Vísir - 05.08.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Þri&judagur 5. ágúst 1975
7
Um langt árabil,
áður en Barnageðdeild
Hringsins var stofnuð,
var það ljóst, að á ís-
landi voru mörg geð-
ræn vandamál barna.
Svo fljótt sé farið yfir forsögu
þessarar stofnunar, þá var á-
kveðið að undangenginni rann-
sókn og viðræðum um þessi mál
að stofna sjúkradeild fyrir börn
og unglinga með geðræna sjúk-
dóma. Fékk þessi deild inni I
nýju húsnæði Upptökuheimilis
Reykjavikurborgar að Dal-
braut 12, Reykjavik.
Hlutverk
deildarinnar
Til þess að fræðast um skipu-
lag og starfsemi deildarinnar
ræddi blaðamaður Visis við for-
stöðukonu barnageðdeildarinn-
ar, Þóru Arnfinnsdóttur geð-
hjúkrunarkonu. Sagði Þóra, að
barnageðdeildarinnar teldti
æskilegt, að meðferð geti farið
án þess að þurfi að fjarlægja
barnið frá smu daglega um-
hverfi.
í þeim tilfellum, sem göngu-
deildarmeðferð er ekki talin
nægjanleg, eru börnin sett á
legudeild eða heimavist eins og
deildin er kölluð i daglegu tali,
þvi yfirleitt eru börnin ekki
rúmliggjandi, meðan þau dvelj-
ast þar. Meðaldvalartimi barna
á legudeild eru um sjö mánuðir.
Þegar börn eru lögð inn á
legudeild er reynt að rjúfa sem
minnst tengsl barna við for-
eldra. Þvi er enginn ákveðinn
heimsóknartimi. Foreldrar geta
lika dvalið eins lengi og þeir
vilja hjá barninu. Það hefur til
dæmis komið fyrir, að móðir
hafi dvalið hálfan mánuð sam-
fleytt á stofnuninni ásamt barni
sinu.
A dagdeild er rými fyrir 7—8
börn frá þvi klukkan 9.00—15.00
daglega 5 daga vikunnar. Böm-
in eru yfirleitt af Stór-Reykja-
vikursvæðinu. Þau eru flest
Þeir eru handlagnir, krakkarnir, þeir læra iika a& föndra og smiða
FRÆÐIZT UM BARNA-
GEÐDEILD HRINGSINS
starfsemin væri fólgin I að veita
þeim þjónustu, sem eiga við
barnageðlæknisfræðileg vanda-
mál að striða, þ.e. sjúklingum
af öllu landinu frá aldrinum
2—16ára, foreldrum þeirra eða
öörum nánustu ættingjum eða
forsjármönnum, svo og opin-
berum aðilum, svo sem félags-
málastofnunum, barnaverndar-
nefndum, skólum o.s.frv.
Annað hlutverk stofnunarinn-
ar er menntun til handa ýmsum
starfsstéttum, sem munu veita
meðferð börnum (eða fjölskyld-
um) með geðræn vandamál. 1
þvi sambandi má nefna hjúkr-
unarkonur, fóstrur, sálfræð-
inga.félagsráðgjafa, lækna o.fl.
Fer þessi leiðsögn fram i formi
námskeiða, handleiðslu, les-
hringa og ekki sizt leiðsögn við
að leysa vandamál um leið og
þau gerast. Einnig telst mikil-
vægt að fræða almenning, aðra
starfshópa og skóla um barna-
geðlækningar.
Skipulag og starfsémi
barnageðdeildarinnar
Þrjár deildir starfa innan
spitalans, þ.e. göngudeild, legu-
deild og dagdeild.
Á göngudeild eru öll bömin
rannsökuð áður en meðferð
hefst. 1 langflestum tilfellanna,
sem koma til kasta göngu-
deildarinnar, er hægt að leysa
vandamálin, án þess að þurfi að
setja barnið á legudeild.
Sagði Þóra, aö sérfræðingar
undir skólaaldri eða 3ja—6 ára
gömul. Þau verja deginum I leik
og ýmiss konar starfsemi. Allir
foreldrar koma I einhvers konar
meðferð eða samtöl frá þvi
meðferðin er ákveðin og venju-
lega talsverðan tima eftir að
börnin eru útskrifuð.
