Tíminn - 07.10.1966, Side 8
8
i
FÖSTUDAGUR 7. október 1966
Hlýtur einhver þeirra
Nóbels-bókmenntaverð-
iaunin í þessum mánuði?
Seinast í þessum mánuði fer
fram veiting Nóbelsverðlauna, eru
þá liðin 66 ár frá Hpphafi þeirra,
en 100 ár frá fæðingu mannsins,
sem þau eru kennd við, Alfred
Nóbels, framleiðanda sprengi-
efnis. Og þótt nærri sé mánuður
þangað til verðlaunin verði veitt,
eru rrtenn auðvitað farnir að bolla-
leggja, hverjir séu lfkíegastlr til
að hreppa verðlaunin, og eru það
einkum bókmenntaverðlaunin,
sem jafnt leikir sem lærðir bera
fram uppástungur um.
Maður, sem flett hefur upp í al-
fræðiorðabók sinni, hefur komizt
að raun urn það, að ritstjórn bók-
arinnar virðist hafa steingleymt
tíu af þeim 25, sem fyrstir hlutu
fyrstir þessi verðlaun. Meðal hinna
gleymdu eru rithöfundarnir Mom-
msen, Mintral, Echegaray y Eiza-
guirre, Cardueci, R. Eucken, Paul
Heyse, Spitteler, Sully Prudhom
me Gjellerup, Benavente og Sien
kiewicz.
Þá 'er allfróðlegt að gefa því
gaum, hverjir það voru á þessu
tímabili, sem ekki fundu náð fyrir
augum „hinna átján“, sem úthluta
þessum verðlaunum. Þeirra á með
al eru Tsjekoff, Ibsen, Strindberg,
Leo Tolstoj, Joseph Conrad, Mar-
cel Proust, Henry James, James
Joyce, Maxim Gorki, Thomas
Hardy. Á næsta 25 ára tímabili
var svo gengið fram hjá þessum
höfundum m.a.: D. H. Lawrence,
George Duhamel, Karel Capek,
Bert Brecht, Scott Fitzgerald,
Theodor Dreiser, Thornton Wild-
er. Colette og E. M. Forster, en
á því skeiði hrepptu aftur á móíi
hnossið m.a. Grazia Deledda, John
Galsworthy, Pearl S. Buck, Sill-
anpáa.
Oft og mörgum sinnum hafa
menn látið í Ijósi furðu sína út af
því, hvernig á því standi, að
Nóbelsverðlaunanefnd hafi getað
gengið fram hjá mönnum eins og
Ibsen, Brecht, Capek, Proust, Joy-
ce og Ezra Pound, þar eð verk
þeirra hafi svo mikil áhrif á bók-
menntir á þessari öld.
Þeir, sem hlotið hafa verðlaunin
skiptast þannig eftir aldri: 15 á
aldrinum 70—85 ára, 13 milli 6d
—70 ára, 23 milli 50—60 ára, og
aðeins níu undir fimmtugsaldri.
Sumum mun koma á óvart, að
Kipling var yngstur þeirra, er
verðlaun hlutu, 42 ára, sé litið á
það, hvernig verðlaunahafar skipt
ast eftir stóru löndunum, koma
flestir á Frakkland, ellefu, Eng-
land og Bandaríkin eru með sex
hvort.
Þeír, sem helzt hafa borizt í
tal meðal erlendra bókmennta-
manna, og líklega komnir á blað
hjá úthlutunarnefnd, eru þessir,
sumir oftar en einu sinni áður
tilnefndir: Hinn víðfrægi og virti
höfundur E.M. Forster, hin fyndna
skáldkona Ivy Comptin-Burnett,
og enn einu sinni margnefndur
Graham Greene, öll frá Bretlandi.
Þá hefur verið talað um Georges
Simenon, belgíska rithöfundinn,
sem reyndar ei frægastur af
glæpamannasögum sínum, og þá
í því sambandi talað um, að Edgar
Allan Poe hafi þó líklega ekki
fundið náð fyrir augum nefndar
innar. Löngum hafa aðrar heims-
álfur en Evrópa og Ameríka verið
útundan, og því er bent á tvo
möguleika fyrir úthlutunarnefnd
til að velta fyrir sér, afríska skáld
inu Amos Tutuola og japanska
Framhald á bls. 12.
*
f HLJÓMLEIKASAL
Sinfóníu- og jazztónleikar
Um svipað leyti og reglu-
bundnir Sinfoníutónleikar hóf
ust á þessu hausti, bættust á
efnisskrána hinir svokölluðu
sunnudagstónleikar. — Hug-
myndin með þeim, mun . vera
sú að koma til móts við þá
sem eru að sligast undan hinni
svokölluðu „þungu" músik, en
telja sig hins vegar, hafa kjark
til að sitja undir heilum kon-
sert af léttara taginu eins og
menn orða það. — Er þetta
því virðingarverð tilraun til að
mæta' hlustendum á miðri leið,
með það sem hverjum hentar,
því sá mun vandinn mestur í
þessu lífi að gjöra svo öllum
lfki, enda oft alls ekki heppi-
legt. — Á þessum fyrstu tón-
leikum sem voru undir stjórn
Bodan Wodiczko koniu fram
milli 60-70 hljóðfæraleikarar
þar af sextán jassleikarar. —
Efnisskráin hófst á Lundúna-
svítu Eric Ooates, sem leikin
var af Sinfóníuhljómsveitinni.
