Vísir - 05.08.1975, Side 11

Vísir - 05.08.1975, Side 11
10 Vlsir. Þriöiudagur 5. ágúst 1975 Vlsir. Þriðjudagur 5. ágúst 1975 Þeir litlu urðu í fjórðci sœti! islenzka drengjalandsliðið i knattspyrnu hafnaði i fjórða sæti á Norðurlandamótinu, sem lauk i Finnlandi um helgina. í siðasta leiknum léku islenzku piltarnir við Vestur-Þjóðverja, sem kepptu sem gestir I mótinu, og töpuðu leiknum 2:1. Panir urðu sigurvegarar i keppninni — sigruðu Finna i úrslitaleiknum 2:1 en Sviar höfnuðu i fimmta sæti með sigri yfir Norð- mönnum 1:0. -klp- Sovétríkin með forustu — Hafa ekki tapað leik í körfuknattleikskeppninni ó milli Evrópu og Ameríku Sovétrikin sigruðu Bandarikin 8(>:72 i siðari umferð i keppninni á niilli F.vrópu og Aineriku i körfuknattleik i Moskvu á laugar- daginn. Þetta var siðasti leikurinn i fyrri umferð keppninnar, sem er á milli fjögurra liða frá Evrópu — Sovétríkjanna, italiu, Júgóslaviu og Grikklands, annars vegar, og fjögurra liða frá Ameriku, Bandarikjanna, Brasiliu, Kan- ada og Mcxikó hins vegar. Sovétrikin hafa forustu eftir fyrri umferð- ina — hafa ckki tapað lcik — en búizt er við, að erfitt verði hjá þeim að halda þeirri for- ustu i siðari umferðinni, sem öll fer fram hinum megin við Atlantshaíið og hefst i þess- ari viku. klp- Melnik kastaði 10 m lengra en sú nœsta! Agætur árangur náðist á miklu frjáls- iþróttamóti, sem fram fór I Hanover i Vestur- Þýzkalandi um helgina. Litlu munaði, að heimsmethafanum I kringlukasti kvenna Faina Melnik, frá Sovét- rikjunum, tækist að bæta sitt eigið met. Hún kastaöi kringlunni 69.02 m, en heimsmet hennar er 69.90 m. Melnik hafði algjöra yfir- burði yfir aðra keppendur og sú næsta i röð- inni kastaði 58.34 m!... Langstökk karla vann Evrópumcistarinn Valeri Podluschni frá Sovétrikjunum, stökk 8.01 m. Olympiumeistarinn i 100 og 200 m hlaupi, Valeri Borsov, sigraði i 100 m hlaup- inu, en timi hans slakur, 10.6 sek. Byrjunin var hæg hjá Borsov, auk þess var vindur ó- hagstæöur. 1 4x100 m boðhlaupinu sigraði sveit Sovétrikjanna, hljóp á 39.7 sek. Stórsigur Ungverja í Kanada L'ngvcrjar keppast viö að byggja upp nýtt landslið i knattspyrnu, eftir aö hafa veriö heldur aftarlega á merinni nú síðari ár, í samanburöi við aðrar knattspyrnuþjóöir. Ilafa þeir ekki komizt framarlega i stórmót- um i langan tima og er þar mikill munur á frá fyrri árum, þegar Ungverjar voru og hétu stórveldi á knattspyrnusviðinu. En nú er allt útlit fyrir, að þcir séu loks að koma aftur fram meö gott lið. Er það landsliö þeirra, skipað lcikinönnum 23ára og yngri, sem hef- ur náð m jög athyglisverðum árangri i siðustu leikjum. Um helgina lék liðið t.d. við landsliö Kan- ada i Ottawa — karlalið Kanada — og sigruðu ungversku piltarnir i þeim leik með ellefu mörkum gegn engu!! i hálfleik var staðan 7:0. -klp- Það voru oft margir að fylgjast með keppninni I lslandsmótinu I golfi á Jaðarsvellinum á Akureyri I siðustu viku. Þessi mynd er teki'n á 9. flöt. Þaö er Einar Guðnason, sem er að „pútta”, en þeir Ragnar ólafsson — við flaggið og holuna — og Björgvin Þorsteinsson fylgjast spenntir með, eins og allir áhorfendurnir. islandsmeistari