Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 16
Leitað nýrra leiða VISIR Föstudagur 15. ágúst 1975 — en ekki aðeins farnar troðnar slóðir „Meiningin er að tengja saman ýmsar leiðir á fjöllum. Með þvi að bæta við smáútúrkrókum er þannig hægt að skapa hringakst- ur,” sagði Einar Guðjohnsen hjá (Jtivist, er við spurðum hann um ferðir til að leita nýrra leiða. Hann bætti þvi við, að stór svæði lands væru ekki farin af ferða- fólki, þar sem Vegagerðin hefði engan áhuga á að koma á nýjum leiðum. bvert á mótiværu leiðir frekar lagðar niður — eins og nú siðast Dómadalsheiðin á Fjalla- baksvegi nyrðra, sem væri ein- hver sú fallegasta, sem farið væri um. Hugmyndin er að fara á litlum fjallabil og gefa jeppaeigendum kost á að slást i förina. Um marg- ar viðurkenndar slóðir er að ræða, sumar kortlagðar og aðrar ekki og sem fyrr segir, þá verður reynt að tengja slóðirnar saman á stuttum köflum. —EVI— llla merktir fjallvegir og ár valda óhöppum — Ég veit, að bæði ár og ýmsir fjallvegir eru illa merktir, þannig að akandi fólk lendir oft i ógöngum, þegar það ferðast um þessa staði, en til þess að koma þessu i lag, þyrfti aukið fjármagn til vegainála, sagði Hjörleifur Ólafsson hjá Vegagerð rikis- ins. Annars væri ekkert mál að merkja þessa staöi, ef öku- menn keyrðu ekki eins mikið utan vega og nú er gert. En nýir vegir verða sifellt til af þeim sökum. Erfitt yrði að fylgjast með slikum vegleys- um. Einnig gerum við okkur grein fyrir þvi, að það þyrfti að merkja vöð á ánum. En slikt krefðist einnig mikils eft- irlits, þvi að vöðin yfir árnar breyta sér stöðugt. Eins og ég sagði áðan, þá er spurning, hvort skattgreið- andinn vill borga fyrir þessa auknu þjónustu, sagði Hjör- leifur að lokum, þvi að ekki stendur á vegagerðinni að bæta úr þessu. —HE Sverrir stendur eins og skipstjóri I brúnni á vélinni, sem blandar á staðnum, og lætur hana hakka I sig þau hráefni, sem nægja til aðkoma slitlagi á veginn. Ljósm. Bragi. Sverrir lauk við fyrstu 90 metrana í gœr: Blandar burðarlagið úr bréf- pokum, sementí og möl — Þeir sögðu mér I Kanada, að óhætt væri að blanda sem- entspokunum með i burðalagið. Pappirinn sómir sér ágætlega i blöndunni, sagði Sverrir Run- ólfsson, þar sem hann stóð eins og skipstjóri í stýrihúsi blönd- unarvélar sinnar uppi á Kjalar- nesi i gær. Sverrir Runólfsson, vega- gerðarmaðurinn frægi, lagði fyrstu 90 metrana af hinum langþráða tilraunavegi sinum siðdegis i gærdag. Verkfræðing- ar lögðu til, að ekki yrði lagður lengri kafli I fyrstu til þess að þeir gætu kannað árangurinn og lært vinnubrögðin áður en lokið verður við aö blanda veginn I næstu viku. I gærmorgun skófu vegheflar ofaniburði vegarins nýja upp i tvo hryggi. Siðan var pokum með samtals 10 tonnum af sem- enti dreift á veginn áður en sjálf blöndunarvélin tók til starfa. Sverrir sagði, að væri vindur mikill, væri óþarfi að losa sem- entið úr pokunum og sannaði mál sitt með þvi að láta blönd- unarvél sina gleypa nokkra sementspoka i heilu lagi. Nokkur mannfjöldi safnaðist saman við Vesturlandsveginn i gærdag og fylgdist meö þessum nýstárlegu vinnuaðferðum. Blöndunarvél Sverris blandar sementinu saman við mölina að viðbættu vatni frá tankbil, sem við hana er tengdur. Eftir að blöndunarvélin hefur farið yfir, verður blandað burðarefni eftir á vegarstæðinu. Þvi er siðan jafnað út af vegheflum og það siðan valtað. A eftir er vegurinn siðan úðaður asfaltblöndu. — Hægt er að aka á veginum þannig i tvö til þrjú ár, en van- inn er þó að dreifa malbiki