Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    272829303112
    3456789
    10111213141516
    17181920212223
    24252627282930
    31123456

Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 5
Visir. Föstudagur 15. ágúst 1975 REUTER A P UTLÖND I MORGUN UTLÖND í MORGUN UTLÖND Umsjón Guðmundur Pétursson Mujibur Rahman m ' ingu í Bangladesh Forseti Bangladesh, Mujibur Rahman shjeik, var tekinn af lifi i stjórnarbyltingu, þar sem herinn tók völdin i Dakka i nótt. í útvarpsfréttum frá Assam i morgun segir, að byltingu hersins hafi stjórnar Khondakar Mushtaque Ahmed, áð- ur viðskiptamálaráð- herra. Fyrstu fréttir um byltinguna bárust, þegar sendiráð Banda- rikjanna i Dacca gerði stjórn- ínni í Washington viðvart um stjórnarskiptin. Það mun hafa borið að kl. 23.30 i gærkvöldi. Otvarpið i Bangladesh segir, að byltingin hafi verið gerð vegna hagsmuna landsins og þjóðarinnar. Ahmed, hinn nýi leiðtogi, hafði um margra ára bil verið einn nánasti aðstoðarmaður Mujibur Rahmans, og af flest- um talinn hægrisinnaður. Fréttir i morgun greindu ekki frá þvi, hvernig dauða Mujiburs shjeiks hefði borið að höndum, eða hversu blóðug byltingin hefði verið. Bangladesh, sem fyrrum til- heyrði Austur-Pakistan, öðlað- ist sjálfstæði i desember 1971 eftir mikla ólgu og sjálfstæðis- vakningu þjóðarinnar, og að undangenginni styrjöld Ind- lands og Pakistans. Byltingin verður aðeins hálfu ári eftir að Mujibur shjeik taldi sig hafa i einu höggi brotið á bak aftur andstöðu mótherja sinna I stjórnmálum Bangladesh. Hann lýsti þá yfir neyðarástandi i landinu og lét breyta stjórnar- skránni. Með þvi jók hann völd forsetans, en þvi embætti gegndi hann sjálfur. Bangla- desh breyttist i eins flokks riki. Samkvæmt neyðarástands- lögunum var flest stjórnmála- starfsemi bönnuð, verkföll voru bönnuð og skert voru ýmis rétt- indi á þeirri forsendu, að slikar ráðstafanir væru nauðsynlegar til þess að uppræta lögleysu, pólitisk morð og átök. Mujibur fursti með friðardúfu f hendi. SLAPP MEÐ NAUMINDUM LÍFS FYRIR 4 ÁRUM Mujibur Rahmari/ for- seti Bangladesh, sem fréttir herma að hafi lát- ið lífið i byltingu hersins í gærkvöldi, er ef til vill eini maðurinn, sem til- nefndur hefur verið fyrsti forseti nýs ríkis, meðan hann sat í fang- elsi. Hann slapp lifs úr þvi fangelsi mest fyrir mildi fangavarðar, sem þyrmdi honum, þegar hann var i haldi þar, sem þá hét Vestur-Pakistan. Einn andstæð- inga hans i stjórnmálum fékk svo þvi til leiðar komið, að hann var látinn laus og gerðist leið- togi þess lands, sem áður til- heyrði Austur-Pakistan, en heit- ir nú Bangladesh. En áður en það allt varð, hafði stefna hans velt tveim ríkis- stjórnum úr stóli, hrundið tveim þjóðum út i styrjöld og sent milljónir á flótta frá heimilum sinum, sem allt vakti athygli al- heimsins. Nafnhans, Mujibur sjeik, var á vörum heillar þjóðar, sem leitaði sjálfstæðis i þessum þétt- býlasta og jafnframt fátækasta hluta heims. Stofnun Bangladesh (sem þýðir Bengalþjóðin) i árslok 1971 — gerði að veruleika alla drauma Mujiburs Rahmans, sem hann hafði barizt fyrir öll sin fullorðins ár. I rauninni hafði hann ekki einu sinni þorað að fara fram á svo mikið til handa sinni bengölsku þjóð. Þegar honum var sleppt úr haldi og leyft að fara til Bangla- desh, var það sem forsætisráð- herra en ekki forseti. Hann lofaði þjóð sinni þing- ræði. En á leið hans til að efna það loforð varð hann að yfir- stiga marga þröskulda. Mujibur taldi sig þó ' hafa komið þvi flestu til leiðar — eins og fram kom hjá honum i blaða- viðtölum i janúar 1972: „1 dag gleðst ég yfir óskertu frelsi i sjálfstæðisbaráttunni.” Margra ára ólga og sjálfstæð- isvakning Bengala náði hámarki i kosningum I desember 1970. Awamisam- bandið, flokkur Mujiburs, vann öll þingsæti Austur-Pakistans, nema tvö, sem var nóg til að mynda rikisstjórn. 