Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. september 1966 ___________________TÍMINN________ (MMWpMNMMMNMaHHMMaMMMlMMMMaHHMlMHI OFT DEILDUM VIÐ ÖRLÖGUM í. Reykjavík, fimmtudag. í boSi ríkisstjórnarinnar á Hótel Sögu í kvöld, fluttu forsætisráðherrar beggja landanna ávörp, þar sem þeir minntust fornra og nýrra kynna þjóðanna og sameiginlegra viðhorfa. Fer úrdráttur úr ávarpi dr. Bjarna Benediktssonar, for- sætisráðherra, hér á eftir, en að því búnu ávarp Per Bortens, forsætisráðherra, í þýðingu blaðsins. Dr. Bjarni Benediktsson sagði: Þó að liðin séu nær _ ellefu hundruð ár frá upphafi íslands byggðar, og hér á landi hafi nú liðið meir en 30 kynslóð- ir, sem hafa talið sig íslenzkar. Þá er vitundin um hinn norska uppruna enn fersk^ í hugum fslendinga. Fáir íslendingar ferðast um Noreg svo að þeim hlýni ekki um hjartarætur. Mörgum okkar finnst eins og við séum að heimsækja okkar eigin æskustöðvar, svo kunn- uglega hljóma hin norsku stað- arnöfn í eyrum okkar. Það eru ekki einungis fornsögurnar sem fest hafa ættartengsl íslend- inga við Norðmenn. Eftir að ísland komst undir Noregskon ung reyndust sameiginlegir for feður raunar hafa haft rétt fyr- ir sé, þegar þeir sögðu að vík skyldi milli vina og fjörður milli frænda. Hin ríkissstéttar- legu tengsl urðu að minnsta kosti ekki íslendingum til heilla. Brátt fór og svo, að einn ig Norðmenn komust undir er- lendan konung, og hvarf þá einnig það gagn, sem þeir höfðu af sambandi landanna, ef það hefur þá nokkru sinni verið nokkuð. Að lokum urðu löndin viðskila, en eftir það hefur þýðing Norðmanna fyrir íslendinga aukizt aftur að mun. Eftir að hafa í ræðu sinni, rakið áhrif sjálfstæðisbaráttu Norðmanna á hugi íslendinga og námsdvalar íslendinga eink um bænda í Noregi og drepið á forystuhlutverk Norðmanna í síldveiðum og hvalveiðum við ísland sagði ráðherrann: ís- lendingar hafa notið stöðugrar aðstoðar Norðmanna í tilraun- um til skógræktar og er þar skemmst að minnast þjóðargjaf arinnar norsku, sem varið er til skógræktarstöðvarinnar á Mógilsá. Þá minntist ráðherra á áhrif norskra bókmennta nú um einnar aldar skeið, og sagði að þau yrðu seint of metin. Ráðherra sagði m.a. að frelsis- barátta Norðmanna 1940 til 1945 refði haft djúp áhrif á íslendinga, og sagði, að aðild Norðmanna að Atlantshafssátt málanum hefði ráðið afstöðu fjölmargra íslendinga um aðild íslands að bandalaginu. í lok ræðu sinnar sagði ráð- herrann: Heimsókn hins norska forsætisráðherra Per Bortens og frúar hans sýnir að, einnig. Norðmenn vilja rækja vináttu og frændsemi við íslendinga. Okkur er því meiri heiður að heimsókn þeirra, sem hún er hin fyrsta þessarar tegundar, sem ann fer í eftir að hafa tekið við sínu virðulega og vandasama embætti. Þetta kunnum við vel að meta, og þurfti þó ekki á því að halda, vegna þess að þau hjón eru hvort eð er hjartanlega velkom in hingað til lands. Vona ég, að þau verði þess margfald- lega vör, að vinátta íslendinga við Norðmenn er samrunninn íslenzku eðli, og mun vara svo lengi, sem þjóð okkar er við lýði. Hér fer á eftir ávarp Per Bortens: Mig langar til að þakka yður herra forsætisráðherra fyrir þau vingjarnlegu orð, sem þér beinduð til mín og konu mirm- ar ,við komu okkar hingað- Okkur er það mikið ánægju- efni að fá tækifæri til að heim- sækja ísland. Ég met það mik- ils, að fyrsta opinbera heim- sókn mín til útlanda, sem for- sætisráðrerra, er heimsóknin