á veginn áður en akstur er hafinn um hann. Það ætlum við lika að gera hér, þegar allri blöndun- inni er lokið, sagði Sverrir Run- ólfsson. Malbikinu er dreift á veginn og þvi siðan jafnaö út með götu- sópara. Sverrir sagði i gær, að hann væri kominn töluvert fram úr þeim tiu milljónum, sem áætlað var, að vegurinn kostaði i fyrstu. — Ég mun gera grein fyrir á- stæðunum siöar. Nú legg ég á- herzlu á að ljúka veginum. Ég er bjartsýnni en nokkru sinni fyrr á, að þessari vegagerð ljúki giftusamlega, sagði Sverrir. —JB Hann slapp með skrekkinn — í gönguferð uppi á þaki Hún hélt að það væru komnar þrumur og elding- ar í fyrrakvöld/ frúin á ris- hæðinni á Miklubraut 68/ svo miklir skruðningar kváðu allt í einu við. AÐALHLIÐ KEFLA- VÍKURVALLAR LOKAÐ Aðalhlið flugvallarins i Kefla- vik er nú lokað, og hefur það skapað talsverð óþægindi i sam- bandi við umferö. öll umferð inn á völlinn fer nú i gegnum svokallað Grænáshlið, sem er rétt viö lögreglustöðina á vellin- um. Aðalhliðinu var lokað vegna malbikunarframkvæmda. Undirbúningur að þeim hófst fyrir þremur dögum, en fram- kvæmdunúm ætti að vera lokið á þriðjudag og hefst þá aftur eðlileg umferð i gegnum aðal- hliðið. Það er verið að malbika aðalvegina við Keflavikurflug- völl. —EA Henni varð litið út um eldhús- gluggann. Ekkert að sjá. En henni brá heldur betur i brún þeg- ar hún sá út um svefnherbergis- gluggann mann með brjálæðis- legt augnaráð standa á þakinu, haldandi sér i loftnetssteng- urnar. Sem betur fór var hennar be ri helmingur heima og honum tókst að lokka manninn inn um glugg- ann og inn i svefnherbergið. Hvernig stóð á ferðum manns- ins? Jú, Bakkus var heldur betur með i förum og þess vegna var al- veg sjálfsagt að fara i smágöngu- ferð. En auðvitáð alls ekki á göt- unni. Þrjú hús eru þarna sam- byggð og hann hafði lagt af stað út þakglugga á þvi fjærsta frá ris- ibúð frúarinnar. Hvað um hann varð? Hann var leiddur hinn ljúfasti heim til sin, þarsem hann svaf úr sér vimuna. —EVI— Bílvelta við Gríms- staði á Fjöllum Bílvelta varð við Grimsstaði á Fjöllum i gærkvöldi. ökumaður vissi ekki fyrri til en bíllinn sem hann ók var ckki lengur á hjól- unum, heldur á toppnum utan vegar, Veltan átti sér stað á ellefta timanum I gærkvöldi. Ekki var búið að taka skýrslu af öku- manni þegar við höfðum sam- band við lögregluna á Húsavik i morgun. Var þvi ekki vitað með vissu hversu margir voru i biln- um, en einn farþegi kjálka- brotnaði að þvi bezt er vitað. Billinn sem er ameriskur fólksbill skemmdist eitthvað. Sjúkrabill með lækni fór á stað- inn. —EA Þreytir inntökupróf í Tjai- kovsky tónlistarskólann ,,Ég er á förum til Moskvu eftir eina viku og ætla að þreyta inn- tökupróf inn i Tjaikovsky tónlist- arskólann,” sagði Snorri Sigfús Birgisson, en hann verður undir- leikari Manuelu Wiesler, sem leikur einleik á flautu i Norræna húsinu klukkan hálfniu i kvöld. Snorri Sigfús sagði, að hann yrði að spila þrjú eða fjögur verk fyrir yfirvöld skólans. Hvort hann svo kemst inn i skólann fær hann að vita seinna. „Þetta er sagður fremur erfið- ur skóli og frá honum hafa út- skrifazt margir beztu pianóleik- arar heimsins m.a. Askenasy, einnig var hann kennari við þenn- an skóla. Tveir tslendingar hafa verið i þessum skóla, þau Jakob Hallgrimsson og Þórunn Askenasy.” Siðan Snorri Sigfús lauk stúdentsprófi frá Menntaskól- anúm við Tjörnina, hefur hann stundað nám i pianóleik við East- mann School af Music i New York. _he

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.