Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGtlTl 9. september 1966 TIMINN 11 Minningaispjöld Flugbjörgunar sveitarinnar fást á eftirtöldum stóð um: Bókabúö Braga Brynjólfssonar, hjá Sigurði Þorsteinssyni, Goðheim um 22. síma 32060. Sigurði Waage Laugarásvegi 73, sími 34527: Magnúsi Þórarinssyni. Álfheimum 48, sími 37407 og Stííáni Bjarnasyni Hæðar garði 54 síntii 37392. Minningaríkort Geðverndarfélags íslands eru seld i Markaðnum Hatn arstræti og', í verzlun Magnúsar Benjaminssionar í Veltusundi. ÍMinningarspjöld lelagsheimiiis sjóðs Hjúltrunarfélags íslands, em til sölu á eftirtöldum stöðum: Foi stöðukonum landsspítalans, Klepp spítalans, Sjúkrahús Hvítabandsins Heílsuverndarstöð Reykjavíkur. t Hafnarfirði hjá Elínu E. Stefáus dóttur Herjólfsgötu 10. Minnhigarkort Sjúkrahússsjóðs Iðnaðartniannafélagslns á Selfossi fást á eftirtöldum stöðum: t Reykja vík, á sfcrifstofu Timans Bankastrætl 7. BílaJiðlu Guðmundar Bergþóru götu 8. Verzluninnl Perlon Dunhaga 18 A Selfossl. Bókabúð K.Á. Kaup félaginu Höfn og oósthúsinu t Hveragerðl. Útibúi R. A VerzlunlnnJ Reykjaitoss og pósthúsinu. t Þorláks höfn triá Útibúl R. A Frá Styrktarfélagi Vangeflnna: Minnimgarspjöld Styrktarfélags Van gefinna fást á skrifstofunni Lauga vegi 11 sími 15941 og l verzluninni Hlin, Skólavörðustíg 18 sími 12779 ÁHEIT OG GJAFIR Eftirfarancli gjafir og áheit hafa borizt til Stóradals-Kirkju, V.-Eyja fjöHum, árið 1965: ICiristbjörg og Einar Jónsson, Babka, kr. 1.000.00 Eyjólfur Jónsson, Snurrabraut 42, Rvk, kr. 5.000.00 Er- leudur Guðjónsson, Hamragörðum, kr. 5.000.00 Ágóði af skemimtun í Giranarshólma frá eftirtöldum: Grét ar Haraldsson, Jón Einarsson, Ragn ar Guðlaugsson, Valdimar Auðuns- som Konráð Auðunsson og Auðunn Valdimarsson, kr. 600.00 Sr Sigurður Einarsson, Holti, kr. 2000.00 Frá ó- nefndum, kr. 100.00 Sigurður Guð- jónsson, kennari Rvk kr. 1.000.00 Jensína Bjömsdóttir kr. 700.00 Ágúst Matthiasson, Vestmannaeyjum, kr. .500,00, Jóel Jónsson Hlaðbæ Vestmainnaeyjum, til minn- ingar um móður gefaindans, Guð- björgu Jónsdóttir, Efri-Holtum, kr. 5.000.00 Guðlaug Sigurðardóttir og Helgi Jónasson, Seljalandsseli, kr. 1.000,00 Valdimar Auðunsson, kr. 500.00 Helga Einarsdóttir og Sig urður Sigurðsson, Steinmóðarbæ kr. 3.500,00 Ingibjörg Kristófersdóttir Irá Stóra-Dal, kr. 500.00 Ólafur Jónsson, Eylandi, kr. 1.200.00 Leó Ingvarsson, Vestmannaeyjum, kr. 500,00 Svala Ingólfsdóttir, Vestmannaeyjum, kr. 200.00 Db Ingvars Ingvarssonar, Neðra-Dal, afhent af Ingólfi uigvers syni, kr. 600,00 Þórunn Einarsdóttir og Oddgeir Ólafsson, Dalsseli, kr. 10.000,00 Guðríður Jónsdóttir og Guðjón Einarsson, Berjanesi kr. 1.000.00 Sigríður Sigurðiardóttir, Steinmóðarbæ hagnaður af skemmt un, sem hún heldur til styrktar kirkj unni, kr. 5,913j87. Áheit: Frá ónefndum kr. 100,00. Margrét Hóhn kr 50.00 Frá ónefnd um kr. 100.00 Ónefndur kr. 300.00 Ónefndur kr. 100.00 Ónefndur kr. 1.000.00 Sigurður Jónsson kr. 150.00 Gísli Eysteinsson kr. 110.00 Halivarð ur Kristófersson, kr. 500.00 Til minningar um Einar Berg- stenisson, ætlað til fegrunar á leiði hans frá Jóni Árnasyni, Læikjarbotn um, kr. 1.000.00. Samtals kr. 58.223.87. Kirkjunni hafa og borizt ýmsar gjafir á þessu ári og verður skila grein fyrir þeim birt síðar. Með innilegu þakklæti til geí- enda fyrir rausnarlegan stuðning og vinarhug. rÁ' FERÐIN TIL VALPAiáSSO EFTIR NICHOLAS FREELING >: :♦: :♦: :♦: :♦: :♦: 1 :♦: :♦: :♦: 45 — en hann hefði aldrei komizt hjálparlaust upp á múrvegginn — það var Raymond sem mundi eft- ir glerskeranum og heftiplástrin- um. Þessir 7000 fránkar studdu nú mjög æru Raymonds, sem nýverið hafði riðað til falls. Raymond