Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 12
TÍMINN FÖSTUDAGUR 9. sepfcember 1966 CREPE NYLON SOKKAR FRAMKVÆMDASTJÓRI Starf framkvæmdastjóra við Selfossbíó á Selfossi, er laust til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsing- um um menntun og fyrri törf sendist skrifstofu Selfosshrepps fyrir 30. september n. k. Starið veit ist frá l.nóvember 1966 eða fyr r. ODDVITI SELFOSSHREPPS. Opna í dag MÁLFLUTNIN GSSKRIFSTOFU að Skólavörðustíg 16, 2. hæð. LÖGFRÆÐISTÖRF — FASTEIGNASALA. Sími 1-30-36, heimasími 1-77-39. Högni Jónsson, hdl. Hjónaband á ítalskan máta Þekkt andlit úr itölskum kvikmyndum. Sophia Loren og Marcello Mastroianni. Matrimonio all‘italiana — Marriage Italian Style. — Tónabíó. ítölsk frá 1964. Ieikstjóri: Vittoio De Sica. Handrit: Cesare Zavattini, Eduardo De Filippo, Ren- ato Castellani, Antonio Guerra og Leo Benvenuto. Tónlist: Armando Trovai- oli. Framleiðandi: Carlo Ponti: Framkvæmdastjóri kvikmyndaframleiðslu: Jos eph E. Levine. íslenzkur texti: Loftur Guðmundsson. Skilnaður á ítalskan máta nefnist ítölsk gamanmynd eftir Pietro Germi, og væri sjálfsagt meiri ástæða til að sýna hana heldur en Hjónaband á ítalsk- an máta. En það er með þennan Pietro Germi eins og fleiri kvik myndaleikstjóra þess lands, sem sífellt safna að sér hrósyrð um og viðurkenningum gagn- rýnenda, að myndir eftir hann berast hingað á svona 10 ára fresti — kannski aldrei. Upp úr síðari heimsstyrjöldinni var Vittorio De Sioa talinn meðal fremstu leikstjóra og einn af höfuðpaurum neo-realismans. Það sanna myndir eins og Sci- uscia, ReiðUjólaþjófurinn, Kraftaverk í Milano og Um. berto D. Síðan hefur honum stöðugt farið hrakandi og allt- af verða kvikimyndir hans lé- legri og lélegri með árunum. Eitt kvöld í vændishúsi, ein hvers staðar í Napoli, meðan loftárásir Þjóðverja dynja yfir, hittir vellauðugur kaupsýslu- maður, Domenico Soriano, ein mana og óttaslegna 17 ára skækju, Filomena Marturano að nafni. Síðan skilja leiðir með þeim, en tveimur árum síðar mætast þau aftur. Upp frá þeirri stundu hefst millum þeirra náinn kunningsskapur, nánar til tekið ástarsamskipti. Domenico fær hana lausa úr vændishúsinu og kaupir henni ríkmanlega íbúð. En auk þess að njóta ástar hennar á hann jafnframt vinfundi við gjald- kera fyrirtækis síns, sem yfir leitt eru spengilega vaxnar kvenverur, rétt komnar af tvít- ugsaldri. Kaupsýslumaðurinn sem hingað til hafði legið ó- kvæntur með Filomenu sinni, hyggst ganga í hjónaband með einum gjaldkeranum, en fær þá skyndilega fréttir um, að Filo mena liggi helsjúk heima fyrir og á dánarbeðinu er hann til- neyddur að giftast henni, þrátt fyrir heitbundna yfirlýsingu gagnvart fyrrverandi ástmey. Sjúkleikinn reyndist þá gabb eitt. Filomena sprettur bráð- lifandi úr rúminu og hrósar happi yfir að hafa tryggt sér eiginmanninn, því að henni var kunnugt um lauslæti Domenic os.. Kunngjörir hún honum, að hún sé móðir þriggja drengja, er aldir höfðu verið upp án vitundar Domenicos, og sé einn þeirra sonur hans. Ein- •hver ósátt kemst upp milli •þeirra þau skilja, en taka sam *an aftur og allt endar að lok •um í sátt og samlyndi. Hjónaband á ítalskan máta er fremiur illa gerð kvikmynd, •einkum seinni hlutinn. Kemur það sérstaklega fram í persónu gervingu þeirri, sem Marcello Mastroianni túlkar. Hér er ekki verið að níða niður leikandann, sem fer annars ágætlega með hlutverk sitt, heldur er mann- gerðinni gerð óljós skil í síðari helming myndarinnar. Sáttar- gerð hans við Filomenu er ekki í fullu samræmi við áður útlist aða harðneskju hans plús tilfinn ingu eða tilfinningarleysi hans gagnvart henni og „happy-end” kvikmyndarinnar, þar sem hann hefur gengið að fullum sáttum við Filomenu og syni hennar. er alveg út í hött, sé miðáð við undangengið skaplyndi. Einna skást tekst þó De Sica í hálf- tragískum húmor og njóta leik- SKRIFSTOFUSTÚLKUR , Óskum að ráða nú þegar stúlkur til skrifstofustarfa. Um- sækjendur þurfa að hafa góða vélritunarkunnáttu. Væntan legir umsækjendur þurfa að hafa samband við Skrifstofu- umsjón í dag, föstudag, og liggja umsóknareyðublöð þar frammi. SENDISVEINN Viljum ráða ungan og reglusaman pilt til sendi- og inn- heimtustarfa. Hann þyrfti helzt að hafa próf á mótorreið- hjól, en þó er það ekki skilyrði. S AMVIN N UTRYGGINGAR Til sölu á Akranesi eldra hús með bílskúr á tækifærisverði, ef samið er strax. Upplýsingar gefur Stefán Sigurðsson, lögmaður, Vesturgötu 23, Akranesi, sími 93-16-22. hæfileikar Mastroiannis sín þar bezt, sbr. húskveðju móður Dom enicos. Það er augljóst, sér í lagi af endinum, að kvikmynd in er gerð í anda hins hvim- leiða Hollywood-miarkaðar handa menningarsljóu publik- um og þægilegheitum áhorfand ans, en leikstjórinn hefur selt hugsjón sína fyrir gróðafíkn. Og til að tryggja góða aðsókn | hefur Sophiu Loren og Maro- 1 ello Mastroianni verið stillt upp sem höfuðleikendum. Líklegt er því, að mynd þessi eigi eftir að hljóta vinsældir meðal kvik mynadhúsgesta, enda hefur Sophíu-barmur-Loren verið mörgum ánægjulegt áhorfunar efni. sigurður Jón Iafsson. FRÍMERKI Fyrir hvert lslenzkt fn- merki. sem þér sendið mér, fáið þér 3 erlend Sendið minnst 30 stk. JÓN AGNARS, P.O. Box 965, Reykjavík. FRÁSÖGN Framhald af bls. 7. fyrr grein fyrir fjárreiðum og ]as aðalreikninga Skógræktarfélugs íslands og Landgræðslusjóðs. Kosin var allsherjarnefnd 09 kvöldvökunefnd. En Þórarinn Þórarinsson skólastjóri stjórnagji söngnum: „Vormenn fslands.' Að loknum hádegisverði voru jrí mennar umræður til kl. 15.00, eni eftir það var farið að Uxahver og til Húsavíkur þar sem sýslunefncff in hafði boð inni fyrir fundar-j menn og gesti. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.