Tíminn - 07.10.1966, Blaðsíða 11
FÓSTUDAGUR 7. október 1966
TÍMINN
Siglingar
.Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fór fra Reykjavík kl. 18.00
í gær austur um land í hringferð.
Herjóifur er á Hornafirðir á !eið
ti IDjúpavogs. Baldur fór til
Breiðafjarða- og Vestfjarðahafna
í gærkvöld.
Hafskip:
Langá er í Gautaborg. Laxá fór
frá Hamborg 4. þ.m. til Reykja-
víkur. Rangá fór frá Antwerpen
í gær til Rottemdam, Hamborgar,
Hull og Reykjavíkur. Selá er á
leið til Eskifjarðar. Britt Ann fer
frá Reyðarfrði í dag til Lysikil,
Odense, Kaupmannahafnar og
Gautaborgar.
Eimskipafélag íslands h.f.:
Bakkafoss fór frá Seyðisfirði 1.10
til Antwerpen og Hull. Brúarfoss
fer frá Grundarfirði í kvöld 6.10.
til Reykjavíkur. Dettifoss kom til
Reykjavíkur 5.10. frá Oslo. Fjall-
foss fór frá Reykjavík 1. 10 til
NY- Goðafoss fór frá eíiith
4.10., er væntanlegur til Kaup-
mannahafnar í dag 6.10. Lagar-
foss fer frá Reykjavík kl. 05.00
í fvrramálið 7.10. til Keflavíkur.
Mánafoss fór frá Seyðisf. 5. til Rv.
Reykjafoss fór frá Aalborg 5.10.
tif Kotka, Gdynia, Gautaborgar,
Kristiansand og Reykjavíkur. Sel-
foss fór frá New York 2.10. til
Reykjavíkur. Skógafoss fór frá
Hamborg 4.10. til Reykjavikur.
Tungufoss kom til Reykjavíkur 2.
10. frá Hull. Askja fer frá Akur-
eyri í dag 6.10. til Dalvíkur og
Húsavíkur. Rannö fór frá Bergen
5.10. til Eskifjarðar, Norðfjarðar,
Seyðisfjarðar, Vopnafjarðar og
Reykjavíkur. Peder Rinde fer frá
New York 12.10. til Reykjavíkur.
Agrotai fer frá Antwerpen 10.10.
til London, Hull og Reykjavíkur.
Linde fer frá London 6.10. til
Reykjavíkur. Dux fer frá Rotter-
dam 18.10. til Hamborgar og Rvík
ur.
Árnað heilla
HETJA AD ATVINNU
EFTIR MAYSIE GREIG
Áttræður varð í fær Eirikur
Þorsteinsson bóndi á Löngumýri
á Skeiðum, en þar hefur hann bú-
ið myndarbúi í rúma hálfa öld.
Eiríkur var yngstur Reykjabræðra
hinna eldri. Kona hans er Ragn-
heiður Ágústsdóttir frá Birtmga-
holtL Einn sona þeirra, 4gúst.
sem nú býr á Löngumýri, verður
fimmtugur í dag.
Félagslíf
Aðalfundur í Bræðrafélagi Lang-
holtssafnaðar verður þriðjudaglnn
inn 11. okt kl. 8,30 Lagabreyt-
ingar. Mætið vel og stundvislega.
Stjórnin.
Kvenfélag Kópavogs:
Leikfimi hefst 10. okt- n.k. Upp-
lýsingar í síma 40839.
•Jc Minningarspjöld Heistuhælissjoðs
Náttúrulækningafélags Islands fást
hjá Jóni Sigurgeirssym Hverfisgötu
13B Hafnarfirði stmi 50433.
ar. — Herra Cubertson talaði við
mig í gærkvöldi og var mjög áfjáð-
ur í að engin breyting yrði.
— Jæja, sagði lafði Violet, en
við þurfum ekki að senda boðs-
kortin út strax.
— Hvað segir þú Fleur, spurði
faðir hennar mildilega.
Hún leit svipbrigðalaust á David.
— Ó, hvaða máli skiptir það,
fyrst við verðum að láta svo á
annað borð.
— Og þú David? spurði hr.
Connington.
— Ég? Ég er reiðubúin — eins
og Fleur — að gera það sem er
nauðsynlegt. Það er sem nauðsyn-
legt, endurtók hann.
— Sómadrengur, sagði hr. Conn
ington. Hann bætti við eins og
hugsuninni hefði allt í einu lostið
niður í huga hans. — Það er heppi-
legt, David, að þú hefur ekki
bundið þig á neinn hátt þessi
fimm ár, sem liðin eru.
David svaraði ekki. Enn einu
sinni stóð hann á veröndinni með-
an Afríkumyrkrið féll á og hélt
Susan í faðmi sér.
