Vísir - 16.07.1975, Side 5
Vlsir. Miövikudagur 16. júll 1975.
REUTER
AP/NTB
i MORGUN ÚTLÖNDÍ morgun útlönd i morgun Umsjón: Guðmundur Pétursson
Rússnesku geimfararnir, Leonov og Kubasov, þegar þeir stigu inn I
Soyuzgeimfarið fyrir flugtak I gær. — Myndavélin I flugstjórnar-
klefanum brást og engar myndir hafa borizt af þeim utan úr geimn-
Var Guillaume
njósnari „37"?
Meira en 90 dulmáls-
skeyti, sem send höfðu
verið á útvarpsbylgjum
til njósnaerindreka
,,37”, en hafa nú verið
ráðin af gagnnjósnurum
vestan tjalds, voru lögð
fram sem sönnunargögn
i réttarhöldunum i máli
Gunters Guillaume.
Saksóknarinn i Dusseldorf
heldur þvi fram, að Guillaume sé
njósnarinn „37”, en hann og kona
hans eru sökuð um landráð og
þeim er borið á brýn að hafa
Ijóstrað upp mikilvægum
leyndarmálum stjórnar V-Þýzka-
lands.
Guillaume, sem varð einkarit-
ari og sérlegur aðstoðarmaður
Willy Brandts, þáverandi kansl-
ara, kippti sér ekki upp við lestur
þessara dulmálsskeyta í réttinum
i gær. Hann brosti þó, þegar eitt
þeirra, sem hafði að geyma að-
finnslur vegna ódugnaðar, var
lesið upp. — „Skýcslur þinar eru
eins ónákvæmar og þú sjálfur,
þegar þú mættir ekki á siðasta
stefnumót’”,
Menn minnast þess, þegar
handtaka Guillaumes varð til
þess, að Brandt kanslari sá sig
tilneyddan að segja af sér. Var
Brandt þá á hátindi vinsælda
sinna.
Guillaume er sagður hafa verið
á snærum Austur-Þjóðverja og að
honum hafi verið falið að koma
sér áfram innan flokks sósial-
demókrata, safna baktjaldaupp-
lýsingum um stefnu. flokksins og
ákvarðanir.
í dulmálslyklunum var stjórn
Sósialdemókrataflokksins kölluð
„fyrsta sveit”, en framkvæmda-
ráð flokksins „klUbburinn”.
Guillaume varð vel ágengt við
að koma sér áfram meðal sösial-
demókrata. — En þegar hann var
handtekinn fyrir 15 mánuðum,
sagðist hann vera foringi i her
Austur-Þýzkalands og krafðist
þess, að með sig yrði farið sem
slikari.
1 ibUð Guillaumes fundust mót-
tökutæki, Utvarpstæki, sem lögð
voru fram i réttinum. Þar á
meðal var eitt transistortæki,
sem Brandt kanslari hafði gefið
honum. Réttinum var skýrt frá
þvi, að það var eina tækið, sem
var i lagi.
Fischer í Coracas
Bobby Fischer, fyrr-
um heimsmeistari i
skák, er farinn frá
Caracas, höfuðborg
Venezuela, aftur til Los
Angeles að lokinni 10
daga viðdvöl til við-
ræðna um möguleika á
einvígi við braziliska
stórmeistarann,
Enrique Meckmg.
Fischer kom ekki opinberlega
fram þennan tima, sem hann
dvaldi i Venezuela. Virðist sem
hann sé ekki mikið breyttur i
duttlungum sinum.
Angel Zambrano, einn af
framámönnum skáksambands
Venezuela, sem bauð Fischer til
landsins, sagði, að Bandarikja-
maðurinn „hefði orðið bálreið-
ur, þegar það fréttist, að hann
væri i Venezuela.”
Fischer hafði þá dvalið viku-
tima á strandhóteli utan við
Caracas, þegar fréttamenn
komust á slóð hans.
Mecking fór frá Caracas á
laugardaginn eftir viðræður við
Fischer um hugsanlegt einvfgi
þeirra tveggja á Filippseyjum.
Mecking sagði, að ekkert hefði
verið endanlega ákveðið i þvi
máli.
Kubasov og Leonov
í sjónvarpsviðgerð-
um uppi í geimnum
Geimskotin tókust bœði vel og geimförin á leiðinni á stefnumótið
Á hringsóli sinu um-
hverfis jörðina reyndu
þeir Kubasov og Leo-
nov, geimfararnir
rússnesku, með skær-
um og hnif að gera við
galla, sem kom upp i
Soyuzgeimfari þeirra.
Þeir urðu að basla
við að losa þilplötu af
vegg og reyna að
tengja að nýju leiðslur
frá sjónvarpsmynda-
tökuvél, sem brást
þeim strax i flugtaki.
Þeir frestuðu þvi að taka á sig
náðir og voru að viðgerðartil-
raunum sinum, meðan geimfar-
ið fór heilan hring til viðbótar
um jörðina, en urðu að gefast
upp og stjórnstöðin i Moskvu
skipaði þeim að fara að sofa.