lagði rauðan flauels- púða undir höfuðið á Fred. Hon- um var ekki illa við Fred, og von- aði af heilum hug að hann væri ekki alvarlega særðifr. Höggið hafð ekki verið mikið, meitillinn hafði raunar aðeins strokist við höfuð- ið. Það var ekkí eins og — nú jæja, hefði verið notað stootvopn. En engu að síður var hér að ræða um árás í auðgunarskyni. Það var betra fyrir þá að vera ekki gripn- ir eins og á stóð. Nú andaði hann aftur eðlilega. Raymond þreifaði á púlsinum. Hann var hægur, en greinilegur. Hann var áreiðanlega ekki dauður. Fimmtán mínútum seinna voru þeir á leiðinni til Le Lavondon á bifhjólinu. Og eftir hálftíma sátu þeir í bílnum. Allt var fyrirfram ákveðið. Þéir höfðu losað sig við snærið, gervi-nefin, plásturinn og hið sundurskorna veski með ávís- ununum. Þegar Raymond kom til Giens lét hann þegar úr höfn. En Korsíkumaðurinn ók áleiðis til Cannes, gegnum Frejus. Hann hafðu hugsað sér að heim- sækja liljurósina sína, og stefna síðan til Ítalíu. Hann hafði ekki ennþá sagt Raymond frá þessari fyrirætlun. — 7000 frankar — það var alveg ágætt, án efa nægilegt til þess að halda hveitibrauðsdaga í Portofino. Þrettándi kapituli. Á heimleiðinni mætti Raymond bátnum með Christophe og Natalie um borð rétt utan við tangann. Fyirst varð hann smeykur. Báðir bátarnir tóku stórar veltur, vegna kjalsogsins og svo var sjór að byrja að verða ókyrr, þó enn væri logn. Vélar bátanna gengu takt- fast í frígír, þrjá pða fjóra metra frá hver öðrum. — Halló, Christophe. — Bonjour, Capitaine. , — Hann er að ganga í storm. Ég hefi verið út við Langoustier í alla nótt. — Fengið nokkuð? — Ekkert, sem vert er að tala um. Natalie horfði til lands, til „Kastalans" til að trufla þá ekki. En nú sneri hún sér snögglega að honum. — Má ég koma um borð til þín? Hann fór allur hjá sér, en hvað gat hann sagt, og Christophe við- staddur — hann gerði meira að segja gys að þeim bölvaður dón inn. — Ef þú vilt — þá gjörðu svo vel. Christophe lagði gætilega að. — Þér verðið neydd til að stökkva, frú. En það eigið þér létt með — bara ekki hrædd. - Ég er ekki vitund hrædd. Hún stökk með miklum yndis- þokka. Christophe sveiflaði bát sín um frá í stórum boga, og setti á fulla ferð, fiskibátinn, sem var létt- ari og minni en Olivia hraðskreið ari og með fínni línur. Þarna sér maður, hugsaði Christophe: svo lifðu þau hamingjusöm til æviloka. Konur — það er ekki hægt ann- að, en að hlægja. Natalie var líka ofurlítið ringl- uð. Hún vissi vel hvað hún vildi sekja, en hún hlakkaði ekkert sérlega til þess, svo hún sagði fátt. — Ég heyri að við getum átt von á stormi. — Já, og hann verður hvass. Við verðum að hafa okkur sem fyrst inn á höfnina. Hann hafði þegar sett vélina á fullt, og stýrði í kjölfar Christophes. — Sjóarnir rísa fyrirvaralaust, krappir og hættulegi. — Þú hefur þá ekkert veitt? — Ég henti því öllu — það var ekki einu sinni á einn disk. Hefur þú verið þarna út við Langoustier? — Það held ég ekki. Þau hættu að tala á meðan hann lagði að legufærunum og batt bátinn. — Ég var allt annað en kurteis, sagði hún allt í einu, — Þegar ég sá þig síðast. Ég bið þig af- sökunar. Hún hirti ekki um að skýra frá, hvað hún hefði haft að gera í bát Christophes. — Ég hugs- aði — ég veit ekki hvað ég hugs- aði. Ég talaði bara af fljótfærni, eins og ég geri svo oft. Ég iðrað- ist þess. Máske á ég eínnig Jón Grétar Siaurðsson néraðsdómslögmaður. Austurstræti 6, sími 18783. ^KÖLUPENNAR ýmsar gerðir við allra hæfi. LÍTIÐ ‘TIMBURHÚS Á góðri eignarlóð við Skólavörðustíg til sölu Hús- ið er laust strax Hér er gott tækifæri fyrir iðnað- ar- eða verzlunarfyrirtæki að tryggja sér aðstöðu við fjölfarna götu. Sanngjarnt verð, góðir greiðslu- skilmálar. Upplýsingar gefur Fasteignaskrifstofa Guðmundar Þorsteinssonar, Austurstræti 20 — sími 19 5 45. fiins,tveggja, fjögurra eða tíu litaí Blaðburðarfólk óskast í skólann, á slcrifstofuna, fyrir heimilið. Fallegur stíll, gæði,hagstætt verð. Einkaumboð: G.Brynjólfsson hf Pósthólf lo39,Bvk Sími .