hingað. Framhald á bls. 14 Dagur matvækiðnaðaríns er i dag SJ—Reykjavík, fímmtudag. Á margun, föstudag, er dagur matvælaiðnaðarins á Iðnsýning unni 1966. Fyrirtækin innan mat- vælaiðnaðarins, sem taka þátt í sýningunni, eru 18 talsing. Eru það einkum fyrirtæki á sviðí sæl gætisframleiðslu, drykkjarvöru- gerðar, kexverksmiðjur og niður- suðuverksmiðjur. Veigamikla þretti matVælaiðnaðar, s. s. mjólkurfram leiðslu o. fl. vantar þó á sýninguna þannig að ljóst er, að hún gefur GB-Reykjavík, fimmtudag. Félag íslenzkra leikara minnist j um þessar mundir 25 ára afmælis I síns, samtímis og hér verður í i fyrsta sinn haldinn fundur Leik- araráðs Norðurlanda, þar sem m. a. verður tekið til umræðu sjón- varp á íslandi, að því er stjórn Félags íslenzkra Ieikara tjáði fréttamönnum í dag, en formaður félagsins er Brynjólfur Jóhannes son. Erlendu fulltrúarnir á fundi leik araráðs Norðurlanda, sem ýmist eru formenn eða lögfræðingar leik arasambandanna á Norðurlöndum koma til Reykjavíkur annað kvöld, sumir í fylgd með konum sínum, og verða gestir á svonefndum stofnendafundi Félags íslenzkra leikara á laugardag að Hótel Sögu þar sem koma saman 17 af 24 stofnendum félagsins, en sjö af stofnendum eru látftir. Nú eru félagsmenn nm 80, lang flestir úr Reykjavík, on 8 eða 9 frá Akureyri, ísafirði og Hafnar- firði, og í fyrra gengu nokkrir íslenzkir óperusöngvarar í félagið eins og tíðkast í leikarafélögum \ Norðurlöndum. Formenn í fé- laginu hafa verið níu hingað til, fyrsti formaður var Þorsteinn ö. Jtephensen, sem lengst hefur enga heíldanmynd af matvælaiðn aði landsmanna. Framleiðsla ofan greindra 18 fyrirtækja er hin marg breytilegasta og stenzt, að því er gæði varðar, fyllilega samanburð við erlenda framleiðslu. Mörg fyrirtæki í matvælaiðnað inum hafa átt í stöðugt aukinní samikeppni við erlenda aðila, og flest þeirra eru mikið skattlögð af hálfu hins opinbera. Má í því sam bandi nefna framleiðslusjóðsgjald og innheimtu gjalda til styrktar- gegnt formennsku Valur Gíslason, tvívegis og níu ár alls, en nú skipa stjórn félagsins Brynjólfur Jó- hannesson formaður, Guðbjörg Þorbjarnardóttir, varaformaður, Klemenz Jónsson, ritari, og Bessi Bjarnason gjaldkeri. Félagið er að ili að Leikarasambandi Norður- landa, Norræna leikhúsmálaráðinu Alþjóðaleikhúsmálastofnunni og og sjúkrasjóða, auk verðlagseftír lits, en allt þetta gerir rekstur fyr irtækjanna erfiðar. Fréttamenn skoðuðu í dag sýn ingarstúkur ofangreindra fyrir- tækja, og fer hér á eftir í stuttu máli, það sem helzt var að sjá og bar á góma: ORA: Fyrirtækið annast ýmis- konar niðursuðu fyrir innlendan markað, en flytur út árlega allmik ið magn af niðursoðinni murtu, 70—80 tonn. Murtan er vinsœl sem Alheimsleikarasambandsins. íslenzkir leikarar stofnuðu stétt arfélag sitt 22. september 1941, en afmælishaldið nú og fundurinn í leikararáðinu eru flutt fram vegna Norrænu leikhúsmálaráð- stefnunnar,. sem haldin verður í Ábo í Finnlandi 25. september, en þar mæta frá íslandi Brynjólf- forréttur með grænmeti og majon es, og væri hægt að selja meir af henni. Murtunni er safnað við og við saman á 13 bæjum í kringum Þingvallavatn, daginn áður en hún er lögð niður. Murtan er veidd i lagnet. SANITAS: Langvinsælasti drykk ur, sem framleiddur er hjá Sani tas er Pepsi Cola, en elzti óbreytti drykkurinn er Póló, sem er kjarna drykkur. Á sviði sultugerðar hefur verið uim vaxandi samkeppni að ræða, en