Tíminn - 07.10.1966, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.10.1966, Blaðsíða 5
' ■ FÖSTUDAGUR 7. október 1966 _____________TIMINN______________________________ s —Wimmu — Útgefandi: FRAMSÓKNARIFLOKKURINN Framkvaemdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, sfmi 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands — f lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Geir og Bjarni Mbl. segir, að það þýði ekki að sakast við borgarstjór- ann, þótt Reykjavíkurborg sé í greiðsluvandræðum. Þetta sé bara hjá honum eins og mörgum öðrum aðilum. Síðan byrjar blaðið að telju upp ýmsa aðila, sem búa við rekst- ursfjárskort og nefnir meðal þeirra eitt traustasta fyrir- tæki landsins, Samband ísl. samvinnufélaga, og fleiri sam- vinnustofnanir. Mbl. hælist yfir vandkvæðum fyrirtækj- anna og telur þau upp í fagnaðartón til afsökunar því, að vanskil séu hjá Reykjavíkurborg. Það vita alhr, að flest fyrirtæki á íslandi eiga nú við stórfellda erfiðleika að 'stríða vegna óðaverðbólgu og rekstrarlánahafta ríkisstjórnarinnar. Næstum, daglega berast fréttir af starfrækslu, sem menn neyðast til að Leggja niður, og fyrirtækjum, sem verða að hætta starf- semi sinni. Slíkar eru afleiðingar stjórnarstefnunnar. þrátt fyrir meira góðæri en nokkru sinni fyrr. Borgarstjórinn í Reykjavík er hins vegar undantekn- ing að því leyti, að á síðastl. vori kallaði hann borgarana á marga fundi í Lídó til þess að segja þeim frá því, hve fjárhagur borgarinnar væri góður. Því til áréttingar lét hann svo auka ýmiss konar framkvæmdir. Eftir borgar- stjómarkosningarnar kemur svo í ljós, að þetta voru blekkingar einar. Það er fyrir þetta, -sem borgarstjórinn er sakfeUdur. Þeir, sem standa fyrir fyrirtækjum á íslandi — bæði samvinnumenn og aðrir — hafa haft annan hátt á. Þeir hafa varaS kröftuglega við því, hvert verðbólgustefnan og rekstrarlánahöftin hlytu að leiða varðandi afkomu og rekstur fyrirtækjanna. En forráðamenn fejálfstæðisflokksins hafa skellt við þessu skollaeyrum. Þar hafa þeir verið sammála, Bjarni og Geir, þangað til nú, að þeir kenná hvor öðrum um, hvemig komið er. Enn kemur forsætisráðherrann eins og álfur út úr hól, líkt og á blaðamannafundinum á dögun- um, þar sem hann taldi atvinnuvegina standa betur nú en oftast áður. Álíta menn í alvöru, að málefnum atvinnuveganna sé sæmilega borgið í höndum manna, sem eru svo forhertir og blindaðir ,að þeir halda slíku fram? Það er ekki ofsagt, að Bjarni ætlar að verða atvinnuveg- unum dýr. þögn Emils Þegar ríkisstjórnin gerði landhelgissamninginn við Breta 1961, lýsti hún yfir því, að kappsamlega skyldi unn- ið að því að afla viðurkenningar á rétti íslands til land- grunnsins alls. Stjórnarflokkarnir endurnýjuðu hátíðlega þetta loforð fyrir seinustu þingkosningar. Samt gerist það nú, að Emil, Jónsson, utnaríkisráðherra, flytur alllanga ræðu um fiskveiðimálin á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, án þess að minnast einu orði á landgrunnsréttinn og þörf íslendinga fyrir að fá hann viðurkenndan. Hvernig á að skilja þessa kynlegu þögn? Hvers vegna þegir Emil svona vandlega um landgrunnsréttinn? Er það kannski að koma fram, sem marga hefur grunað síðan landhelgissamningurinn var gerður 1961, að stjórnar- flokkarnir — og þó einkum Alþýðuflokkurinn — séu horfnir frá því að halda landgrunnsréttinum til streitu? Þsð er y_m-k. ljóst, að Emil Jónsson hefur ekki áhuga á að honum fram. Kynleg 'ú ■ ■..1 .'