Tíminn - 07.10.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.10.1966, Blaðsíða 1
 Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323. Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 228. tbl. — Föstudagur 7. október 1966 — 50. árg. Fyrir sjö árum flúðu þúsund- ir Tíbetþúa burt frá Tíbet. Margir þeirra hafa síðan lifað sem flóttamenn í Indlandi og orðið að vinna þar við vega- lagningu á vegum indversku stjórnarinnar. Konur jafnt sem karlar hafa stritað daginn út og inn við þessa erfiðu vinnu. Her eru nokkrar tfbetskar kon ur með börn sín á bakinu að bograst við að tína grjót úr veginum. Flóttamannahjálpin gengst fyrir fjársöfnun fyrir þetta fólk 24. okt. Mikill samdráttur borgar framkvæmda vegna fjár- skortsins Miklar umræður um fjárhags mál borgarinnar á borgar- stjórnarfundi í gærkveldi AK-Reykjavík, fimmtudag. - Á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í dag urðu allmiklar umræður um fjárhagsmál borgarinnar í tilefni af þeirri greiðslukreppu, scm borg in er nú í. Borgarstjóri upplýsti, að gjaldfallnar kröfur á borgina, sem ekki hefði verið unnt að greiða, næmu um 36. millj. kr. Hann taldi einnig, að innhcimta útsvara og aðstöðugjalda ársins hefði nm síðustu mánaðamót ver- ið nokkru lakari en á sama tíma í fyrra, eða 42.3% á móti 45.4% á sama tíma í fyrra. Borgarstjóri kvað ástæður til þessa að sínu áliti vera margar, en nefna mætti, að byggingar væru miklar á árinu, mikið hefði verið flutt inn af bílum og vafa- lítið hefðu mikil kaup sjónvarps- tækja sín áhrif, og þegar þetta gerðist samfara alkunnum láns- fjárskorti í landinu, væri ekki óeðlilegt að þess sæjust merki. Þá viðurkenndi borgarstjóri, að þessi fjárhagsvandræði, sem hann taldi raunar lítil og bundin við örfáar vikur og hefðu engin verið, ef innheimtan hefði verið jafngóð og í fyrra, mundu valda veruleg- um samdrætti í framkvæmdum Reykjavík komin á kola- svæði kaupfélaganna á Selfossi og í Borgarnesi FB-Reykjavík, fimmtudag. Nú er svo komið, að höfuðborg- 6 daga sjónvarp um miðjan nóv? SJ-Reykjavík, fimmtudag. Sjónvarpið er enn aðalumræðu- efnið manna á meðal, og margir vilja vita hvenær eigi að hefja út- sendingar sex daga vikunnar eins og áformað er. Eftir því sem Tím- inn hefur komizt næst á að hefja reglulegar útsendingar um miðj- an nóvember og jafnvel fyrr ef mögulegt er. Þá stendur fyrir dyr um að fjölga fastráðnu starfsliði sjónvarpsins úr 30 í 54 og munu nýliðarnir aðallega eiga að ann- ast tæknilega störf. Þá hafa sjónvarpsmenn hugleitt að fjölga útsendingum ef verkfall prentiðnaðarmanna skellur á. in sjálf er komin á kolasvæði tveggja kaupfélaga, Kaupfélags Borgfirðinga og Kaupfélags Árnes inga, enda þótt félagssvæði þess- ara kaupfélaga nái ekki til borS- arinnar. Ástæðan er sú, að nú í haust hætti Kol og salt að selja kol, en þeir munu enn vera ófáir hér í Reykjavík, sem geta aðeins með því að brenna kolum hitað upp híbýli sín. Samkvæmt upplýsingum Þórðar Pálmasonar kaupfélagsstjóra í Borgarnesi fór Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar þess á leit við kaupfélagið, að það greiddi fyrir sér um kolakaup, og hafa verið send hingað á annað hundrað tonn af kolum. Þórður sagði, að miklum erfiðleikum væri bundið að fá menn til þess að vinna við bæði kol og kox nú