Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.09.1966, Blaðsíða 16
f LANDSLEIKUR I DAG Alf-Reykjavík. — í dag, sunnu- dag, fer fram á Laugardalsvellin- um í Reykjavik landsleikur í knatt spyrnu milli íslendinga og áhuga- manna Frakka. Hefst leikurinn kl. 16. Þetta verður annar a-landsleik- ur íslands á þessu sumri, himi fyrri var gegn Wales og lauk með jafntefli, 3:3. fslenzka liðið í dag verður þannig skipað: Sigurður Dagsson, Ámi Njálsson, fyrirliði, Óskar Sigurðss. Magn. Torfas.Ant on Bjamason, Sigurður Albertss. Yustef Lateef í Jazzklúbbnum FB-Reykjavik, fimmtudag. Hinn merki jassleikari Yusef La- teef (WiHiam Evans) verður gest- ur Jassklúbbs Reykjavíkur næst komandi mánudagskvöld, 19. sept- ember í Tjarnarbúð. Mun hann koma þar fram og verða meðleik- arar hans Þórarinn Ólafsson og tríó. Jasskvöldið hefst kl. 9. Yusef Lateef er fæddur í októ- ber 1920 í Cattanooca í Tennesse í Bandaríkjunum, en ólst upp í Detroit. Byrjaði hann að leika op- inberlega í Detroit 1939. Til New York fór hann 1946 og lék þar með Lucky Millander og síðar með hljómsveitum Hot Lipspage og Roy Eldrigde. Lateef lék með Dizzy Gillespie árið 1949 og sama ár snerist hann tíl Múlhameðstrúar og tók þá upp nafnið Yusef Lateef. Hann stofnaði sína eigin hljóm- sveit í Detroit árið 1955, en hef- ur dvalizt að mestu í New York síðan 1959, en það ár lék hann með sinni eifin hljómsveit á The Half note. Árið 1960 lék hann se meinkaritari með Charles Ming- us. Lateef leikur á flaut oboe, ten- órsaxófón, og Aefur gert tilraun- ir með að leika jass á austur- lenzkt tréblásturshljóðfæri. Hann hefur verið kjörinn annar og þriðji bezti flautuleikari Bandaríkjanna á sviði jassins. SNÚA SÉR T!L AÐMÍRÁLSINS OG Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn fundur í Félagi sjónvarps- áhugamanna og mættu rúmlega 300 manns. Fundarstjóri var Sveinn Valfells, en fundarritari Jakob Hafstein. Fundarefni var aðgerðir gegn takmörkun á send- ingum Keflavikursjónvarpsins, er íslenzka sjónvarpið tekur til starfa. Hreinn Pálsson formaður félags- Framihald á bls. 15. Reynir Jónsson, Hermann Gunn- arsson, Kári Árnason, Ellert Schr- am og Karl Hermannsson. Dúmari verður 0‘Neil frá írlandi en línuverðir þeir Rafn Hjaltalín, Akureyri, og Guðjón Finnbogason, Akranesi. NÝ KIRKJA VÍGÐ í HÖFN AA-Hornafirði. Fimmtudaginn 28. júlí sl. vígði biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, hina nýbyggðu Hafnarkirkju. Stólræðunar flutti sóknarprest urinn í Bjarnanesi séra Skarp héðinn Pétursson. Biskupinn og prófasturinn þjónuðu fyrir altari.Vígsluvottar voru, prófast urinn á Djúpavogi sr. Trausti Pétursson, sr. Fjalar Sigurjóns son á Kálfafellsstað og þeir Óskar Helgason safnaðarfull- trúi og Gísli Björnsson sóknar- nefndarmaður. Við orgelið var Eyjólfur Stefánsson söngstjóri. Kirkjukór Hafnarfjarðar söng, og einnig söng einsöng Anna Þórhallsdóttir. Að vigslu lokinni var almenn altarisganga. Öll vígsluathöfnin var hin hátíðlegasta og sóttu hana um 320 