Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 15.08.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Föstudagur 15. ágúst 1975 Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Ititstjóri: Fréttastjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Ariglýsingastjóri: Augiýsingar: Afgreiösla: Ritstjórn: Reykjaprent hf. Sveinn R. Eyjólfsson Þorsteinn Pálsson Jón Birgir Pétursson Haukur Helgason Skúli G. JóhannesSon Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Hverfisgötu 44. Simi 86611 Siöumúla 14. Simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eiptakiö. Blaöaprent hf. Pólitískir eftirlitsmenn og vegur Alþingis Á undanförnum árum hefur stöðu Alþingis oft borið á góma. Ýmsum þykir störf Alþingis minna um of á leikhús. Þó að gagnrýni af þessu tagi sé fyrst og fremst glettni, felur hún að sjálfsögðu i sér nokkur sannleikskorn. Vist er, að margir halda þvi fram, að áhrif Alþingis fari óðum þverrandi og virðing þess að sama skapi. I þessu sambandi er oft minnt á, að Alþingi sé fyrst og fremst afgreiðslustofnun fyrir rikis- stjórnir og embættismenn. Það er vitaskuld rétt, að þingmenn hafa nú minna frumkvæði að laga- setningu en áður var. Þingmannafrumvörpum hefur smám saman fækkað i gegnum tiðina og stjórnarfrumvörpum fjölgað að sama skapi. Þessar breytingar fylgja eðlilega i kjölfar breyttra þjóðlifshátta. Eftir þvi sem stjórnsýslu- verkefnin hafa orðið flóknari hafa sérfræðingar i æ rikari mæli tekið þátt i undirbúningi laga- setningar. Þetta eitt út af fyrir sig, segir þó i raun og veru ekkert til um það, hvort alþingismenn taki sjálfstæða afstöðu til þeirra málefna, sem þingið hefur til meðferðar hverju sinni. Hinu er ekki að leyna, að ýmsir hafa viljað bregðast við þessum breyttu aðstæðum með sér- stökum aðgerðum i þvi skyni að auka veg og áhrif Alþingis. Ýmis vinstri öfl hafa viljað mæta þessu á þann hátt að endurvekja þá flokksræðis- stjórnarhætti i stjórnsýslunni, er viðgengust hér allt til loka sjötta áratugsins. Á þeim tima réð flokkspólitikin alls staðar lög- um og lofum. Slikir stjórnarhættir leiða ævinlega af sér spillingu, mismunun og óréttlæti, þar sem flokksgæðingar sitja i i fyrirrúmi. Nöfn eins og fjárhagsráð, viðskiptaráð og innflutningsskrif- stofa eru minnismerki um þessa rotnu stjórnar- hætti. Með komu viðreisnarstjórnarinnar var þetta spillta flokksræðiskerfi brotið niður að mestu.' Það sætti gagnrýni þeirra, sem þá voru i stjórnarandstöðu. Svofór einnig, áð eitt af fyrstu verkum vinstri stjómarinnar, pr hún kom til valda 1971, var að endurvekja þessa stjórnar- hætti. Það var gert með þvi ah setja pólitiska eftirlitsmenn rikisstjórnarflokkanna yfir þjóðhagsreikninga, hagrannsóknir, opinbera áætlunargerð og mikilvæga fjárfestingarlána- sjóði. Nú hefur þvi verið lýst opinberlega, að visasti vegurinn til þess að auka á áhrif Alþingis og tryggja að það ráði stefnumótun i stjórnarfram- kvæmdum sé að auka flokksræði i stjórnsýslunni á nýjan leik. Þeir, sem þessu halda fram, vilja nú standa vörð um pólitiska eftirlitsmannakerfið i Framkvæmdastofnun rikisins. Og ef þeir eru samkvæmir sjálfum sér má vænta þess, að reynt verði að koma þessu flokkræðiskerfi viðar á i opinberri stjórnsýslu. Sannast sagna er það ákaflega furðulegt, að slikum skoðunum skuli teflt fram á þessum tim- um. öllum skynibornum mönnum má ljóst vera, að sjálfstæði Alþingis er engan veginn komið undir flokkspólitiskum eftirlitsmönnum i opinberum stofnunum og lánasjóðum. Það dregur þvert á móti úr virðingu Alþingis meðan það lætur slikt viðgangast. Siðan Berlinarmúrinn var reistur fyrir 14 ár- um, hafa margir Austur-Þjóðverjar flúið vestur yfir i gegn um net skriðdreka, varðmanna og vigvéla ýmiss konar. En ófáir hafa lika verið stöðvaðir á flóttanum, skotnir i hel, eða sendir i fangelsi. Skýrslur i Vestur-Berlin sýna, að frá þeim örlagarika degi að telja — 13. ágúst 1961, þegar fréttin flaug um gervalla veröld, að byrjað væri að reisa múrinn — hafa um 161.000 flúið kommúnistalýðræðið þar eystra. Ekki er gott að segja hve margir hafa veriö stöðvaðir á flóttanum. En menn hafa nokkuð örugga vissu fyrir þvi, að um 7000 pólitiskir fangar sitji i fangelsum i Austur-Þýzkalandi. Um 4,500 þeirra fyrir hlutdeild i flótta- tilraunum. Dánartalan er lika há. Siðan byrjað var að reisa múrinn, hafa yfirvöld vestan landamæranna haft