Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 07.07.1975, Blaðsíða 20
Ánœgjulegt oð allt skuli vera að komast í gang ' — 2 togarar komnir inn og vœntanlegir einn af öðrum — geysilegt framboð af fólki í fiskinn „Jú, það er reglulega ánægju- legt að þetta skuli allt vera að komast i fullan gang aftur”, sagði Emil Ásmundsson verk- stjóri i Bæjarútgerðinni, þegar við litum þar við i morgun. Rétt fyrir 8 i morgun var fast starfsfólk mætt til vinnu i Bæjarútgerðinni, en lausráðið mætir i fyrramálið. „28 april stöðvaðist allt hjá okkur” sögðu nokkrar starfskvennanna, sem við ræddum við, „svo þetta er komið á þriðja mánuð, sem við höfum verið atvinnulausar.” Nokkrar komu sér i vinnu annars staðar, en þær voru þó fáar. Einn togari kom inn i morgun. Var það Þormóður goði, sem landaði 150 tonnum. Um miðjan dag i gær kom ögri inn vegna bilunar, og var hann með 80 tonn. A morgun er Vigri væntanlegur, og siðan koma togararnir einn af öðrum. „Það er geysilega mikið framboð af fólki i vinnu”, sagði Emil verkstjóri okkur meðal annars. „Siminn hringir næst- um nótt sem dag. Er þar mikið af skólafólki, sem um er að ræða. Við getum ekki tekið nærri allt sem hringir”, bætti hann viö. Fiskurinn var enn ekki kominn á borðin þegar okkur bar að garði, en verið var að þvo og hreinsa og búa allt undir á- tökin. Konurnar fengu sinn kaffitima áður en byrjað var að skera, en karfinn var þó byrjað- ur að streyma inn. Emil kvaðst ekki búast við lengri vinnudegi en til klukkan fimm i dag. „Það er alltof langt að vinna til 7” varð einni að orði. „En þær voru sammála um að gott væri að vera byrjaður að vinna aftur. „En nú taka bara sumarfriin við hjá okkur sumum”, sögðu þær. —EA Togararnir koma nú inn einn af öðrum, og I morgun fór allt f fullan gang i Bæjarútgerðinni. Ekki var annað að heyra en fólk kynni vel að meta það. Ljósm: Bj. Bj. Trúnaðarmenn ó vinnustöðum: Sumstaðar of margir sumstaðar alls engir VÍSIR Mánudagur 7. júli 1975. Sjö í blœjujeppa: Sex slösuðust í veltu — einn slapp Sex manns slösuðust og einn slapp ómeiddur, er biæjujeppi úr Reykjavik valt við Kiðafell I Kjósinni um klukkan hálftvö I gærdag. Astand hinna sex slösuðu var nokkuð misjafnt eftir slysið, en liðan þeirra var nokkuð góð i morgun. Sá, er alvarlegast slasaöist, hlaut áverka á höföi, en slapp þó við höfuðkúpubrot. Jeppinn var á leið til Reykja- vikur, er óhappið varð. Jeppinn stöðvaðist á toppnum og lagðist blæjan gjörsamlega saman. Er það mildi, að farþegar og öku- maður skyldu sleppa lifandi frá óhappinu. — JB Opnaði ófengis- verzlun við Lindargötu tbúi nokkur við Lindargötuna opnaöi fyrir stuttu eigin áfengis- verzlun skammt frá áfengisverzl un rikisins við sömu götu. A meðan „rikið” var opið frá klukkan 9-6 hafði maðurinn opið frá 6-9 og auk þess um helgar. Lögreglan var komin á snoðir um þennan keppinaut Lindargötu- rikisins og lét vakta húsið nú um helgina. Eina nóttina var maðurinn staðinn tvisvar að verki og nægði það til að hann var færður til yfir- heyrslu hjá lögreglunni og verzun hans stöðvuð. Tvœr bílveltur Bfll af Keflavikurflugvelii valt á Vaðlaheiði á föstudagskvöldið. Stúlka, sem var farþegi i bilnum, kvartaði undan þrautum Ibaki og var lögð inn á sjúkrahúsið á Akureyri. Hún var orðin alsæl á laugardaginn og fékk þá að fara af sjúkrahúsinu. BIll valt einnig i Vestmanna- eyjum á laugardaginn. Biilinn er ónýtur eftir og bilstjóri hans var lagður inn á sjúkrahús. Trúnaöarmenn á vinnustað geta skapað vandamál, eins og hefur sýnt sig við Sigöldu. Þar eru ailar launagreiðsiur, ekki sist áhættuþóknanir orðnar mjög flóknar, þar sem helzt þarf að hafa trúnaðarmann sem vitni að áhættunni. Annars staðar fyrirfinnast slikir ágætismenn alls ekki og það þótt slíkt sé algert frum- skilyrði, til dæmis ef boða á til vinnustöðvunar. Við Mjólká i Arnarfiröi, þar sem um eitt hundrað manns starfa, er enginn einasti trúnaðarmaður. Þar eru menn látnir greiða til hinna ýmsu verkalýðsfélaga, en starfsmenn hafa engin tök á að koma kvörtunum sinum á framfæri. Er haft var samband við verkalýðsfélögin