Fleur leit á hann og vottaði
fyrir forvitni í brúnum augum
hennar. Hún talaði eins og for-
eldrarnir væru ekki viðstaddir.
— Það er vonandi engin önnur
David.
Hann horfði fram hjá henni. —
Engin, sagði hann.
En honum fannst einhver, ekki
Fleur, ekki heldur foreldrar henn-
ar, andvarpa. Það andvarp kom
langt að, og tilheyrði David Frens-
haw. En af ýmsum ástæðum átti
David Frenshaw að vera dáinn
— Þetta hlýtur að vera himna-
ríki, sagði Daniel Frenshaw — en
ekki er lyktin góð.
Þetta var í fjósi og þar voru
ekki aðeins kýr, heldur einnig
svín.
Lyktin þrengdi sér inn um vit
hans. Hann opnaði augun til hálfs,
og sá stúlkuna sem laut yfir hann.
— Ó, mín kæra, hvílíkur engill,
sagði hann.
— Que dites tu? sagði hún.
— Jæja, svo þeir tala frönsku
á himnum, sagði hann. — En það
hefur líka alltaf þótt fint tungu-
mál. Hann brosti að fyndni sinni
og fann að hann kenndi til í
andlitinu, lyfti hendinni og upp-
götvaði að höfðið var allt í mikl-
um sáraumbúðum.
— Ég býst við mér hafi verið
bjargað á elleftu stundu, sagði
hann og vottaði fyrir ánægju í
röddinni.
— Que dites tu? spurði hún aft-
ur og hallaði sér lengra niður að
honum.
— En má ég spyrja hvar er ég,
og hvernig komst ég hingað?
spurði hann á reiprennandi
frönsku.
Hún hóf þegar máls og pataði
mikið með höndunum, og sagði
að hún hafði fundið hann snemma
morguns, honum hefði skolað á
land í víkinni rétt við bóndabæ
| föður hennar.
Hann hafði verið meðvitundar-
j laus — hann hafði verið það dög-
ium saman, þar til nú. Einhvern
veginn hafði henni tekizt að drösla
honum upp að fjósinu og upp á
loftið.
Hún sá, að hann var brezkur
hermaður, og hún fékk strax sam-
úð með honum, þvi að ástkær
bróðir hennar hafði flúið til Eng-
lands fyrir nokkrum mánuðum
síðan til að taka þátt í andspym-
unni gegn nazistum undir for-
rustu de Gaule. Hún átti líka
frænda sem var í andspyrnuhreyf-
ingunni frönsku. Hann var sjó-
maður i flotanum og hún von-
aðist til að geta komið honum
undan með hjáip þessa frænda
síns.
Hann heldur að hann geti kom-
ið þér um borð, sagði hún — sem
frænda frá Elsass Lotringen. Hann
segir að þeir hafi alltaf fáa sjó-
menn og vilji ekki spyrja margs
Þeir sigla eftir viku til Alsír um
Portugal. í Portugal geturðu farið
af skipinu og leitað til brezka
konsúlatsins.
— Mín elskulega, sagði Daniel
ráðvilltur, þvi að hann svimaði
af öllu þessu tali. — Þú ert fögur
sem filmstjama og gáfuð eins og
ráðherra.
Og síðan missti hann meðvitund
ina aftur næstu fjörtíu og átta
klukkustundimar.
6. kafli.
— Enginn póstur, pabbi?
BARNAI.EIKTÆK1
*
II'RÓTTATtKl
VélaverkstæSi
Bernharðs Hannessonar.
Suðuriandsbraot 12,
Simi 35010.
Susan kom gangandi eftir stígn
um upp að veröndinni.
Herra Marling hristi hæglátlega
höfuðið. Hann lá j djúpum stól
og reykti pípu. Á enni hans voru
svitaperlur, en sviti benti heldur
til, að hr. Marling væri áhyggju-
fullur en að honum væri tiltak-
anlega heitt. Tvennt olli honum
áhyggjum. Annað var skeytið, sem
hann hafði fengið áðan frá amer
íska sendiráðinu í London.
— Komdu sem fyrst. Mikil þörf
fyrir þig. Richie
Hitt var vonbrigðasvipurinn á
andliti Slasan og leiði síðustu dag
ana.
Hvað skeytinu viðvék, ógn-
aði það hinni friðsælu tilveru
herra Marlings. Og neyddi hann
til að fara í föt. Hann sagði oft, að
meginástæðan til þess gð hann hélt
til í Mið-Afríku væri sú, að hann
var ekki neyddur til að vera í meiri
fötum en bráðnauðsynlegt var til
að teljast siðsamur Fólk hló oS
hann fékk að eiga sitt spaug. en
þetta var ekkert spaug.