góðar erlendar sultur eru mun dýrari, þannig að innlendar sultur halda fyllilega velli. Rabbar barasulta hefur ekki verið fram leidd síðan á striðsárunum. Blönd uð ávaxtasulta og jarðaberjasuila eru vinsælastar. Jarðaberin eru flutt inn frá Hollandi. Fremhald á bls. 15. ATHUGASEMD í frétt um skemmtiferð vist- manna á Reykjalundi og á Vífils stöðum í gær, var þes ekki getið að það voru bílstjórar á Hreyfli, sem buðu fólkinu í ferðina, en nokur sælgætisfyrirtæki, öl- og gosdrykkj agergir og kexverksmiðj- ur lögðu til nesti í ferðina. Fremhald á bls. 15. Á fréttamannafundi: Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Klemenz Jónsson og Brynjólfur Jóhannesson. Tímam. GE I LEIKARAR MINNAST AFMÆLIS OG ÞINGA UM ISLENZKT SJÖNVARP YFIRLÝSING .* FRÁ JÓNIHARALDS SYNI, ARKITEKT í tilefni af samþykkt hæstvirtr- ar skipulagsstjórnar Ríkisins á skipulagi miðbæjar Hafnarfjarðar og sýningar tillagna þeirra er frammi liggja í Hafnarfirði um þessar mundir, vill undirritaður taka fram eftirfarandi: Skipulagstillögur þessar eru að verulegu leyti byggðar á hugmynd um undirritaðs, sem fram koma í bókinni Miðbær Hafnarfjarðar, tillaga að skipulagi 1964. Þeim hefur þó verið breytt án samráðs við höfund og í algeru heimildarleysi, þrátt fyrir ítrekað- ar aðvaranir til Skipulagsstjórnar Ríkisins. Þá hefur og málsmeðferð verið á þann veg, að brotin eru lög um meðferð skipulagsmála frá 1965. Loks hefur starfsmaður skrif- I stofu Skipulags Ríkisins, fengist . við teikningar að stórhýsi á skipu- lagssvæðinu á meðan að skipulags starfinu var unnið af sama manni, sem vissulega er andstætt frum- reglum heiðarlegrar skipulags vinnu og gróf misnotkun á emb- ættisaðstöðu. Af fyrrgreindum ástæðum sér undirritaður sig knúinn til eftir- farandi aðgerða: 1. Að stefna Skipulagsstjórn ríkisins til refsingar fyrir brot á höfundalögum 13/1905. 2. Að krefjast miskabóta úr hendi sama aðila fyrir misþyrm- ingu á verki mínu framkvæmdra á skrifstofu skipulags ríkisins. 3. Að stefna form. skipulags stjórnar ríkisins Herði Bjarnasyni Gunnlaugi Pálssyni og Hrafnkeli Thorlacíus, arkitektum hjá skipu- lagi ríkisins fyrir félagsdóm Arki- tektafélags íslands fyrir gróf brot á siðareglum félagsins svo og á reglum Alþjóðasambands arki- tekta samþykktum á þingi U.I.A. (Union Internationale des Archj- tectes) í Haag 1955. Loks lýsi ég ábyrgð á hendur skrifstofu skipulags ríkisins fyrir grófa misnotkun á embættisað- stöðu og fúsk svo og á hendur skipulagsstjórn fyrir brot á skipu- lagslögum frá 1965 varðandi með- ferð skipulagsmála þessara. Reykjavík 7. sept. 1966. Jón Haraldsson, arldtekt. YFIRLÝSING FRÁ SKIPULAGS- STJÓRA Óskað hefur verið umságnaí um yfirlýsingu Jóns Haraldssonar arki tekts, er hann hefur beðið birt- ingar á í blöðum og útvarpi, — án þess þó að kynna hlutaðeig- andi aðilum kæruatriði sín áður. Skipulagsstjóri ríkisins vill að því tilefni taka fram, að Skipulags- stjórn og bæjarstjórn Hafnarfjarð ar munu að sjálfsögðu rekja af- skipti og störf Jóns Haraldssonar af skipulagi miðbæjar Hafnarfjarð ar á réttum vettvangi og þegar boðuð kæra arkitektsins hefur komið fram, en í yfirlýsingunni gætir margháttaðs misskilnings. Einnig er aðdróttunum í garð einstakra starfsmanna skipulags- skrifstofunnar visað á bug, og mun þeim standa opið að gera viðeigandi ráðstafanir gagnvart nöf undi, yfirlýsingarihnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.