Tíminn - 07.10.1966, Side 14
14
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 7. október 1966
Samii á Akranesi
i iiiiwii'i—inii'mmiii im—i—
Reykjavík, fimmtudag.
Uan kl. 14,30 í dag náðist fyrír
milligöngu sáttasemjara ríkisins,
Torfa Hjartarsonar, samkomulag
milli Vinnuveitendasambands ís-
lands vegna Sementsverksmiðjunn
ar og Verkalýðsfélags Akraness
um kaup og kjör starfsmanm verk
smiðjunnar.
Samkomulagið var borið undir
fund starfsmanna í verksmiðiunni
síðdegis og samþykkt.
Hefur verkfalli því er til fram
kvæmda átti að koma kl. 24 í kvöld
verið aflýst. Stjórn sementsverk
smiðjunnar starfaði að lausn
vinnudeilunnar ásamt fulltrúum
Vinnuveitendasambands íslands
og Verkamannasambands íslands.
Aðalatriði samkomulagsins erj að
sömu kauphækkanir eftir starfs-
aldri verða gildandi fyrir þá sem
að vinna á þrískiptum vöktum
eins og nú gilda í Áburðarverk
smiðjunni. Aðrar launabreytingar
eftir starfsaldri urðu ekki.
Gufunesdeilan
að leysast?
Reykjavík, fimmtudag.
Tíminn fregnaði seint í kvöld
að horfur væru á að þeir. starfs
menn, sem hafa Iagt niður
vinnu í Gufunesi, muni hefja
störf á næstunni, þar sem
tekizt hefur samkomulag við
Póst- og símamálastjórnina.
Búast má því við að starf-
semin í Gufunesi komist í eðli-
legt horf eftir helgi.
_átið okkur stilla oq herða
upp nViu bifi-eiSins Pvi9-
izt vel með bífre<ðinm.
BÍLASKOOUIi
Skúlagötu 32 simi 13100
Skúli J. Pálmasorv
héraðsdómslöomaður
Sölvhólsgötu 4
Sambandshúsinu 3. hæð
Simar 12343 oq 23339
IÞRÓTTIR
LEIÐRÉTTING
í frétt á Íþróttasíðh er sagt að
kvikmynd FRÍ frá Olympíuleikjun
um í Tjarnarhæ eigi að sýna í
kvöld — þetta er rangt sýningin
verður á sunnudag.
KOLIN
Framhald af bls. 1.
ar á hverju ári. Borgfirðingar
voru búnir að panta öll þau kol,
sem ætiunin var að selja fram á
næsta vor, en nú eru þær birgðir
á þrotum, og ný sending hefur
verið pöntuð.
Þá hringdum við í Odd Sigur-
bergsson kaupfélagsstjóra á Sel-
fossi og spurðum hann um kola-
svæði þeirra á Selfossi. — Kola-
svæði getur auk Ámessýslu náð
yfir bæði Rangárvallasýslu og Vest
ur-Skaftafellssýslu, en auk þess
höfum við fengið kolapantanir úr
öllum áttum, frá Reykjavík og
Keflavík og fleiri staða. Við höf-
um ekki lofað neinu enn um sölu
til Reykjavíkur. Á síðasta ári seld-
um við alls um 200 tonn af kol-
um en eigun nú von á um 100
tonnum seint í mánuðinum. Hér
er erfitt eins og annars staðar að
fá menn til þess að vinna við kol
og við getum að sjálfsögðu ekki
farið út í að selja kol út fyrir
félagssvæðið, fyrr en við höfum
séð okkar eigin félagsmönnum fyr
ir því, sem þeir þurfa á að halda
af þeirri vöru.
v/<5l-,þ,rf>;r»ne>rninq
Vanir
menn.
TRF.F.IAPI.AST
PI.ASTSTEYPA
Húseigendurl Pylgirt með
timanum Ef svalirnar eöa
bakið þarf endurnýjunaf
við e3a et þér eruö að
oygg|a, þá látið okkur ann
ast um lagningu tref|a-
olasts eða plaststeypu á
bök svalir gólt óg veggl á
húsum vðar. og þér burfið
ekki að hafa áhyggjur at
bvl i framtíðinnl.
