Tíminn - 07.10.1966, Page 9
FÖSTUDAGUR 7- október 1966
TIMINN
MEÐ HERKJUM AÐ UNNTERAÐ
SMALA VEGNA MANNFÆDAR
Eggert Ólafsson, bóndi í Laxár-
dal í Svalbarðshreppi á Langanesi,
er formaður stjórnar Kaupfélags
Langnesinga á Þórshöfn. Eggert
tók við búi af föður sínum í Laxár-
dal 1942 og hefur búið þar rausn
arbúi síðan. Eggert er maður dag-
farsprúður og gætinn, en traustur
og atkvæðamikill og þykir mönn-
um gott að lúta forsjá slíkra
manna, enda er Eggert formaður
skólanefndar í Svalbarðshreppi og
sóknarnefndar, formaður stjórn
ar Fiskiðjusamlagsins á Þórshöfn
og formaður Kjördæmissambands
Framsóknarmanna í Norðurlands
kjördæmi eystra, auk þess, sem
hann er formaður kaupfélagsins.
Fréttamaður Tímans hitti Egg-
ert að máli á Þórshöfn í lok fyrra
mánaðar. Stóð þá yfir slátrun á
fé hans í sláturhúsinu á Þórshöfn.
Þyngsti dilkurinn, sem þá hafði
verið slátrað, var úr LaxárdaL Vó
hann 26.2 kg og átti hann Steýán
sonur Eggerts.
— Hvað viltu segja mér af af-
komu bænda hér og framkvæmd-
um, Eggert?
— Afkoma bænda hér er frek-
ar léleg. Miðað við meðalbónd-
ann í landinu hafa bændur hér
ekki nema helming til tvo þriðju
af tekjum meðalbóndans. Hér hef
ur verið og er sauðfjárrækt aðal-
búgreinin og verðlagið hefur ekki
verið o'kkur nógu hagstætt. Þótt
ekki sé unnt að segja að árferði
hafi beinlínis verið slæmt síðustu
árin, hafa orðið töluverð áföll
vegna kals í túnum af og til sið-
an 1949, og heyfengur bænda hér
er ekki nógu mikill. Bústofninn
hefur verið heilbrigður, síðan
gamaveikinni var útrýmt með
bólusetningu og það má segja, að
afkoman hafi farið frekar batn-
andi, en þá verð ég Iíka að geta
þess, að síðastliðinn vetur var sá
snjóaþyngsti, sem Við miðaldra
menn hér um slóðir munum, og
hefur orðið mörgum bónda dýr
og þungur í skauti vegna heyja-
og fóðurbætiskaupa.
Byggingaframk'.'æmdir hafa ver-
ið hér litlar síðustu ár, en nú er
verið að undirbúa töluvert land
undir ræktun og binda menn við
það vonir. Má nefna í því sam
bandi það nýmæli, að unnið er nú
að undirbúningi ræktunar á -all
stórri spildu og er það félagsrækt-
un fyrir þau býlin, sem smæst
hafa túnin. Er þetta land auðvelt
anlega dregið úr þroska dilkanna
einkum hjá ám, sem nýlega var
búið að rýja. A.m.k. er ekki unnt
að kenna gróðurleysi um, því að
gróður hefur staðið mjög vel á af-
réttinum í sumar og haust.
— Eru menn hér um slóðir ekki
farnir að rýja fyrr en áður tíðkað-
ist?
— Jú, nokkrir bændur eru nú
farnir að rýja að vetrinum. Ég
rúði helminginn af mínum ám í
marz, í vetur, og er það þegar
alveg sýnilegt, að þær ær eru
með vænstu dilkana. Það kemur
greinilega fram í sláturskýrslun-
um.
— Eru bændur bjartsýnir á
framtíðina og búsetuna hér?
— Nokkuð er sú bjartsýni bland
in kvíða, held ég mér sé óhætt
að segja. Bændum almennt finnst
veðurlagið í verðmálunum dálítið
ótryggt, og telja með réttu alveg
óviðunandi óvissuna varðandi út-
flutninginn á landbúnaðarafurðun
um og telja sig alls ótryggða fyrir
áföllum þar eins og t.d. verðfalli.
