Vísir - 05.09.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 05.09.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 5. september 1975. 3 Er flugfólkið undan- þegið lögum og rétti? Flugleiðir h.f. hafa nú, i þríðja sinn á þessu ári, gengið til samningaborðs með hóp af starfsliði sinu nauðugir að eigin sögn, þar sem yfirvofandi var skyndistöðvun á öllu flugi þeirra. Fyrstir til að beita Flugleiðir úrslitakostum meö þessu móti voru flugmenn félagsins, sem þvinguöu fram miklar launa- hækkanir sér til handa i vor, meö þvf að hóta vinnustöðvun- um. Næstir þeim komu flugvirkj- ar, sem lögðu i júlimánuði niður vinnu, fyrirvaralaust, til þess að knýja fram kröfur sinar um auknar kjarabætur. Deilu þeirra var á sfnum tima visað til Félagsdóms, en áður en hún var þingfest þar, gripu flugvirkjar til ofbeldisaðgerða og þvinguðu Flugleiðir til samninga eftir átta klukkustunda vinnustöðv- un. Sfðast fóru svo flugfreyjur af stað og beittu samskonar þving- unum og flugvirkjar, til þess að ná fr'am þeim launahækkunum sem þær töldu sér bera. Deila þeirra við Flugleiðir hafði verið þingfest i Félags- dómi og hafði Vinnuveitenda- sambandið, fyrir hönd Flug- leiða, lagt fram nær öll sin gögn i deilunni, en flugfreyjur höfðu ekki lagt fram sin gögn. Eitt af gögnum þeim, sem Vinnuveitendasamband Islands lagði fyrir Félagsdóm, vegna afgreiðslu hans á ágreiningi milli Flugleiða h.f. og Flug- freyjufélags Islands, var greinargerð um kjaraþróun flugfreyja. Greinageröin fjallaði um þró- un i launamálum flugfreyja frá þvi i júni 1974, eða um það bil þegar láglaunaleiðréttingar fóru að koma til framkvæmda. 1 greinagerð þessari kemur fram, að flugfreyjur hafa á sið- astarúmu ári fengið mun meiri kjarabætur en almennt gildir um aðildarfélög ASl. Laun þau, sem Flugleiðir telja að flug- freyjum beri samkvæmt samn- ingi erusem nemur rúmlega 6% til rúmlega 10% hærri en þau væru, ef flugfreyjur hefðu á þessum tima fylgt ASI og fengiö einungis þær íauna- hækkanir sem ASI hefur um samið. Miöað við túlkun flugfreyja á samningi sinum, sem hækkar laun þeirra um 5.300 krónur á mánuði frá 13. júni 1975 og aftur um 2.100 á mánuði þann 1. októ- ber næstkomandi, verður mun- ur þessi mun meiri. Verða þá flugfreyjur með allt aö 20% hærri laun, en þær hefðu veriö meö, ef kjarabætur þeirra hefðu alltaf fylgt samningum ASI rúmt siðastliðið ár. HV. • • VIsi hcfur borizt cftirfarandi frcttatilkynning frá Flugieiðum um flugfreyjudeiluna: Að afloknum heildarkjara- samningum A.S.I. og V.S.I., sem undirritaðir voru 13. júni s.l. reis upp ágreiningur um túlkun á verðbótaákvæði i kjar- samningi við Flugfreyjufélag Islands. Agreiningnum var af hálfu Flugleiða visað til úr- skurðar Félagsdóms og máliö þingfest þar hinn 25. ágúst s.l., en samkvæmt landslögum er það eitt af verkefnum Félags- dóms að skera úr ágreiningi um túlkun kjarasamninga. Var þvi Flugleiðum komið i opna skjöldu, þegar tilkynnt var simleiðis kl. 9:30 i gærmorgun, að flugfreyjur hefðu ákveðið að leggja niður störf á hádegi þann sama dag, ef ekki yrði gengið að eftirfarandi kröfum þeirra: 1. Að þær fái greiddar 5.300.