kvenna i golfi 1975 — Kristin Pálsdóttir frá Hafnarfirði. Hún skráði sig I 1. flokk kvenna, en þegar meistaraflokkskonurnar mættu ekki var hún flutt til um flokk, og þar sigraöi hún með yfir- burðum. ,,Ég átti von á þvi að fá meiri keppni en þetta áður en mótið hófst, en eftir fyrsta daginn varð sú von úti,” sagöi íslands- meistarinn I golfi 1975 — Björgvin Þorsteinsson frá Akureyri, eftir sigurinn i meistaraflokki karla á í slandsm ótinu, sem iauk á Jaðarsvellinum á Akureyri á sunnudaginn. ,,Ég hafði spilað hálf illa i sumar — tapað m.a. meistara- mtíti okkar hér fyrir norðan — og bjóst því við, að erfitt yrði að verja titilinn, jafnvel þótt ég væri á heimavelli. En betta small allt i liðinn hjá mér á réttum tima og þvi var þetta auðveldara en ég bjtíst við fyrirfram.” Björgvin lék 72 holurnar á 308 höggum — eða 9höggum betur en næsti maður, sem var Einar Guðnason GR. Þorbjörn Kjærbo GS hlaut þriðja sætið á 319 högg- um og Ragnar Ólafsson GR það fjórða á 321 höggi. Jóhann Ó. Guðmundsson, NK, sem var annar, þegar keppnin hófst siðasta daginn, fór hrein- lega á taugum, eins og hann orðaði það eftir mótið — lék á 86 höggum og hafnaði i fimmta sæti á samtals 324 höggum. Björgvin lék siðasta hringinn á 75höggum — 4 yfir pari vallarins — en hann og Ragnar Ólafsson náðu beztum hringjum i keppninni — 74 höggum. Mönnum gekk mjög misjafn- lega að leika Jaðarsvöllinn i þessu móti og almennt var illa leikið. Kenndu menn þar aðallega um flötunum — sérstaklega utan- klúbbsmenn — en þær voru held- ur slæmar og misjafnar að „gæðum”. A einni flötinni var t.d. varla stingandi strá, og á flestum hinum litið annað en arfi og órækt. En völlurinn var skemmtilegur viðfangs þrátt fyrir það — um það voru allir sammála — og nutu þess aö glima við hann. En flatimar flæktust fyrir flestum og þar var gert út um málin, enda ekki óalgengt.að menn væru með 3 til 4 pútt á mörgum þeirra. Sumum þótti lika erfitt að þurfa aö byrja keppni klukkan sex að morgni, eins og margir urðu að gera. Var það eina ráðið til að geta komið öllum fyrir á vellin- um, og tókst það vel hjá þeim, sem sáu um skipulag mótsins. Það starf var vandasamt og erfitt, enda lögðu þeir tveir menn, sem mest að þvi unnu — Ingi- mundur Arnason og Þengill Valdimarsson, nótt við dag til að geta látið mótið ganga eðlilega. I mótinu, sem tók 10 daga, voru keppendur um 200 talsins. Er sýnilegt, að hér verður að gera mikla breytingu til að hægt sé að halda slikt mót á niu holu velli, og liklega vonlaust, nema að skipta þvi niður á enn fleiri daga. 1 þetta sinn gekk það stórslysa- laust og var það ekki sizt að þakka góðu veðri, þegar flestir voru að keppa siðustu dagana. I meistaraflokki karla voru 30 keppendur og varð röð þeirra fyrstu þessi: Björgvin Þorsteinsson, GA 74 79 80 75=308 Einar Guðnason, GR 81 78 81 77=317 Þorbjöm Kjærbo, GS 86 76 79 78 = 319 íslandsmótið í golfi: AKUREYRINGAR ÁTTU ÞRJÁ FYRSTU í 1. FLOKKI Minnsti klúbburinn fékk einn meistara Akureyringar áttu þrjá fyrstu menn i 1. flokki á tslandsmótinu i golfi. Sigurvegari varð Hermann Benediktsson á 340 höggum, sem hefði nægt honum