í Sauðanesshreppi má segja, að
annað hvert býli sé nú komið í
eyði oS það er mikil harmsaga
þessu samfara, því að þegar býli
á annað borð byrja að fara í eyði,
fást engir til að koma oa taka
við — menn eru hræddir við þetta
og óttast, að þær framkvæmdir,
sem þeir myndu ráðast í kæmust
ekki í verð, ef þeir þyrftu frá að
hverfa og hætta búskap — og
RÆTT VIÐ EGGERT ÓLAFSSON,
BÓNDA í LAXÁRDAL, ÞISTILFIRÐI
* ■ >
í vinnslu og liggur vel við bæjun-
um.
— Hér var að taka til starfa
ný mjólkurstöð á Þórshöfn?
— Já, þetta hefur lengi verið
mikið áhugamál, og takist bænd-
um að rækta svo um munar og
stækka túnin mun mjólkurstöðin
bera sig, auðvitað verður sauðfjár
ræktin áfram aðalbúgreinin, og
möguleikarnir til að auka hana
eru hér miklir þar sem
þessar sveitir eiga afar miklar og
góðar afréttir, sem hvergi nærri
eru fullnýttar og búfé gengur hér
vel af fjalli.
— Þú stendur í slátrun núna?
— Já. Ég og frændur mínir í
Holti, Þórarinn og Árni, slátr-
uðum 620 dilkum í gær og fyrra-
dag, og var meðalvigtin 15.8 kg
en þyngsti dilkurinn 26.2 kg. Dilk
ar verða líklega í rýrara lagi að
þessu sinni og kenna menn það
hinu óvenjulega langstæða áfelli í
júlílok í sumar. Það hefur áreið-
reyndar þarf þetta ástand ekki til,
því að þótt bóndi vilji kaupa upp-
byggða og ræktaða jörð fyrir sann
gjarnt verð, er hvergi lán að fá.
Og nú er svo komið í Sauðaness-
hreppi, að mannfæðin er orðin
slík, að vart er hægt að fá nægt
lið til smölunar — það er rétt
með herkjunum núna — og það
er því alveg á takmörkunum, að
hægt sé að nýta hin miklu og
góðu heiðalönd hér af þessum sök
um. —Tjeká.
MINNING
Filippus Filippusson
frá Mjóafirði
Hann andaðist 9. september sl.
í sjúkrahúsinu í Neskaupstað, jarð
settur var hann frá Norðfjarðar-
kirkju hinn 17. sama mánaðar.
Filippus var fæddur í Hvammi
í Mjóafirði 22. des. 1897. Foreldr-
ar hans voru hjónin Filippus Jóns
son og Ingibjörg Ingimundar-
dóttir en þau voru ættuð úr Skafta
fellssýslum, af þekktum ættum
þar, þótt það verði ekki rakið hér.
Filippus ólst upp með foreldr-
um sínum í Hvammi, og síðar á
Rima í Mjóafirði. Filippus var ung
ui þegar hann missti föður sinn,
en móðir hans hélt áfram búskap
með börnum sínum.
Að Mýri í Mjóafirði fluttist Fil
ippus árið 1925. en hann var þá
tekinn við búinu, en ráðskona hjá
honum var systir hans, Sigurrós.
Sveinn bróðir Filippusar var alltaf
hjá honum, þangað til að hann
dó, árið 1946.
Samstarf þeirra systkinanna við
búskapinn var. ákaflega gott, það
var til fyrirmyndar á allan hátt.
Jóhanna Björgólfsdóttir kom til
Filippusar árið 1941, þau giftust
og hafa eignazt 6 myndarleg börn,
tvo syni og fjórar dætur, og eru
þau öll á lífi.
Filippus bjó á Mýri til ársins
1955, en þá fluttist hann til Nes-
kaupstaðar, og stundaði eftir það
smíðar meðan heilsa entist, og
lengur þó, því að oft var hann
sárþjáður. Filippus var listasmið-
ur, það mátti segja, að allt léki
í höndum hans, hann var „fædd-
ur“ smiður, það var sama, hvort
það var tré eða járn, byssan eða
klukkan, sem komið var með til
hans. Hann hafði gaman af að
fást við erfið viðfangsefni, og
finna lausn á þeim.
Það var gott að leita til Fil-
ippusar ef eitthvað bilaði, hann
var fljótur að koma því í lag. Það
var eins og hann hefði alltaf tíma
til að hjálpa öðrum. Filippus var
traustur maður í orði og verki.