A barnageðdeildinni starfa 37
starfsmenn. í þeim hópi eru 4
læknar, 3 sálfræðingar og 2 fé-
lagsráðgjafar og einn sérkenn-
ari. Að þessum frátöldum starfa
27manna hópur blandaðs hjúkr-
unarliðs, sem hefur daglega
umsjá og eftirlit með börnun-
um.
Hjúkrunarliðið á það sameig-
inlegt að hafa góða hæfileika til
að umgangast börn, einnig hef-
ur sumt af þessu starfsfólki
margra ára starfsreynslu i
sambandi við börn.
Þó hefur ekkert af þessu
starfsfólki lagt fyrir sig nám I
geðhjúkrun, en mikil þörf er
fyrir slikt nám hér á landi, sagði
Þóra.
Hver er hin
daglega meðferð
á barninu?
Bæði á legu og dagdeild fer
fram svo kölluð umhverfismeð-
ferð (milieuterapi). Höfuðþátt-
ur þeirrar meðferðar er félags-
leg endurhæfing, sem leiðir af
náinni umgengni við starfsfólk
deildarinnar og börnin. Sjúkl-
ingarnir rekast þar á sina fé-
Þóra Arnfinnsdóttir er forstöðu-
kona Barnage&deHdarinnar,
hún er ein af fáum hér Ílandi,
sem er sérmenntuð geö-
hjúkrunarkona.
lagslegu agnúa og óheppilegar
hegðunarvenjur. Reynt er að
skapa þeim möguleika á að
venjast af þessum hegðunar-
vandkvæðum með þvi að bind-
ast starfsfólkinu og börnunum
tilfinningalega og fá þar þann
stuöning, sem þeir þurfa til að
þola kröfur þær, sem daglegt lif
gerir til einstaklinganna.
Þáttur I þessari meðferð eru
daglegir morgunfundir, þar
sem börnin og allir, sem á deild-
inni starfa, leggja sitt til mál-
anna. Þar segja börnin skoðanir
sinar á hegðun hvers annars.
Við þessar umræður geta augu
bamanna opnazt fyrir ýmsu i
eigin fari, bæði neikvæðum og
jákvæðum þáttum og jafnframt
eykst skilningur þeirra á hegð-
un annars fólks.
A barnageðdeildinni er mikið
lagt upp úr hópvinnu barnanna.
Við látum þau deila ábyrgðinni
með okkur á útliti og umhverfi
deildarinnar. Til dæmis eru þau
látin taka til reglulega á her-
bergjunum I samvinnu við
starfsfólkið.
Oft eru lika skipulagðar hóp-
ferðir eða þá einn starfsmaður
fer með eitt eða tvö börn I
gönguferð, t.d. upp á öskjuhlið
eða I Laugardalsgaröinn.
Hér er föndur- og smíðaað-
staða fyrir börnin, en eins og
áður segir, þá leggjum við á
herzlu á gildi þess, að börnin
vinni að einhverju ákveðnu með
starfsliðiriu sagði Þóra.
Það er eitt vandamál I þessu
sambandi, sem ég vildi benda á,
en það er breiddin i aldurshóp-
um héma, þvi við rekum okkur
stundum á það, að erfitt er að
skapa verkefni fyrir eldri ald-
urshópa, þvi að þau hafa aðrar
þarfir en þessi yngri. Eldri
krakkar ættu betur heima á sér-
stakri unglingadeild.
Auk þessarar daglegu um-
hverfismeðferðar, þar sem
hjúkrunarfólkið er aðal lækn-
ingartækið, ef svo má segja, eru
barnageðlæknar, sálfræðingar
og félagsráðgjafar stofnunar-
innar með börnin i ákveðnum
meðferðum, stundum ásamt
fjölskyldu viðkomandi barns.
Það yrði of langt og flókíð ,mál að
gera grein fyrir þessum aðferð-
um á þessum vettangi nú.
Kynskipting og
aldur sjúklinganna
1 ársskýrslu fyrir árin 1970,
1971,1972, sem gefin er út á veg-
um stofnunarinnar, kemur I
ljós, að helmingi fleiri piltum en
stúlkum hefur verið visað til
deildarinnar þessi þrjú ár. Pilt-
arnir eru ekki aðeins fleiri,
heldur virðast vandræði þeirra
vera alvarlegri, þar sem nær
helmingur þeirra er tekinn til
nánari rannsóknar, en aðeins .
röskur þriðjungur stúlknanna.
