Tíminn - 18.09.1966, Page 8

Tíminn - 18.09.1966, Page 8
8 TÍMINN SCNWUDAGUR18. sepíember 1966 UPPSALABRÉF FRÁ LÁRUSI JÓNSSYNI: Þýðingarmiklar kosn- ingar í Sviþjóð í dag Sumri er tekið að halla. Eitt bezta sumar, sem gengið hef- ur yfir sænsku þjóðina um lang an aldur. Hitar og sólskin. Það getur varla verið betra sumar leyfaveðrið en það hefur ver ið í ár. Sjálfur fór ég til Dan merkur um Jónsmessuna, þar rigndi á hverjum degi þrumu skúrir, ef ekki annað. Á með- an var þurrkur og sólskin í Uppsölum. Veturinn var sá lengsti, sem skráðst hefur í annálum. Um- skiptin urðu svo snögg, að allt Fór á flot. Flóð urðu gífurleg, víða hefðu bændur þurft að ynkja akra sína á mótorbátum í stað dráttarvéla. Slík er þó ;kki tæknin orðin, því varð illt seinna en eðlilegt er. Jörð in þornaði þó mjög snögglega ag mikið, þegar flóðunum létti. Eðlisástand þessa jarð- vegs spilltist og akrar greru seint, ójafnt og illa, enda mun ippskera víðá með eindæmum lítil í ár. Hé'r í nágrenni Upp- sala eru sumir akrar svo illa útlítandi, að ótrúlegt má telja. >ar sem flóðin urðu sem verst í vor, er efazt um að upp verði skorið í haust. Þar var ekki fyrri en í júlílok, að nokkur gróðrarskúr féll, þá spratt ill- gresi ört vegna hitanna, en nytjagróður var þá svo spilltur orðinn, að til lítils kom, nema auðvitað hvað grasvöllum við kemur, þar má vænta betri síð ari sláttar. Að venju er ástand- ið verra í austurhluta landsins en í suður- og vesturhlutanum. Á Skáni er jafnvel talað um meðaluppskeru sums staðar. Nú er það ekki bara veður farið, sem hrellir sænska bænd ur. í vetur sem leið var lagt fram álit nefndar þeirra, sem síðan 1960 hefur unnið að end urskoðun á landbúnaðarstefnu ríkisins. Þar urðu menn ekki á eitt sáttir. Ríkisstjómarfólk- ið og launafólkið í nefndinni viU fækka bændum til mikilla muna, vinna að stækkun bú anna og halda búvöruverðinu niðri. Fulltrúar bænda gátu sætt sig við markið, en deilur hafa aðallega orðið um aðgerð ir til þess að ná markinu. Að vísu hafa þjóðhagsfræðingar ríkisstjórnarinnar reiknað út, að landbúnaður borgi sig ekki hér og gyllt fyrir fólki, hve mik ið sé að vinna á því að leggja niður landbúnaðinn að mestu leyti. Matvæli myndu ódýrari, ef innflutt væru, framleiðni vinnuaflsins sé meiri í öðrum atvinnugreinum, og fleira af því taginu. Forsvarsmenn bænda sem og hægri menn og miðflokksmenn efast um að innflutningur matvæla verði ódýrari neytendum og að ekki sé svo mikið vinnuafl í land búnaðinn að sækja vegna óhag stæðrar aldursskiptingar, en bændur eru til muna eldri en þjóðin í meðaltali. f kosninga baráttu þeirri, sem nú stendur vfir, er einnig talað um að, ósæmandi sé með tilliti til mat vælaástandsins, í heiminum að draga saman matvælafram- leiðslu hér, talar hefur verið um matvælabanka með meiru þess háttar. Önnur röksemd, sem tók betur á stjómarliðinu, var sú, að við styrjöld eða ein angrun væri hætta á matvæla- skorti, ef framleiðsla á friðar- tímum væri allt of lítií. Nefnd- armeirihlutinn leggur því til að landbúnaðarframleiðslan, minnki