Vísir - 05.09.1975, Blaðsíða 6
6
Vlsir. Föstudagur 5. september 1975.
vísm
tJtgefandi: Reykjaprent hf.
Hitstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson
Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson
Fréttastjóri erl. frétta: Guömundur Pétursson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
^ Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Slmar 11660 86611
Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Slmi 86611
Ritstjórn: Slöumúla 14. Slmi 86611. 7 linur
Askriftargjald 800 kr. á mánuöi innanlands.
t lausasölu 40 kr. eintakið. Biaöaprent hf.
Verkmenntun og
rannsóknir
Nú er kominn sá árstimi er skólar landsins eru al-
mennt að taka til starfa. Menntun hefur smám sam-
an orðið æ rikari þáttur i þjóðfélaginu. Hér höfum
við æði oft deilt um markmið og leiðir i skólamál-
um. En framhjá þeirri staðreynd verður þó ekki lit-
ið að við höfum á undanförnum árum byggt upp all
gott skólakerfi.
Sakir smæðar þjóðarinnar hljótum við að eiga
langt i land með að koma upp skólum er standast
samanburð við það sem bezt er meðal annarra
þjóða. Við verðum i öllum aðalatriðum að sækja
hugmyndir um nýjungar og breytta kennsluhætti til
annarra þjóða sem hafa efni og aðstöðu til að stunda
umfangsmiklar rannsóknir og tilraunir á þessu
sviði.
Enginn getur borið brigður á að á siðustu árum
hefur átt sér stað mikil skólauppbygging. Til
skamms tima voru svo til allar deildir Háskólans
innan veggja gömlu aðalbyggingar skólans. Nú á
siðustu árum hafa risið upp umhverfis Háskólann
nýjar byggingar sem hafa gjörbreytt kennslu- og
rannsóknaraðstöðu. Mikið verk er þó óunnið og ber
þar hæst byggingar fyrir læknakennslu.
öllum má ljóst vera að það veltur á miklu að
leggja rækt við uppbyggingu skólakerfisins og
rannsóknarstarfseminnar i landinu. Við verðum
einnig að vera vakandi fyrir þvi að taka upp kennslu
og rannsóknir i nýjum greinum er snerta atvinnulif-
ið. 1 þvi sambandi má nefna þær hugmyndir sem
uppi hafa verið um matvælafræðikennslu. Rétt er
að leggja áherzlu á að hraða undirbúningi þess
verkefnis.
Hér bíða viða stórkostlegir möguleikar sem litt
hafa verið kannaðir fram til þessa. 1 Visi var t.a.m.
fyrir skömmu greint frá athugunum ungs visinda-
manns á möguleikum þess að hagnýta fiskslóg og
sláturhúsaúrgang til lyfjaframleiðslu. Ýmislegt
bendir til þess að grundvöllur sé fyrir umfangsmik-
illi starfsemi af þessu tagi hér á landi. Að slikum
málum þarf að hyggja gaumgæfilega og veita þeim
visindamönnum, er hlut eiga að máli, þá aðstöðu
sem kostur er.
Fram til þessa hafa menn einblint á svokallað
æðra nám en hirt minna um uppbyggingu hvers
kyns verknáms. Á siðustu árum hafa augu manna
þó opnazt æ meir fyrir mikilvægi og gildi verknáms
fyrir þjóðfélagið. Verkmenntun hlýtur að vera einn
af hornsteinum i menningu hverrar þjóðar.
1 þessum efnum er brýnt að breyta viðhorfi
manna til menntunar almennt. Segja má að nokkur
þáttaskil hafi orðið að þessu leyti þegar Vilhjálmur
Hjálmarsson tók við embætti menntamálaráð-
herra. Hann lýsti þegar yfir þvi að lögð yrði meiri á-
herzla á verkmenntun en verið hefur fram til þessa.
Hér var um að ræða þýðingarmikla stefnumótun og
nú skiptir mestu máli að henni verði fylgt eftir.
Fræðslumálin eru ein af undirstöðum framfara
og hagsældar i nútimaþjóðfélagi. Með þeirri kerfis-
breytingu, sem ákveðin hefur verið i skólamálum,
hefur verið lagður grundvöllur að nýrri sókn að
betra menntakerfi.
Umsjón: GP
■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■i
—MÐ MfM
UTU UM OXL
OG SÁU EYÐI-
LEGGINGU SÍNA
Wilson, forsætisráðherra: Stjórn hans neyddist til að gripa til
ámóta launafrystiaðgerða og hún ásakaði stjórn Heaths hvað
harðast fyrir.
!
5
■
:
fi
«
1
Það er engu likara en
leiðtogar verkalýðsfé-
laganna i Bretlandi
hafi staldrað við, horft
um öxl yfir farinn veg
siðustu fimm ára, og
fyllzt skelfingu yfir
eyðileggingunni, sem
blasti við.
Slík ktlvending hefur orðið á
afstöðu þeirra til ráðstafana
rikisstjórnarinnar til að hamla
gegn veröbólgunni.
Núna I vikunni samþykktu
stærstu samtök verkalýðsfélag-
anna I Bretlandi tillögur stjórn-
arinnar um takmörkun á launa-
hækkunum. Verða þær ekki
nema sex pund á mánuði og
koma til framkvæmda I áföng-
um.
Mikill munur er á en þegar
Edward Heath, forsætisráð-
herra stjórnar íhaldsflokksins,
reyndi aö framfylgja launa-
frystingarlögum stjórnar sinnar
til að hamla gegn verðbólgu-
skrúfunni. Með samtök náma-
manna I broddi fylkingar var
efnt til verkfalla sem slðan;með
stuðningi orkukreppunnai> knúði
stjórn íhaldsflokksins frá.