tölu á 166, sem drepnir hafa verið meðfram landamærum bar af 70 viö Berlinarmúrínn.' Þar af 79 við Berlinarmúrinn. Þennan morgun þann 13. ágúst tóku austur-þýzkir skriðdrekar að raða sér upp rétt undir dögun við markalinuna, sem skildi að sovézka hluta borgarinnar frá vesturhelmingnum. Hermenn , settu upp tálmanir á þeim' stöðum, sem þúsundir höfðu dag- lega til þessa farið yfir, annað hvort til vinnu sinnar eða til að heimsækja fólk i hinum borgar- hlutanum. — Siðan tóku austur- þýzkir verkamenn til við að rifa upp götusteinana og hófust handa við að reisa múrinn, hlaða upp vegginn og strengja gaddavirinn. Austur-þýzka stjórnin gerði sér vonir um að stemma stigu við stöðugan straum austur-þýzkra flóttamanna, sem notfærðu sér, hve auðvelt var að koma og fara yfir landamærin I Berlin. Gróflegur múrinn og gadda- virsgirðingin, sem sett var þarna til bráðabirgða 1961, hefur siðan vikið. Reistur hefur verið voldugri múr siðan. Sá hélt betur og flótti hefur verið nær vonlaus siðan. mmmm Umsjón: GP Svæðisins meðfram múrnum er milli 5.000 og 6.000 sem sloppið vandlega gætt af austur-þýzkum hafa árlega. landamæravörðum, gráum fyrir Þessar sömu skýrslur sýna járnum. Óárennilegir ennfremur, að frá þvi 1961 fram á Schaeferhundar fylgja þeim mitt ár 1975 hafa alls flúið 2,684 hvert fótmál, sérstaklega austur-þýzkir hermenn vestur þjálfaðir til að elta uppi menn á yfir. 533 til Vestúr-Berlinar. Þorri flótta og stöðva þá. — Vei þeim, þeirra hafðigegnt sinni herskyldu sem lendir i gini þeirra. við landamæravörzlu. Varðturnar standa með múrn- Hin seinni árin hefur þeim þó um og skammt á milli þeirra. fækkað. Telja menn, að það geti Ljóskastarar lýsa upp hvern stafað af þvi, að hermaður getur metra að næturþeli. Hindrunar- ekki lengur farið nær landa- gryfjur og gaddavir hafa leyst tré mærunum en svo, að hann eigi 80 og annan gróður af hólmi. Efsta metra ófarna. Þá á hann á hættu brún múrsins er þannig útbúinn, að verða skotinn af félögum sin- sums staðar með glerbrotum eða um. öðru oddhvössu", að ekki er Fyrstu árin eftir að múrinn var beint fýsilegt að taka höndum á reistur, birtust nær daglega frétt- honum. ir i blöðum um ævintýralegan En þrátt fyrir allan þann flótta yfir múrinn. Það tók snögg- kostnað og vinnu, sem lega fyrir þessar svaðilfarir 1968, austur-þýzk yfirvöld hafa lagt I en þá höfðu að minnsta kosti 62 múrinn, þá hafa vonir þeirra um verið drepnir, eða að þeir höfðu að stöðva i eitt skipti fyrir öll drukknað eða týnt lifinu með ein- flóttann vestur yfir, ekki rætzt til hverjum öðrum hætti i flótta- fullnustu. tilraunum sinum. Máttvana horfðu ibúar Vest- Siðan hafa aðeins 8 látiðlifið við ur-Berlinar á þann 13. ágúst 1961, múrinn. Sá siðasti var þegar vinir þeirra og að- sloppiðaustur-þýzkur hermaður, standendur voru þannig sem skotinn var til bana af „múraðir inni”. Menn erlendis félögum sinum við „Charliehliö- munu minnast enn, hverjar ið” svonefnda i janúar 1974. tilfinningar þetta vakti. Þyngstur var flóttamanna- Óbreyttir borgarar i V-Berlin straumurinn og um leið stofnuðu með sér félagsskap, sem blóðstraumurinn strax i upphafi, þeir kenndu við 13. ágúst 1961. Sá eftir að múrinn var reistur, 38 félagsskapur hefur haft tölu og voru drepnir 1961 og 1962. haldi skýrslur yfir þá, sem flúið Einn þessara ólánsömu manna hafayfir um, eftir að múrinn kom vakti óskipta hluttekningu um til sögunnar. bessar skýrslur heim allan. Peter Fechter, átján þeirra sýna, að fjöldi fólks, sem ára verkamaður, komst i fyrir- flúið hefur vestur á bóginn, frá sagnir blaðanna, þegar hann i Austur-Þýzkalandi, hefur litið ágúst 1962, ári eftir að byrjað minnkað þau árin, sem múrinn var að reisa múrinn, klifraði upp hefur staöið. á múrbrúnina, en varð fyrir skoti Af þeim 161,000 sem flúið hafa þegar hann átti aðeins örfáa siðan 1961, hafa nær 35.000 farið metra eftir ófarna til þess aö yfír múrinn eða gaddavirs- verða óhultur. girðinguna á landamærunum viö Helsærðurláhann uppi á múrn- Vestur-Þýzkaland. Hinir flúðu um klukkustundum saman fyrir um hin austantjaldslöndin. augum fólks, sem fékk ekkert Flóttamannastraumurinn frá aðgert, en varð að horfa á að hon- Austur-Þýzkalandi hefur verið um blæddi út. nokkuð stööugur frá 1961, eða En aðrir hafa verið heppnari. Ein hinna lánsamari fjöiskyldna á flótta.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.