á næstu 12— 15 árum frá núverandi ca. 95% af þörf- inni niður í ca. 80%. Talið er að þetta þurfi að leiða til þess að þændum fækki um hart nær helming á þessum tima. Þetta er ekki hvað sízt talið nauðsynlegt að stækka til mikilla muna þau bú, sem eiga haldast við. Nýlega var jarðakaupalögum breytt svo að auðveldara yrði fyrir fyrir- tæki í matvælaiðnaðinum t. d. sláturhús eða niðursuðuverk- smiðjur að reka stórbúskap, s. s. flesk- eða kjúklingaverk- smiðjur. Bændafulltrúarnir hafa nauð ugir fallist á þetta 80%-mark, en þeir vilja ná því með mild- ari leiðum. M. a. segja þeir að fækkun bænda sé þegar nú svo ör, að ekki þurfi að reka á eftir. Þeir vilja nota jákvæð- ar aðgerðir, þ. e. auðvelda þeim að hætta sem vilja og auð- velda þeim sem vilja halda áfram að gera það. Þetta myndi samkvæmt for- ystumönnum bænda krefjast þess að verðlag sé það hátt að fólk vilji leggja fé í fjár- festingu í landbúnaði, og að vel sé fyrir þeim séð, sem vilja eða verða að hætta, en vegna aldurs eiga erfitt með að finna atvinnu í öðrum atvinnuvegum. Sósíalistar vilja ekki halda verð laginu uppi, heldur þvert á móti, að það hækki minna en annað verðlag, vilja seta pressu á bændur að bæta rekstrar- fyrirkomulagið. Þeir vilja efla þá starfsemi ríkisins, sem hafin var 1948, og miðar að stækkun búanna með ríkisstuðningi og veitir aðhald að sölu bújarða. Þeir lofa stuðningi við þá, sem hætta í samræmi við það, sem aðrar stéttir hafa í og með starfsemi atvinnumálastjórnar- innar, sem tvímælalaust er hin umfangsmesta í heiminum. Baráttan hefir oft verið hörð og ekki alltaf málefnaleg. í fyrrasumar héldu bændur mót- mælafundi, í sumar hafa þeir sett upp hér og hvar meðfram vegum skilti, þar sem spurt er „getið þið hugsað ykkur þessa sveit án landbúnaðar?" og sitthvað í þeim dúr. Það merkilega hefir nú komið í ljós, að það eru fyrst og fremst bændur, sem geta hugsað sér þetta. Þeim er engin akkur í að hokra við sultarkjör, og ef þeir eiga að geta fært út kví- arnar, ja, þá verða aðrir að hætta og sleppa við þá jarð- næðinu. Hins vegar vilja kaup- staðarbúar hafa búfé í högum kringum sumarbústaði sina. Hvað um allt þetta, sá sem orðið hefir fyrir reiði bænda er öðrum frejpur landbúnaðar- ráðherrann Holmqvist. Ég hefi í sumar, ferðazt nokkuð mikið um suður- og miðhluta lands- ins og hitt að máli fáeina bænd- ur, og hafa þeir átt bágt með að finna prentunarhæf orð til þess að lýsa tilfinningum sín- um í garð Holmqvist. Tilgang- ur ferðar minnar var að taka jarðvegssýnishorn í tilrauna- reitum á ökrum bænda. Því var ávallt reynt að ná tali af húsráðanda áður en farið var af húsráðanda áður en farið var að róta í hveitiakrinum. Flestir tóku því vel. Einn var bóndi við mjaltir er okkur fé- laga bar að garði. Gat hann því ekki fylgt okkur á áfanga- stað. Innan stundar kom hann hjólandi með hressingu handa okkur og vildi gjaman spjalla. Hann þýfgaði okkur um það, hvort við værum ekki sendir af Holmqvist, til þess að athuga hvort ræktunarjörð hans væri nothæf til