Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 6
6 Vísir. Mánudagur 7. jiili 1975. vísm Ctgefandi:' Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulitrúi:, Haukur Helgason Augfýsingastjóri: Skúii G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreibsla: Ifverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Sfðumúla 14. Simi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuOi innanlands. t lausasölu 40 kr.eintakiO. BlaOaprent hf. Þurfum við þjóðkirkju? Deilur hreintrúarmanna og breiðtrúarmanna i þjóðkirkjunni eru orðnar svo heitar, að nauðsyn- legt er orðið að vara við öllu ofstæki i þeim efn- \ um. I 1 nýjasta Kirkjuriti fjallar Heimir Steinsson, r skólameistari i Skálholti, um tvo andmælendur ( sina með þessum hætti: ,,Hjá hinum fyrri skein ljósið með ámóta daufum bjarma og ævinlega. 1 Hjá hinum siðari var það slokknað að fullu og , mjög að vonum.” Það gildir um hreintrúarmenn i kristinni kirkju eins og marxisma og öðrum trúarbrögðum, að ( þeim hættir til að fara yfir markið, svo sem ( reynslan sýnir hér. Þeim eru tamari hvöss og persónuleg ámæli en breiðtrúarmönnum, hvar i * trú sem þeir standa, enda eru þeir svo sannfærðir ( i eigin skoðunum, að þeir fyrirlita skoðanir ann- , arra. Er hér undanskilinn Bolli Gústafsson i Laufási, sem hefur flutt mál sitt frábærlega. ( Full ástæða er fyrir hreintrúarmenn að vara , ( sig á ofsa, svo að þeir fæli ekki almenning frá J. skoðunum sinum. Þorri fólks er frjálslyndur og y umburðarlyndur og á bágt með að skilja tillögur í( á borð við þá, að breiðtrúarmenn eigi að standa // sem mest á höfði, svo sem ritstjóri Kirkjuritsins 1) setur fram i siðasta blaði. \\ Heimspekileg þráttarhyggja i tilverufræði eða (( marxisma eða á öðrum slikum sviðum getur verið / skemmtileg iþrótt, ef hún er ekki tekin of alvar- ) lega. En þvi miður leiðir hún oft til ofsatrúar á ( málstaðinn og skilningsleysis á, að önnur sjónar- / mið geti komið til greina. ) Það kann að vera rétt, að spiritismi eigi ekki \ heima i þjóðkirkjunni og að trúin á Krist sé ( mikilvægari en almennur mannkærleikur. Ef / hins vegar þjóðkirkjan hyggst ganga að þessari ) hreinsun með þvi offorsi og skorti á kærleik i \\ skrifum, sem mjög hefur borið á að undanförnu, // slitur hún tengsli sin við hina efagjörnu islenzku )) þjóð. Með þessu er ekki verið að neita þvi, að breið- ( trúarmenn i prestastétt hafi lika skotið yfir - / markið i deilunum. En fyrir sliku fer minna. Og ) satt að segja bar af framlag breiðtrúarmannsins \\ Kristjáns Róbertssonar i margnefndu Kirkjuriti, (( að þvi er varðar hófsemi, stillingu og tillitssemi. / Umræður þessar vekja á ný hugsanir um, hvort ) ekki sé kleift að skilja að riki og kirkju með skyn- ( samlegum hætti. Ekki er unnt að segja, að trú- / frelsi riki hér á landi, meðan þessar stofnanir eru ) eins samgrónar og nú er. \ Þrátt fyrir aðskilnað gæti rikið tekið að sér að ( innheimta kirkjugjöld fyrir islenzka söfnuði. / Enginn kæmist þá undan þvi að greiða slik gjöld ) frekar en nú. En menn gætu valið um, til hvaða ( söfnuða og trúflokka þau rynnu, til viðbótar við / þann kost, sem trúleysingjar hafa nú, — að þau ) renni til háskólans. ) Sumir kristnir menn mundu þá láta gjöld sin ( renna til hreintrúarsafnaða, aðrir til breiðtrúar- / safnaða af ýmsu tagi, jafnvel spiritistasafnaða. ) Þetta gæti leitt til þess, að fleiri jurtir blómstr- \ uðu i akri kristninnar. ( Ef til vill er þjóðkirkjan með deilum sinum að / stefna rakleiðis til sliks aðskilnaðar. Þá væru ) deilurnar ekki til einskis, heldur gætu orðið \ grundvöllur að nýju og fjölbreyttu kristnihaldi ( hér á landi. / —JK ) llllllllllll m Umsjón: r Oli Tynes RÚSSNESKU VINIRNIR HANS IDIS Á meðan augu heimsins hvíldu á þeim Idi Amin og Chandos Blair, hershöfð- ingja, þegar þeir deildu um örlög Denis Hills, voru að gerast i Afríku atburðir sem geta haft mun alvarlegri afieiðing- ar í náinni framtíð. I ná- grannaríkinu Kenya var á ferðinni lest griðarmik- illa herflutningabíla frá Sovétríkjunum, sem und- ir stjórn rússneskra her- manna voru að flytja hergögn til ofstopa- mannsins í Uganda. Ein sterkasta brynsveit Afríku Undanfarna mánuði hafa Rússar hrúgað hergögnum i þennan nýja bandamann sinn. Hann hefur fengið nýtizku skriödreka, MIG orrustuþotur og jafnvel loftvarnaeldflaugar. Myndir af herflutningalestinni i Kenya benda til að Rússar séu einnig að senda