Þorsteinn GisSason,
málaramelstarl,
slml 17-0-4?
GREIÐSLUVANDRÆÐI
Framhald af bls. 1.
hágsvandræði, en nú kæmi í ljós,
að ekki væri unnt að standa við
ýmis þessara loforða. Það skiptir
hreint ekki svo litlu máli, að nú
fengju menn ekki malbikun, gang
stéttir, hitaveitu eða skóla, sem
lofað hefði verið.
Þá vék Einar að þeirri full-
yrðingu borgarstjóra, að ekki
mundi vera um neina greiðslu-
örðugleika að ræða ef innheimtan
væri jafngóð og í fyrra og sagði,
að vafalítið hefði þetta sín áhrif,
en væri þá ekki rétt að athuga,
hvort borgarsjóður hefði ékki
fengið á móti óvenjulega miklar
tekjur á öðrum liðum, svo sem
gatnagerðargjöldum. Sú upphæð
hefði orðið mun hærri en venju-
legt væri.
Þá vék Einar að þeim orðum
borgarstjóra, að ekkert væri óeðli
legt við það, þótt meirihluti
reyndi að ljúka og skila af sér
þeim verkum sem hann hefði haft
með höndum í lok kjörtímabils.
Ef svo væri mætti ekki síður telja
eðlilegt, að meirihluti reyndi að
skila af sér sæmilegum fjárhag.
Einar sagði að lítið færi fyrir
tilraunum til þess að mæta
greiðsluvandræðunum með öðrum
ráðstöfunum en frestun fram-
kvæmda. Væri tímabært að meiri-
hlutinn léti sér detta einhver önn-
ur ráð í hug en aðeins frestun
framkvæmda.
Þá sagði Einar, að sér fynd-
ist óréttmætt að bera saman rekst
Þökkum innllega auSsýnda samúS viS fráfall og útför, mannslns
mlns, föSur, tengdaföSur, afa og langafa,
Elíasar Árnasonar,
Hólshúsum, Gaulverjabaejarhreppi
GuSrún ÞórSardóttir, börn, tengda-
börn ,barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakklr til allra sem hafa auSsýnt okkur vinarhug og
samúð I velkindum og viS andlát og jarðarför elginmnans míns,
föSur ,tengdaföSur og afa •
Jens Guðmundssonar
málmsteypumeisfara, Hofteig 12
ASalbjörg ASalsteinsdóttir,
Jónlna Jensdóttlr, Matthías Matthlasson,
Petrlna Jensdóttlr, Loftur Ágústsson,
GumSundur Jenson, og barnabörn.
Útför systur okkar og mágkonu
Ingibiargar Jónsdóttur
frá MófellsstöSum
fer fram frá Fossvogsklrkju mánudaginn 10. október, kl. 1.30
Ólína Jónsdóttir,
Sigríður Jónsdóttir.
Guðfínna Sigurðardóttir.
NITTG
JAPÖNSKU NITT0
HJÓLBARÐARNIR
í fleshjm stærðum fyrirliggjandi
í Tollvörugeymslu.
FUÓT AFGREIÐSLA.
DRANGAFELL H.F.
Skipholti 35 — Simi 30 360
ur Reykjavíkur og annarra bæjar-
félaga, t.d. Kópavogs. Þar væri
svo ólíku saman að jafna, m.a.
vegna þess, hve Kópavogur væri
ungur og hraðvaxta bær, sem yrði
að gera margt í einu, t.d. að
byggja hlutfallslega miklu meira
skólahúsnæði. Og það væri ekki
sízt því að kenna, að Reykjavík
hefði neitað fólki um lóðir, svo
að það hefði farið í Kópavog.
Reykjavík væri auk þess það höf-
uðból landsins, sem hefði marg-
víslega tekjumöguleika umfram
aðra bæi.
