Vísir - 05.09.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Föstudagur 5. september 1975 — 201. tbl.
Grófleg
móðgun
Rússa
— œpti Sodat í
sjónvarpi í gœr
— Sjó bls. 4 og 5
3 Reech-
craft og
2 þyrlur
mœtti fó
fyrir 1
Fokker
— Og spara samt
nokkur hundruð
milljónir
— Sjó bls. 3
Hvað lœra
sex óra
börn
i skóla?
- sjó INN-síðu
bls. 7
Ríkiskassinn borgar tjón
togara vegna þorskastríðs
Þjóðviljinn birtir vestur-þýzk leyniskjöl
Vestur-þýzkir togar-
ar, sem lenda i klippum
ilenzkra varðskipa, eða
lenda i árekstrum við
þau, fá tjónið greitt úr
vesturþýzka rikiskass-
annum.
Þetta kemur fram i Þjóðviljan-
um imorgun. Blaðið birtir útdrátt
úr leyndarskjöldum, sem það
kveðst hafa afrit af. Skjöl þessi
eru sögð úr búi Samands þýzkra
togaraeigenda i Bremerhaven.
1 skjölunum kemur m.a. fram,
segir Þjóðviljinn, að útgerðar-
menn, togaraskipstjórar og
skipstjórinn á eftirlitsskipinu
Meerkatze hafi allir verið sam-
mála um að beina ætti vestur-
þýzka sjóhernum gegn islenzku
varðskipunum.
,,Við -segjum ekki frá þvi,
hvemig við höfum komizt yfir
þessi leyndarskjöl, en það er full
ástæða til að ætla að þau séu
ósvikin. Skjölin komu til okkar i
einu lagi og þau komu ekki frá Is
lendingi,” sagði Einar Karl
Haraldsson, fréttastjóri
Þjóðviljans i samtali við Visi i
morgun.
„Þessi skjöl eru góð heimild
um það, hvað Þjóðverjar lita á
þetta mál sem mikið strið. Við
eigum ekki i höggi við einstaka
útgerðarfélag eða skipstj.heldur
Vestur-Þjóðverja,” sagði Einar.
1 skjölunum kemur fram, að
rikisstjórnin ábyrgist greiðslur á
allt að 1.250 milljón króna tjóni
árlega, sem vestur-þýzku
togararnir kunni að verða fyrir
vegna aðgerða Islendinga við að
verja lögsögu sina. Rikisstjórnin
þýzka samþykkti þetta i mai
1973. -OH.
Veiðiþjófnaður vestur-þýskra togara hér við land ríkisstyrktur
Sambandsríkiö í ábyrgð fyrir
öllutjóni af landhelgisbrotum
Bœndur reiðir
— vegna Vísisskrifa um landbúnað, segir
formaður stjórnar Stéttarsambands bœnda
„Ef bændur hafa einhvern
timann verið reiðir, þá er það
núna,” sagði Gunnar
G uð b j a r t s s on , formaður
stjórnar Stéttarsambands
bænda, i viðtali við Visi, að-
spurður um hug bænda vegna
leiðaraskrifa blaðsins undan-
farna mánuði um landbúnaðar-
mál. Flest þau skrif hefur fyrr-
verandi ritstjóri blaðsins, Jónas
Kristjánsson annazt.
,,Við teljum alltaf hamrað á
röngum upplýsingum varðandi
landbúnaðarmálin. Við höfum
margoft reynt að leiðrétta
ýmislegt af þvi, sem haldið hef-
ur verið fram. Sumum þeim
leiðréttingum hefur verið
hafnað og öðrum tekið með
hangandi hendi. 1 nóvember og
desember i fyrra sendum við
leiöréttingar til Visis. Eitthvað
var birt, en ekki allt,” sagði
Gunnar einnig/’
Visir á ekki aðild að rikis-
stjórninni né er vitað til þess, að
blaðið hafi bein áhrif á stjórnar-
samstarfið, þótt ráðherrar lesi
væntanlega blaðiðeins og aðrir.
En Gunnar Guðbjartsson
sagði: „Ef skrifin halda áfram i
þessum dúr, er hætta á slitum
stjórnarsamstarfs.”
Visir spurði Gunnar, hvort
honum fyndizt ekki full mikill
æsingur hafa verið i mönnum
við þessar umræður og skrif
um landbúnaðarmál.
„Jú, ég er sammála þvi. En
bændur eru alltaf tilbúnir til að
ræða þessi mál i rólegheitum”,
sagöi hann.
-ÓH.
Björn ólafsson, framkvæmda- gesturinn. Raunar er það bróöir
stjóri kaupstefnunnar I Laugar- hennar Frosti, sem heldur á þvi,
dalnum, afhenti Hólmfriöi Mel- en synir hennar, Hrólfur og
dal Roventahraðgrill frá Vöru- Loftur Sigurössynir, komu lika
markaðnum. Hún fékk þaö f til- til aö sjá sýninguna.
efni þess, aö hún var 50 þús.
milljón?
Milljón eða ekki
— Umrœður ó flokksstjórnarfundi Sjálfstœðisflokksins
Alþýðublaðið segir i frétt I dag,
aö miklar deilur hafi oröið á fundi
borgarfulltrúa Sjálfstæöisflokks-
ins eftir að Davíö Oddsson sagöi,
aö sér væri kunnugt um, að
byggingafélagið Armannsfell
heföi greitt eina milljón króna i
húsbyggingarsjóö Sjálfstæöis-
flokksins.
t staðinn hafi Armannsfell svo
fengið hina umdeildu byggingalóö
á horninu á Bústaðavegi og
Grensásvegi. Að sögn Alþýðu-
blaðsins sakaði Davið Albert
Guðmundsson um að hafa haft
forgang f þessu máli.
Visir hafði samband við Davið
Oddsson. Davið neitaði þvi ekki,
að umræður hefðu farið fram um
þetta mál en kvaðst ekki hafa
hugmynd um, hvort bygginga-
félagið hafi borgað milljón i
byggingasjóð Sjálfstæðisflokks-
ins. Hann vildi aðeins segja eftir-
farandi:
„Fréttin i Alþýðublaðinu er i
veigamiklum atriðum alröng og
mér gerðar upp fullyrðingar, sem
ég hef ekki viðhaft á flokksfundi
eða annars staðar. En vegna
þagnarskyldu minnar um það,
sem gerist á slikum fundum sem
samkvæmt samþykktum, hefð og
reyndar lögum landsins binda
trúnað við það, sem þar er rætt,
get ég ekkert frekar sagt um mál-
ið á þessu stigi. En þegar dagblað
setur manni i munn slikar yfir-
lýsingar, hlýtur það að vera
skyldugt að greina frá heimildar-
manni sínum, vilji það að menn
taki mark á þvi.”
— ÓT
TÆKNISKÓLINN ENN LOKAÐUR
— Við erum enn i verkfalli, og
það er ekkert farið aö tala aftur
við okkur, sagði Ólafur J.
Pétursson kennari við Tækni-
skólann, i morgun. Þetta mál
verður ekki leyst með neinni til-
skipun, en við erum fúsir til
samningaviðræðna.
— Það er nokkuð rétt sem
Höskuldur Jónsson, ráðuneytis-
stjóri fjármálaráðuneytisins
segir i einu blaðanna i morgun.
Eitt helzta deiluatriðið er launa-
flokkur stundakennara viðskól-
ann.
Og enn biða nemendurnir 250
eftir þvi að málið leysist svo að
skólaár þeirra geti hafizt.
— ÓT.