Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 1
Róstur út af kosningum í S-Víetnam
200 MUNKAR
SVELTA SIG /
72 KLUKKUST.
Hakon Bjarnason skógræktarstjóri kveður Borten á Mógilsá.
FB-Reykjavík, fimmtudag.
Síðdegis í dag var birtur úr-
skurður Bæjarfógetaembættisins í
Vestmannaeyjum í máli Pósts og
síma gegn Félagi sjónvarpsáhuga
manna um lóðarréttindi á Klifinu.
Úrskurðurinn er á þá leið, að mál-
inu verður nú .frestað um óákveð-
inn tíma. eða þar til kominn er
úrskurður Hæstaréttar í máli Rík-
isútvarpsins gegn Félagi sjónvarps-
= áhugamanna í Vestmannaeyjum,
% en Ríkisútvarpið mun ætla að
áfrýja til Hæstaréttar. Er þessi
úrskurður til kominn með sam-
komulagi allra aðila i málinu og
bæjarfógetans i Vestmannaeyjum.
Forsætisráðherrann og forseti isiands á essastöðum í
NTB-Saigon fimmtudag
200 Búddamunkar drukki í dag
tesopa í Pagódu einni í Saifion og
hófu þar með 72 klukkustunda
hungurverkfall til að mótmæla
kosningum til stjórnlagasamkundu
landsins næstkomandi sunnudag.
Halda munkarnir því fram, að
kosningar þessar séu tómt 'svindl
og svínarí og skora á kjósendur
að sitja heima á kosningadaginn.
Á sama tíma berast fregnir um,
að fjórða tilraun Vietcong til að
loka skipaskurðinum til Saigon
hafi mistekizt.
Munkar í Saigon hafa látið í
ljós þá von sína að kirkjunnar
menn um allt land taki þátt í
hungurverkfallinu og leggi sit.t af
mörkum til að gera kosningajnar
á sunnudaginn áhrifalausar. Áður
nefndir 200 munkar hyggjast fasta
þar til kjörstöðum verður lokað
wmummmmmmmmmmmmmmKmisi
á sunnudag, en víða annars stað
ar hafa fregnir borizt af skemmri
hungurverkföllum. Margir frétta-
menn eru þeirrar skoðunar, að
þessar aðgerðir geti haft áhrif á
kjörsókn, þótt Ky, forsætisráð-
herra lýsti gagnstæðri skoðun
sinni yfir í dag. Sagði hann, að
stjórnin hefði gert nauðsynlegar
ráðstafanir til að koma í veg fyrir
óeirðir og skemmdarverk á kosn-
ingadaginn.
í dag gerðu Vietcong-skæruliðar
tilraun til þess að hefta aðgang
Saigon að sjó með því að loka
skipaskurðinum þangað, en með
því að sökkva skipi, þar sem skurð
urinn er þrengstur væri hægt að
Framhald á bls. 14.
Per Borten við norska minnis-
merkið i 'FossvogskirkjugarSi í
gærmorgun. (Tímamyndir K. J.
Fagurt veður á fyrsta
degi frændaheimsóknar
KJ—Rcykjavík, fimmtudag.
Ekki verður annað sagt cn
norski forsætisráðherrann hafi
fengið fagurt veður á fyrsta
degi hinnar opinberu heimsókn
ar sinnar til íslands, er hann
dvaldi í Reykjavík og nágrenni.
Byrjaði hann daginn með því
að fara í Sundlaug Vesturbæjar
lagði síðan leið sína í Stjórnar.
ráðið, Fossvogskirkjugarð, að
Bessastöðum, Mógilsá á Kjalar
nesi og sat kvöldverðarboð rík
isstjórnarinnar að Hótel Sögu.
Á meðan hrím var enn á jörð
hér í Reykjavík í morgun fór
norski forsætisráðherrann Per
Borten í Sundlaug Vesturbæjar
áður en hin stranga, opinbera
dagskrá heimsóknar hans hófst.
Ráðgert hafði verið, að forsætis
ráðherrann gengi á fund for-
seta íslands, herra Ásgeirs Ás
geirssonar, en vegna lítils hátt
ar lasleika forsetans var því
frestað fram að hádegi.
Klukkam hálf-ellefu kom Per
Borten með fylgdarliði sínu i
Stjórnarráðshúsið við Lækjar-
götu. Þar tók á móti honum
Agnar Kl. Tryggvason, ráðu-
neytisstjóri. Gengu gestirnir
strax á fumd forsætisráðherra,
dr. Bjarna Benediktssonar, sem
ræddi við þá i hálftíma, Með
Per Borten voru Odd Bye úr
norska forsætisráðuneytinu og
Andreas Andersen frá norska ut
anríkisráðumeytinu. Eins og bú
izt var við var Loftleiðamálið
tekið á dagskrá af hálfu íslend
inga i viðræðunum. Bjarni
Benediktsson, forsætisráðherra
iét í ljós þá ósk, að norsk yfir
völd fjölluðu með góðvild um
umsókn Loftleiða, að fá að nota
hinar stóru flugvélar sínar einn
ig á flugleiðinni til Skandin-
avíu.
Borten forsætisráðherra gat
auðvitað ekki gefið neinar yfir
lýsingar fyrirfram um afstöðu
norsku stjómarinnar. Þróun
mála er bæði undir því komin,
hver árangur næst í nefnd
Framhald á bls. 14
VERÐLAGSDEH.A
SEXMANNANEFND
AR KOMIN TIL
SÁTTASEMJARA
IGÞ-Reykjavík, fimmtudag.
Slitnað hefur upp úr viðræð-
um í sexmannanefndinni svoköll-
uðu, sem undanfariS hefur setið
að samningum um verð landbún-
aðarvara. Hefur málinu verið vís-
að til Torfa Hjartarsonar, sátta-
semjara, sem boðaði fyrsta fund
með fulltrúum neytenda og fulltrú
um framleiðenda í kvöld.
Sexmannanefndin hafði tímann
til 1. september til að semja um
málið, en þar sem engir samn-
ingar höfðu tekizt fyrir þann tíma,
fór málið til sáttasemjara.
Takizt sáttasemjara ekki að
þoka málinu til samkomulags, fer
það til yfirnefndar, sem úrskurðar
hvert verðlagið skuli vera.
Töluvert mun hafa borið í milli
í sexmannanefndinni.
Áfrýjar til
Hæstaréttar