manns. Veður var hið fegursta. Að lokinni vígsluatlhöfninni bauð sóknarnefndin öllum til kaffidrykkju í Sindrabæ. Þar voru fluttar ræður og árnaðar- óskir og lýst sögu kirkjubygg- ingarinnar. Kirkjuna teiknaði Ragnar Emilsson, arkitekt en Guðmundur Jónsson byggingar- meistari Höfn annaðist bygg- ingarframkvæmdir. Margar veglegar gjafir höfðu kirkjunni borizt, bæði minning argjafir og kirkjugripir. RUMT100 STUNDAR BÚNAÐARNÁM í VETUR KJ-Reykjavík, laugardag. Liðlega eitthundruð nemendur verða við búnaðarnám í búnaðar- skólunum tveim að Hólum og Hvanneyri í vetur. Er það svipuð tala og i fyrra, og starfsemi skól- anna verður einnig með svipuðum hætti og þá. Tíminn hringdi í skólastjóra búnaðarskólanna og fara hér á eftir upplýsingar cr þeir gáfu hver um sinn skóla. Haukur Jörund'sson skólastjóri að Hólum sagði að 1. október hæf- ist kennsla í skólanum og yrðu nemendur 34—36, sem skiptust í eldri og yngri deild. Á meðal nem- enda í vetur eru tvær stúlkur, og svo var einnig í fyrra. Sagði Hauk- ur að nemendur að Hólum væru úr nærri öllum sýslum landsins. Fastráðnir kennarar verða fjórir auk þess fjórir stundakennarar og ráðunautar Búnaðarfélags íslands koma svo af og til og halda fyrir- lestra um ýmislegt sem viðkemur búnaðarháttum. Engar sérstakar breytingar verða á kennsluháttum og ekki hafa orðið neinar breyt- ingar á húspæði skólans 'frá því að lokið var við nýtt anddyri í fyrra. í sambandi við skólann starf ar bæði hrossakynbótabú og eins eru þar gerðar tilraunir með sauð- fé. Nemendur 1 eldri deild er gef- inn kostur á að koma með hesta tíl tamningar, sem hefjast upp úr nýári. Fyrir viku síðan var byrjað að bora eftir heitu vatni í Hólatún- inu, og síðar er áætlað að bora á fleiri stöðum fjær bænum. Eru bundnar miklar vonir við þessar boranir, og þá sérstaklega með tíl- liti tíl frekari skólahalds og upp- byggingar á staðnum. Guðmundur Jónsson skólastjóri á Hvanneyri sagði að í vetur myndu 70 nemendur verða á Hvanneyri 63 í hinum venjulega bændaskóla og 7 í framhaldsdeild og þar af er ein stúlka. Venju- legi bændaskólinn byrjar 17. októ- ber en framhaldsdeildin 5. októ- ber. Venjulega eru 7—8 kennarar á Hvanneyri, sem þá líka stunda Framhald á bls. 15. FUNDUR í FUF UM STJÓRN MÁLIN OG UNGA FÓLKIÐ Fundur verður haldinn í Félagi ungra Fram- sóknarmanna í Reykjavík, þriðjudaginn 20. sept. n. k. að Tjamargötu 26, og hefst hann kl. 8.30. Helgi Bergs, ritari Framsóknarflokksins, talar um stjómmálin og unga fólkið. Þá verða frjáls- ar umræður og einnig mun framsögumaður svara fyrirspumum. Allt Framsóknarfólk er velkomið. Stjóra FUF f Reykjavík. 