Tíminn - 07.10.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.10.1966, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 7. október 1966 TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 ísl. knattspyrnumenn taka þátt í OMeikunum - reynt að vanda undirbúning vel, segir Björgvin Schram, formaður, KSÍ Alf-Reykjavík. — Miklar um ræðnr hafa verið í Danmörku að undanfömu veSna þeirrar ákvörð- unar danska knattsþymusam- bandsins að senda ekki lið í Olym- píu-leikana í Mexico 1968. Og heyrzt hefur, að Svíar hafi ekki heldur hug á því að taka þátt í knattspyrnukeppni leikanna, en hún er eingöngu bundin þátttöku áhugamanna. En hvað xnn ísland? Sendir ísland lið í Olympíu-leik- ana? „Já,“, svaraði Björgvin Schram, formaður Knattspymusam'bands íslands, þegar við snerum okkur til hans og spurðum um þetta. „Og við höfum þegar sent þátt- tökutilkynningu,“ bætti hann við. Þetta verður í þriðja sinn, sem íslenzkir knattspymumenn taka Fundur hjá FH Fundur verður lialdinn hjá Knattspyrnudeild FH í Sjálfstæð- ishúsinu í Hafnarfirði í kvijld fyr ir knattspymumenn félagsins. Hefst hann kl. 20.30. Sýndar verða knattspyrnukvikmyndir. þátt í Olympíu-leikunum. ísland tók þátt í þeim í fyrsta skipti, þegar Rómar-leikirnir voru háð- ir og lenti þá í undankeppni með Dönum og Norðmönnum. f Tó- kíó-leikunum lenti fsland á móti Bretlandi í undankeppni. — Hvernig verður undirbúningi vegna þátttökunnar núna hagað Björgvin? — Á þessu stigi get ég ekki svarað því nákvæmlega, en eitt get ég þó sagt í þessu sambandi. Stjórn KSÍ hefur fullan hug á því að vanda undirbúninginn eins vel og kostur er á. — Á hvaða tímabili fer undan- keppnin fram? — Hún á að fara fram á tíma- bilinu frá 1. janúar 1967 til 30. júní 1968. Auðvitað getum við ekki byrjað að leika okkar leiki í janúar n.k., en ég tel möguleika fyrir okkur að byrja síðari hlut- ann í júní. — Gilda strangari reglur um algera áhugamennsku þátttöku- liða að þessu sinni en áður? — Já, það er óhætt að segja það. í upplýsingum, sem við feng- um um keppnina, er t.d. getið um það, að leikmenn, sem tóku þátt í síðustu heimsmeistarakeppni séu ekki hlutgengir í Olympiuleikana, nema viðkomandi lönd geti sann- að það, að þeir séu áhugamenn. Án þess að fullyrða nokkuð, þyk- ir mér líklegt að Svíar sendi ekki lið af þeim sökum. — En hvað um Dani? — Mér skilst, að ekki hafi ver- ið tekin endanleg ákvörðun um þátttöku þeirra — af eða á. Dan- ir eíga við margvíslega örðugleika að etja. Þeir leika árlega marga landsleiki, sem trufla starfsemi félaganna og innanlandsmót. Þátt- taka í Olympíu-leikum yrði ekki til að bæta ástandið. — Nú hafa sumir talað um, að íslenzkir knattspyrnumenn eigi ekkert erindi í keppni eins og Olympíuleika. Hvað viltu segja um það Björgvin? — Ég tél Olympíu-leika ein- Björgvin Schram formaður KSÍ hverja heppilegustu keppni, sem við getum tekið þátt í, þar sem þeir eru vettvangur áhugamanna. Frammistaða okkar í keppninni 1959 — undankeppninni — var góð. Við unnum Norðmenn hér Framhald á bls. 15. Hættur eða ekki