Tíminn - 07.10.1966, Qupperneq 12

Tíminn - 07.10.1966, Qupperneq 12
I 12 TÍMINN FÖSTUDAGUR 7. oWóber 1966 ÞÝZKAR ELDHÚSINNRÉTTINGAR lír HarSpIasti: Format innréttingar bjóða upp á anna'S hunclrað'tegundir skópa og litaúr- val. Allir skópar meS baki.og borðplata sér- smíðuð. Eldhúsið fæst með hijóðeinangruð- um stálvaski og raftækjum af vönduðustu gerð. - Sendið eða komið með mál af eldhus- inu og við skipuleggjum eldhúsið samstundis og gerum yður fast verðtilboð. Ctrúlcga hag- stætt verð. Munið að söluskattur er innifalinn í tilboðum frá Hús & Skip hf. Njótið hag- stæðra greiðsluskilmála og lækkið byggingakostnaðinn. luirr RAFTÆKI HpS & SKIP hf. LAUGAVrci 11 • S(MI 2I31S FARÞEGAFLUG-FLUGSKÓLI Atvinnurekendur: SpariS tíma og peninga — látiS okkur flytja viSgerSarmenn ySar og varahluti, örugg þjánusta. FLUGSYN Dagenite rafgeymar Höfum fengið þessa viðuricenndu rafgeyma 6 og 12 volta. Dagenite EASIFIL tegundin hefur útbúnað sem sýn ir þegar þarfnast áfyllingar. Degenite EASIFIL hefur geymslu fyrir vatn sem rennur sjálfkrafa inn á, eftir þörfum. Framleiðendur Rolls Royce bifreiða, hafa notað Dagenite, yfir 50 ár. Garðar Gíslason h/f Bifreiðaverzlun GLAUMBÆR ERNIR leika og syngja í kvöld. GLAUMBÆR Auglýsið i TÍMANUM MINNING Guðrún Oddsdóttir frá Sandi fædd 14. jan. 1875, dáin 24. sept. 1966. Síðastliðinn laugardag var til moldar borin að Nesi í Aðaldal Guðrún Oddsdóttir á Sandi, ekkja ; Guðmundar Friðjónssonar, skálds. j Nafnið Guðrún á Sandi vekur í ] huga mér ljúfar minningar frá bernsku. Fyrstu kynni okkar, er ég man, eru tengd þeim stað, þar sem hún nú leggst til hvíldar. Ég hafði fengið að fara í fyrsta skipti til kirkju að Nesi með for- eldrum mínum. Enn man ég veðr- ið, fólkið og áhrif staðarins eins vel og það hefði verið í gær. Ég gekk með móður minni í átt að kirkjunni, ex falleg mið- aldra kona í fylgd með annari yngri gekk í veg fyrir okkur og heilsaði móður minni. Síðan brosti hún til mín, beygði sig niður, vafði mig örmum og sagði: „Bless- aður og sæll, elsku drengurinn minn.“ „Hvaða góða kona var þetta?“ spurði ég mömmu, þegar við vor- um setzt inn í kirkjuna. „Þetta er hún Guðrún á Sandi, kona Guð- mundar frænda þíns, hún átti lít- inn dreng, sem hún missti, og þú varst látinn heita eftir honum.“ Síðan eru liðin hátt í fjörutíu ár. Kynni okkar hafa alltaf verið síðan með líkum hætti. Þó oft væri langt milli okkar, leið aldrei svo ár að ég fengi ekki kveðju frá henni. Guðrún giftist árið 1899 Guð- mundi Friðjónssyni, skáldi á Sandi og eignaðist með honum tólf börn. Ævi hennar hefur ekki alltaf verið leikur einn, frekar en annarra þeirra kvenna, er höfðu svo mannmargt heimili að annast á þessum árum, og svo urðu þau hjón fyrir þeirri sáru sorg að missa tvo drengi, annan í bernsku, en hinn 23 ára gamlan, greindan og efnilegan pilt. En hvorki ann- ríkið né sorgin beygði Guðrúnu. AHtaf minnist ég hennar með sama hægláta, hlýja brosið. Hún átti líka mikið, tíu mannvænleg börn, sem fengu að lifa hjá henni. Sambúðin við eiginmanninn