8 Ffugbjörgunarsveitarmenn sækja lík á Grænlandsjökul KT-Reykjavík, laugardag. Brezkur leiðangur, sem var á ferð um Grænlandsjökul, fann flug vélarflak með Iíkum níu manna 8. ágúst s. 1. Tilkynnti leiðangurinn varnarliðinu um þennan fund. Á mánudag kemur hingað til lands bandarískur ísbrjótur með tvær þyrlur innanborðs. Héðan fara með honum 8 menn úr Flugbjörgunar- sveitinni og 6 menn frá varnarlið- inu áleiðis til Grænlands, þar sem „KÓPAVOGOR 1966“ EGGET E. LAXDAL HELDUR MÁLVERKA- SÝNINGU FB-Reykjavík. Eggert E. Laxdal listmálari opn aði í gær málverkasýningu_ í Fé- lagsheimilinu í Kópavogi. Á sýn- ingunni eru 20 olíumálverk, sem öll hafa verið máluð á þessu ári. Yfirskrift sýningarinnar er „Kópa- vogur 1966,“ en málverkin em öll í einhverjum tengslum við kaup- staðinn. Aðgangur að sýningunni verður ókeypis, en Sveinbjörn Pét ursson veitingamaður mun selja veitingar þeim, sem þess óska. Sýn ingin verður opin frá kl. 2 tíl 10 dag hvern frá 17. til 25. septem- ber. Dagana 20. og 21. ágúst sl. tók Eggert E. Laxdal þátt í samsýn- ingu International Kunstudstilling í Holsterbro-hallen. Þar sýndu 14 listamenn danskir, tékkneskir, sænskir, norskir, finnskir og -ís lenzkir, Eggert og auk han Elías B. Halldórsson. Nú stendur yfir sýning í Galerie Christine í Gauta- borg, þar sýnir Eggert Laxdal fjór ar collage (klippmyndir), en auk hans sýna á þessari sýningun átta Danir. Eggert hefur nú fengið boð frá Listvinafélagi í Kaupmanna- höfn um að taka þátt í samsýn- ingu, sem haldin verður í Nikolaj kirkju á næstunni. Hefur Eggert sent utan tvö stór olíumálverk, sem sýnd verða á sýningunni. iþeir ætla að freista þess að ná I líkunum. Tíminn hafði i dag samband við Sigurð S. Waage hjá Flugbjörgun- arsveitinni til þess að spyrjast nán ar fyrir um þetta mál. Sagði Sig- urður, að líkin hefðu fundizt á Krónborgarjökli, 68,32 n.br. og 28,35 v.l Brezki ieiðangurinn hefði tilkynnt varnarliðinu um fundinn og vamarliðið síðan leitað til Flug b j örgun arsveitarinnar. Framhald á bls. 15. AL BISHOP SYNGUR Á BORGINNI GÞE-Reykjavík. Á fimmtudagskvöld kom hingað til lands bandarjski söngvarinn A1 Bishop, en hann mun skemmta gestum á Hótel Borg næstkomandi mánuð. Til skamms tíma var Bis- hop í söngtríóinu Deep River Boys, sem kom hingað tíl lands fjTÍr þremur ámm og skemmti við mjög góðar undirtektir áheyrenda, en ekki alls fyrir löngu sagði Bishop skilið við félaga sína og hefur skemmt upp á eigin spýtur um hríð, einkum á Norðurlöndum. Bishop þykir einkar góður bassa- söngvari og afbragðs skemmtikraft ur. Hvar sem hann hefur komið fram hefur hann átt miklum vin- sældum að fagna. Hann syngur aðallega létt klassísk lög og negra sálma, og með hljómfagurri rödd sinni og persónutöfrum tekst hon um jafnan að vinna hug og hjörtu áheyrenda sinna. Hingað kemur hann á vegum Skrifstofu skemmti krafta. LISTAVERKA- KYNNING OG KAFFISALA Menningar- og friðarsamtök ís- lenzkra kvenna hafa í dag, sunnud. kl. 14.30 listaverkakynningu og kaffisölu í Breiðfirðingabúð en listaverkakynning sem þessi er nýr liður í starfi samtakanna. Þeir listamenn sem sýna verk sin á þessari fyrstu listaverkakynningu em þessir: Sverrir Haraldsson listmálari, sem jafnframt sér um sýninguna, Hörður Ágústsson listmálari, Kjart an Guðjónsson listmálari, Barbara Árnason listmálari, Guðmunda Frannhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.