Amin bryn- varða liðsflutningavagna á belt- um, sem geta bæði farið yfir verstu torfærur á landi og einnig siglt á vatni, eins og skriödrek- arnir. Ef svo er, þá er nú til i Uganda kjarninn i eina sterkustu bryn- sveit i Afriku. „Frelsa Cape Town" Það er tvenns konar pólitísk þróun sem þarna er slegiö sam- an. Annarsvegar er hömlulaus löngun Amins til þess að verða valdamesti leiðtogi I Afriku og hinsvegar er þarna að finna stöðugar tilraunir Sovétrikj- anna til að stækka áhrifasvæði sitt. t fljótu bragði virðist met- oröagirnd Amins liklegri til að vera hættuleg. Hann hefur belj- að hótanir sinar i tima og ótima og lokatakmark hans er að „frelsa” Cape Town i Suður-Af- riku. „Útfærsla landamæra nauðsynleg" Rússar mega þó hjálpa Amin mikið ef hann á að geta lagt Suður-Afriku undir sig. Það er miklu liklegra að það veröi ná- grannarikið Tanzania sem verður fyrir barðinu á honum. Þar býr meðal annarra Milton Obote, sem Amin steypti af stóli árið 1971. Obote nýtur þar gest- risni og hælis og kröfum Amins um að fá hann framseldan hef- ur verið hafnað. Fyrir það hefur hann hótað hefndum. Útvarpið i Uganda hefur llka talað um nauðsyn þess að færa út landa- mærin að Kagera ánni en það þýðir innrás i Tanzaniu fyrir vestan Viktoriuvatn. Leið til sjávar Amin hefur oftar en einu sinni hótað að reka fleyg i gegnum T^nzaniu til að tryggja Uganda leið að Indiandshafi. Rússar eru nú að sjá til þess að hann hafi til þess nauðsynleg hergögn. Aust- ur-Afrika er langt frá þvi að vera stööug stjórnmálalega. Ef Amin kemst að þeirri nið- urstööu að hann hafi nægilegan herafla til verksins, er viðbúið að hann láti verða af hótunum sinum. Riki Austur-Afriku gætu þá sundazt I átökum sem yrði mjög erfitt, ef ekki ómögulegt að takmarka við sjálft bardaga- svæðið. Tilgangur Sovétríkjanna Sovétrikjunum gengur þrennt til með stuðningi sinum við Am- in. I fyrsta lagi er það óseðjandi hungur þeirra þegar um er að ræða möguleikana á að færa út pólitiskt og hernaðarlegt áhrifa- svæði sitt. í öðru lagi eru þeir að leita eftir jafnvægi við þvi að Kin- verjar hafa nokkur áhrif i Tanz- aniu. I þriöja lagi ætla þeir svo að vera viðbúnir að koma upp stjórn sér þóknanlegri ef ein- hverjum tekst loksina að ráöa Amin af dögum. Her landsins er þegar undir miklum rússnesk- um áhrifum og fjölmargir yfir- menn hans eru I þjálfun i Aust- ur-Evrópu. Breiöari grundvöllur Hér að framan var sagt að i fljótu bragöi virtist metorða- girnd Amins alvarlegri en út- þenslustefna Rússa. Það er þó ekki vist að svo sé ef litið er á málið á breiðari grundvelli, far- ið út fyrir Austur-Afriku. Það þarf að setja þetta i sam- band við þróunina hjá Rússum annars staðar og framgang kommúnismans yfirleitt. Sovétrikin njóta vaxandi yfir- burða i land- og flugherjum sin- um i Evrópu. Aðeins bandariski flotinn er nú sambærilegur við flota þeirra. Sem flotaveldi eiga Sovétrikin mun auðveldara með að fylgja eftir útþenslustefnu sinni. Við þetta verður svo að bæta sókn kommúnista á Vesturlönd- um. Það er ekki hægt að segja fyrir um það ennþá hvernig endanleg úrslit verða i Portúgal og á ftaliu. Það er ekki útilokað að þar taki hreinar kommún- istastjórnir við völdum. Ef það gerist er hætt við að fljótlega verði leiðréttur sá út- breiddi misskilningur að stjórn- skipulag i landi þar sem komm- únistar ná völdum I kosningum, verði lýðræðislegra en I landi þar sem þeir hrifsa þau með valdbeitingu. Ekki steypt meö kosningum Þegnar lýðræðisrikis hafa vissulega rétt til að kjósa sér kommúnistastjórn ef þeir vilja. En þeir ættu að gera sér grein fyrir að það eru siöustu forrétt- indi lýðræðisins sem þeir geta veitt sér. Kommúnistastjórn sem einu sinni hefur náð völdum er ekki likleg til að þola stjórn- skipulag sem gerir kleift að steypa henni með kosningum. Þeir sem halda að atkvæða- fjöldi skipti hana einhverju máli, ættu að kynna sér ræðurn- ar sem Cunhal, kommúnista- leiðtoginn i Portúgal hefur hald- ið undanfarið. Opnar dyr í Afríku Hingaðtilhefur Sovétmönnum ekki gengið alltof vel að ná fót- festu i Afriku. Ef Idi Amin opn- ar nú dyrnar fyrir þá vegna taumlausrar valdagræðgi sjálfs sin, hæfir að visu skel kjafti, en það er litil von til að það verði til blessunar fyrir Uganda, Afriku eða bara veröldina svona eins og hún leggur sig. WkzuA idí miKiki, Klá bicuLurn \Jiú KveuoA í APtftVu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.