Vísir - 05.08.1975, Side 3

Vísir - 05.08.1975, Side 3
Vísir. Þriðjudagur 5. ágúst 1975 3 Drykkjulœti Töluverð drykkjulæti voru I Þórsmörk um helgina og gengu þrir lögregluþjónar um i Langa- dal, þar sem skáli Ferðafélags Is- lands er, og hirtu upp ungmenni, sem höfðu örmagnazt af drykkj- unni. Veður var leiðinlegt, rigning mestallan timann, en margir virtust ekki einu sinni taka eftir þvi og héldu uppi söng nótt sem nýtan dag. Það var enda ófagurt um að litast, þegar menn fóru að tygja sig til heimferðar, tómar brennivinsflöskur, niðursuðudós- ir og annað rusl um allt. Hingað til hefur það þótt nægileg trygg-, ing fyrir rólegri og góðri helgi að fara með Ferðafélaginu i Þórs- mörk. Svo var þó ekki að þessu sinni. ÓT. „Ánœgðir miðað við með þjóðhátíðina aðstœður" — segir lögreglan í Eyjum — á 6. þúsund manns heimsóttu staðinn Við verðum að segja, að miðað við allar aðstæður þá erum við bara ánægðir með þjóð- hátiðina", sagði lögreglu- maður sem við ræddum við í Vestmannaeyjum í morgun. Þó að veðurguðirnir hafi ekki veriö beinlinis hliðhollir þjóðhá- tiðargestum, þá gekk hátiðin vel fyrir sig. ölvun var ekki meiri en gengur og gerist á slikum hátiðum, og engin slys urðu á fólki. „Aðeins smáskeinur, sem ekki er talandi um”, sagði lög- reglan. Allir gestir eru nú farnir frá Eyjum, enda flaug Flugfélagið .16 ferðir til Eyja i gær. Á sunnu- dagskvöld voru flest tjöld felld. Veður var þá orðið slæmt og urðu menn að flýja tjöld sin. Var aðkomufólki þá leyft að sofa i áhaldahúsi bæjarins og gekk það allt vel fynr sig. Dans- leikir voru fluttir af útidans- pallinum i samkomuhúsin tvö, og var þar troðfullt af fólki. Bezta veður var i Eyjum aðfaranótt sunnudags, en nótt- ina áður öllu verra. Tjöld byrjuðu þá að fjúka upp, en mönnum tókst að ná þeim áöur en þau tókust alveg á loft. —EA Um tvö þúsund manns ó hótíð í Vatnsfirði Um 2 þús. manns voru á hátiðinni og lltið sem ekkert bar á ölvun. Aðallega var þetta fjöl- skyldufólk. Dansað var á hverju kvöldi og þar að auki var sér- stakur barnadansleikur á laugar- daginn, þar sem krakkarnir stigu óspart sporið. Þeir voru ekkert heppnari með veörið fyrir vestan en við Sunn- lendingar og þar skiptust á skin og skúrir rétt eins og hér. ,,En auðvitað var komin giampandi sól i gær, þegar fólkið var að taka niðúr tjöldin,” sagði Páll. —EVI Matthías heiðursgestur hjá Ishkov Matthias Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur þegið boð hins sovézka starfs- bróður sins, Ishkovs, um að heimsækja Sovétrikin i fáeina daga sem einn heiðursgesta á Alþjóðlegu fiskiðnaðarsýning- unni I Leningrad. Matthias Bjarnason heldur utan I dag. —SHH — og dansinn stiginn upp ó hvern dag þótt hann rigndi öðru hverju Hér var aðallega fólk af Vest- fjörðum og eitthvað af Snæfells- nesi og úr Borgarfirði og fáeinir úr Reykjavik,” sagði Páll Ágústsson i Flókalundi, þegar við röbbuðum við hann um hátiðina um helgina i Vatnsdal i Vatns- Jeppi valt Ein biivelta varð i Eyjum á meðan á þjóðhátiðinni stóð. önnur slys í umferðinni áttu sér ekki stað. Jeppabifreið var á leið út á Breiðabakka, þar sem hátiðin var haidin, er billinn valt. innbrot var framið i skemmti- staðinn Röðui um helgina og þaðan stolið einhverju fé, vini og tóbaki. Þjófnaðurinn uppgötv- í Eyjum Ekki var annar en ökumaður i bifreiöinni. Hann slasaðist ekki. Ekki urðu heldur meiri skemmdir á jeppanum en svo, að hann var ökufær strax á eftir. —EA aðist er starfsmenn komu tii vinnu klukkan sjö á laugardags- kv öldið. —JB SOLARGLENNAN Þeir eru ekki margir sum- ardagarnir, sem Reykvík- ingar hafa fengið að þessu sinni. Norðlendingar og Austfirðingar hafa verið sýnu heppnari með sumar- veðrið. Þessa ungu og fall- egu stúlku hittum við ann- ars úti í Viðey, þar sem hún sólaði sig einn þessara fallegu daga. Við skulum bara vona að hún og aðrir á þéttbýlasta svæði landsins nái að verða sér úti um nokkra daga í viðbót að minnsta kosti, til að safna fjörefnum fyrir veturinn með sólböðun. Drukknaði í Kópavogslauginni Sextán ára piltur, Halldór Sundlaug Kópavogs á laug- Einarsson, búsettur i Kópa- ardagsmorgun. vogi, fannst drukknaður i Máliö er i rannsókn. _jb Innbrot í Röðul ALLS STAÐAR FLUGFÆRT — nóg að gera hjó Flugleiðum í innanlandsflugi í gœr „Þetta gekk allt alveg ljóm- andi vel”, sagði Marinó Einarsson frá Flugleiðum, er við forvitnuðumst um flug innanlands um siðustu helgi. Sextán ferðir voru farnar frá Vestmannaeyjum i gær, 5 frá Akureyri, 2frá isafirði og Egils- stöðum og svo voru auðvitað farnar hinar venjulegu áætlunarferðir. Veður hamlaði engu flugi i gær. Straumurinn lá til Reykjavikur á ný, eftir að menn höfðu sótt skemmtanir eða bara tekiö það rólega ein- hvers staðar annars staðar en i höfuðborginni. Flugleiðir leigðu vélar frá Vængjum á föstudagsmorgun til að fljúga til Eyja, en ófært var þangað á fimmtudag. Hins vegar tók Flugfélag Norður- lands að sér ferðir fyrir þá i gær frá tsafirði til Akureyrar og frá Akureyri til Egilsstaða. EVI KOM, - BARA FULLSEINT Vandað vöruúrval — Fallegar gjafavörur Höfum verið að taka upp mikið og fjölbreytt úrval af vönduðum og fallegum vörum, hentugum til gjafa. — Vörur fyrir alla — — Verð fyrir alla — TÉKK* l.HISllLI Laugaveg 15 sími 14320

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.