Ef hann færi til Englands. yrði
hann að klæðast virðulegum al-
fatnaði, sem hann hafði mestu
andúð á.
Susan settist á skemil við fæt-
ur hans. Faðirinn leit ástúðlega á
hana, og hann sá baugana undir
augum hennar, og það olli honum
angri að sjá hana þannig.
Hann sagði:
— Nei, enginn umtalsverður
póstur — og strax iðraðist hann
eftir að hafa ekki minnzt á skeyt
ið.
— Jæja.
— Pósturinn kemur mjög óreglu
lega þessar vikurnar, sagði hann.
Hún brosti dauflega. — Það segir
maður alltaf, þegar bréfið, sem
maður býst við, kemur ekki. En
reikningarnir koma þó furðu reglu
bundið.
— Nú, jæja, sagði hann. — Þú
værir tæpast búin að fá hréf frá
David enn.
— Ó, jú, ég gæti hafa fengið
það.
— En vertu ekki að hafa áhyggj
ur af því, sagði hann ákveðinn.
— Við vitum. að Daviö fór heim
í einhverjum áríðandi erinda-
gerðum. Og auðvitað á hann
alltof annríkt þar til að gefa sér
tíma —
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688
— Elsku pabbi, hún rétti tram
höndina og strauk honum um
vangann. — Þú ert svo fullur með
aumkunar. en þú þarft þess ekki,
skilurðu. Auk þess — heldurðu,
ekki, að é£ hafi sagt þetta sama
við sjálfa mig mörgum sinnum.
Áttí hann að segja henni frá
skeytinu? Kannski gat það dreift
hugsunum hennar En í sömu
mund og hann opnaði munninn,
| kom séra Wood-Williams gang-
andi aðhúsinu löngum, ákveðn-
um skrefum.
— Ha. þarna færðu kæckominn
gest, sagði Susan stríðnislega —
Nú kemur hann til að yfirheyra
þig, hvort þér sé alvara með systur
hans!
Herra Marling sagði. — Vitleysa
en honum virtist ekki líða vel.
Hann fór að halda. að þetta skeyti
gæti bjargað honum úr ýmiss kon
ar klípum.
| Herra Wood-Williams heils
aði þeim og reyndi að forðast að
j horfa beint á herra Marling, því
! að hann fór óskaplega hjá sér
að sjá hinn íburðarlausa klæða-
burð dýrafræðingsins. Hann af-
þakkaði hressingu.
— Ég kem í kvöld, sagði hann,
og tók við hressingu þeirri, sem
að honum var rétt og fékk sér
sæti — til að votta samúð mína,
mínir kæru, góðu vinir, ég veit,
hversu óttalegt þetta er fyrir ykk-
ur.
Herra Marling deplaði til hans
augunum í undrun. — Samúð
sagði hann hissa. — Hvað eigið —
) — Ég veit, hann var ekki ætt-
'ingi ykkar. herra Wood Wjliiams
hélt áfram sinni dímmu rödd, —
en hérna úti finnst mér við öll
vera bræður og systur, eín ham-
ingjusöm fjölskylda —
I — Um hvern eruð þér að tala,
I séra Wod-Willians:
Það var Susan. Hún stóð þráð
beln i baki og horfði anginstarlega
á prestinn.
Herra Wood-Williams brá í
brún.
i — En þið vitið væntanlega,
sagði hann og herti sig upp —
,ég hélt að þið hefðuð heyrt það
fyrir löngu. Þið voruð svo góðir
vinir hans — og blaðið, sem ég
sá, var ekki alveg nýtt.
— En bér hafið enn ekki sagt
okkur. um hvern þér eruð að tala,
sagði Susan og rödd hennar varð
að hvisli.
Föstudagur 7. október-
7.00 Morgunútvarp '.2.00 Há
degisútvarp
13.15 Við
. vinnuna
15 00 Miðdegisútvarp 16.30 Sið
degisútvarp 180P íslenzk ton-
skáld Lög eftlr Markús Knstj-
ánsson og Inga T Lárusso/i.
19.30 Fréttir 20.00 Or bók-
menntaheimi Dana. Þóroddur
Guðmundsson flytur briðia er-
indi sttt um A Oehlensisger.
20 40 Pianómúsík “ftir Chooip
og Debussv 21 00 Þýdd Ijóð:
Steingerður Guðmundsdóttlr
les. 21.10 Einsöngur Hermann
Prey 21.30 Otvarnssagan- Fiski
mennirnir eftir Hans Kirk Þor
steinn Hannesnn 'es <10’ 2215
Kvöldcaean Grunnrínn eftír
Frledrich Dör-enmatt lóhans
Pálsson les. 22 35 Kvöldhlióm-
leikar 23.25 Dagskrárlok.
I