Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.09.1966, Blaðsíða 8
TÍMINN FÖSTUDAGUR 9. september 1966 Úr setjarasalnum. Tll vinstri vélsetjararnir Sverrlr Kaernested, Ásgeir Guðmundsson og Steinþór Árnason. Tll haegri handsetjarar. Halldór Bragason, Erlendur Siggeirsson, Þórður Björnsson, Kristinn B. Sigurðsson, Njáll Sigurjónsson og Sverrir Arnkelsson. Prentsmiðjan Edda hf. 30 ára Jónas Þorvaldsson og Leifur Eiríksson, bókbindarar, við nýja skurð- arhnífa. í tilefni af afmælinu sneri Tíminn sér til Stefáns Jónsson ar, núverandi framkvæmda- stjóra prentsmiðjunnar, og baö hann að gefa sér upplýsingar um stjórnendur prentsmiðjunn air og þróun hennar í höfuð- dráttum á þeim 30 árum, sem hún hefur starfað. Varð hann fúslega við þeirri ósk, þar sem svo stæði á, að formaður prent smiðjustjórnarinnar, ólafur Jó hannesson, prófessor, væri fjar verandi, en hann dvelst nú er- lendis. Yfirlit' framkvæmda- stjórans fer hér á eftir: „Hlutafélagið Prontsmiðjan Edda var stofnag 9. september 1936. Stofnendnr voru 13, en fljótlega var hlutaféð aukið. Hluthafar hafa verið 50 að tölu er þeir voru flestir, en eru nú 41. Fyrsta stjórn hlutafélagsins var kosin á stofnfundi og skip uðu hana þesir menn: Sigurður Jónasson, forstóri, Guðbrandur Magnússon, forstjóri, Guðmund ur Kr. Guðmundsson, skrifstoíu illllllll Úr bókbandssal. Grétar Sigurðsson, verkstjóri, og talið frá vinstri Þórleif Ásmundsdóttir, Jóhanna Jóns- dóttir, Birna Ólafsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir. stjóri, Eggert P. Briem, for- stjóri og Sigurður Kristinsson, forstjóri. Stjórnarformaðar var kjörinn Sigurður Jónassoon, for stjóri. Stjórnarformenn hlutaíelags- ins hafa verið: Sigurður Jónasson, forstjóri, í 6 ár, Sigurður Kristinsson, forstjóri, í 15 ár, Erlendur Ein arsson, forstjóri, í 3 ár, ofc Ólaf ur Jóhannesson, prófessor, í 6 ár, og er hann stjómarformað- ur nú. Framkvæmdastjórar prent- smiðjunnar hafa verið. Jón Þórðarson og Óskar Jóns son í 1 ár, Eggert P. Briem í 5 ár, Eysteinn Jónsson í 5 ar, Þorsteinn Thorlacius í 13 ár, og Stefán Jónsson í 6 ár og gegnir hann því starfi nu. Skrifstofustjóri prentsmiðj unnar er nú Gísli B. Kristjáns- son, og yfirverkstjóri er Stefán Traustason, en báðir þessir menn hafa gegnt nefndum trún aðarstörfum um langt árabil. Prentsmiðjan starfar í þrem ur deildum: Setningadeild, pressudeild og bókbandsdeild, og er sérstakur deildarverk- stjóri yfir hverri deild. Hlutafélagið Prentsmiðjan Edda hóf starfsemi sína með þvi að kaupa lóðina Lindargötu 9A og hefjast handa um bygg ingu prentsmiðuhúss. Samtímis keypti það prentsmiðjuna Acta, sem var lítil prentsmiðja, en hafði þó starfað í 16 ár. Strax á öðru starfsári var vélakostur prentsmiðjunnar talsvert auk- inn með nýjum vélum. Á þeim 30 árum, sem prert- smiðjan hefur starfað hefur vélakostur hennar smám saman verið aukinn og bættur. Starfs- lið prentsmiðjunnar hefur og aukizt í svipuðu hlutfalli, og starfa nú við prentsmiðjuna að jafnaði rúmlega 50 menn. Prentsmiðjan starfar sem ai- gert þjónustufyrirtæki enda ekki aðili að neins konar útgáfu- starfsemi. Hún annast prentun bóka, tímarita, umbúða og margs konar eyðublaða fyrir verzlunarviðskipti og fram- leiðslustarfsemi. Fyrir utan slíka prentframleiðslu, sem er aðalatriðið í starfi prentsmiðj unnar, á hún Rotations-prent- vél til blaðaprentunar og tvö dagblöð, Tíminn og Visir, ..................................'................................................... • - ^ Gísli Kristjánsson skrifstofustjóri Stefán Traustason yfirverkstjóri

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.