«32973 til að bera blaðið út á eftirtöldum stöðum: . / Sörlaskjól Nesvegur Kleppsvegur Hverfisgata Snorrabraut Bollagata Gunnarsbraut Laufásveg Bólstaðarhlíð Suðurlandsbraut Stórholt Meðalholt Talið við afgreiðsluna. <9 m BANKASTRÆTI 7 - SlMl 12323. eftir að iðrast þess skrefs er ég stíg nú. Raymond hafði ekki hugboð um hvað hann ætti að segja. — Ég hélt þú hefðir bara búið til hjartnæma sögu, hélt hún áfram. — Ég var bálreið við þig og ennþá reiðari við sjálfa mig. Það særði mig djúpu sári að samskipti okkar urðu til þess eins að svíkja út úr mér peninga. Ég átti að fórna peningunum, á sama hátt og ég hafði fórnað sjálfri mér. Ég er mjög hégómagjörn. Raymond nísti tönnum, en eitt- hvað varð hann að segja. — Komdu niður í káetuna, það var farið að hvessa og báturinn farinn að rykkja í legufærin. — Viltu drykk? Hann átti hálfa wisky- flösku, sem Korsíkumaðurinn hafði skilið eftir. Fjandinn hafi hann, fyrir honum var allt svo leik- andi létt og einfalt. Hvers vegna vefjast allir hlutir svo mjög fyrir mér? — Já. Hún drakk þegar nið ur í hálft glasið. — Ég er kom- in að þeirri niðurstöðu, að ég hafi hegðað mér nokkuð einstrengingslega og auðvirðilega. Mér er nú Ijóst, að þú gazt ekk ert aðhafzt, fyrr en gert haiði verið við bátinn, og til þess þurft ir þú peninga. — Já, það þurfti ég — ég meina það þarf ég. Hann saup á wiský- inu með helzt til miklu hraði. Hann átti 7000 franka geymda á góðum stað. Hann hefði hugsað, margt frá því hann sigldi til Lang oustíer. Seðlana var ekki hægt að þekkja. Ekkert benti til þess, að þeir væru ekki hans eigin. Þetta var nóg til að gera við Oliviu, þvirvar sinn- um, ef með þurfti. Einnig gat hann lifað áhyggjulaus í heilt ár. En ekki í Porquerolles. Christonhe mumdi fara að gruna margt. Allir mundu gruna hann. Hann foafði helzt hugsað sér að fara til Portúgal og fá bátinn viðeerðan þar, bæði vel og ódýrt. Og nú kom Natalie og bauð honum pen- inga, máske sömu peningana og hann hafði rænt. ÚTVARPIÐ Föstudagur 9 september Fastir liðir eins og veniuieea. 18.00 tslenzk rónskAld 18.45 Ttl- kynningar. 19.20 Veenrfreanir 30 Fréttir. 20.00 Aldar- minning Guðmundar Hannessonar orótess ors Pál) Kolka fyrrum oéraðs- læknir flytur erindi. V'thi. Þ. Gislason útvarnsstióri flytur inn gangsorð og 'es út rilum Guð mundar Hannessonar með Rrtsti- áni EldJárn Oióðminlaverði 2l 00 Þættir úr tónverkinu „Carmina Burana" 21.30 (ItvarDssagan: „Fiskimennirnir” 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.15 Kvöldsasan: „Kynlegur Þ1ófur“ 22.35 Kvóld hljómleikar »23 15 Dagskrárlofc. « ILaugardaqur 10 seot. 7.00 Morgunútvarp 12.00 tíádeg isútvarp 13.00 Óskalög siúklinga 15.00 Fréttir Lög fyrir ferðat'ólk 16.30 Veður | fregnlr Á nótum æsk- unnar 17.00 Fréttir Þetta vil ég hayra. 18.00 Söngvar í léttum l.ón ' 18.45 Tilkynningar 19.20 Veður- fregnir 19.30 Fréttir 20 00 í !. kvöld Hólmfriður Gunnarsdóttir og Brynja Benediktsdóttir stj. ' 20.30 Kórsöngur: Karlakórinn Vísir frá Siglufirði syngur 2o.50 Leikrit: „Ókunn vidri" Jónas Jónasson stiórnar 21.25 Lúðra- blástur: B. M. C. lúðrasveitin leikur. 21.45 Hellsað oe kvatt f>,. Richard Beck prófessor flvtur ávarp 22.00 Fréttir og veður- fregoir 22.15 Danslög 24.00 Dag skrárlok. Sóknarnefndin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.