hættur? Alf-Reykjavík. — Stjóm Hand-| knattleikssambands íslands boð- aði blaðamenn á sinn fund í gær og skýrði frá ýmsu viðkomandi FRAM-blað Fram-blað*ð, útgefið af Knattspyrnudeild Fram, er ný- komið út. Geta Framarar feng ið blaðið afhent ókeypis á eft- irtöldum stöðum: Liillabúð, Verzluninni Straumnesi. Bólstr un Harðar og Rakarastofu Aust urbæjar. Þá verður blaðið einn ig til sölu í Bókaverzlun Lárus- ar Blöndal í Vesturver* og Skólavörðustíg. Verð blaðsins er kr. 20. sambandinu, m.a. var skýrt frá því, að gengið hcfur verið frá landsleikjum við Svía og Norð- menn hér á næsta ári. Þá skýrði stjórnin frá því, að Karl Benediktsson muni gegna áfram störfum sem landsliðsþjálf- ari, en Karl hefur margsinnis lýst því yfir, að hann væri hættur þeim störfum. Liggur því enn ekki fyrir ljóst, hvort Karl er hættur eða ekki. Vitað er, að stjórn HSÍ hef- ur gengið fast á eftir honum að halda störfum sem landsliðsþjálf- ari áfram, enda ebki völ á betri manni en Karli í þessa stöðu Skýrði stjórnin frá þvi, að bráð lega yrðu 2 aðrir þjálfarar skip aðir landsliðsþjálfarar, svo vænt anlega verða þeir þrír í framtíð inni. Góð f rammistaða KR-inga í Evrópubikarkeppninni - veittu frönsku meisturunum Nantes verðuga mótspyrnu t KR-ingar veittu frönsku ineist- urunum verðuga mótspyrnu í síð- ari leik liðanna í Evrópuhikar- keppninni, en sá leikur fór íram í Nantes í fyrrakvöld og lauk mcð sigri Frakkanna, 5:2. Heldur Nantes þvi áfram í keppn'nni ineð samanlagðan sigur gegn KR 8:4. Verður ekki annað sagt en frammistaða KR-inga, íslenzkra áhugamanna, gegn þrautreyndum frönskum atvinnumönnum, hafi verið góð. Hún sýnir jafnframt, að þátttaka ísl. liða í Evrópubik arkeppni er engin goðSá. Að sögn fararstjóra KR, áttu Frakkarnir mun meira í fyrri hálfleik og tókst þá að skora þri- vegis. Síðari hálfleikur var aftur á móti jafnari og skoruðu þá bæði liðin tvö mörk. Mörkin fyrir KR skoruðu þeir Baldvin Baldvinsson — markakóngurinn frá Akraness- leiknum — og hinn snaggaralegi útherji, Hörður Markan. Leikurinn fór fram í flóðljós- um og er þetta í annað skipti, éem KR leikur í Evrópubikar-1 Liverpool, þegar KR-ingar léku á keppni undir slíkum kringumstæð móti ensku meisturunum á An- um. f fyrra skiptið skeði það í I field Road. EVRÓPUBIKARLEIKIR Nokkrir leikir voru liáðir í Ev- rópukeppnninni í knattspyrnu á miðvikudag og helztu úrslit urðu þessi. Meistaralið: Zurich, Sviss, Celtic 0-3- Celtic vinnur saman lagt 5-0. Bikarlið. Rangers-GIento ran, írlandi, 4-0. Rangers áfram, samanlagt 5-1. Slóvana, Búlgaría, Swansca, Wales, 4-0. Jafntefli varð í fyrri lciknum 1-1. í bikarkcppni deildaliðanna ensku á miðvikudaginn fótbrotn- aði hinn 19 ára miðherji Chelsea Petcr Osgood i leik í Blackpool, og er talið að hann verði frá í þrjá mánuði. Jafntefli varð í leiknum 1-1. Af1 öðrum úrslitum í 3- umferðinni má ncfna Arsenal West Ham 1-3, Fulnam-Wolves 5-0. Sheff. Utd.