1 Vestur-Pakistan vann Zul- fikar Ali Bhutto og flokkur hans meirihluta, en forseti Pakistans fékk með engu móti þá Bhutto og Mujibur til að ná samkomu- lagi um, hvernig stjórnin skyldi skipuð, eða stjórnskipan Pakist- ans háttað. Mujibur sjeik varð ekki af þvi skekinn, að Austur-Pakistan skyldi i framtiðinni vera meira sjálfrátt um sin innanlands- og sérmál, einkanlega þó efna- hagsmálin. Yahya, forsetaPakistans, stóð stuggur af þeim stuðningi, sem Mujibursjeik naut meðal fylgis- manna sinna, eins og birtist ljóslega i allsherjarverkfalli i Austur-Pakistan. — Yahya sendi hersveitir til að berja niður andstöðu aðskilnaðar- sinna Bengala i Austur-Pakist- an og lét hneppa Mujibur i varð- hald i leyniréttarhöldum i Vest- Zulifikar Ali Bhutto, forseti Vestur-Pakistans, — andstæð- ingur Mujiburs — leysti fjand- mann sinn úr fangelsi og sendi hann heim til Bangladesh. Heimtur úr helju I janúar 1972. Mujibur fursti meðal stuðningsmanna eftir heimkomu til Dacca, ioksins iaus eftir langa prisund. ur-Pakistan. Mujibur var hafður i einangrun. Þetta varð til þess, að Muji- bur varð pislarvottur i augum Bengala. Sérstök skæruliða- hreyfing, Mukti Bahini, hóf and- spyrnubaráttu i hans nafni gegn hermönnum Pakistans, og 10 milljónir Bengala flúðu heimili sin af ótta við her Pakistans, en þetta fólk leitaði hælis i Ind- landi. Sagði það ófagrar sögur af striðsglæpum Pakistanshers. Mujibur sjeik var dæmdur fyrirluktum dyrum. Honum var gefið að sök að hafa hrundið af stað borgarastyrjöld i Pakistan. Dómurinn yfir honum var aldrei birtur, en sjálfur sagði hann, eftir að hann var laus orðinn úr fangelsinu, aö gálginn hefði beðið hans. í april 1971 lýstu fylgismenn hans yfir stofnun heimastjórnar Bangladesh og nefndu Mujibur forseta sinn. Kröfðust þeir þess, að hann yrði látinn laus úr fang- elsi. Skæruhernaðurinn harðnaði, og nutu andspyrnumenn þar að hluta stuðnings Indverja. Sam- búð Pakistans og Indlands, sem aldrei hafði verið sérlega góð fyrir, versnaði til muna, meðan stjórnin i Nýju-Delhi þurfti að glima við þann hrikalega vanda, sem fylgdi þvi að hýsa 10 milljónir flóttamanna. Illlllllllll M) iffiíí Umsjón: GP Striðið brauzt út og eftir tveggja vikna bardaga gafst her Pakistans upp. Heimastjórn Bangladesh, sem naut viður- kenningar Indlandsstjórnar, bjó sig undir að byggja úr rústunum og settist að i Dacca. Bugaður sagði Yahya forseti af sér embætti og vék fyrir Bhutto, og það mun hafa bjarg- að lifi Mujiburs. Eftir þvi, sem Mujibur sjeik sagði siðar, hafði Yahya forseti kallað dómara hans saman 4. desember 1971, og skipað þeim að undirrita aftökuskipun. Hún var geymd fram til 15. desem- ber, daginn áður en her Pakist- ans gafst upp. Flokkur hermanna var þá sendur tiKað framkvæma fyrir- mælin. Hann byrjaði á þvi fyrst að taka Mujibur gröf fyrir utan fangaklefa hans. En áður en af- ^aka varð, sá einn fangavarða Mujiburs aumur á honum og laumaði honum yfir i ibúð sina, þar sem hann faldi sjeikinn. Vegna glundroðans, sem rikti þessa daga, tók enginn eftir fjarveru Mujiburs. Þegar Bhutto tók við forsetaembætti 20. desember, þvertók hann fyrir að láta aftökuna fara fram. Hann lét i staðinn flytja Mujibur til þorps i Rawalpindi til viðræðna. Vonaðist hann til þess, að unnt yrði að telja Muji- bur á að halda einhverjum tengslum milli Bangladesh og Vestur-Pakistans. Féllst hann loks á, að leyfa Mujibur að snúa heim til Bangladesh, og er eftirmálinn öllum vel kunnur.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 183. Tölublað (15.08.1975)
https://timarit.is/issue/239177

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

183. Tölublað (15.08.1975)

Aðgerðir: