Tíminn - 09.09.1966, Side 14

Tíminn - 09.09.1966, Side 14
FÖSTUDAGUR 9. september 1966 TÍMINN KENNARASTÖÐUR Tvær almennar kennarastöSur viS Barnaskóla ísafjarðar eru lausar til umsóknar. Umsóknarfrestur til 20. september 1966. Umsóknum sé skilað til skrifstofu fræðslumálastjóra eða fræðsluráðs ísa- fjarðar. Fræðsluráð ísafjarðar Sjopróf út af strandi Gesina IH—Seyðisfirði, fimmtudag. Sjópróf voru haldin frá kl. 6— 9 í kvöld hjá norska konsúlnum hér, Vigerström, yfir Trygve Tönnesen skipstjóra og fleiri vitn um á norska vélskipinu „Gesina”, sem strandaði í Sandvík aðfara- nótt þriðjudags. Gesina er gamalt skip, byggt í Hollandi 1939 en var keypt til Noregs 1956, og er það 187 brúttó lestir að stærð. ÞaS var á leið til Seyðisfjarðar aðfaranótt þriðju- dagsins í NA-stormi, þokusúld og stórsjó. Vissi skipstjóri ekki fyrr en hann sá brimröst fraundan, og SKRIF BORÐ FYRIR HEIMILI OG SKRIFSTOFUR DE XJlJXE M frAbær gæði b ■ FRlTT STANDANDI B B STÆRM: 90x160 SM B B VIÐUR: TEAK B B FOLlOSKÚFFA B B ÚTDRAGSPLATA MEÐ fl GLERI A B SKÚFFUR ÚR EIK B HÚSGAGNAVERZLUN REYKJAVÍKUR ÐRAUTARHOLTI 2 - SlMI 11940 var ekki hægt að afstýra strandi, Farmur skipsins var 1060 tunnur með saltsíld og 30 tómtunnur. Skipshöfnin er hér enn og verð ur sennilega send heim innan skamms, en skipstjóri bíður trú- lega lengur til að ganga úr skugga um, hvort hægt verði að ná skip inu út, en litlar líkur eru til að unnt verði að bjarga farmi eða skipi, sem stendur á kili með stýr ið upp úr. HEIMSÓKN BORTENS Framhald af bls 1 þeirri, sem skipúð var til að fjalla um málið, svo niðurstöð- um IATA-ráðstefnunnar í Hon olulu. Hins vegar má telja víst að málið verði fyrr eða síðar tekið til pólitískra viðræðna. Að öðru leyti staðfestu við- ræður ráðherranna, að engin sérstök vandamál eru í sam- bandi við samvinnu þjóðanna. Gagnkvæmar upplýsingar voru gefnar um innanlands- ástandið í löndunum og einnig voru markaðsmál Evrópu rædd. Eftir hálftíma samræður fóru gestirnir yfir í annað hérbergi í Stjómarráðshúsinu, og hittu þar fyrir Emil Jónsson, utanrik isráðherra. Um hálf eittleytið kom forsæt isráðherrann í Fossvogskirkjugarð, en þá höfðu safnazt þar saman Norðmenn og Noregsvinir m. a. norski konsúllinn Ellingsen, Hauk ur Ragnarsson formaður Norsk-ís- lenzka félagsins, Leif Muller, og Hans Danielssen. Var gengið nið- ur að minnismerki um látna Norð menn og lagði Borten krans frá konunglegu norsku stjórninni við minnismerkið, en áður mælti hann nokkur orð. Var þetta stutt, en fögur minningarathöfn. Úr Fossvoginum lá leiðin suð- ur að Bessastöðum, þar sem rík- isstjórnin og Ásgeir Ásgeirsson beið gestanna, en forsetinn hafði boðið til miðdegisverðar í salar- kynnifm forsetasetursins. Frá Bessastöðum var haldið að dvalastöðum gestanna í Reykja- vík, en síðan rakleitt upp að Mó- gilsá á Kjalarnesi, og að venju fóru lögreglumenn á mótorhjól- um fyrstir með blikkandi rauð Ijós, þá komu fjórir svartir leigu- bílar, en lestina rak svo lögreglu- bíll. í hlaðinu á Mógilsá biðu tveir forystumenn skógræktarmála hér á landi, þeir Hákon Bjarnason Bjarnason skógræktarstjóri, Há- kon Guðmundsson yfirborgardóm- ari og formaður Skórgæktarfélags íslands ásamt húsráðendum að Mógilsá þeim Hauki Ragnarssyni, tilraunastjóra, og konu hans frú Árdísi Alexandersdóttur. Nutu gestir og heimafólk veðurblíðunn- ar á hlaðinu á meðan þeir virtu fyrir sér staðinn en siðan var gengið til stofu, þar sem Hákon Bjarnson skógræktarstjóri hélt stutt ávarp og gat hinnar höfð- inglegu gjafar Norðmanna, sem Ólafur Noregskonungur færði ís- lendingum, er hann var hér í op- inberri heimsókn, en fyrir það fé hefur tilraunastöðin að Mógilsá verið reist. Hákon komst m.a. svo að orði að Norðmenn hefðu á landnámsöld flutt allt með sér til íslands nema skóginn en nú vildu þeir sem bezt bæta út því með