Einar sagði að lokum, að Reykja
vík hefði e.t.v. eina afsökun fyrir
greiðsluvandræðum sínum, sem sé
þá, að bankarnir hefðu ekki get-
að leyst vanda hennar og þarfir,
en um það væri fyrst og fremst
ríkisstjórnina og stefnu hennar
að saka.
Vegna eftirvinnubanns prent-
ara, er ekki unnt að segja nán-
ar frá umræðum á borgarstjórn-
arfundinum, sem stóð langt fram
eftir kvöldi.
AUKNAR FRAMKV.
Framhald af bls. 2.
12 menn störfuðu að byggingunni.
Verk þetta hefur verið unnið
undir yfirstjórn Guðmundar Jó
hannssonar húsasmíðameistara,
en hann hefur áður haft hröð
handtök við byggingaframkvæmd-
ir á vegum Loftleiða.
Guðmundur taldi, að slík bygg-
ing myndi verða um 200% dýr-
ari ef hún væri reist úr strengja-
steypu með venjulegum aðferðum.
Hinn nýi skáli er stálgrindar-
bygging, sem fengin er frá Stran
Steel í Bandaríkjunum fyrir milli-
göngu umboðsverzlunar Ólafs
;íUallgrímssonar. Eru stálplötur
þaks og útveggja húðaðar frá verk
smiðjunni með sérstökum hætti,
•og er á henni fimm ára endingar-
ábyrgð. Einangrunin brennur ekki
heldur sviðnar ef eldur er laus.
Gólfrými byggingarinnar er 11
hundruð fermetrar. Hún er einn-
ar hæðar og er stærð hennar 6.100
rúmmetrar. Kostnaður við bygg-
ingu hússins er um 3.5 milljón-
ir, þar af voru greidd 800 þús-
und krónur í vinnulaun.
Nú er verið að byggja skemmu
úr sams konar efnivið á Áustfjörð
um til geymslu á síldarafurðum,
og Þorsteinn Einarsson, íþrótta-
fulltrúi, hefur kannað húsnæðið
með hag íþróttahreyfingarinnar
fyrir augum.
í byggingunni er rúm fyrir eft-
irgreinda starfsemi:
í tollvörugeymslu eru varðveitt-
ar þær tollfrjálsu vörur Loftleiða,
sem seldar eru um borð í flug-
vélunum, og er þar sérstakt svæði,
þar sem þeim er pakkað.
, I umhleðslugeymslu eru geymd
ar tollfrjálsar vörur, sem umskip-
að er_og dreift, annað hvort milli
hinna erlendu stöðva Loftleiða
eða þær fara síðar til tolíaf-
greiðslu og innflutnings hér.
í vörugeymslu eru geymdar þær
vörur — aðrar en tollfrjálsar —
sem koma hingað til lands með
flugvélum Loftleiða.
f þessum þrem deildum mun
Sigurður Guðmundsson starfa í
umboði innkaupadeildar Loft-
leiða, og verða tveir menn hon-
um til aðstoðar.
í viðgerðastöð og tækjageymslu
eru varðveitt margs konar af-
greiðslutæki Loftleiða og er þar
einnig aðstaða til viðgerða á þeim.
Geta má þess, að eftir að Loft-
leiðir tóku við flugrekstri á Kefla-
víkurflugvelli hafa ný afgreiðslu-
tæki verið keypt fyrlr rúmar J2
milljónir Króna, en geymslu- og
viðgerðaraðstaða vegna þeirra hef
ur hingað til verið mjög léleg.
Nú eru Loftleiðir með öllu óháð-
ar hernum hvað snertir afgreiðslu
flugvélanna.
Halldór Þorsteinsson, yfirflug-
virki Loftleiða á Keflavíkurflug-
velli, mun veita þessari deild for-
stöðu í umboði forstjóra véla- og
viðhaldsdeildar Loftleiða.
Þá eru einnig skrifstofur og
kaffistofa í byggingunni og sér-
stakt olíukyndingarhús tengt
henni.
