Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 3
3 FÖSTUDAGUR 9. september 1966 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Leikkonan Ava Gardner, sem eitt sinn var eiginkona Frank Sinatra og var á sínum tíma talin ein fegursta kona heims, er nú orðin 43 ára gömul og stöðugt á niðurleið. Fyrir- skemmstu trúði hún blaða- manni nokkrum fyrir því, að f. hún hafi komið sér út úr húsi | meðal allra vina sinna, væri í þann veginn að drekkja sér í vínanda, og að hún kastaði hverju sem væri í hvern sen>, væri. Auk þess hefði hún kas að 25 pörum af nýjum skóm niður í brunn og nokkrum ösku bökkum út um glugga. Lex Barker, sem eitt sinn lék Tarzan í kvikmyndum við mik- inn orðstír, hefur nú unnið eirm sinn mesta kvlfanyndasig- ur, að því er sögn segir, þótt eitthvað verði hann að teljast vafasamur. í næstu kvikmynd sinní á hann að leika á móti Soraya, fyrrverandi keisara- drottningu. Soraya, sem fram að þessu hefur aðeins leikið í ★ einni kvikmynd, Þrjú andlit konunnar, og það án þess að vinna sér sérstakt álit í- kvik- myndaheiminum, hefur nú sam þykkt það að Lex Barker leiki á móti henni i næstu kvikmynd, og hefur verið á það bent að þau Soraya þekki hvort annað frá fornu fari, því að Lex Bark er hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum, sem teknar hafa verið í Vcstur-Þýzkalandi. Hið || eina, sem mælir á móti þess-1| ari kvikmyndatöku, er kona nokkur að nafni Carmen Cer- vera, og hún stendur Soraya ekki að baki hvað fegurð snert ir og var eitt sinn kjörin feg- urðardrottning Spánar. Nú er hún fimmta eiginkona Lex Bar ker og hefur greinilega ekki, sama álit á Lex og ein af fyrri konum hans, Lana Turnar, en hún sagði eitt sinn: — Ég býð þeirri konu bara góða skemmt un, sem getur sigrað Lex. Hann er grófur og ruddalegur og get ur ekki haft stjórn á hinu erfiða skapi sínu. Carmen hef ur hins vegar ekki sömu skoð un á málunum og má ekki heyra á þessa væntanlegu kvik- mynd minnzt. 1 Rachel Welch er ein vin- sælasta kvikmyndaleikkonan og kynbomban um þessar mund ir. Hér sjáum við hana í hlut verki sínu í kvikmynd- inni Shout louder, I don't understand. Kvikmyndin er tekin í Róm. ★ Frank Sinatra og eigin- kona hans, Mia Farrow, eru nú um þessar mundir í Dan- mörku, þar sem hann er að leika í kvikmynd. Búa þau á hótel Royal og hafa verið um setin af rithandasöfnurum. Fyr ir skemmstu gaf Mia Farrow í fyrsta sinn eiginhandar- skrift sína dönskum rithanda- safnara. Brá honum heldur í brún, þegar hann leit á það, sem hún hafði skrifað, því að hún hafði ekki skrifað nafnið Mia Farrow, heldur Mrs. Frank Sinatra. •k Bandaríska öldungadeildin hefur nú icjörið fyrstu þeldökku konuna sem dómara í Banda- ríkjunum. Er það frú Constance Baker Motley, sem áð ur var öldungadeildarþingm. í New York, og auk þess lög- fræðingur fyrir kynþátta- samtök. ★ Jarnes Stewart er nú að leika í kvikmyndinni The Rare Breed, og helzti mótleikari Ja- mes, sem er nú sennilega van- ari einhverju öðru og betra, er heljarmikið naut. Er búið að þjálfa nautið í hlutverki sínu en það er í því fólgið að naut- ið komi hlaupandi, þegar Juli- et Mills, — stóra systir Hayley Mills — syngur God Save the King. Lét James svo um mælt að hann heði aldrei íengið harðari keppinaut í kvikmynd. — Hann stelur öllum senun- um frá mér, sagði Jamies og til þess, að hann verði