Segir i skýrslunni, að ekki sé á-
stæða að draga viðtækar álykt-
anir af þessari staðreynd, þar
sem þessireynsla kemur mæta-
vel heim við reynslu hvaðanæva
úr heiminum.
Sjúklingarnir, sem leituðu til
deildarinnar, reyndust vepa
0—16 ára gamlir. Fáir
sjúklingar voru af hverjum
aldursflokki upp I 3 ár, en siðan
fjölgaði jafnt og þétt I árgöng-
unum og náði hámarki I aldurs-
flokknum 10—12 ára. Siðan
fækkar þeim aftur eftir þvi sem
börnin eru eldri.
Ýmsar ástæður eru taldar
fyrir þvi, að árgöngunum á
gelgjuskeiðinu fækkar tiltölu-
lega. Segir I skýrslunni, að á-
stæðan fyrir fækkuninni sé
sennilega allra sizt sú, að minni
vandamál sé við að striða hjá
þessum aldursflokki.
Veigamesta ástæðan er talinn
skortur á legudeildaraðstöðu og
þannig fá þessir unglingar ekki
þá meðferð, sem æskilegt er.
Aörir aðilar veita þessum hópi
einhverja aðstoð eins og t.d.
upptökuheimili, fullorðinsgeð-
deildir og félagsmálastofnanir.
En sú þjónusta er ekki fullnægj-
andi og getur ekki komið i stað
þeirrar rannsóknar og meðferð-
ar, sem felst i legudeildarað-
stöðu á unglingadeild, segir i
ársskýrslunni.
Uppruni barnanna.
Gerð var tilraun til að greina
nokkur atriði til að upplýsa upp-
runa þeirra barna, er til
deildarinnar leituðu á árunum
1970, 1971 og 1972. Meðal þess,
sem athugað var, var efnahag-
ur. Sýndi það sig að meira en
helmingur býr við góðan efna-
hag, en aðeins rúmlega tiunda
hver fjölskylda býr við lélegan
efnahag.
Þegar litið er á starf fjöl-
skylduföður, þá eru það 48%
feðranna, sem vinna störf, sem
krefjast sérmenntunar og 12%
feðranna, sem vinna störf, sem
krefjast æðri menntunar og 32%
feðra, sem ekki krefjast sér-
menntunar.
Þegar litið er á starf móður,
þá kemur i ljós, að 71% mæðra
þessara barna starfa eingöngu
sem húsmæður, 9,8% vinna
störf, sem krefjast sérmennt-
Unar og 16% vinna störf sem
ekki krefjast menntunar.
Athyglisvert hefur reynzt að
kanna, hverjir hafa alið börnin
upp, bæði með þvi að gæta að
þvi, hversu mörg börn eru alin
upp af báðum foreldrum sinum
og ekki slður að flokka fjöl-
skyldurnar eftir þvi, hvort um
alvarlegar geðtruflanir eru
fyrir hendi I nánasta umhverfi
barnanna.
I ljós kemur, að læp 60%
barnanna eru alin upp af báðum
foreldrum sinum.
Einnig kom i ljós, að helm-
ingur barnanna telst koma úr
umhverfi, þar sem ekki eru
neinar alvarlegar truflanir fyrir
hendi, en hinn helmingur telst
koma frá heimilum þar sem
einhver fjölsk. meðlimur hefur
við einhver geðræn vandamál
að striða.
Greindarmat.
Meðal þeirra þátta, sem tekn-
ir voru fyrir I þeirri sálfræðilegu
rannsókn, sem framkvæmd var
á þeim sjúklingum, sem þurftu
nánari rannsókn, er greind
barnanna. Sálfræðingar stofn-
unarinnar gerðu þetta
greindarmat með greindarpróf-
um, sem stöðluð hafa verið við
Islenzkar aðstæður. Kom fram i
þeirri rannsókn, að u.þ.b.
þrisvar sinnum fleiri börn, sem
rannsökuð voru á stofnuninni,
teljast mjög vel greind eða
afburðagreind (grv. 120 eða yf-
ir).
HE
Náin umgengni er milli barnanna og starfsfólks barnageödeild-
arinnar.