Vísir - 16.07.1975, Page 3
Visir. Miðvikudagur 16. júli 1975.
3
Hundruðum vínfíaskna smyglað
frá ítalska skemmtiferðaskipinu
— Bílarnir komu í
röðum að skipshlið
— Ég tel að allt að
1000 flöskum af viskii
hafi verið smyglað frá
borði italska skemmti-
ferðaskipsins
IRPINIA, þegar það
kom hingað siðast i
júni.
Þetta sagði starfsmaður
fyrirtækis inni við Sundahöfn i
viðtali við Visi i gær. ítalska
skemmtiferðaskipið IRPINIA
var hér á ferðinni seint i siðasta
mánuði og vakti þá á sér eftir-
tekt er áhöfn þess þorði ekki að
sigla léttbátum skipsins í land.
Að lokum komst skipið inn i
Sundahöfn.
Eftir að skipið fór, hafa sögur
um gifurlegt áfengissmygl frá
borði orðið æ háværari.
Flaskan á
1500 krónur
— Skipið kom hingað skömmu
fyrir kaffitimann og ég og
félagi minn ákváðum að lfta á
það i kaffitimanum okkar.
Þegar við komum að skipinu,
var okkur þegar boðið að kaupa
viskiflöskur á 1500 krónur
hverja, sagði starfsmaðurinn i
Sundahöfn.
— Við vorum ekki með fé á
okkur, en fréttirnar bárust eins
og eldur i sinu og þeir, sem gátu
útvegað sér peninga með stutt-
um fyrirvara, verzluðu gifur-
lega, sagði starfsmaðurinn.
Vísir veit til þess, að einn og
sami maðurinn hafi keypt allt
upp i 50 viskiflöskur, en algengt
var að þeir, sem á annað borð
keyptu, hefðu um 20 flöskur með
sér frá skipshlið.
Skutust fyrir horn
— ítalirnir voru niðri á
bryggju i viðum frökkum, full-
um af flöskum. Þegar við-
skiptavinur kom, skutust þeir
fyrir horn og tæmdu frakkann
en héldu siðan aftur um borð i
skipið ef óskað var eftir meiru,
sagði starfsmaðurinn.
— Um tima má segja, að
bilarnir hafi komið i röðum
niður að skipinu til að verzla.
Við urðum ekki varir við toll-
gæzlu fyrr en um klukkan 6 um
kvöldið, þá komu tollverðir
ásamt lögreglu og stöðvuðu
bessa umfangsmiklu verzlun,
enda hlaut að koma að þvi að
fréttin um viskiið næði einnig
þeirra eyrum, sagði starfs,-
maðurinn.
Tollurinn: „Eitthvað
lak”.
Visir hafði samband við
Kristin ólafsson tollgæzlustjóra
og spurði hann um þetta mál.
— Jú, við könnumst við að
eitthvert magn af vini hafi lekið
frá borði i' fyrri ferð skipsins
hingað. Þá gripum við einn
mann, sem var að koma smygli
frá borði, sagði Kristinn.
— Skipið var hér svo aftur á
ferðinni nú um helgina og þá var
hafður mjög strangur vörður
um það.
Þjónarnir um borð létu von-
brigði sin yfir þessari ströngu
vörzlu mjög i ljós, en þeir höfðu
átt mestan þátt i smyglinu i
ferðinni þar áður sagði Kristinn.
— Ég efa, að um hafi verið að
ræða jafnmikið magn og gefið er
i skyn, en hitt er ljóst, að við
höfum þurft að hafa meiri af-
skipti af umræddu skipi en öðr-
um þeim skemmtiferðaskipum,
sem hingað hafa komið, sagði
Kristinn.
í yandræðum með
islenzka „gullið”
— Þjónarnir voru nú siðast að
vandræðast með íslenzka
peninga, sem þeir höfðu fengið I
ferðinni þar á undan. Greinilegt
var, að þjónunum hafði ekki
tekizt að skipta peningunum
fyrir erlenda, sagði Kristinn.
— Verð á farseðlum með
italska skipinu felur I sér vin og
veitingar.
Vin það, sem verið var að
selja, er sennilegast vin, sem
farþegarnir hafa borgað fyrir
en ekki drukkið. Þjónarnir hafa
viljað koma þvi i verð hér en
ekki áttað sig á verðgildi is-
lenzku peninganna á erlendri
grund, sagði Kristinn ólafsson
tollgæzlustjóri að lokum.
—JB
Italska skemmtiferðaskipiö
vakti fyrst athygli á sér, er
ttalirnir vildu ekki róa ferða-
löngunum i land vegna veð-
urs, þótt landinn gæti ekki
séð að vont væri i sjó. Hér er
skipsbáturinn við bryggju en
Irpinia i baksýn úti á ytri
höfn — með allt þetta ágæta
viski um borð! Ljósm. Bj.
