Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Föstudagur 15. ágúst 1975
Er fjögurra daga vinnu-
vika það sem koma skal?
Gunnar Kristjánsson teiknari:
„Ég er harðánægður með að
eiga fri tvo daga i viku. Mér
hefði aldrei dottið i hug, að hægt
væri að koma á fjögurra daga
vinnuviku. En ef ég ætti fri þrjá
daga i viku, þá hefði ég meiri
tima til að veiða og dytta að
húsinu minu, og þá yrði ég hæst
ánægður.”
Guðbjörg Pedersen gullsmiðanemi og fótboltadómari:
„Ég værihrædd um að „fyileri” myndi aukast talsvert, ef fólk ætti
fri þrjá daga i viku. Annars fyndist mér þetta mjög sniðugt. Til þess
að útivinnandi mæður gætu unnið eftir þessu kerfi, þá þyrfti að
koma á fót einhverskonar kvöldleikskóla fyrir börn og fleiri vöggu-
stofum fyrir ungabörn. Ég yrði ekki i neinum vandræðum með að
eyöa fristundum minum, ég myndi halda áfram að dæma i fótbolta
svo hef ég nóg að gera við að hugsa um hrossin min og barnið.”
Guðjón Friðriksson kennari:
„Ef fólk kann að nýta
tómstundir sinar, þá held ég að
fjögurra daga vinnuvikan gæti
verið heppileg. Þó væri ég
hræddur um að fleiri fridagar
gætu leitt tíl aukins drykkju-
skapar.”
Kristin Jónsdóttir hásmóðir:
,,Ég tel að það sé fráleitt fyrir
konur sem eiga börn og þurfa að
hugsa um heimili, að vinna tiu
tima á dag fyrir utan heimilis-
störfin. Ég held, að svo langur
vinnutimi ofbyði starfsþreki
manns.”
Fyrir nokkrum árum
siöan var fjögurra
daga vinnuvikan litið
annað en róttæk hug-
mynd i Bandarikjun-
um. Nú á dögum hefur
hún verið mikið rædd
þar i landi og skoðanir
eru skiptar um slika
vinnutilhögun.
Gerðar hafa verið tilraunir og
rannsóknir á fjögurra daga
vinnuvikunni þar i landi. Einnig
hafa mörg fyrirtæki tekið hana
upp hjá sér með misjöfnum
árangri.
t fljótu bragði virðist fjögurra
daga vinnuvikan aðeins vera
fyrirkomulag, sem fundið hefur
verið upp til að endurskipu-
leggja vinnuaflið sem fyrir er, i
þeim tilgangi að nýta atvinnu-
tækin, vinnudaginn og kunnáttu
starfsmannanna betur.
Tíu timar á dag,
fjóra daga vikunnar
Þegar talað er um fjögurra
daga vinnuviku þýðir það i flest-
um tilfellum, að unnið er tiu
tima á dag f jóra daga vikunnar i
staðinn fyrir átta stunda vinnu-
dag fimm daga vikunnar, eins
og nú tiðkast. Þessi nýja vinnu-
tilhögun þýðir, að fólk hefur
þrjá fridaga i viku.
Fjögurra daga vinnuviku-
hreyfingin i Bandarikjunum
hefur náð hægfara útbreiðslu. t
flestum tilfellum hafa frum-
kvöðlar hennar verið litil iðn-
fyrirtæki úti á landi, oftast
óverkalýðsbundin, eða þjónustu
eða smásölufyrirtæki. Þó hefur
hreyfingin náð til borganna,
sérstaklega hafa spitalar,
tryggingarfyrirtæki og ýmsar
borgarstofnanir tekið upp fjög-
urra daga vinnuvikuna.
Þessi fyrirtæki hafa i mörgum
tilfellum eins- tveggja- eða
þriggja vakta fyrirkomulag,
þar eð mörg þeirra eru i gangi
allan sólarhringinn.
Fjögurra daga
framleiðsluvika
og fimm daga
viðskiptavika
Það eru fá dæmi um, að fyrir-
tæki hafi eingöngu opið hjá sér
íjóra daga vikunnar. Þótt flest
þessara fyrirtækja hafi fjögurra
daga framleiðsluviku, þá hafa
þau ef til vill fimm eða sex daga
viðskiptaviku.
Þar sem fyrirtækið hefur ein-
göngu opið fjóra daga vikunnar,
þá er þessi þriðji fridagur oftast
á mánudögum eða föstudögum.
Ekki gefa öll fyrirtæki starfs-
mönnum sinum fri einmitt yfir
helgi. Til dæmis getur starfs-
maður unnið mánudag og
þriðjudag fengið fri á miðviku-
dag og unnið svo fimmtudag og
föstudag. Þetta fyrirkomulag
tiðkast þó hjá fáum fyrirtækj-
um.
Fjögurra daga vinnu-
vikan hagkvæmari
fyrir framleiðendurna
en starfsfólkið?
Hingaðtil hefur fjögurra daga
vinnuvikan aðeins verið upp-
finning forráðamanna fyrir-
tækja. Skipulögð samtök verka-
manna hafa ekki tekið af skarið
i þessum efnum fram að þessu
og i ýmsum tilfellum verið á
móti þessu fyrirkomulagi.