Fyrst eftir að Verkamanna-
flokkurinn komst I stjórn horfði
ekki um of friðlega á vinnu-
markaönum og mátti þó búast
við því aö verkalýössamtökin
myndu styðja hana dyggilega
og flest til vinna að hún héldi
velli. Þaö hefur þó kostað lang-
ar og strangar viðræöur þar
sem menn á borð við Len
Murray, framkvæmdastjóra
Alþýðusambands þeirra i Bret-
landi, og Jack Jones, leiðtoga
stærsta verkalýðsfélagsins,
hafa þurft að beita allri sinni
málsnilld til aö sannfæra með-
stjórnendur slna um nauösyn
þess að samþykkja tillögur Wil-
sons-stjórnarinnar.
A meðan dregist hefur að fá
lausn á þessu mikilvægu málum
hefur Wilson notið þess að
athyglin hefur mest beinzt aö
málum eins og spurningunni um
hvort Bretar yrðu áfram aðilar
aö EBE. Fyrir þjóðaratkvæöa-
greiðsluna um EBE-aðildina
fyrr á þessu ári snerust umræö-
ur einvörðungu um þau mál og
aukin rlkisafskipti og þjóönýt-
ingu stórfyrirtækja iönaðarins.
Kjaramalin hafa legið niðri á
meðan.
Þegar þau loks voru sett á
oddinn fyrir nokkrum vikum
var svo komið aö tala atvinnu-
lausra I Bretlandi var komin
upp I 1 1/4 milljón og fór hækk-
andi. Atvinnuleysisaukningin er
talin nema um 26% á ársgrund-
velli. Slíkur hefur samdráttur-
inn verið og gætir um leið I
minnkandi vinnu og tekjum
þeirra sem halda þó áfram
starfi sinu. Þetta er dapurleg
þróun og skulu menn hafa I huga
um leið aö verðlag fer jafnframt
hækkandi svo að framfærslan
hefur sjaldan verið þyngri hjá
mörgum fjölskyldum þar sem
fyrirvinnan stendur nú uppi at-
vinnulaus.
Það kom þvl ekki til af góðu
að verkalýðsforysta Breta virð-
ist nú allt I einu hafa séð sig um
hönd I kröfum slnum á hendur
atvinnuvegunum.
Síðustu fimm árin hafa hún
gerzt æ vinstrisinnaðri, herská-
ari og stöðugt neikvæðari gagn-
vart atvinnurekendum, sem
ekki þurfa að koma neinum á
óvart, er kynnti sér stefnuskrár
sumra þessara félaga eins og
Landssamtaka námamanna.
Þar er skýrt tekið fram aö stefnt
skuli aö þvl aö taka höndum
saman við önnur samtök um aö
útrýma með öllu kapltalisman-
um.
En núna,þegar neyðarástand
rikir á vinnumarkaönum, hefur
verkalýðsforustan séð þann kost
vænstan að lækka ögn háværar
raddir þeirra róttækustu til aö
styðja við launastefnu stjórnar
Verkamannaflokksins. En 'sú
stefna miðar ekki einungis aö
þvi að reyna að afstýra þvl aö
fleiri missi atvinnu sina heldur
beita við það blönduðum hag-
stjórnaraðferðum kapítalista og
talsmanna rlkisrekstrar.
Slíkur er óttinn viö algert
hrun á vinnumarkaðnum aö for-
ráðamenn verkalýðsfélaganna
láta sér ekki nægja einungis að
stilla kröfum slnum I meira hóf
en nokkur heföi þorað að vona
heldur hafa þeir beinllnis hvatt
til löggjafar sem heimilar
launagreiðendum að greiða
lægri laun en þeir höfðu lofað.
Mætti þvi halda að atvinnu-
rekendur horfi bjartsýnum aug-
um fram á veginn þegar þeir
þurfa ekki lengur að óttast
verkföll og aðrar ámóta rekstr-
artafir sem verið hafa brezkum
atvinnuvegum til stórtjóns i
gegnum árin. Glataðir vinnu-
dagar vegna verkfalla slöustu
sex mánuði eru ekki nema
helmingur á móts við verkfalls-
dagana á sama tímabili I fyrra.
En atvinnurekendur eru dauf-
ir I dálkinn þrátt fyrir þessi við-
brögð verkalýðsforystunnar.
Þeir segja að launatakmörk-
unartillögur stjórnarinnar hafi
verið alger forsenda fyrir þvl að
ekki yrði algert hrun á vinnu-
markaðnum. Þar með sé þó
ekki alveg tryggt aö þeir nái að
rétta úr kútnum. Sumir þeirra
telja reyndar aö þessar ráð-
stafanir kunni að vera full seint
á ferðinni. Og það eru ekki bara
þeir sem þegar hafa oröið að
loka fyrirtækjum sínum og
segja upp starfsfólki. Hinir, sem
enn berjast I bökkum, en hafa
með samdrætti og fækkun
starfsliðs dregið fram lífiö, taka
I svipaöan streng.
Jack Jones, leiðtogi
eins stærsta verkalýðs-
félags Breta: ,,Sumt
fólk verður nú að fara
að neita sér um hluti,
sem það leyfiii sér
áður.” .
Len Murray, fram-
kvæmdastjóri lands-
samtaka verkalýðsfé-
laga, varð að leggja sig
allan fram til þess að
sannfæra þá herská-
ustu um nauðsyn þess
að halda verkamanna-
flokknum áfram við
völd.