Hann var vinur vina sinna. Hann
var drengskaparmaður í hvívetna.
Filippus hafði góða skapgerð var
fyndinn og gamansamur, og ákaf
lega orðheppinn. Við hjónin átt-
um marga ánægjustund á heimili
hans.
Síðustu fjögur árin átti Filipp-
Framhald á bls. 12.
HAFA BRASILÍU-
mm LEYST KYN-
ÞÁTTAVANDA-
MÁLIÐ?
Þeirrar skoðunar er að minnsta
kosti Brazilíumaðurinn Gilberto
Freyre, félags- og mannfræðing-
ur, sem hefur um langt skeið rann
sakað kynþáttamál í heimalandi
sínu og annars staðar. Nú síðast
hefur hann samið skýrslu fyrir
Sameinuðu þjóðirnar, um ástand-
ið í heimalandi sínu. Hún var lögð
til grundvallar á ráðstefnu um síð
lustu mánaðamót. Freyre vill sýna
fram á, að fleiri lausnir sé hægt
að finna á kynþáttavandamálun-
um en aðskilnaðarstefnu eða
! „apartheid."
í Braziliu ríkir kynþáttalýðræði,
segir hann. Evrópumenn, Indí-
ánar, svertingjar, Japanir og blend
ingsfólk af þessu þjóðerni, og kyn
þáttum býr hlið við hlið sem Brazi
líumenn og telur sig fyrst og
fremst vera Brazilíumenn.
Sambræðsla hinna ýmsu kyn-
þátta hefur sett sérkenni sln á list,
tónlist, mataræði og íþróttir. Evr
ópuáhrifin eru minni en áður. í
þess stað er lögð áherzla á hið
upprunalega í hverjum kynþætti.
Gamlar erfðavenjur koma aftur
í ljós og menn eru farnir að
vera stoltir af og sér meðvitandi
um sérkenni kynþáttanna. Stoltir
af Afríkuuppruna sínum eða Indí-
ánaættum sínum. En um leið stolt
ari af þvi að vera Brazilíumaður.
Svört guðsmóðir.
„Næstum sérhverjum Brazilju-
manni finnst, — hvort sem har.n
er af blönduðu, norrænu, semít-
ísku eða japönsku ætterni, — þeg
ar hann skrifar á protúgölsku, þeg
ar hann dansar evrópska dansa,
þegar hann leikur hina brezku
knattspyrnu, þegar hann syngur,
þegar hann málar, og einnig þeg
ar hann biðst fyrir á latínu, að
það sé eitthvað afríkanskt og indi
ánskt í sér“ segir Freyre.
Því er eðlilegt, að listamenn
Brazilíu skapi myndir af dýrðling
um, guðsmæðrum og englum, sem
eru svört, brún gul og ekki bara
hvít. Eins og á öðrum sviðum hef
ur hér gerzt nýtúlkun í samræmi
við staðhætti í Brazilíu.
Fyrir 30 árum var talið óhugs-
andi að bjóða útlendingi að snæða
Afrikuættuðu þjóðarréttina feij-
oada, vatapé og kauru. Nú er í
tízku að gera það.
Nú á dögum notar Braziliumað-
urinn oft hengirúm i stað venju-
legs rúms. Foreldrar hans og for-
eldrar þeirra gerðu það ekki —
þótt það sé heilsusamlegra í lofts-
lagi Brazilíu — þvi að siðurinn
er kominn frá Indíánuni.
„Hinn sæli bastarður."
Freyre vísar til brezka blaða-
mannsins, sem mótaði hugtakið
„hinn sæli bastarður" um íbúa
Gíbraltar, þar sem enginn kyn-
þáttur er öðrum æðri.
Brazilíumaðurinn er einnig
„hinn sæli bastarður“, segir
Freyre. Jafnvel, þegar hann er
vannærður, sjúkur og fátækur, er
hann yfirleitt laus við vanmeta-
kennd út af kynþætti sínum.
Hvers vegna hefur Brazilía náð
svona langt?
Freyre álítur, að ein af ástæð-
unum sé sú mynd, sem þrælahaíd
ið tók á sig í heimalandi nans.
Þótt ótrúlegt megi virðast, skap-
aði þetta ólýðræðislega fyrirbrigði
góð skilyrði fyrir lýðræði. Þræla-
Framhald á bls. 12.