ekki vin sæll og frægur í kvikmynda- heiminum, hef ég tekið það ráð að kaupa hann. Og ég sikal sjá um það, að hann leiki ekki í kvikmyndum framar, að minnsta kosti ekki í þeim kvik myndum, sem ég leik í. Ef ég ætti óvin, myndi ég leyfa naut inu mínu að leika í sömu kvik mynd og hann — en sem bet- ur fer, á ég engan óvin. ★ Brezka leikkonan Raquel Welch er sú brezk leikkona, sem talin er eiga mesta fram- tíð fyrir sér í kvikmyndaheim inum um þessar mundir. Nú um þessar mundir er hún að leika í kvikmynd, sem nefnist A Fantastie Voyage, og er þessi mynd af einu atriði kv5k myndarinnar. cr Á VlÐAVANGI Sandburður Mogga- Ein er sú blekking, sem Morgunblaðið leggur um þess ar mundir slíkt ofurkapp á að berja inn í þjóðina, að minnir á athafnir þeirra manna, sem bera alltaf sama sandinn upp á loft og hella honum niður um rennu. Þetta er kenningin um það, að Sjálfstæðisflokkurinn sé hinn eini og sanni frelsis flokkur, sem hati höft og bönn og hafi aldrei nærri slíku kom ið, en Framsóknarflokknum séu höft og bönn hinn eini og sanni fagnaðarboðskapur. Á þessu klifar Morgunblaðið nú dag hvern ótt og títt, eins og það sé að binda geitur. í gær flytur það pistilinn að venju og segir. „Sjálfstæðismenn vilja ekki, að einstaklingarnir þurfi að sækja um leyfi til ótal nefnda og ráða til þess að mega kaupa ný framleiðslutæki, byggja hús eða flytja inn vörur. Framsóknarmenn vilja hins vegar nota haftaskipulagið sem pólitískt tæki til þess að hafa ráð fólksins í hendi sér . . . Sjálfstæðismenn telja slíkt skipulag háskalegt og vinna gegn því af afefli. En Fram- sóknarmenn telja það beinlínis æskilegt og eðlilegt. Svona lætur Morgunblaðið dæluna ganga um þennan reg inmun, sem sé á Sjálfstæðis- flokknum og Framsóknarflokkn um. Þeir eru eins og svart og hvítt. íhaldsöfl. Það cr sama, þótt bent sé á þær óvéfengjanlegu stað- reyndir, að það var Sjálfstæðis isfl. sem fór með völd þegar höft og skömmtun voru upp tekin af illri nauðsyn á stríð! árunum, hann beitti sér fyrii þeim, samþykkti öll lög um það og ráðherrar hans gáfu út reglugerðir um þetta. Sjálfstæð ismenn áttu formenn fjárhags ráðs og skömmtunarnefnda og stóðu sem sagt beinlínis fyrir höftum' og skömmtun hér á Iandi alla tíð. Þessu svarar Morgunblaðið aldrei, því að það veit að þetta er satt. Það getur ekki neitað þessum staðreyndum, og það getur á engan hátt þvegið af Sjálfstæðisflokknum höfuð ábyrgð af höftum og skömintun hér á landi og reynir það ekki. Þau höft og skömmtun, sem fs lendingar þekkja, eru eingöngu íhaldshöft. Gamla Hitlers-ráðið. Og þegar Tíminn minnir á þessar staðreyndir af gefnu tilefni Morgunblaðsins, reynir það ekki að bera á móti þessu, heldur hefur upp rolluna, sem birt er sýnishorn af hér að framan, fer að hamast við aS bera sama sandinn upp aftur og aftur, þyrla upp innantómu og staðlausu blekkingamoldviðri um Sjálfstæði-frelsiflokkinn og Framsóknar-haftaflokkinn, en reynir auðvitað ekki að finna þessum þvættingi nokkurn stað, enda óhægt um vik. Svona hugs ar Morgunblaðið sér að komast úr kreppu þeirra óþægilegu stað reynda, að íhaldið er mesti haftaflokkurinn, sem stjórnað hefur á íslandi. Blaðið notar sama gamla ráðið, sem Frey steinn Þorbergsson lýsir svo fagurlega í grein í sama blaði í gær og kennir við Stalín og Fremhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.