Svítan er heldur langdregin,
en með léttum og líflegum leik
urðu sumir þættir hennar mjög
áheyrilegir. — Negrasálmum
Morten Gould, var eiginlea of
aukið í fyrri hlutanum og gekk
það út yfir tónleikana í heild
sem fyrir bragðið urðu óþarf
lega langir. Sinfoníu og jass-
hljómsveit er í seinni tíð þraut-
reynt fyrirbæri sem í flestum
tilfellum gengur að hinni fyrr-
nefndu dauðri. — Svo fór og
hér í þeim tveim, mjög svo
keimlíku verkefnum sem á efn
isskrá voru. — Margir ágætir
jassleikarar voru þarna að
verki með sinn þaulreynda Vil-
hjálm Guðjónsson í fyrsta sæti.
Bodan- Wodiczko sýndi þarna
nýjan ham og ótrúlegustu fjöl-
breytni í stjóm, sem kom
skemmtilega á óvart.
Unnur Arnórsdóttir.
Það er leikur að lesa
Jenna og Hreiðar Stefánsson: .Það!
er leikur að lesa. Teikningar gerði
Baltazar. Útgefandi: Ríkisútgáfa
námsbóka Prentun: Kassagerð
Reykjavíkur. Setning: Prentsmiðja
Hafnarfjarðar.
Eins og öllum landslýð er vel
kunnugt, hefur Ríkisútgáfa náms-
bóka sent frá sér hin síðari ár
margar ágætar námsbækur í ýms-
um greinum og vel úr garði gerð-
ar. Ilefur þar fátt verið ti'l sparað,
enda nú svo komið, að þessar bæk-
ur útgáfunnar eru fyllilega sam-
bærilegar við það bezta, sem gert
er á sama sviði meðal grannþjóð-
anna. Öllum kennurum er þetta
að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni
og er þeim bæði ljúft og skylt
|að flytja útgáfunni hugheilar þakk
ir og óska henni til hamingju með
hinn glæsilega árangur.
Nýlega sendi Ríkisútgáfan frá
sér litla, fallega bók, sem bætir
úr brýnni þörf. Þetta er bókin
Það er Ieikur að lesa, 112 blað-
síður 1 hæfilegu broti, eftir hina
kunnu barnabókahöfunda, hjónin
Jennu og Hreiðar Stefánsson.
Teikningar í litum, margar og
mjög góðar, prýða bókina og gefa
henni aukið gildi. Þær eru eftir
Baltazar. Leturgerðin er greinileg
og falleg.
Bók þessari er ætlað það hlut-
verk, fyrst og fremst, að vera
arfingabók barna í lestri, — að
Fraimhald á bls. 12.
Maríumynd uppgötvuð bakvið
frægt Shakespeare-málverk
Röntgenljósmyndun er til
ýmissa hluta nytsamleg, t.a.m.
hefur hún iðulega komið að
gagni við vísindalega könnun
listaverka. Nýlegasta uppgötv-
un, sem gerð hefur verið með
því að beita röntgenljósmynd-
um, er málverk af Mariu með
barnið, sem leynist á bak við
hið fræga svokallaða Flower
málverk af skáldinu Shakes-
peare, er hangið hefur uppi í
myndasafni Royal Shakespeare
leikhússins í Stratford on Avon
síðan 1895, að kona leikhúss-
stofnandans, Charles Flower
gaf safninu málverkið.
í þann tíð var talið, að þetta
málverk hafi verið fyrirmynd
að þeirri frægu Droeshoutsvart
mynd, sem prentuð var framan
við First Folio 1623, fyrstu út-
gáfu leikrita skáldsins. En nú
hafa fræðimenn snúið þessu við
telja málverkið hafa verið gert
eftir hinni prentuðu Droeshout
mynd og sé ekki eldra en frá
18. öld, en hins vegar sé hin
Flower-málverkiS af SHAKESPEFARE
yfirmálaða Maríumynd frá því
seint á 15. öld.
Þessi mynd á bak við mynd-
ina var uppgötvuð, þegar safn-
vörður leikhússsafnsins, Paul
Payne, sendi málverkið nýiega
til rannsóknar í málverkasafn-
inu Courtauld Institute of Art
í London. Nú er málverkið aft
ur komið á sinn stað í Shakes-
peare-leikhúsinu, og við hlið-
ina á því stór röntgenmynd af
því. Payne safnvörður se0:r,
að ekki komi til mála að
hreinsa Shakespeare málverkið
ofan af Maríumyndinni, því að
í gjafabréfi frúarinnar sé skýrt
tekið fram, að myndina verði
að hengja upp nákvæmlega eins
og hún sé.
Shakespeare-málverkið er
alls ekki í góðu ásigkomulagi
og er heldur ekki talið hafa
mikið listagildi. Verðmæti þess
hingað til hefur aðallega ver-
ið í því fólgið, hve fáar mynd-
ir eru til af skáldinu og eink-
um af því frá yngri árum. Ekki
er vitað, að til sé nein sam-
tíðarmynd af Shakespeare. Hin
er elztu eru taldar vera brjóst-
líkneskið í Stratford-kirkju,
gerð meðan ekkja skáldsins var
á lífi, og Droeshout-svartmynd-
in, sem gerð var, þegar enn var
á lífi annað fólk, sem þekkt
hefur skáldið persónulega.
Vegna þess, hvað rannsókn áð-
urnefndrar myndar hefur leitt
í ljós, hefur Payne safnvörönr
nú sent annað Shakespeare-
málveík til Lundúna til könn
unar og gegnumlýsingar.
Röntgenmyndin: Flower-málverkið af Shakespeare og málverkið af Maríu
með barnið.