i 19. sæti i meistaraflokki karla. Annar varð Bragi Hjartarson á 344 höggum og þriðji Frimann Gunnlaugsson, formaöur Golfklúbbs Akureyrar, á 345 höggum. Þetta var stærsti flokkurinn sem keppt var i á íslandsmótinu — með samtals 38 keppendur — Auðvelt hjó Pólverjum Pólland sigraði Frakkland með yfirburðum i frjálsiþróttakeppni karla, sem háð var í Póllandi um helgina. Lokastigatölurnar urðu 131:92, en I kvennakeppn inni sigraði Pólland 90:56. Beztum árangri á mótinu náðu þau Guy Drut, Frakklandi, i 110 metra grindahlaupi — 13,46 sekúndur — og Irena Szewinska Póllandi i 200 metra hlaupi, þar sem hún hljóp á 23,15 sekúndum. klp- og voru miklar sviptingar i hon- um alla dagana. Skiptust menn á um að hafa forustu ailt fram á siöustu holurnar fjórða og siðasta dag mótsins. Siguröur Hafsteinsson GR var fyrstur þegar keppnin hófst siðasta daginn. En strax á fyrstu holu missti hann þrjú högg — þar af tvö I viti, sem hann dæmdi á sjálfan sig þegar boltinn hrökk i hann eftir högg i sandgryfju. Meðspilarar hans sáu það ekki, en hann kærði sjálfur og tapaði liklega þar af verðlaunum. Beztu 18 holunum I 1. flokki náðu þeir Hermann Benediktsson og Þórhallur Pálsson GA — 80 högg — en þær stærstu sem sáust voru rétt öfugu megin við hundra ðið. Fyrstu menn i 1. flokki i mótinu uröu þessir: Hermann Benediktsson, GA 86 89 84 80= 340 Bragi Hjartarson, GA 91 90 79 84 = 344 Frimann Gunnlaugsson, GA 87 90 85 83=345 Sigurður Hafsteinsson, GR 88 90 81 88=347 Þórhallur Pálsson, GA 94 92 80 85=351 Henning Bjarnason, GK 92 89 86 86 = 353 Kjartan L. Pálsson, NK 89 91 85 89 = 354 Eirikur Smith, GK 87 88 9 > 85=355 Sverrir Einarsson, NK 85 92 88 91 = 356 Viðar Þorsteinsson, GA 86 91 87 93=357 Hörður Guðmundsson, GS 94 87 98 83=357 -klp- Akureyringarnir, sem urðu i þrem fyrstu sætunum 11. flokki á tslands- mótinu I golfi, en það var fjölmennasti flokkur mótsins. Frá vinstri: Bragi Hjartarson, Hermann Benediktsson og Frímann Gunnlaugsson. Ragnar Ólafsson, GR 85 74 81 81 = 321 Jóhann Ó. Guðmundsson, NK 80 78 80 86 = 324 Siguröur Thorarensen, GK 81 79 87 78 = 325 Þórhallur Hólmgeirsson, GS 80 79 84 83=326 Óttar Yngvason, GR 81 82 82 81 = 326 Hannes Þorsteinsson, NK 86 78 84 80=328 Geir Svansson, GR 81 85 87 78=330 Jóhann R. Kjærbo, GS 83 83 86 79 = 331 Gunnar Sólnes, GA 84 82 84 84 = 334 Óskar Sæmundsson, GR 88 82 84 81 = 335 Ami Jónsson, GA 83 83 86 84 = 336 Agúst Svavarsson, GK 85 83 86 82 = 336 Loftur Ólafsson, NK 85 85 85 81 = 336 — Björgvin Þorsteinsson sigraði með yfirburðum ó íslandsmótinu í golfi, sém lauk á Akureyri á sunnudaginn — Einar Guðnason varð annar og Þorbjörn Kjœrbo í þriðja sœti tslandsmeistarinn I golfi 1975 — Björgvin Þorsteinsson — tekur við kylfu til að slá upphafshoggið I siö- asta hringnum I mótinu. — Kylfusveinn hans allt mótið var ungur Keflvikingur, Gylfi Kristinsson, sem varö annar I drengjaflokki á tslandsmótinu. íslandsmótið í golfi: Kaffiö frá Brasilíu Borgnesingurinn Sigurður Gestsson, sem sigraði i 2. flokki á tslands- mótinu. Vinstra megin viö hann er Ólafur Marteinsson, sem varð annar, og hægra megin Heimir Jóhannsson, sem varð