- króna launahækkun á mánuði frá 13. júni s.l. auk 2.100,- króna launahækkunar á mánuði frá 1. október n.k. 2. Að þær fái dráttarvexti greidda af ofangreindri fjárhæð til greiðsludags. 3. Að Flugleiðir h.f. felli niður mál það, sem rekið er fyrir Félagsdómi. Flugleiðir h.f. fóru þess á leit við Flugfreyjufélagið, að að- gerðum yröi frestaö, en þvi var hafnað. 1 ljósi þess, að sýnt þótti, að allt flug innanlands sem utan myndi stöðvast innan nokkurra klukkustunda, var gengið að þeim afarkostum, sem settir voru og verkfalli þannig afstýrt. Var hér um hreina nauðung aö ræða, en ekki samninga eftir eðlilegum leiðum, enda hafa Flugleiðirekki fallizt á réttmæti krafanna, þótt gengið væri aö þeim.hverju sem forsvarsmenn Flugfreyjufélagsins kunna að halda fram. Flugfélögin átelja harðlega þau vinnubrögð, sem höfö hafa verið i frammi af hálfu Flug- freyjufélagsins og telja að hér sé um skýrt lagabrot að ræða — þ.e. að hótað sé stöðvun flug- flotalandsmanna vegna ágrein- ings, sem verið er að fjalla um fyrir réttum dómstóli, og hann þar með litilsvirtur. I einu dag- blaði borgarinnar i dag er það haft eftir forsvarsmanni Flug- freyjufélagsins ,,að flugfreyjur hefðu gripið til þessara aðgerða, þar sem þær hefðu talið óeðli- legt að beðið yrði urskurðar Félagsdóms”. Ekki verður öllu betur lýst þeirri óviröingu sem dómstólum landsins og réttar- kerfi er sýnd. Ber vissulega aö harma, að ekki skuli lengur vera unnt að útkljá ágreining um túlkun kjarasamninga milli stéttar- félaga og vinnuveitenda eftir þeim leiðum, sem landslög kveða á um, en þess i staö gripið til ólöglegra verkfalla. Blaðamanni Visis tókst ekki aö fá umsögn flugfreyja um þetta mál, en auðvitað stendur þeim til boða að gera grein fyrir sinu máli. — HV. 3 Beechcraft og mœtti fá fyrir 1 — Og spara samt nokkur hundruð milljónir 2 þyrlur Fokker Bell Jet Ranger. Stærri og fullkomnari útgáfa af þessari þyrlu kostar um 50 milljónir, vel búin tækjum. Hægt er að hafa á hefni flotholt, sem eru inni I lendingarsklöunum og eru biásin út, ef þörf krefur. Þaö má gera á flugi. Sú ákvörðun aö kaupa 750 milijón króna Fokker Friendship flugvél fyrir Landhelgisgæzluna, þegar stjórnskipuö nefnd hafði komist að þeirri niöurstööu að flugmáium hennar væri vel borg- iö meö kaupum á 100 milljón króna Beechcraft og nokkruin skipulagsbreytingum, hefur vak- iö mikla athygli, svo ekki sé njeira sagt. Nefndin benti á i skýrslu sinni að sú Fokker vél sem Landhelgis- gæzlan á fyrir, TF-SÝR, flýgur ekki nema um 500 tima á ári. Fokker vélar Flugfélags Islands, fljúga hinsvegar að meðaltali 1650 tima á ári. Sjálfsagt er óraunhæft að ætlast til svo mikillar nýtingar á vél i jafn sérhæfðu hlutverki og TF- SÝR en þó er ljóst að hægt er að nýta hana mun betur. Ekki i dag Munnlegur málflutningur i Hæstarétti hefst föstudaginn 19. september, en ekki I dag, eins og skýrt var frá I VIsi i gær. Með þvi að auka nýtinguna, meö því að kaupa Beechcraft King Air E-90 og með þvi að taka leiguvélar þegar þörf krefur, eins og oft er gert, taldi nefndin að flugrekstri Landhelgisgæzlunnar væri vel