var með því bezta, sem þekkist og Það er sem sagt til annað en „apartheid" í sambýli kynþátta, segir Freyre, og vitr»ar í greinar- höfund í enska dagblaðinu „Guard ian“, sem segir, að kynþáttalýð- ræðið í Brazilíu sé langt frá því að vera fullkomið, en það sé samt „einsdæmi í veröld, sem á í sífellt bitrara kynþáttastríði." FRÍMERKI Fyrir bven íslenzkt tri merki, sem þér sendíö mér, fáið þér 3 erlend Sendið minnst 30 stk. JÖN AGNARS, P.O. Box 965, Reykjavík. OKUMENN Látið athuga rafkerfiö i bílnum . Ný mæiitæki RAFSTILLING- SuSurlandsbraut 64, sími 32385 (bak «/ið Verzlunina Alfabrekkui mun ástríki þeirra frekar hafa auk izt með árunum. Það hefur oft verið sagt um konur merkra manna, að þær hverfi í skugga þeirra. En ekki er hægt að segja það um Guð- rúnu. Ljómi sá, er lýsti af skáld- inu á Sandi, lýsti einnig það svið, sem húsfreyjan starfaði á, svo eng um, er til þekkti, blandaðist hug- ur um, hver hún var, eða hvað hún var honum. Eiginmann sinn missti Guðrún! 26. júní 1944 og hefur síðan búið með börnum sínum heima á Sandi Mörg síðustu ár hefur hún átt við mikla vanheilsu að striða. En þá1 hefur hún átt því láni að fagna! að njóta ástúðar og umhyggju barna sinna, sem öll reyndu að gera henni langa og þreytandi legudaga sem léttbærasta. Ég kom til Guðrúnar einn sól- skinsdag í ágústmánuði, síðastliðn um. Rigning og súld hafði hvílt yfir sveitinni, en þennan dag birti upp. Birta og sólskin var einnig í huga hennar, þar sem hún lá í rúmi sínu umkringd börnum sín- um, og vinum oS venzlamönnum. Enn var hún hress í anda og full af trú á lífið og hið góða í heim inum, og það var gott að vera í návist hennar. Nú er hún dáin og rúmið hennar autt. En minn- ing hennar lifir í hugum ættingj-a hennar og vina. Mesta hamingja í lífiriu er að kynnast góðu fólki, þess vegna er minningin um það ein dýrmætasta eign okkar, fjár- sjóður, sem aldrei verður frá okk- ur tekinn. Ég er þakklátur fyrir að hafa kynnst Guðrúnu á Sandi og þegar ég nú hugsa tíl þess að fá aldrei að sjá hana framar, finn ég til saknaðar. Ég bið Guð um að leiða hana á hinum ókunnu vegum handan grafar og dauða og vona í minni veiku trú að við eigum einhvern tíma eftir að sjást einhvers staðar, þar sem allir veg- ir mætast. Snær Jóhannesson. MINNING Framnald af bls. 9 us við mikla vanheilsu að stríða. oft var hann sárþjáður, og lá þá langar legur í sjúkrahúsum, bæði í Neskaupstað og einnig í Reykja- vík. Hann bar veikindi sín og þrautir með stillingu, enda var hann ekki vanur að kvarta. Jóhanna reyndist honum góður lífsförunautur, og umhyggjusöm, enda reyndi á það síðustu árin, þegar hann var sjúklingur og þurfti hjálpar með. Það er margs að minnast, þeg ar gamall sveitungi og góður ná- granni, hverfur yfir móðuna miklu. Þá sækja minningarnar á hugann, og margt er að þakka á langri samleið. „Að fæðast og deyja, það er lífs ins saga.