Bj.
ENGAR DEILUR ERU UM
SVARTÁRKOTSVIRKJUN
— enda eiga þeir þetta allt saman sjálfir
Þótt mikið sé talað um stór-
fyrirtæki, sem reisa risavirkj-
anir hér á landi eru fram-
kvæmdir i orkumálum okkar
ekki einskorðaðar við þær. t
Bárðardal hafa bændur fylgzt
vel með tlmanum i þessu efni og
þar eru heimilisrafstöðvar á
mörgum bæjum.
í sumar eru bændurnir i
Svartárkoti I Bárðardal til
dæmis að „stækka við sig”. Þar
hefur verið 8 kilóvatta rafstöð
undanfarin 25 ár, en hún dugar
nú ekki lengur og eru þeir þvi að
reisa nýja, sem verður um 50
kilóvött og verður væntanlega
tekin i notkun I haust.
í Svartárkoti búa þeir Hörður
Tryggvason og Tryggvi sonur
hans i tvibýli. Visir náði tali af
Herði i gær.
— Þessar framkvæmdir hóf-
ust fyrir rúmum mánuði og hafa
gengið samkvæmt áætlun. Það
er þegar búið að smiða vélarn-
ar, það gerði Jón Sigurgeirsson i
Árteigi I vetur. Hróar Björns-
son, smiðakennari á Laugum,
stjórnar hins vegar fram-
kvæmdum við Svartá. Þetta
verður þriggja fasa rafstöð með
um 380 volta spennu og eins og
sú gamla verður hún notuð bæði
til lýsingar og upphitunar. 1
sambandi við þetta er byggð brú
yfir ána og vegagerðin kostar
hana. Hún kemur yfir þar sem
stiflan er, en þaðan á að liggja
vegur inn i óbyggðir.
— Bárðardalur hefur lengi
verið „rafmagnaður” staður.
Fjölmargir bæir voru með
heimarafstöðvar, en það er nú
búið að leggja linur frá „stærri”
virkjunum til þeirra flestra. Við
erum hins vegar svo langt úr al-
faraleið að það þótti hagkvæm-
ara að við reistum okkar eigin
stöð.
Þeir Hörður og Tryggvi
stunda einkum sauðfjárrækt og
hafa undanfarin ár verið að
byggja Svartárkot upp og
stækka það. Þvi verða þeir nú
að leggja I þessar nýju virkjun-
arframkvæmdir. —ó.T.
Útvarpið hafnaði auglýsingum um
hjónabandsmiðlun
„Vona að þeir séu ekki hrœddir
um að missa maka sína," segir
Kristjón Jósefsson
„Ég hef ekki orðið var við
annað en fólk sé afar þakklátt
fyrir þessa þjónustu. Ég er þvi
undrandi á útvarpsráði að það
skuii ekki geta samþykkt að ég
auglýsi hjónabandsmiðiunina.
Ég vona að þeir séu ekki hrædd-
ir um að missa maka sina!”
Þetta sagði Kristján Jósefs-
son, forstöðumaður íslenzka
dýrasafnsins, sem haft hefur
hjónabandsmiðlun á sinum
snærum nú um nokkurn tima.
Kristján hafði samband við okk-
ur eftir að hann hafði reynt að
auglýsa hjónabandsmiðlunina I
útvarpi og sjónvarpi. Þar var
honum tjáð, að ekki væri hægt
að taka slika auglýsingu.
Kristján kveðst hins vegar
hafa fengið inni með auglýsing-
ar hjá dagblöðunum en var ekki
ánægður með móttökurnar hjá
hinum stofnununum. „Ég held
að það vanti skilning á þessu
máli,” bætti hann við. Annars
sagði hann að miðlunin gengi
mjög vel, og i fyrradag kom
hann á sambandi hjá fjórum
pörum, þar af tveimur úti á
landi.
Við höfðum samband við Guð-
mund Jónsson, framkvæmda-
stjóra útvarpsins, og spurðum
hann hvers vegna auglýsingin
hefði ekki fengið inni.
Það kom þá I ljós, að til er
reglugerð sem farið hefur verið
eftir til þessa. í einni greininni
segir að ekki sé heimilt að láta
koma fram auglýsingar um
peningalán, hjónabandsmiðlun,
hvers konar spádóma eða dul-
rænar lækningar. Gildir þetta
lika um sjónvarpið. —EA
Þegar blessaðri sólinni þóknast að skína
Mikið skelfing verður nú allt miklu léttara, bjartara og
skemmtiiegra, þegar blessaðri sólinni þóknast að skina og menn
geta að minnsta kosti hneppt frá sér úlpunni. Enda er hún ánægð
á svipinn, þessi unga tslandssól, sem situr hér á hjólinu sinu og
drekkur svalandi mjólkurhristinginn. Ljósm. Jim.