gjöfinni. Forsætisráðherrann Per Borten þakkaði fyrir boðið að Mó- gilsá og minnti á hver nauðsyn skógarnir væru Norðmönnum, þar væri lítið landrými til jarðrækt- ar, en skógurinn bætti ú því, og þar með að byggð héldist á mörg- um stöðum í landinu. Enn var stigið í bílana, og nú var ferðinni heitið. til Reykjavík- ur þar sem Iðnsýningin 66 skyldi skoðuð. í Laugardalshöllinni tók sýningarnefndin á móti gestunum og fylgdarliði, gekk með þeim um sýninguna og skýrði hana út. í kvöld klukkan hálf átta héldu ríkisstjórnin veizlu að Hótel Sögu til heiðurs Borten og héldu þá bæði hann og Bjarni Benedikts- son ræður, sem skýrt er frá á öðrum stað í blaðinu. Á morgun föstudag fer forsætis ráðherra Noregs, Per Borten ásamt frú sinni og fylgdarliði með varð skipi upp í Hvalfjörð: Þaðan land leiðina í Reykholt og niður á Akra nes þar sem hann mun aftur stíga i á skipsfjöl og sigla til Reykjavík | ur. Á laugardaginn flýgur hann' svo til Akureyrar, fer þaðan aust! ur í Mývatnssveit, en gistir á Akur ' eyri um nóttina. Á sunnudaginn fer hann og skoðar landbúnað í Eyjafirði, en fer síðdegis fljúgandi til Reykjavíkur. ÞAKKARÁVÖRP Hartans þakkir færi ég öllum þeim, sem glöddu mig á áttugasta og fimmta afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum. Með beztu kveðju. Jónas Björnsson frá Dæli, Hagamel 41, Reykjavik. 200 MUNKAR Framhald af bls. 1. útiloka allar skipaferðir í margar vikur að því er sérfræðingar í ! þessum málum telja. Reyndu skæru liðarnir að sprengja bandarískan •itundurduflaslæðara í loft upp í dag, en tilraunin mistókst. Sprakk sprengjan um 36 metra frá skip- inu, sem slapp óskemmt. ÁVARP BORTENS Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu samúð og hlýhug vlð andlát og jarðarför Eyjólfs Sveinbjörnssonar frá Snorrastöðum, Laugardal Vandamenn. Framhald af bls. 2. Þér minntuð á, herra forsæt isráðherra, þær tilfinningar, sem gagntaka íslending, þegar hann ferðast um í Noregi. Ég held að Norðmönnum sé eitt- hvað líkt farið, er þeir ferð- ast um þetta sérstæða land. Fyrir okkur er það einnig svo, að staðanöfn kalla fram í hug- ann minningar og hugmyndir um fortíð okkar, um þá tíma, er íslenzka og norska þjóðin voru tengdar fjölmörgum ætt- arböndum með öllum þeim sam skiptum, sem þar af leiddu. Sögulega séð stóð stjórnmála- samband ríkja okkar skamman tíma og kannski var það sam- band hvorugum til bóðs. Á næstu öldum á eftir fengu báð ar þjóðir að kynnast inntaki þess að vera ekki húsbóndi á sínu eigin heimili. En einmitt undir slíkum kringumstæðum er mikilvægt, að þjóð sé sér meðvitandi um uppruna sinn og varðveiti þjóðareinkenni sín. Norsku þjóðinni voru því mik- ils virði frásagnir íslenzku sagn ritaranna um fortíð hennar. í frásögnum Heimskringlu birt- ist gamli Noregur okkur Ijós- lifandi og nálægur. Vitneskjan um það, hvað Noregur áður var, varð mönnum síðar innri styrk ur í baráttunni fyrir sjálfstæði landsins. Við stöndum í mik- illi þakkaskuld við okkar ís- lenzku frændur fyrir að hafa varðveitt svo mikilsverðan hluta sögulegs arfs okkar. En þótt við metum mikils þjóðlegan arf okkar eru það þð- verkefni nútíðar og fram- tíðar, sem við verðum að ein- beita okkur að. Á það bæði við ísland og Noreg. í báðum lönd um vinnum við að uppbyggingu velferðarríkis. Takmark okkar er að skapa hverjum einstökum borgara beztu og öruggustu skil yrði til þess að lifa sönnu menningarlífi. Eigi okkur að takast það verðum við að huga bæði að hinum efnislega og andlega grundvelli. Við verð- um að nýta náttúruauðæfi okk- ar skynsamlega. Það þýðir, að við eigum að nota nýtízku framleiðslutækni og nútíma skipulagsform i markaðsmálum og viðskiptum. Samtímis verð- um við að sjá fyrir því að æsk- an fái tækifæri til að beita hæfi leikum sínum í nútíma þjóð- félagi og hún fái andlega þjálf un, sem risti dýpra en hrein