„i—~ ERLENT YFIRLIT , ,MenningarbyItingin “ í Kína Tekst Maó að gera sig að guði kínversku þjóðarinnar? Mao Tse.Tung á fiöldafundi MARGAR skýringar eru þeg ar fyrir hendi á hinni svoköll uðu menningarbyltingu, er hef ur verið á döfinni í Kína sein ustu mánuði. Ýmsir hafa og reynt að draga af henni ályktan ir um það, hvert Kína muni stefna í framtíðinni og hvers megi vænta í sambúð Kína og annarra ríkja eða kannski rétt ara sagt, hvaða áhrif meon- ingarbyltingin kunni að nafa í þeim efnum. Flest er það, sem hefur ver- ið sagt og fullyrt um þetta, allsennilega rökstutt, en gömul og ný reynsla sýnir, að flestir spádómar reynast meira og minna fallvaltn hversu trú legir, sem þeir geta virzt í fyrstu. Fyrir rúmu ári síðan spáðu menn t.d. valdatöku j| kommúnista í Indónesíu þá og þegar, en reyndin hefur orðið allt önnur. Þannig mætti nefna mörg dæmi. HVER ER orsök menningar- byltingarinnar í Kína? Langiík- legasta skýringin er sú, að Maó Tse-tung líti orðið á sig sem hálfguð *eða alguð og vilji festa sig þannig j sessi um alla fram tíð. Kjarni menningarbyltingar innar er að hefja kenningar Maós ofar öllum öðrum kenn- ingum og gera hann mestan allra spámanna og lærifeðra fyrr og síðar. Til þess að tryggja þetta þykir nauðsyn- legt að láta hina gömlu meist ara og hina gömlu guði víkja sem mest. Menningarbyltingin beinist ekki aðeiris gegn er- lendum áhrifum og er- lendum venjum, heldur engu síður gegn hiniun gömiu læri- meisturum og þjóðhetjum Kín- verja og siðavenjum, er relga rætur til þeirra. Þeim /erður að steypa af stalli, því að í fram tíðinni á Maó að vera hinn eini sanni spámaður eða guð Kín- verja. Þessi mikla Maó-dýrkun er ekki ný af'nálinni, og hún er heldur ekki nýtt fyrirbrigði í veraldarsögunni. Margir bylt- ingarleiðtogar og einræðisherr- ar hafa reynt að gera sig að hálfguðum eða guðum, sem yrðu dýrkaðir um alla framtíð. Maó-dýrkunin hófst fljótlega eftir valdatöku kommúnista i Kína, og hefur verið að magn ast stöðugt síðan. f Kínabók Magnúsar Kjartanssonar, er all góð lýsing á henni og m.a. birt kvæði ,sem sýnir vel, hve hóf lítil hún var orðin þá Þetta kvæði hljóðar svo: Ástkæri Maó formaður, sólin.í hjörtum okkar. Birta þín lýsir okkur, hvað. sem við gernm. Við finnum návist þína hvert sem við förum. í fylgd með þér höfum við boðið storminum ovrginn, i fylgd með þér höfum við sundrað járnmúrum. í fylgd með þér fetum vig nýjar, sögulegar brautir, i fylgd með þér munum við fagna frelsun mannkynsins Nýr gróður blómgast í spor um þínum. Þú kennir okkur að þekRja heiminn, o-g skilja, hvernig víndarnir blása, þú kennir okkur staðfestu og sterkan baráttuvilja. Ástkæri Maó formaður, kenn- arinn okkar mikli! Ljúfi Maó formaður, fyrir- myndin okkar mikla! Vér fylgjum þér og sækjuro hugrökk fram, unz hinn rauði fáni blaktir hvarvetna. SVO virðist, að