Vísir - 05.08.1975, Page 8

Vísir - 05.08.1975, Page 8
8 Vfsir. Þíriðjudágúr S.' ágúst 1975 Brióstamjólk styrkir hjartað Ungviöi, sem nærist á móðurmjólk sinni, er síður líklegt til að fá hjartakvilla síðar á æv- inni, segja vísindamenn í A&M háskóla í Texas. Þeir telja sig hafa komizt að þvi, að móðurmjólkin, auðug af kölesteróli, byggi upp ónæmi fyrir kólesteróli, sem dregur Ur hættunni af æðakölkun og þrengslum siðar á ævinni. Raunar hafa þeir ekki gert neina tilraunir á dýrategUndinni manni i þessu efni. Hins vegar hafa þeir notað svin og rottur við tilraunir sinar. ,,Við kom- umst að þvi, að þær skepnur, sem fengu móðurmjólkina, höfðu fullþroska mun minna kólesterólmagn i blóðinu en þær, sem við höfðum alið á nær- ingarefnum lausum við kólesteról á ungum aldri”, sagði einn visindamannanna um þessa rannsókn. Þetta fer þvi ágætlega saman — önnur rannsókn bendir til þess, að mæður, sem hafa börn á brjósti fái siður brjóstakrabba en þær, sem stinga bara tUtt- unni upp i börnin sin. Slökkviliðið sektað fyrir íkveikju... Slökkviliðið i Tyresö i Sviþjóð æfir slökkvistörf reglulega. Þennan dag átti ein slik æfing að fara fram. Slökkviliðið hafði fengið úthlutað gömlu liúsi i Utjaðri bæjarins til að kveikja I. Slökkviliðið fékk nákvæma lýsingu á þvi, hvar hUsið væri að finna. Farið var á staðinn og kveikt i. Og þar sem slökkviliðið gengur rösklega til verka, þegar það á annað borð hefst handa, bjuggu slökkviliðsmennirnir svo um hnUtana, að hUsið stóð skiðlogandi á nokkrum minUt- um. Slökkviliðsmennirnir hófu baráttu við eldinn og eftir vel heppnaða æfingu stóð skor- steinn hUssins einn uppi. Glaðir i bragði héldu slökkviliðsmenn- irnir aftur niður á stöð. En svo kemur rUsinan i pylsu- endanum. Slökkviliðið fékk nefnilega ekki hrós heldur skammir fyrir frammistöðuna. Það hafði kveikt i röngu hUsi. Nýtt hUsnæði tennisklUbbsins á staðnum hafði orðið eldinum að bráð. HUsið sem kveikja átti i var um hundrað metra frá. Skilaboðin höfðu misfarizt ein- hvers staðar á leiðinni til slökkviliðsins. En tennisklUbburinn tók þessu öllu með jafnaðargeði, enda voru honum þegar greidd- ar skaðabætur fyrir brunnið hUsið. i — Við gerum okkur vonir um 1 að koma upp nýju hUsi mjög t fljótlega, sagði formaður / klUbbsins Börje Magnusson. — \ Við megum vænta góðrar að- L stoðar slökkviliðsins við ný- 7 bygginguna. J TIGER IN THE TANK ,,Tiger in the Tank” segja þeir, sem þykjast kunna ensku, og eiga þá við, aðað sé fútt i hlut- unum. Ekki vitum við, hvað hún Pola litla er að gefa i skyn, en vel er hún tigrisdýrum búin. ENGINN MUNUR ER Á HEGDUN HVÍTVOÐUNGA EFTIR KYNJUM — en foreldrar telja að svo sé Foreldrar sjá karl- mannleg einkenni i sveinbörnum sinum nýfæddum en kvenleg hjá meybörnum — þótt enginn slikur mismun- ur sé i rauninni greinanlegur með hvit- voðungum. Þetta er niðurstaða sál- fræðingahóps, sem kannaði þetta mál ofan i kjölinn. í ljós kom, að feður töldu barnunga syni sina i betra jafnvægi at- hugulli, sterkari og heilbrigðari, en dæturnar klunnalegri i hreyf- ingum, veikari og viðkvæmari. Bæði feður og mæður töldu dæturnar mýkri, hafa finlegri drætti og þurfa meiri umönnun en synina. Mæður töldu synina kelnari en dæturnar, en feður sögðu að dæturnar væru kelnari en synirnir. í tilrauninni klæddu sálfræðingarnir vikugamalt barn i „strákaföt” og sögðu að það væri strákur. B’ólkið, sem þátt tók i tilrauninni, sá greini- leg karlkyns einkenni hjá barn- inu, en þegar það var klætt i „stelpuföt” og kallað stelpa, lýsti fólkið henni sem minni en drengnum, veikari og við- kvæmari. 1 annarri tilraun, þar sem fjallað var um 6 mánaða gömul börn, varð niðurstaðan mikið til hin sama. í hjóla- dögum Fór 220 km stól ó tveim Vidar Johansen heitir hann og er fatiaður. Samt lét hann sig hafa það að ferðast af eigin likamsorku frá Sandvika i Bær- um til Beitostölen i Valdres, en þessir staöir skilst okkur muni vera í Noregi. Hann notaði tvo sólarhringa til þessa ferðalags, en það er 22 kilómetrar. Land er sagt mishæðótt á þessari leið og vegirnir viða anzi grófir, en Vidar lagði hana að baki sér og hjóla- stólnum sinum með þvi að spyrna sér áfram með skiðastöfum. Ekki sama hver maður- inn er Skólastjórinn i barnaskól- anum var að ræða við nem- endur sina um öryggisreglur i skólahúsinu. Þegar hann hafði lokið fyrirlestrinum varpaði hann spurningu fram i salinn: „Hvað mynduð þið gera, ef þið sæjuð einhvern bekkjarfé- lagann detta niður stiga?” „Ég myndi hlaupa eins og skot inn á skrifstofu og biðja um hjálp,” svaraði snaggara- legur pjakkur. „Gott. Hvað myndirðu gera, ef þú sæir kennara detta niður stiga?” Snáðinn hugsaði sig um stundarkorn, en spurði svo: „Hvern þeirra?”

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.