akuryrkju. Við bár- um þetta af okkur eftir beztu getu og ég held jafnvel að hann hafi trúað okkur, því að hann varð smám saman hinn ræðnasti, viðfeldinn og ánægju- legur að kynnast eins og flest- ir sænskir bændur. Það sem er á döfinni í land- búnaðarmálum er meir en vel þess virði að um það skrifa eitt heilt Uppsalabréf. Kanski verður af því síðar, en að sinni verður þetta að nægja. Það eru kosningar hér eftir tæpan hálfan mánuð og skal þeirra getið að nokkru. Þann 18. september fara fram almennar kosningar til sveita- og sýslustjórna. Sýslustjórnir kjósa svo síðar meir þingmenn efri deildar Ríkisdagsins, ca. einn áttunda hluta ár hvert. þess vegna hafa þessar kosn- ingar áhrif á þjóíjmálin, geta jafnvel valdið stjórnarskiptum, ef sós.dem. bíða ósigur og borg- aramir sigra. Af þessu leiðir að sjálfsögðu, að þjóðmálin setja svip á kosningabaráttuna. Stjórnarskrármálið hefir fyrir tilstilli frjálslyndra orðið að bitbeini. Þar hefir stjórnarand- staðan beint geiri sínum að stjórninni. Einkum hafa deil- urnar snúizt um kosningarfyrir- komulagið og deildaskipun Rík- isdagsins. Sós. dem. hafa kanski ekki neitt á móti því að við- halda því tveggjadeilda kerfi, sem nú er, og þá með óbeinum kosningum til efri deildarinn- ar. Eins og er hafa sýslustjórn arkosningar áhrif á skipan efri deildar í tólf ár eftir kosningar. Sós. dem. náðu völdum undir þessum kringumstæðum fyrir hálfum fjórða áratugi síðan, og það er varla ofmælt, að síðustu tíu árin hefir veldi þeirra oft hangið á þeim bláþræði, sem vel heppnaðar sveitarstjórnar- kosningar eru. Borgararnir vilja ekki una þessum kjörum, þeir telja, að því er virðist, að eina leiðin til valda sé yfir breytt kosn- ingafyrirkomulag. Þeir vilja því eina deild, kjörna beinum hlut- bundnum kosningum við eitt og sama tækifæri, þeir segja að þjóðarviljinn eigi að slá í gegn með fullum krafti og sam- stundis. Allir nema kommúnist- ar eru sammála um að hafa þröskuldi fyrir smáflokka, til þess að hindra klofning og tryggja stöðugt þingræði. Fyr- ir nokkrum árum buðust sós. dem. til þess að láta leysa upp efri deild fyrir kosningar 1966 og að allir þingmenn yrðu kosnir í einu eftir þessar sýslu- kosningar og til jafnlangt tíma allir. Þetta afþökkuðu borgar- arnir með þeim rökum að slíkt myndi tefja fyrir endurskoð- un stjórnarskrárinnar, svo og að ef stjórnin tapaði sveita- stjórnarkosningunum, þá gæti hún bætt svo ráð sitt, að hún héldi velli þegar til nksdags- kosninga kæmi. Sveitastjórnar- kosningarnar fara nefnilega fram mitt á milli ríksdagskosn inganna. Sós. dem. halda því fram að sveitastjórnarmál og þjóðmál séu í svo nánum tengs! um að ekki sé óeðlilegt að kjósandinn geti látið álit sitt á báðum í ljósi samtímis. Tengslunum neitar enginn. en borgararnir neita því, að þau gefi tilefni til þess að hræra saman kosningunum, þvert á móti sé margt, sem mæli með því að hreinrækta sveitastjóma málin og kjósa þau eingöngu. Sveita- og sýslustjórnarkosningar í Svíþjóð, er áhrif hafa á þjóðmálin Hafi sóc. dem. verið í vöm í