tii dags, og því væru Borgnesingar ekkert hrifnir af að þurfa að annast kola- dreifingu til annarra en þeirra, sem eru á þeirra eigin félagssvæði, en það nær frá Skarðsheiði vestur að Staðarsveit. Hins vegar hefur kolum verið dreift alla leið til Patreksfjarðar og nú síðast var kolabíll sendur austur í Vík í Mýr- dal. Venjulega hefur Kaupfélag Borgnesinga annazt dreifingu á 400—500 tonnum af kolum á ári. en þeim fer stöðugt fækkandi, sem þurfa á kolum að halda, þar sem margir taka upp olíukynding- Framhald á bls 14. borgarinnar, eins og þegar hefði verið gerð grein fyrir. Jón Hannibalsson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins - ræddi nokkuð um loforð Sjálfstæðis- flokksins fyrir kosningar og einn- ig hinn mikla framkvæmdahraða, sem' hafður hefði verið þá, með næturvinnu og helgidagavinnu til þess að sýnast fyrir kosningar, og síð.an ræddi hann fjármála- stjórnina almennt. Einar Ágústsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins sagði, að eitt af því, sem komið hefði fram í þessum umræðum, að borgin hefði mjög svipaða lánafyrir: greiðslu hjá viðskiptabönkum sín- um og sl. ár en þær upphæðir hefðu ekki hækkað í samræmi við hækkun dýrtíðar. Það væru al- kunna, að borgarsjóði reyndist örðugt að brúa bilið yfir aðal- framkvæmdatíma sumarsins þang- að til meginhluti gja'danna inn- heimtist. Þarna ættu og þyrftu við skiptabankarnir að hlaupa undir bagga. En hvernig stæði á því að, þeir virtust ekki geta það nú, spurði Einar? Ástæðan væri einfaldlega vegna þess, hvernig stjórnarstefn an hefur stefnt peninga- og láns fjármálum í mikið öngþveiti. Þar er hin tilbúna lánsfjárkreppa rík- isstjórnarinnar að verki. Hún krefðist 25% sparifjáraukningar- innar til frystingar í Seðlabank- anum. Ríkissjóður keppti svo meira að segja við bankana um spariféð með því að bjóða verð- tryggð spariskírteini eða með kjörum, sem bankarnir fengju ekki að bjóða og gætu ekki boð- ið. Einar sagði, að það blasti nú við hverjum manni, að stjórnar- stefnan væri búin að leiða það öngþveiti yfir þjóðina, að megin- þorri fyrirtækja ætti í mjög mikl- um rekstrarörðugleikum og mörg þeirra hefðu hreinlega orðið að gefast upp. Þá sagði Einar, að það hefði ekki staðið á loforðum fyrir xosn- ingarnar í vor, og þá hefði ekki verið minnzt á fyrirsjáanleg fjár- Framhald á bls. 14. 5ELJA FYRIR MILLJÓNIR KJ-Reykjavík, fimmtudag. Þegar sjónvörp eru til í þcim verzlunum sem mest hafa um- svifin, seljast allt að fimmtíu tæki á daS, eða lauslega fyrir rúina milljón krónur, og er þvi ekki ofmælt að sjónvörp selj- ist yfir milljónir á degi hverj- um hér í Reykjavík. En það er ekki nóg að fá sjónvarpið, því í flestum til- fellum þarf loftnet líka, og þar kemur nú babb í bátinn því þau fást víst alls ekki í allri Reykjavík þótt vel sé leitað, og er þá til lítils að fá sér sjónvarpstæki, þegar ekki fæst hið rétta loftnet jafnframt. En þó að menn væru nú bæði bún- ir að verða sér úti um sjón- varp og loftnet, þá þarf sér- fróðan mann til að stilla tæk- ið, og hann fæst ekki nema með fjögurra til fimm daga fyrirvara, svo fólk verður að hafa biðlund, og heimsækja vini og kunningja á „sjónvarps kvöldunum" ef það vill ekki missa af dagskrá íslenzka sjón- varpsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.