seinustu miss irin hafi ríkt um það nokkur ágreiningur innan forustusveit- ar kmverska kommúnistaflokks ins, hve langt skyldi gengið ! Maódýrkuninni. Ýmislegt bend ir til þess, að ýmsir af leiðtog- um flokksins hafi viljað fara hóflegar í sakirnar en Maó hef ur talið góðu hófi gegna. Til þess að beygja þessa mótstöðu á bak aftur virðist Maó hafa gripið til þess ráðs að gera bandalag við voldugasta mar<n hersins, Lin Piao. Á síðasU. vori kom greinilega í Ijós, að átök áttu sér stað innan stjórn ar kommúnistaflokksins og síð an hefur Maó unnið skipulega að því i samvinnu við Lin Piao að víkja ýmsum mönnum úr flokksforustunni, eða þoka þeim til hliðar. Þegar þeir Piao voru búnir að styrkja aðstöðu sína þannig, hófust þeir handa um stofnun Rauða varðliðsins, æskulýðsfélagsskapar sem á ör stuttum tíma hefur spennt greipar um mestallt Kínaveldi. Meginhlutverk þessa félagsskap ar er að hafa forustu um menn ingarbyltinguna. að boðd hinar hreinu kenningar Maós, að út- rýma öllum eldri áinningum, sem eru i ósamræmi við þær, að uppræta aíla dýrkun á fyrri spá mönnum og forustumönnum Kínverja og kollvarpa hvers konar erlendum siðum og venj um, inlendum sem eri^ndum, er á einhvern hátt 5amrýmast ekki kenningum Maós. Hin nýja menning Kínverja skal fo.gin í því, að menn kappkosti að lifa og starfa í samræmi við kenn- ingar Maós. Maó Tse-tung snýr sér til ungu kynslóðarinnar og gerir hana að merkisbera kenntnga sinna tveimur ástæðum. í fyrsta lagi telur hann mestu skipta að rótfesta kenningar sínar meðal hinna ungu. í öðru lagi telur hann auðveldast að fá unga fólkið til að snúa boki við gamalli trú og gömlum siðum, því að unga fólkið er oftast upp reisnargjarnara en hinir eldri. Frásagnir frá Kína benda til þess, að rauðu varðliðarnir hafi gengið mjög róttækt til verks, en þó hefur pessi bylting verið framkvæmd án teljandi fangelsana eða blóðsúthellinga svo að kunnugt sé. Mao fer þvj allt öðruvísi að þ’h en Stalín, að festa sig í sessi, en Stalío stefndi ekki aðeins að bvi að vera einræðisherra Rússa með- an hann lifði, heidur lærimeist ari þeirra og átrúnaðargoð um alla framtíð. HVER Verða áhrif þessarar svokölluðu kínversku menning- arbyltingar í framtíðinni? Renn ur hún út í sandinn fliótlega eft ir fráfall Maós, sem er orðinn aldraður maður? Tekst Mao bet ur en Stalín að gera sig að helzta átrúnaðargoði þjóðar sinn ar um alla framtíð? Þessu get ur raunar enginn svarað, því að enn veit enginn, hverjir verða eftirmenn Maós, þótt Liu Piao þyki nú líklegastur til að t,aka við af honum. Margt oendir til, að það verði um þessa bvltmgu eins og margar fleiri, að hún hjaðni smám saman, og Kínverj ar slíti ekki þráðinn við gamln menningu og lærimeistara. En hver sem verða áhrif þessarar tilraunar gamla einræðisherr- ans í Peking til að gera sig að varanlegu átrúnaðargoði þjóð ar sinnar, mun það standa ó- haggað, að hann nefur reist Kínaveldi úr rústum og gert það að stórveldi, sem í framtíð inni mun hafa sívaxandi áhrif á vettvangi alþjóðamála. Með þeirri staðreynd verður að reikna, hvort sem bað 1-kar bet ur eða verr. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.