stjórnarskrármálinu hafa þau reynt að bæta sér það upp með sókn á öðrum vígstöðvum. Eink um í lóðamálum, þeir hafa ný- lega birt stefnu sína 1 því efni, sem miðar að því að gefa sveita og bæjarfélögum til mikilia muna aukna möguleika að ganga inn í kaup á fatseign- um, sem ástæða er til að ætla að þurfa muni til almennings- þarfa eða húsbygginga í náinni framtíð. Sveitirnar eiga helzt að hafa banka af jarðnæði, sem dugir I tíu ár, þá er von til þess að hægt sé að halda lóða- braskinu í skefjum. Lóðabrask- ið er eins og er erfiður baggi á husnæðisvandamálinu, sem þó er nógu erfitt fyrir. Ný húsa leigulöggjöf er annað tromp, sem veifað er, svo og aukin árvekni í verðlagsmálum. Verð- bólgan er býsna ör eins og stendur. Stjórnarandstaðan gagnrýnir af móði allar aðgerð- ir stjórnarinnar í öllum þess- um málum, þó er ekki stjóm- arandstaðan aldeilis einhuga, sérstaklega í lóðamálinu, þar sem frjálslyndir og miðflokks- menn vilja veita sveitafélögun- um forkaupsrétt, en nokkuð meira takmarkaðan en stjóm- in vill, á meðan hægri menn era algerlega mótfallnir siíku. Stjómin hefur æ ofan í æ ver- ið minnt á, að fyrir tuttugu árum síðan lofaði hún að hafa byggt burtu húsnæðisskortinn, innan fjögurra ára, en hann hafi kannski aldrei verið verri en nú. Stjórnin segir að hvergi í heiminum hafi verið byggt meira en í Svíþjóð og að full- ur helmingur þjóðarinnar búi nú í húsnæði sem hafi verið byggt á síðustu tuttugu áram og ef fólk léti sér nægja þá íbúðarstærð, sem þá var, myndi ÖU þjóðin fá plass í þessu húsnæði. Stjórnarandstaðan er auk kommúnista, sem era vongóð- ir vegna háværra umræðna inn an vinstri arms sóc. dem„ hægri flokkurinn, frjálslyndi flokkur- inn, miðflokkurinn og sú blaðra sem kom upp við síðustu kosn- ingar, KDS, eða kristna lýðræð- ishreyfingin. KDS er ákaflega erfitt að henda reiður á, það er eins og mest beri á reynslu- skorti og þekkingarleysi um stjómmál. Þeir svara með mörg um orðum og lítilli nákvæmni, að afkristnun þjóðarinnar og siðgæðisupplausnin séu alvar- legustu vandamálin, þeir vi'.ja skerpa eftirlit með bókaútgáfu og blaðaútgáfu, kvikmyadagerð og öðram tjáningarformum. Þeir segja að þetta sé hægt með núverandi löggjöf óbreyttri, svo þeir vilji ekki innleiða nokkra ritskoðun. Þeir vilja þjóðstjórn og tala með lítilsvirðingu um flokkadrætti hinna gömlu flokkanna. Þeir segja, að guð sé með KDS að vísu kunni hann að vera með hinum flokkunum líka, en áreið anlega með KDS. Gallinn er bara sá að guð hefur ekki kosn- ingarétt hér fremur en ég og aðrir útlendingar. Miðflokkur- inn og frjálslyndir hafa lagt fram sameiginlega stetnuskrá. sem þó er nokkuð götótt og ekki sérlega Ijós í öllum grein- um. Það var ekki alltaí hægt að ná samkomulagi, þetta á við um svo þýðingarmikil mál sem landbúnaðarmál, þar sem frjáls lyndir eru að mestu stjórnar- megin, eða a.m.k. voru, og mið flokkurinn bændamegin. þetta á einnig við um dreifingu at vinnutækjanna, þar sem mið- flokksmenn vilja iðnfyrirtæki í Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.