Aðal orsakirnar fyrir afstöðu
launamanna til fjögurra daga
vinnuvikunnar er sú að þetta
fyrirkomulag þykir endur-
spegla hag framleiðandans en
ekki launamanna. Það er að
segja, að með þessu fyrirkomu-
lagi þá eykst framleiðslan og
gróðinn, en framleiðslukostnað-
ur minnkar. Einnig minnkar
þörfin fyrir yfirvinnu og ánægja
fólks i starfi eykst og forföll
minnka.
Mikilvægt er fyrir framleið-
anda að sem best nýting náist á
atvinnutækjunum i þvi felst
m.a. að minni timi fer i það að
byrja sérhvert verk og enda
IIMEM
IM
Umsjon:
Hildur
Einarsdóttir
bandi við lengingu vinnudags-
ins. M.a. er talað um aukna
þreytu starfsfólksins.
Flestir talsmenn fjögurra
daga vinnuvikunnar halda þvi
fram, að þreyta sé ekki eins
mikið vandamál eins og gagn-
rýnendur þessarar vinnutil-
högunar láta uppi. Þvi starfs-
mennirnir aðlagist lengri vinnu-
degi auðveldlega og á tiltölulega
skömmum tima.
Þó að forföll starfsmanna
þessara fyrirtækja hafi minnk-
að all verulega er þó enn nokkuð
um forföll.
E Yfirmenn verða
= að vinna lengur
það, þegar unnið er tiu tima á
dag og fjóra daga vikunnar. I
þessu fyrirkomulagi getur einn-
ig falizt aukin afköst starfs-
manna og aukin þjónusta við
viðskiptavinina,einkum á þetta
við um þjónustufyrirtæki og
smásölufyrirtæki.
Getur vaxandi þreyta
háð starfsfólki
fjögurra daga
vinnuvikunnar?
Verkalýðssamtökin hafa látið
i ljós ýmsar efasemdir i sam-
• •
Hjá sumum fyrirtækjum, þar
sem fjögurra daga vinnuvikan
er viðhöfð, þá þykir erfitt, að
ákvarða vinnutima yfirmanna.
Venjulega eru yfirmenn látnir
mæta hálftima áður en undir-
mennirnir mæta. Svo hafa þeir
verið látnir vera hálftima leng-
ur eftir að venjulegri vakt lýkur,
til þess að greina þeim yfir-
manni sem tekur við frá vanda-
málum, sem upp hafa komið á
vaktinni og fleiru. Þetta hefur i
för með sér, að yfirmaður yrði
að vinna ellefu stundir á dag.
Fjögurra daga vinnu-
vikan erfið fyrir
húsmæður, sem vinna
utan heimilisins.
Þrátt fyrir að mörg fyrirtæki
haldi á lofti ágæti fjögurra daga
vinnuvikunnar, þá eru samt
ýmis ljón á veginum.
Eitt þeirra.sem er nokkuð al-
gengt.eru útivinnandi mæður.
Þær mæta iðulega erfiðleikum
með að fá gæzlu fyrir börnin
meðan á vinnutima stendur.
Einnig er vandamál hvernig
koma eigi krökkunum i skólann
og hver á að taka á móti þeim,
þegar þau koma úr skólanum
eða elda kvöldmatinn á réttum
tima.
Vandamál hvernig
eigi að eyða
fridögunum þremur
Komið hefur i ljós, að þeir
sem byrja að vinna fjögurra
daga vinnuviku eru i vandræð-
um með hvernig þeir eigi að
eyða fritima sinum. Einnig hef-
ur þetta fólk tilhneigingu til að
eyða meiri peningum en þegar
það áttu fri aðeins tvo daga i
viku.
Venjulegast aðlagast þeir þó
þessum nýju eyðsluvenjum og
fleiri fristundaiðkunum og finna
eitthvert ráð til að láta enda ná
saman i þessum efnum.
Eyðslufé eykst lika stúndum
þegar unnið er aðeins fjóra daga
vikunnar, þvi ýmis útgjöld i
sambandi við vinnuna eins og
fargjöld fram og til baka i vinn-
una minnka.
Margs er að gæta
þegar rætt er um
fjögurra daga
vinnuvikuna
Þegar rætt er um fjögurra
daga vinnuvikuna, þá verða for-
mælendur þessarar tilhögunar
að athuga vel hvaða afleiðingu
aukin þreyta getur haft á fram-
leiðslugetuna, heilsu og andlega
liðan starfsmannanna.
Einnig verða þeir að taka
þætti eins og mikinn hita á
vinnustað, hvort um erfiðis-
vinnu er að ræða eða mikinn
hávaða vandlega með i
reikninginn áður en fjögurra
daga vinnuviku er komið á.
Þrátt fyrir ýmis vandamál,
sem hér hafa verið rædd og
ýmis fleiri, sem gætu skotið upp
kollinum i sambandi við fjög-
urra daga vinnuvikuna, þá virð-
ist þessi vinnutilhögun hljóta si-
fellt fleiri formælendur i Banda-
rikjunum.
MUNDIR ÞU VILJA VINNA FJOGURRA DAGA VINNUVIKU?