Þannig hefst fyrsti kafli bók- arinnar, sem kallast Forleikur- inn. Og áfram er haldið: „Hugsið um að klæða yður jafnan eftir þvi sem við á I hverju tilfelli. Komið um fram allt ekki til fundar við hann I iburðarmiklum klæðum og áberandi málaðar á sunnudags- morgni, þegar hann ætlar með yður I gönguferð, — en komið heldur ekki sportklæddar til hans að kvöldi, þegar þér getið — við glugguðum í „leiðarvísi" fyrir konuna. Þar er mœlt með að hún hlœi stundum hinu dulúðuga brosi Monu Lisu og ýmis „góð" róð gefin búizt viö að hann bjóði yður inn á veitingastað. Allt verður að miða við ákveðna tíma, og hann væntir þess að þetta sé yður ljóst.” „Látið hann ekki sjá yöur óhóflega málaða. Farðið ekki varir yðar meira en svo að þær séu girnilegar og lokkandi. Komið þér beint frá vinnu yðar, eigið þér að vera snyrtilegar, en ekki með neitt tildur eða prjál.” Þá segir að konan skuli ávallt leyfa karlinum að lifa I þeirri trú, að það sé hann, sem ákvarðar, vegna þess að I hjarta slnu er hann samþykkur tals- hættinum „vilji mannsins eru lög konunnar.” „Menn hafa ekki tima.....” I einum kaflanum segir svo: „Verið ekki angurværar eöa úr- illar þótt hann gleymi einhverj- um merkisdegi, sem yður finnst að bæri að halda upp á. Menn hafa tlðum hvorki tima né næði til þess að hugsa um þess kon- ar.” Þá segir á einum stað I sama kafla: ,,.... hann mun fá það álit á yður, að þér hljótið að veröa góð húsmóðir, og þaö er einmitt sá eiginleiki, sem karlmaðurinn leitar að I fari konunnar og eitt af því, sem bindur hann sterkari böndum en flest annað.” (?) Afram höldum við, og kom- um að kafla, sem heitir Verndun ástarinnar. „Karlmaðurinn hefur leyfi til þess að gleyma sér við starf sitt....” „Gleymið ekki hverjar þér voruð, þegar hann varð ástfang- inn af yður: Treystið þvl ekki, að hann elski yður, ef þér breyt- ist verulega, fram yfir þær breytingar, sem aldurinn leiðir af sér. Hann vill að þér séuð eins og forðum, enda þótt karl- mannslund hans vilji ef til vill ÍIIMIM I 5IÐAN I Umsjón: Edda Andrésdóttir móta yður lltilsháttar eftir slnu höfði”. „Sýnið að yður þyki vænt um hann, en látið að þó ekki I ljós I tlma og ótíma. Gleymið ekki að fýsn karlmannsins er breyti- legrienhjá heilbrigðum konum. Þar að auki hefur karlmaðurinn leyfi til þess að gleyma sér við starf sitt og annað er bindur huga hans, og þá orka ástaratlot truflandi á hann, já, eru honum jafnvel ógeðfelld.” Minnimáttarkenndin! Einn kaflinn fjallar um minnimáttarkenndina. Alls staðar finnst hún. En hvað fróð- legt skyldi vera að finna i kafl- anum. Jú, þar segir meðal annars: „Enda þótt maöurinn kunni I mörgum tilfellum að vera betur að sér og greindari en konan, hindrar það hana ekki I þvi að reyna að fylgjast með skoðun- um hans og áhugamálum, eða hlýða leiðsögn hans, ef með þarf.” „Heilastarfið þarfnast — eins og öll önnur starfsemi — bæði þjálfunar og áreynslu, en mannsheilinn, er svo undur- samlegt tæki, að það er hægt að auka afköst hans og hæfni, að- eins ef viljinn er fyrir hendi. Þér haldið sjálfar að þér getið ekki gert jafnmiklar kröfur til yöar og manns yðar i þessu efni, en það er ástæðulaust að állta, að þér getið ekki þjálfað yður svo að þér standið honum jafnfætis i andlegu tilliti. Reynið, og þér munuð sjá að það borgar sig, en ef skilningur yðar er enn ekki orðinn jafnþroskaður og skiln- ingur hans, þá hlustið minna með eyrunum en með hjartanu — en umfram allt: hlustið þér!” „Og svo er það afbrýðisemin........” Fjölkvæmiseðli karlmannsins gerir það að verkum að hann sækist eftir einhverju nýju, seg- ir I kaflanum sem fjallar um ofangreint. Og þá er það kon- unnar að taka til sinna ráða. „Vekið með honum forvitni og jafnvel óróleika. Farið út án þess að greina frá ástæðu eða tala um hvers vegna eða hvert þér ætlið. Leggið simann á dá- litið undirleitar, þegar hann kemur inn (og þegar þér vitiö fyrirfram aö hans er von heim), en segið siðan eins og af tilvilj- un, þegar hann spyr um það hver hafi hringt? „Það var að- eins.. aðeins einhver, sem fékk skakkt númer.” „Breytið um hárgreiðslu og spyrtingu yöar. Látið amorboga varanna fá annan lit, svo aö hann minnist þess sætleika er varir yðar hafa látiö honum I té, en bjóðiö honum þær ekki aö fyrrabragði. Mætið vörum hans með „amerlskum kossi”, en leyfið honum þó að lokka yður án alltof mikillar mótstöðu yfir I „franskan koss”, er þér finn- ið að þrá hans er vöknuð.” Það verður að veita honum öryggi Einn kaflinn fjallar um öryggi. Þar segir t.d.: „Aftur á móti er það annars konar öryggi, sem hann krefst aö þér veitiö honum, og það er fullviss- an um það, að þér einn góðan veðurdag takið ekki til aö ger- breyta heimilislifi ykkar, með þvl að fara til dæmis aö vinna utan heimilisins skömmu eftir brúðkaupið.” Og svo: „En ef þér samt sem áður teljið að þér getið ekki komizt hjá þvl að stunda áfram yðar fyrri atvinnu sem yður þótti vænt um, megið þér eiga það vist, að þér spillið þeirri öryggiskennd, sem maðurinn þráir. — Hver sá maður, sem auðveldlega getur séð heimili sínu farborða, hefur rétt til að vænta þoss, að konan helgi sig honum og heimilinu. En þetta getur ekki sú kona gert, sem hefur ábyrgöarmikið starf utan heimilisins. Hún kemur þreytt heim úr vinnunni — starfi sem hanr? innst inni er mótfallinn — og þess vegna er það óliklegt að þau eigi nokkur sameiginleg áhugamál i sambandi við störf hennar.” Afram mætti halda vel og lengi, en þessi bók er ekki sú eina sem skrifuð hefur verið sem eins konar leiðarvlsir fyrir konuna. Það er ekki að sjá ann- að en að hún hafi þurft að afreka æði miklu og miklar kröfur hafa verið til hennar gerðar, að minnsta kosti hvað það varðar að þóknast karlmanninum. En eitt gott ráð I lokin: „Hlæið — einnig endrum og eins — með dulúðuga brosi „Monu-Lisu” og það mun verða til þess að hann horfir á yður af forvitnisblandinni athygli.” „Minnizt þess, að maður getur haft vald yfir villidýri með einbeittu augnaráði, en konan getur haft vald yfir villi- dýri — karlmanninum með hlátri sinum.” —EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.