Vísir - 16.07.1975, Síða 2

Vísir - 16.07.1975, Síða 2
2 Visir. Miðvikudagur 16. júlí 1975. tálfiSPTB: Hvað viltu segja um fyrirhugaöar aðgerðir i landhelgismálum ? Karl Guöbrandsson, sjómaður: Ég styð eindregið útfærsluna i 200 mllur svo framarlega sem þeir fara ekki að leyfa skipum ann- arra þjóða að gramsa i landhelg- inni. Við eigum ekki að veita neinar undanþágur. Þorsteinn Hannesson, kaup- maður:Mérfinnstalveg sjálfsagt að stækka landhelgina, og hver veit nema við förum enn lengra út seinna, ef sérfræðingarnir telja það vera nauðsynlegt. Sjálfur tel ég að við getúm alls ekki varið meira en 200 milur. Jafet Ottósson, bilstjóri: Ég vil bara engan afslátt varðandi út- færsluna. Reynslan sker úr um það hvort við getum varið hana. Við eigum hins vegar alls ekki að semja við einn eða neinn. Pétur Tyrfingsson, kennari: Ef við færum út núna verður að koma til stórfellt eftirlit verka- lýöshreyfingarinnar. Ég treysti alls ekki auðvaldsskipulaginu til að nýta náttúruauðæfin. Þeir ausa þeim upp af skammsýni. Gudrun Magnusson hjúkrunarkona: Islendingar eiga tvimælalaust að færa út i 200 mil- ur þvt þjóðin er svo háð fiski- miðunum. Ég treysti þeim einnig fullkomlega til að verja landhelg- ina fyrir ágangi annarra þjóða. Tryggvi Bjarnason, vélgæzlu- maður: Ég tel alveg vist að fært verði út i 200milur og vil að það sé gert einhliða. Við það verðum við stórlega að herða alla gæzlu, einkum þarf að efla flugflotann. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „JÚDAS DREPINN ## Kiddi rótari skrifar f.h. hljómsveitarinnar Júdasar. ,,Eins og flestir unnendur hljómsveitarinnar Júdasar hafa tekið eftir hafa Júdasarmenn haft litinn hund með sér á dans- leiki frá þvi að hann var hvolp- ur. Eins og öllum, er til hans þekktu, er ljóst var þetta mein- laust grey, enda ekki stærri en svona 30 cm. Hrólfur Gunnars- son, trommuleikari hljómsveit- arinnar, fékk þennan hund gef- ins svo til nýfæddan. Sökumþess að hann gat ekki skilið hundinn eftir heima, þegar spila þurfti, ákvað hann að taka hann með sér á dansíeikina. Upphófst mikil vinátta okkar til hans og kölluðum við hundinn Júdas. Varð hann svo tákn okkar i hljómsveitinni og alltaf hélt hann uppi fjöri hjá okkur. Oft voru menn þreyttir, er dansleik átti að hefja, og ekki i stuöi, en það var eins og hundurinn skildi hvað var að ske og reyndi að koma fjöri i hljómsveitina og gafst ekki upp fyrr en honum tókst það. Voru mörg böllin góð eftir það. Einnig átti hann það til að stökkva upp á senu, er mest gekk á, og taka þátt i fjör- inu. Eitt atvik er mér minnisstætt, er hann stökk upp á trommu- settið hjá húsbónda sinum, reif af honum einn kjuðann i skolt- inn og barði á simbala alveg eins og trommuleikari. Höfðu margir gaman af. Einn daginn flytur Hrólfur út i Sandgerði, eignast þar heimili fyrir sig og að sjálfsögðu Júdas lika, þar sem hann gat verið eins og einn af fjölskyldunni. Fór nú að fækka dansleikjum, sem hann kom á, én nú varð hann sifellt vinsælli meðal krakkanna i Sandgerði, enda létu þeir hann aldrei vera, þegar hann var úti. Eins og flestir eða allir vita geta hundar orðið leiðir á þvi að alltaf sé verið að klappa þeim og klóra. Einn dag vildi svo til að einn krakki varaðatasti honum og glefsaði þá Júdas pinulitið i hann, en ekki sást á krakkan- um. Krakkinn varð hræddur og fór að skæla. Hringdi þá faðir barnsins til lögreglunnar og til- kynnti hvað skeð hafði. Kom þá lögregluþjónn og hótaði Hrólfi þvi að Júdas yrði skotinn, ef hann sendi hann ekki i sveit. Ekki lét Hrólfur þetta á sig fá, þvi að hundurinn var með ól með nafni og heimilisfangi. Liða nú tvær vikur og ekkert skeður. Fer nú hljómsveitin til ísa- fjarðar að leika fyrir dansleik oggekk allt að óskum. En þegar Hrólfur kemurheim mætir hann fólkinu sinu með tárin i augun- um. Spyr hann hvað eiginlega gangi á. Jú, Júdas hafði verið myrtur. Hann hafði átt að glefsa i ein- hverja stelpu og faðir hennar hringt i lögreglúna. Það var sami lögregluþjónninn, sem kom, og óð hann inn á lóð þar sem krakkarnir voru að leika sér við Júdas, reif hann af þeim og tók hann óþyrmilega upp á hálsbandinu og skaut hann án þess að