Auk Guðmundar Jóhannssonar,
annaðist Stefán Ólafsson verk-
fræðiþjónustu, Trausti Einarsson
múrverk og Þorleifur Sigurþórs-
son raflagnir.
AFLALEYSI
Fiamhald af bls. 16
af síld af miðunum fyrir austan
og var sá afli unninn í frystihús-
um hér, í Sandgerði, Garði, Kefla-
vík og Reykjavík. Síldin var fryst
hjá okkur, en hjá Miðnesi var dá-
lítið saltað og tókst söltunin prýði
lega. Síldin var seld til Ameríku
og fékk mikið lof.
Við erum að vonast eftir að
geta flutt í haust allmikið magn
af síld af miðunum fyrir austan
með eigin bátum, þannig að fólk-
ið fái meir að starfa og rekstur
frystihússins verði hagkvæmari.
Síldarflutningarnir gengu mjög
vel í fyrra og síldin var prýði-
legi til vinnslu eftir tveggja sól-
arhringa siglingu.
Þegar ég festi kaup á þessum
stpru bátum vakti það einmitt fyr
ir mér að geta flutt afla af fjar-
lægum miðum hingað til að hressa
upp á atviúnuástandið, þegar það
er bágborið.
Þegar litið er á rekstur frysti-
húsa ,þá ber að hafa í huga, að
það þarf margt fólk til fastra
starfa og ekki hægt að auglýsa
eftir mörgu fólki, þegar fiskur
berst á land, eins og í Reykjavik.
Frystihúsin eru rekin með stór-
tapi þegar lítið fiskast og ekki
bætir úr skák þegar verðið fer
lækkandi á heimsmarkaðinum. Ég
er anzi hræddur um að fleiri frysti
hús fari sömu leið og frystihúsin
í Hafnarfirði og Reykjavík, því að
horfurnar eru mjög ískyggilegar
yfirleitt.
Nú er ástandið þannig, að síld-
veiði hefur verið mjög lítil hér
suðvestanlands og nýting sildar-
innar mjög léleg — 30—40%. I
fyrrasumar var aftur á móti tölu-
vert góð síldveiði hér. Nú hef ég
frétt - að það eigi að salta upp í
samninga við Pólverja fyrir aust-
an og það þykja okkur ekki góð-
ar fréttir. Markaður fyrir frysta
síld er tálinn allgóður, en þó er
hætta á lækkandi verði.
Smrvuðartíminn er nú a enda
og var afli baLrna rýr. Bátar.i.r,
sem nú eru • i nlli, fiska miklu
minna en á saira tíma í fyrra.
Nokkrir bá;ar eru byrjað’r með
línu, en be<-* m svo til engan
afla. Á Ak.aeesi voru þrír bátar
írá Haraldi Buhr arssyni bvrjaðir
róðra með lmu, en urðu að hætta
eftir liálfan mánuð vegna aflaleys
i.5.
Rekstur togarm.na gæti stáðvazt
þ i og þegar.
Gísli KonrafsM n, forstjór á
Akureyri, sa./ði að ástand'* nú
væri alvar.egt miðað við árið í
fyrra, sem var angott. Frá rekstr-
arsjónarmiði írystihúss er istand-
ið slæmt, hvernig sem á bað er
litið. aflinn dýrari, tilkostnaður
mun hærri og verðfall á fiski á
erlendum markaði.
Gísil kvaðst ekki geta sagt, hvað
tekið yrði til bragðs að svo stöddu.
Rekstur frystihússins er að mestu
bundinn við aflabrögð togaranna,
en rekstur þeirra gæti stöðvazt þá
og þegar, ef ekkert verður gert
af hálfu rikisstjórnarinnar til úr-
bóta.
Lítið er um að vera í frysti-
húsinu yfir vetrarmánuðina, því
að togararnir eru látnir sigla á
erlendan markað, sumpart vegna
þess að vinnuafl er illfáanlegt yf-
ir veturinn og sumpart vegna
þess, að áhafnir togaranna vilja
sigla með aflann til erlendra
hafna.