á Bildudal og Isafirði kom i ljós, að hvorugt félagið hefur bein afskipti af málum þarna. —BA Hœtt kominn milli bóts og bryggju ölvaður maður féll milli báts og bryggju i Reykjavikurhöfn á sunnudagsmorgun. Maðurinn kom i leigubii að bát sinum og ætlaði um borð, er honum skrik- aði fótur á hafnarbakkanum og féll aftur yfir sig i sjóinn. Leigubilstjórinn sá hvað gerðist og hljóp þegar til ásamt nær- stöddum skipverja á einum bát- anna. Tókst þeim i sameiningu að halda bátnum frá bryggju á með- an meiri hjálp barst. Lögreglan og fleiri bilstjórar, er að bar, drógu siðan þann drukkna úr höfninni. Hann var furðu hress eftir volkið. — jb. — JB — JB Hasshundurinn tollskoðar nú Smyril: Fann hassböggul undir einum bílanna — reyndist tilheyra lögreglunni Prins heitir fjórfætlingur, sem slóst i för með tollvörðum úr Reykjavik, sem flugu austur á land til að taka á móti Smyrli á laugardaginn. Prins er hundur, af Labrador- kyni, og er almennt nefndur hasshundur. Hasshundurinn var i fyrsta sinn um siðustu helgi viðstaddur tollskoðun farþega úr Smyrli. Prins er vanur að fljúga, en tók það þó ekki óstinnt upp, þótt hann væri til vonar og vara sett- ur i búr. I sárabætur var búrinu stillt upp næst flugfreyjunni. Við komuna austur könnuðu Prins og umsjónarmaður hans, Þorsteinn Steingrimsson, allar aðstæöur. Er Smyrill hafði lagzt að og farþegar fóru i gegnum tollskoðun, fylgdist Prins með. Hann hnusaði i hverja tösku og af hverjum farþega. Ekki kom þó til að hann færi að klóra og róta, sem hann ger- ir, þegar hann finnur efni, sem hann hefur verið þjálfaður i að finna. Er bilunum var siðan rennt i gegnum skoðun, þefaði Prins vel af þeim og farangrinum i þeim. Hvergi varð hann þó.var við neitt, er vakti áhuga hans. Til að kanna hæfni Prins til að leita i bilum laumaði lögreglan böggli með ákveðnu efni inn- undir einn bilanna. Þegar að þessum bil kom runnu tvær grimur á Prins. Hann stoppaði, gekk aftur fyrir bilinn, skreið undir hann og kom undan honum með böggulinn i kjaftinum. — JB Guðmundur Ingi, vegalögregluþjónn kom og sótti Prins og fóstra hans Þorstein Steingrimsson út á Egilsstaðaflugvöll. Sprúttsalar flýja borgina Lögreglan stöðvaði nú um helgina tvo leigubilstjóra, sem voru á leið út úr bænum með nokkurt magn af vini i bil sin- um. Sökum aðhalds lögreglunnar að undanförnu hafa leynivin- salar séð sér þann kost vænstan að leita út fyrir borgina með viðskipti sin. í þessu tilfelli höfðu viðskiptavinir haft sam- band við bilstjórana og siðan hafði verið ákveðið að hittast ut- an við borgina. Þegar lögreglan stöðvaði leigubilinn við bæjarmörkin fór viðskiptavinina að lengja eftir sölumönnunum. Þeir höfðu þvi á ný samband við leigubilastöð- ina. Bilstjórar þar, sem fundu hvað var að gerast óku út fyrir bæinn og fylgdust með þvi er lögreglan flutti starfsfélaga þeirra til yfirheyrslu. —JB Franskir kvikmyndatökumenn: KLÍFA ÍSLENZK FJÖLL Á MÓTORHJÓLUM Franskur kvikmyndatöku- hópur er nú staddur á tslandi i þeim tiigangi að gera kvikmynd um torfæruakstur á mótorhjól- um. Hópurinn ætlar að dveljast hér i rúman mánuð og kvik- mynda mótorhjól, sem menn úr hópnum ætla að aka á upp á nokkur islenzk fjöll og jafnvel jökla. Framleiöandi myndarinnar sagði I viðtali við Visi, að þegar heföi sölusamningur fyrir myndina verið gerður i Banda- ríkjunum og Japan og Frakk- landi og nokkrum öðrum Evrópulöndum. Hópurinn er ekki alls óvanur vélhjólaakstri, þvi áður hefur hann komið á tind Kilimanjaro i Afriku og aðra þekkta tinda á hjólum sinum. Hópurinn kom hingað með Smyrli um siðustu helgi og hafði þá tvö glæný torfæruhjól af Yamahagerð meðferðis. Eins hafði hópurinn með I förinni (auk kvikmyndavélanna). ýmsa aukahluti á hjólin svo sem nagladekk fyrir jöklaferöir.-JB Fyrir misskilning fengu Frakkarnir til sin senda tvo stutta Land- Rover jeppa i stað tveggja langra, eins og þeir ætluðu. Þeir urðu þvi að setjast niður og rifa i sundur hjólin til að koma þeim á biiana, áður en hægt var að halda af stað. Ljósm. Jón B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.