-Burnley 2-0 og WBA-Manch. City 4-2. WBA sigr- aði í keppninni í vor. SAS-menn keppa hér á morgun segn Flugfél. ísl. SAS-menn frá Osló eru væntan- legir til landsins og munu keppa á morgun gegn FlugfélaSsmönn- um í knattspymu. Fer leikurinn fram á Melavellinum strax að af- loknum leik Vals og Akureyrar í Bikarkeppninni. Fundur hjá Frjáls- íþróttamönnum í kvöld Útbreiðslunefnd Frjálsíþrótta sambands íslands efnir til fram- haldssýningar í kvöld á kennslu- kvikmynd FRÍ frá Olympíuleikj unum í Tokyo. Fer sýningin fram í Lindarbæ við Lindarg. og hefst kl. 20.30 Fyrir liðlega þrem vikur var fyrri hlut kvikmyndarinnar sýnd- ur á sama stað fyrir fullu húsi frjálsíþróttafólks. Allt frjálsíþróttafólk, leiðtogar og starfsmenn á frjálsíþróttamót- um eru boðnir á þennan út- breiðslufund FRÍ í kvöld meðgn húsrúm leyfir. Umrædd kennslu- kvikmynd er tekin af hinum þekkta vestur-þýzka þjálfara Toni Nett og var það fyrir tilstilli kennslumyndasafns ríkisins að kvikmynd þessi var útveguð til landsins. Bréf til íþróttasíðunnar: Knattspyrna og heiðarleiki „Margir munu líta svo á, að knattspyrna og íþróttir yfir- leitt, séu heldur ómerkilegt við fangsefni, scm varla sé ástæða til að ræða um, né velta vöng- um yfir. Þó er það svo, að verulcgur hluti þjóðarinnar, ekki sízt yngri kynslóðin, fylg- ist af alhnug með því, sem ger ist á sviði íþrótta, en af hin- um ýmsu íþrótta- og heilsu- ræktargreinum er knattspyrn- an sú, sem líkleSa á hvað mest- um vinsældum að fagna. Sann- leikurinn er sá, að íþróttir eru ekkert hégómamál, enda löngu viðurkennt af • stjórnvöldum sem ljós heillavænlegur þáttur þeirra í uppeldi og þroska ís- lcnzks æskulýðs. Fyrir því hafa ríki og bær styrkt íþróttastarf semi öfluglega, bæði með fjar- framlögum til félagshcimila. Ieikvanga og framlögum til liinna ýmsu félaga. Þá kem ég að tilgangi skrifa minna. f Mbl. í dag var grein eftir Ililmar Jónsson, sem ástæða er til að vekja athySli á. Dómur dómarans er endan'- legur og óbreytanlegur sam- kvæmt knattspyrnulögunum. Þetta ákvæði er að mínum dómi sjálfsagt. En jafn sjálf- sagt er og, að knattspyrnufor- ystan vandi sem bezt val dóm- ara og línuvarða í þýðingar- mikla leiki, en láti ekki lianda- hóf ráða gerðum sínum í því sambandi. Eins og fyrr segir, er knattspyrnan mjög vinsæl og eftirsótt hérlendis sem annars staðar. Það er því afar alvarlegt mál, þegar mönnum, sem trúað er fyrir því að gæta laga og réttlætis breSðast því trausti og hafa áhrif á gang heiðarlegrar keppni æskunnar. SI. þriðjudag mátti lesa í öll- um dagblöðum höfuðborgarinn ar um slík mistök línuvarðar í Ieik Vals og Keflavíkur, úr- slitalcik íslandsmótsins. Undir ritaður, sem sá úrslitaleik þennan, er þeirrar skoðunar, að leikinn, hafi dæmt einn bezti dómari okkar og dæmt vcl að vanda. En því miður vcrður það sama ekki sagt um annan linuvörðin, þ. e. a. s. Baldur Þórðarson, sem var að margra dómi hlutdrægur. Ef þetta hefði verið í eina skipt- ið í sumar, sem dómar Bald- urs hefðu orkað tvímælis, væru þcssar línur ekki skrifaðar. Baldur dæmdi fyrri leik Vals og Keflavíkur í 1. deild íslands mótsins og dæmdi þá víta- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.