borgið. Nefndin lagði auk þess til að viðbótar tækiabúnaður yrði keyptur i TF-SÝR og að Loran C, flugleiðsögutæki (færanlegt) yrði keypt til notkunar i þeim leigu- vélum sem notaðar yrðu og til vara fyrir TF-SÝR. Uppfyllir allar kröfur Nefndin taldi að gera þyrfti eftirfarandi kröfur við val á við- bótarvél fyrir Landhelgisgæzl- una: A) Fullnægjandi vinnuað- staða fyrir fjögurra manna áhöfn. B) Tveir skrúfuhverflar (Turbo- prop), C) Jafnþrýstiklefi. D) Fullkomin blindflugs-, flugleið- sögu- og fjarskiptatæki. E) Afisingartæki. F) Salerni um borð. G) Flugdrægi a.m.k. 1000 sjómilur og flugþol a.m.k. 6 klukkustundir. Beechcraft vélin uppfyllir öll þessi skilyrði. Verðið Sem fyrr segir er 650 milljón króna verðmunur á þessum tveim vélum. Auk þess er gifurlegur munur á rekstrarkostnaði. Fast- ur kostnaður við Beechcraft reiknast vera 22,5 milljónir á ári en við Friendship 168,7 milljónir. Munurinn er 146,2 milljónir á ári. Ef nota á 750 milljónir Ef ákveðið var að verja 750 milljónum til að endurnýja flug- flota Landhelgisgæzlunnar og bæta hann voru auðvitað ýmsar leiðir opnar. Fyrir þessar 750 milljónir hefði t.d. verið hægt að kaupa 2-3 vélar af Beechcraftvél og 2 nýjar þyrlur t.d. af gerðinni Bell Long Ranger, sem er meö túrbinumótor. Og samt hefðu sparast nokkur hundruð milljónir i innkaupum. Hæfar til langflugs Þaö er nokkuð samdóma álit flugmanna að varla sé hægt að hugsa sér meiri lúxusvélar en Beechcraft King Air fjölskyld- una, nema farið sé yfir i þotur. Beechcraft King Air. Þessar vélar eru enda mikið notaðar af fjármálamönnum vestanhafs. Ekki er hægt að likja þeirra flugþörfum saman við þarfir Landhelgisgæzlunnar, en þess þarf heldur ekki. Við samanburð á þessum vélum er ekki hægt að sjá að Fokker Friendship hafi neitt framyfir, nema það að vera stærri. Sem gerir hana margfalt dýrari i innkaupum og rekstri. Það er óraunhæft að segja að þetta (Beechcraft) sé einhver smávél sem ekki sé hægt aö þvæl- ast I út i 200 mílur. 1 flughæfni og eiginleikum öllum gefur hún Fokker vélunum ekkert eftir-óT. ■ ■••• r x •«• r Mjog goð veiði i — eins ogflest- urimsa um öðrum óm „Grimsá hefur staðið sig mjög vel i sumar. 1866 laxar voru komnir á land núna um mánaðamót”, sagði Friðrik Stefánsson, fra mkvæ mdastj óri Stangveiðifélags Reykjavikur, er við ræddum við hann. I fyrra á sama tima voru komnir 1210 laxar. á land, svo aö aukningin nú er um 50%. Friðrik sagði, að aðeins örfáar stangir væru lausar, en veiðitimabilinu lýkur 12. september. Laxinn er enn að ganga og er grálúsugur. 1 Norðurá er veiði lokið og komu um 2000 laxar á land á móti 1428 i fyrra. • 1 Elliðaánum er svipuö veiði og i fyrra. Um mánaðamótin voru komnir á land 1830-40 laxar. Þar eru öll leyfi seld. Veiði lýkur 10. september. 1 Breiðdalnum á Austurlandi eru þrjár ár, Breiðdalsá, Suðurdalsá og Tinnudalsá, sem Stangaveiðifélagiö hefur verið meö laxarækt i. „Glæsilegt veiöisvæði”,sagði Friðrik. Þar eru nú komnir á land um 100 laxar Á öllu timabilinu i fyrra veiddust 126 laxar. Veiði lýkur þann 20. september. -EVI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.