efnishyggja. Báðar þjóðir hafa lifað mikla umbrotatíma á síðustu manns- öldrum. Hér á fslandi hafa menn ef til vill orðið þróun- arinnar meira varir en í Nor- egi, þar sem hún hefur orðið hér á skemmri tíma. En ég held að okkur sé óhætt að segja, að báðum þjóðum hafi tekizt að leggja grundvöllinn að raun verulegu velferðarríki. Ég hlakka til að fá tækifæri, með- an á þessari dvöl minni stend- ur, að sjá að nokkru þann ár- angur, sem þér hafið náð. Þér voruð svo vingjarnlegir, herra forsætisráðhera, að segja, að þróunin í efnahagslífi Noregs hefði verið í mörgum efnum fyrirmynd á íslandi. Ef við höf um orðið til þess að hafa já- kvæð áhrif á þróun efnahags- lífsins hér, gleðjumst við. Og þegar um er að ræða aðalat- vinnuveg yðar, fiskveiðarnar, tel ég sömuleiðis, að þið hafið náð svo langt, að við gætum þar af mikið lært. Við vitum um dugnað vkkar bæði á fiski- miðunum sem og í vinnslu fisks ins og markaðsmálum. Hin harða samkeppni, sem þið skap ið okkur á alþjóðlegum mark- aði, er bezta sönnun þess, hve skynsamlega og áhrifarikt þið vinnið. En okkur er báðum hagur að því, að verðið á hin- um alþjóðlega markaði sé gott, þannig að þrátt fyrir allt eig- um við sameiginlegra hags- muna að gæta. Sama má segja um hinn líf- fræðilega grundvöll fiskiræktar og rannsóknar í þeim efnum. Ég gleðst yfir hinni góðu sam- vinnu okkar í milli á þessu sviði. Þegar á allt er litið er "arla nokkuð, sem skapar eins náið samband milli íslendinga Dúnsængur og æðardúnn og vöggusængur, gæsa- dúnn, hálfdúnn, fiður, enskt dúnhelt léreft. fiðurhelt léreft, koddar, sængurver, lök. Drengjajakkaföt, stakir drengjajakkar, drengja- buxur, drengjaskyrtur fyrir hálfvirði, kr. 75 allar stærðir. Pattons ullargarnið ný- komið, litaúrval, 4 gróf- leikar, litekta, hleypur ekki. Þýzk rúmteppi yfir hjóna- rúm, dragron. Póstsendum. Vesturgötu 12, sími 13570. og Norðmanna og fiskveiðarn- ar. Ríkisstjórnir landa okkar standa í stöðugu sambandi hvor ar við aðra í norrænu og al- þjóðlegu samstarfi. Sjálfur hef ég átt þess kost áður að heim- sækja ísland í sambandi við fund Norðurlandaráðs og ég veit af eigin reynslu, hversu mikilvægt það er, að fsland skuli einnig láta sitt af mörkum á þessum vettvangi. Báðar þjóðir starfa einnig saman með hinum Norðurlönd- unum í Sameinuðu þjóðunum. Við hefðum helzt viljað, að Sam einuðu þjóðirnar væru nógu sterkar til að tryggja öryggi. allra aðildarríkja,1 en sú er ekki raunin enn. í hinu ótrygga heimsástandi hafa fsland og Nor egur fundið, að öryggi þeirra yrði bezt tryggt með aðild að NATO. Við í Noregi höfum allt af verið í þeirri vissu, að NATO væri einungis varnarbandalag. Eins og ástandið er nú í heim inum er norska stjórnin þeirr- ar skoðunar, að meginverkefni NATO sé að stuðla að minnk- andi spennu í Evrópu og í heiminum yfirleitt. Við erum okkur þess vel meðvitandi, að tilvera okkar sem frjáls og frjáls og sjálfstæðs lands er undir því komin, að hægt verði að tryggja friðinn. Herra forsætisráðherra, ís- lenzku þjóðinni er flestum öfir um meiri nauðsyn að henni takizt að varðveita sérkenni sín. Þjóðlegar stoðir hennar eru styrkar, en hún er líka op- in- gagnvart hinum stóra heimi. Þess vegna er það ævintýri að koma hingað. í þjóðsöng yðar syngið þér um „íslands þúsund ár. Oft deildum við örlögum og þau voru oft þung. Síðan skildu leiðir. Hvor þjóð um sig afl- aði sér fulls sjálfstæðis í dag hittumst við sem nánar frænd þjóðir. í minningu sameigin- legrar fortíðar okkar og i þeirri trú að báðum þjóðum takizt að leysa úr þeim vandamálum sem framtíðin ber í skauti sér, leyfi ég mér að drekka skál íslands og vináttu milli íslenzku og norsku þjóðarinnar. Ég beini skál minni til yðar herra forsætisráðherra með beztu ósk um til yðar og frú Sigríðar Björnsdóttur.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.