tala við nokkurn. Ekki er þó sagan öll, þvi siðar kom i ljós að það var ekki dóttir mannsins er hringdi, sem Júdas átti að hafa glefsað i, heldur ein- hver önnur stelpa. Mætti nú halda að ástæðan fyrir dauða Júdasar væri að hundahald væri bannað i Sandgerði. Enmérer kunnugt um það, að svo er ekki, enda Sandgerði ekki kaupstaður. Litum við svo á að lögregluþjónninn sé hunda- hatari og munum við Júdasar- menn seint gleyma þessu.” „Klassískur gítarleikur oft misskilinn II Frá Félagi áhugamanna um klassiska gitartónlist. „Eitt af þeim vandamálum, er áhugamenn um klassiskan gitarleik hafa átt við að striða, er þeir hafa verið að kynna á- hugamál sitt fyrir samlöndum sinum, er sá misskilningur sem almenningur er oft haldinn um klassiskan gitarleik. Klassiskur gitarleikur byggist á þvi að leikin eru tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir „spænskan gitar” af tónskáld- um sem skrifa eingöngu fyrir það hljóðfæri, ásamt tónskáld- um er skrifa fyrir gitar og einn- ig önnur hljóðfæri. Auk þess eru leikin verk gömlu meistaranna, t.d. Bach, er hafa verið um- skrifuð fyrir „spænskan gitar”. Nylega birtist i Visi áskorun frá „blindravini” til félagsins um að það tæki höndum saman með Blindravinafélaginu, og fengju félögin hingað tónlistar- manninn José Feliciano. Þó að Feliciano sé frábær git- arleikari, lagasmiður og skemmtikraftur, er hann ekki klassiskur gitarleikari, og sam- ræmdist það þvi ekki lögum fé- lagsins að standa fyrir komu Jiansað sinni, þó að það styðji að öðru leyti þessa tillögu „blindravinar”. Eitt af málefnum félagsins er að kynna klassi'ska gitartónlist með tónleikum innlendra og er- lendra gitarleikara. Undanfarið hafa ungir islenzkir gitar- leikarar haldið hér tónleika, og hafa þeir verið mjög vel sóttir, og félagið kannar nú möguleika á þvi að fá hingað erlendan gitarleikara. Eru þær kannanir komnar vel af stað, og standa vonir til þess að hingað komi er- lendur gitarleikari á þessu ári.” José Feliciano. Kappakstur að Ölfusórbrú... — hvers vegna var ekki fyrr auglýst um lokun? Þorsteinn Baldursson hringdi. „Asamt tugum bilstjóra keyrði ég á föstudaginn var á ofsakeyrslu austur fyrir fjall til þess að reyna að ná að ölfusár- brúnni áður en henni yrði lokað kl. 7 um kvöldið. Eins og flestir hinna hafði ég ekki heyrt um lokun brúarinnar fyrr en kl. 6.30 i útvarpinu. Þá upphófst hinn æðislegasti akstur um Þrengsl- in og árangurinn var að bilar bæði ultu og rúður brotnuðu. Við náðum ekki i tæka tið og urðum að aka aukalega 60 km kringum Iðu og niður SKEIÐ. Vegna þessa langar mig að spyrja Vegagerðina þriggja spurninga: 1. Var ekki hægt að skipuleggja þetta verk við mal- bikun á ölfusárbrú á öðrum tima en kl. 7 á föstudegi, þegar umferðin margfaldast? 2. Ur þvi að farið var að senda þessa nær 100 bllstjóra út á malarvegi, mátti þá ekki vatnsbera og hefla veginn? 3. Var ekki sjálfsögð tillits- semi að auglýsa betur og fyrr lokun brúarinnar? Maður hefði þá séð þetta i dagblöðunum fyr- irfram.” Skerðing á persónu- og ferðafrelsi... tnega aðeins vera 2 vikur 'öndum Félagi i Landsmálafélaginu Verði hringdi. ,,Ég ætlaði I sumarfri til út- landa og vera I þrjár vikur, en nú kemur I ljós, að ég fæ ekki nema tvær. Mér er spurn, er þetta ekki brot á menningar- og frelsissáttmála Sameinuðu þjóðanna, eða einhverjum öðr- um alþjóöasáttmála, sem ég er aðili að? Ég fæ ekki betur séð en þetta sé bein skerðing á persónu- og ferðafrelsi. Það er ekki nema sjálfsagt að skammta mönnum gjaldeyri til ferðalaga, þegar naumt er i búi, en að setja mönnum stólinn fyrir dyrnar meö hve lengi þeir megi vera getur engan veginn gengið. Ég fæ alls ekki skilið, að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli vera aðili að svona aðgerðum. Þetta varö til þess, að ég hef ákveðið að fara hvergi i ár, i von um að næsta ár verði komin hér hrein vinstri stjórn, sem ekki heldur uppi haftastefnu. Það væri nær að taka fyrir innflutn- ing á kökubotnum, kexi og glingri en skerða á þennan hátt ferðafrelsi einstaklingsins og rétt til að ráða sinum persónu- legu gjörðum.” ■BHBnDBSBIB

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.