þriðji. „Ég byrjaði að spila golf aftur fyrir þrem árum, þegar stofnaður var golfklúbbur i Borgarnesi, en áður hafði ég leikið hér á Akur- eyrien hætti þvi árið 1962,” sagði Sigurður Gestsson, sem sigraði i 2. flokki á tsiandsmótinu i golfi um helgina. Sigurður kemur frá einum fá- mennasta golfklúbbi á landinu — Golfklúbbi Borgarness, — þar sem meðlimirnir eru um 30 íslandsmótið í golfi: OLDUNGUNUM GEKK ILLA MEÐ 6. HOLUNA! Pétur Auðunsson úr Golfklubbnum Keili í Hafnarfirði sigraði i öldungaflokki — 50 ára og eldri — á tslandsmótinu I golfi á Akureyri. Pétur lék 18 holurnar á 93 höggum — einu höggi betur en Gunnar Pétursson NK sem eins og margir „öldungarnir” gerði sér sérstaka ferð til Akur- eyrar til að taka þátt i þessari einu keppni. Gunnar gekk eins og mörgum öðrum mjög illa á 6. braut, þar sem hann þurfti 5 „pútt” til að komast i holuna, sem var staðsett i miklum bratta og «pj»iá hól að auki. Ef menn náðu ekki i holuna i einu „pútti” áttu þeir á hættu að rúlla 7 til 8 metra fram hjá henni, og var svo þar til vallarstarfs- menn færðu hana til i miðri keppninni, sem er mjög óvenju- legt að gert sé i golfmóti. Annars urðu úrslitin I öldunga- keppninni sem hér segir: An forgjafar: Pétur Auðunsson GK 93 Gunnar Péturss.,NK 94 Páll Asg. Tryggvas. GR 96 Jóhann Guðm.son, GA 97 Gestur Magnússon, GA 98 Með forgjöf: Jóhann Guömundsson, GA 77 JónGuðmundsson,GA 80 Páll Asg.Tryggvas. GR 81 Keppendur i öldungaflokki voru um 20 talsins þar af margir frá Akureyri. -klp- talsins, og er hann þeirra fyrsti íslandsmeistari. Hann lærði og lék golf á Akureyri og kunni þvi við sig, enda bar hann af i sinum flokki. Hann tók örugga forustu strax fyrsta daginn og hélt henni út allt mótið.JJm annað sætið var aftur á móti meiri barátta. Henni lauk ekki fyrr .en á siðustu holunum, þegar ólafur Marteinsson GK renndi sér fram úr Heimi Jóhannssyni frá Akureyri. 1 2. flokki voru 24 keppendur og varð röð fyrstu manna þessi: Sigurður M. Gestsson, GB 87 89 85 94 = 355 Ólafur Marteinsson, GK 95 89 84 92 = 360 Heimir Jóhannsson, GA 92 89 89 92 = 362 Hafliði Guðmundsson, GA 97 90 96 96 = 379 Ævar Sigurðsson, GL 91 93 98 96 = 380 Guðni Guðnason, GR 96 98 94 - 92 = 380 Guöjón Sigurðsson, GL 101 87 101 92 = 381 Rafn Gislason, GA 94 93 100 97 = 384 Tómas Sigurjónsson, GA 96 96 98 94 = 384 Páll Ásgeir Tryggvason, GR 96 102 96 92 = 386 Birgir Björnsson, GK 102 98 97 90 = 387 Einar Guðlaugsson, NK 96 95 94 103 = 388 Klp vann Einherja- keppnina t samhandi við islandsmótið i golfi á Akureyri var háð hin svonefnda Einherjakeppni, en það er keppni þéirra kylfinga, sem liafa farið „holu i höggi” á undanförnum árum. Margir þeirra voru á Akur- eyri i sambandi við tslands- mótiö, og var kcppni þeirra háð um leið og keppni golf- klúbbanna á miövikudeginum. Crslitin uröu þau, að Kjart; an L. Pálsson NK varö sigur- vegari — lék á 74 höggum nettó — en gefin var hálf for- gjöf á alla keppendur. Annar varö Magnús Halldórsson GK — sigurvegarinn I keppninni i fyrra — og þriðji Geir Svans- son GR. ENGINN NÁÐI AÐ ÓGNA ISLANDSMEISTARANUM!

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.