Ahöfn Apollo fann sömuleiðis
galla i sinu geimfari, en taldi, að
þar hefði verið um að ræða
heliumloftbólu i leiðslunum frá
eldsneytisgeymum geimfarsins.
Bólan myndaðist, þegar Vance
Brand ýtti af vangá á skakkan
takka. —- En enginn skaði hlauzt
af.
Bilun myndavélarinnar i
Soyuz leiddi til þess, að engar
sjónvarpsmyndir komu innan
Ur geimfarinu af þeim félögum,
eins og ætlazt var til strax i flug-
taki.
„Poyekhali” (nU förum við)
heyrðist hrópað i talstöðinni.
Það var Leonov, þegar Soyuz
tókst á loft frá Baikonur. — En
engin kom hins vegar myndin.
Myndavél þessi átti að flytja
til jarðar myndir af þeim félög-
um, þegar þeir i útvarpi og sjón-
varpi skýra frá gangi ferðarinn-
ar.
Þrjár myndavélar aðrar eru
um borð i Soyuz, en ekki er vitað
annað en að þær séu i lagi. Á
þær reynir þó ekki strax.
Donald Slaytoft var engu
minna kátur en Leonov, þegar
Apollo þaut af stað út i geiminn
sjö og hálfri klukkustund eftir
flugtak Soyuz. — „Þetta er ægi-
fögur sjón. Það var svo sannar-
lega þess virði að biða i 16 ár
eftir þessu,” hrópaði hann i tal-
stöðina. — Hinn 51 árs gamli
geimfari fékk ekki að fara i loft-
ið i ein 10 ár, þvi að yfirmenn
hans höfðu hann grunaðan um
að vera með hjartakvilla.
Apollogeimfarið I flugtaki á Canaveralhöfða I gærkvöldi.
Fjöldagöngur og
mótmœli í Lissa-
bon gegn hernum
Tugir þúsunda sósial-
ista mótmæltu kröftug-
lega i gærkvöldi með
fjöldagöngu um götur
Lissabon og útifundi við
flokksskrifstofur sinar,
viðleitni herstjórnarinn-
ar til að gera Portúgal
að kommúnistisku riki.
— Fólkið æpti til stjórn-
málahreyfingar hersins,
að hún væri „kommún-
istar i einkennisbúning-
um”.
Mario Soares, leiðtogi sósial-
ista, sagði á Utifundinum, að
portúgalska þjóðin væri æ
óánægðari með stjórn hersins og
mundi aldrei sætta sig við að lifa i
fangabúðum.
Göngufólkið veifaði rauðum
fánum og æpti „sósialismi, já,
einræði nei!” — Veifað var
spjöldum með stuðningsyfirlýs-
ingu við ákvörðun flokksforyst-
unnar um að segja sig Ur stjórn-
inni á dögunum.
Fundarmenn kröfðust þess, að
Vasco Goncalves, forsætisráð-
herra, sem flestir setja i samband
við kommúnistaflokkinn, segði af
sér, og Saraiva de Carvalho, yfir-
manni öryggissveita Copcorn,
voru valin skammaryrði ein.
Dr. Soares varaði herstjórnina
við því, að það sem heyra mætti
þarna hrópað, kæmi beint frá
hjarta portúgölsku þjóðarinnar.
Hann sagði, aö flokkur hans
mundi styðja stjórnmála-
hreyfingu hersins, ef hún sýndi,
að hún vildi starfa með meiri-
hluta þjóðarinnar — en ekki bara
framfylgja vilja minnihlutans
(kommúnista sem fengu aðeins
12% i aprilkosningunum, þegar
sósialistar fengu 38%.).
„Við erum sannfærðir um, að
það er til leið Ut Ur yfirstandandi
vanda. En hún krefst þess, að
stjórnmálalegt lýðræði riki i
PortUgal, og að virtur verði vilji
þjóðarinnar”, sagði Soares.
Soares, sem kommUnistar hafa
sakað um að æsa til uppnáms og
óeirða, sagði, að flokkur hans
væri skipulagður um land allt og
mundi efna til „lamandi að-
gerða” (verkfalla) i hverju
landshorni til að sýna, hvað þjóð-
in vildi.
„En sósialistar sá ekki til
óreglu og öeirða”, sagði hann,
þegar mannfjöldinn bjó sig undir
að halda að skrifstofum dag-
blaðsins Republica, sem var i
eigu sósialista, en er nú i höndum
kommúniskra prentara. Var slik-
ur vigamóðurinn á mörgum fund-
armanna, að þeir vildu gera
áhlaup á skrifstofurnar og heimta
þær aftur Ur höndum kommún-
ista. En Soares latti þá. —
„Ofbeldisaðgerðir hafa aldrei
leyst neinn vanda”, sagði hann til
að sefa þá æstustu.