“ Svo kveðjum við hann hinztu kveðju, og biðjum honum blessun- ar á þeirri leið, sem hann nú hef- ur lagt út á. Konu hans, börnum og systur, og öðrum vandamönnum sendum við hjónin okkar innilégustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Jón I. Jónsson. BRASILÍUMENN Framhald af bls. 9 haldið var nefnilega föðurlegt. Þrælarnir voru hluti fjölskyldunn ar og fengu þannig sífellt betri félagsleg, efnahagsleg og menning arleg skilyrði. Blendingshjóna- bönd voru algeng, og stéttaskipt- ingin var mikilvægari en kynþátta skiptingin. Rómversk- kaþólska krrkjan hafði mikil áhrif og studdi samrunann. Vissulega eru til kynþáttafor dómar í Brazilíu. En Freyre legg ur áherzlu á, að þeir séu oftast byggðir á því, að mönnum finnist þeir vera göfugri stéttar frekar en göfugra kyns. Sjáið Pelé! Hinn heimfrægi knattspyrnu- maður Pelé er dæmi um Brazilíu mann nútímans. Hann leikur allt aðra knattspyrnu en leikin er í Evrópu, segir Freyre. Hann dans- ar kringum boltann á allt annan hátt en gert er í hinni uppruna- legu og skipulegu Evrópu-knatt- spyrnu. Það er ekki um að villast, að hann leikur Brazilíuknatt- spyrnu. Á svipaðan hátt er þróunin hröð á öðrum sviðum. í hinu blandaða samfélagi Brazilíu eru stöðugr að skapast nýjar líkamsgerðir, ný menningarform, ný félagstengsl manna, ný markmið og nýtt hátt- erni. NÓBELSVERÐLAUN Framhald af bls. 8 skáldinu Yukio Mishima, sem meira en lxtillar athygli séu verðir. Og þar eð verðlaunin hafi eklci fallið norskum rithöfundi í skaut síðan 1928, þá sé ekki fjarri sanni að hafa landsmálshöfundinn Tarj- ei Vesaas á blaði. Og síðast en ekki sízt, er nú ekki röðin kom- in að Færeyjum, ef William Heine sen er hafður í huga? BÓKARFREGN Framhald af bls. 8 brúa það bil, sem er milli Lesbóka nýs flokks og Lesbóka I.-IV. flokks og er I. hefti af fjórum, sem hugs- að er í þeim tilgangi. Allir barna- kennarar munu fagna þessu fram- taki Ríkisútgáfunar og vera höf- undum þakklátir, því að þarna hefur einmitt vantað tilfinnan- lega hentugt æfingarlesefni fyrir börnin. Ég hef lesið þetta fallega hefti, mér til mikillar ánægju, með þetta sjónarmið í huga og fæ ekki betur séð en að höfundum hafi vel tek- izt. Þetta eru einkar fallegar og athyglisverðar smásögur og sam- talsþættir við hæfi yngri barna, á léttu, lipru og aðgengilegu máli, eins og líka vænta mátti af hálfu þessara höfunda. Ég get ekki sagt, að ég hnyti um/neitt athugavert, sem ég tel ástæðu til að víkja að. En það, sem gefur þessum léttu og Ijúfu þáttum ekki sízt gildi, að mínum dómi, er það, að í þeim öllum er vikið að vissum siðræn- um uppeldislegum atriðum, sem stefna markvisst að þvi af hálfu höfunda að þroska siðgæðiskennd þeirra, að auka manngildi þeirra. Þetta gefur líka kennaranum kær- komið tækifæri tíl að ræða um þessi efni við börnin, fá þau til að hugsa og álykta sjálf og skerpa skilning sinn á þessum mikilvægu atriðum. Að öllu samanlögðu tel ég því mikinn feng fyrir barnaskólana að bók þessari og flytur höfund- um, teiknara og útgefanda alúðar- þökk fyrir framtakið. Munu marg ir vissulega bíða næstu hefta með mikilli eftirvæntingu. SiSurður Gunnarsson.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.