Vísir - 05.09.1975, Blaðsíða 16
Föstudagur 5. september 1975.
Vísir
prent-
aður ó
undan
f
— Obreyttur
útkomutími
Hráöabirgöasatnkomulag
hefur verið gert um prentun
Visis og Dagblaðsins hjá
Blaðaprenti hf. Samkvæmt
þvi verður Visir prentaður á
undan Dagblaöinu og veröur
útkomutimi Visis hinn sami og
verið hefur. Prentun Visis
hefst hins vegar nokkru fyrr
en venja hefur verið.
t beiðni Dagblaðsins til
Blaðaprents var óskað eftir
þvi, að blaðiö yrði prentaö að
morgni til á undan Vísi. Sam-
komulagið,sem nú hefur verið
gert, gildir i 30 daga frá 8.
september næst komandi A
þeim tima á gerðardómur að
skera úr um, hvort Visir eða
Dagblaðið eigi rétt á prentun á
kostnaðarverði samkvæmt
reglum Blaðaprents hf.
— ÞP.
Barði sam-
býliskonu
sína svo
flytja varð
hana á
slysadeild
Hvort afbrýðisemi eða annað
kom manni nokkrum i borginni til
að berja sambýliskonu sina svo
rækilega, aö flytja þurfti hana á
slysadeild, vitum við ekki, en at-
vikið átti sér stað.
Það var i nótt, sem lögreglan
var kvödd Ihús hér i borginni. Vin
haföi verið haft um hönd og voru
báðir aðilar ölvaðir, sérstaklega
maðurinn.
Eitthvað hefur reitt hann svo
til reiði, að hann barði sambýlis-
konu sina. Var hún flutt á slysa-
deild, en maðurinn var tekinn i
umsjá lögreglunnar.
-EA.
Ferðast með
gamla fólkið
I frétt í Visi i gær var sagt,
aö Félag islenzkra bifreiða-
eigenda færi á mánudag hina
árlegu skemmtiferð með vist-
menn af Ellihcimilinu Grund.
Þetta var rangt. Ferðin er á
morgun, laugardag, og eru
félagar FIB beönir að hafa
samband við skrifstofuna
vegna ferðarinnar.
Bílstjóri stjórnar Þjóðleikhúskórnum? Þetta er eng- vítt og breitt um Kanada, þegar flokkurinn var þar á
inn venjulegur bílstjóri, því að hann er menntaður tón- ferð ítilefni af 100 ára afmæli íslendingabyggðar í Kan-|
listarmaður, sem var að vinna fyrir sér í sumarfriinu ada. 1
með því að keyra Þjóðleikhúskórinn ásamt leikurum
Samdráttur í útflutningi á
íslenzkum iðnaðarvörum
Fyrstu sjö mánuði þessa árs
minnkaði heildar útflutningur á
Islen/.kum iðnaðarvörum um tæp-
lega 45 af hundraöi Er þá átt við
magnið. Þrátt fyrir þennan sam-
drátt, varð 4,2 prósent
verðhækkun á þcim iðnaðarvör-
um, sem seldar voru úr landi, og
er þá miðað við sama timabil i
fyrra. — Útflutningur á áli og
álmelmi minnkaði um 53 prósent,
og verðrýrnun varð liölega 18 af
hundraöi. Annar útfiutningur
dróst saman um tæplega 25 af
hundraði.
Samdráttur varð á flestum
sviðum útfliitnings, en i veiga-
miklum vörutegundum varð hann
tilfinnanlegastur i áli. Út-
flutningur á niðursoðnum og
niðurlögðum sjávarafurðum
dróst saman um 35 af hundraði að
magni til en verðið hækkaði um
18 af hundraði, og er það eðlilega
verðbólgan, sem veldur þessum
verðhækkunum.
Útflutningur á loðsútuðum
skinnum og húðum jókst um 28 af
hundraði og þar varð
verðhækkunin tæplega eitt
hundrað prósent. Þá jókst Ut-
flutningur á prjónavöru um tæp-
lega 29 prósent, og verðið
hækkaði um 113 prósent. — Út-
flutnings-aukning varð á ytri
fatnaöi, nema prjónafatnaði, er
nam 39 af hundraði og þar
hækkaði verðið um 83 af
hundraði. Einnig varð Ut-
flutningsaukning á vélum og
tækjum, fiskilinum, köðlum og
alls konar netum.
Þessar tölur gefa til kynna, að
vinsældir varnings úr islenzku
ullinni og skinnum fari vaxandi
erlendis. Hins vegar hefur orðið
verulegur samdráttur i Ut-
flutningi á áli og kisilgUr. -AG.
RÆÐUM VIÐ ÞJOÐVERJA UM
FISKVEIÐIMÁLIN 20. SEPTEMBER
— Viðrœður við Breta hefjast 11. september
„Sennilega verða
viðræður íslendinga
við V-Þjóðverja um
fiskveiðimál i kringum
20. september”, sagði
Hörður Helgason hjá
utanrikisráðuneytinu.
Ekkert er ákveðið,
hverjir verða í nefnd
islenzku rikisstjórnar-
innar.
Fimmtudaginn 11. sept. munu
fara fram I Reykjavík viðræður
um fiskveiðimál milli fulltrúa
rikisstjórna Islands og Stóra
Bretlands.
Islenzka nefndin verður skip-
uð þessum mönnum: Einari
AgUstssyni, utanrikisráðherra,
Matthiasi Bjarnasyni, sjávarUt-
vegsráðherra, Pétri Thorstein-
son, ráðuneytisstjóra, Jóni L.
Arnalds, ráðuneytisstjóra.
Herði Helgasyni, skrifstofu-
stjóra, Þórði Asgeirssyni, skrif-
stofustjóra, Niels P. Sigurðs-
syni, ambassador, Má Elissyni,
fiskimálastjóra, Þórarni
Þórarinssyni, alþingismanni og
Guðmundi H. Garðarssyni, al-
þingismanni.
Ritari nefndarinnar verður
Ölafur Egilsson, deildarstjóri.
— EVI —
Heyskap gœti lokið
nœstu 1—2 daga
Síðustu tvo daga hefur verið
ákjósanleg heyskapartfð i þeim
landshlutum, þar sem bændur eru
verst settir. Samkvæmt
upplýsingum, sem Visir aflaði sér
i morgun. má ætla, aö haldist
góða veðrið einn til tvo daga enn,
Ijúki heyskap hjá flestum bænd-
um á landinu.
Þar sem gras er nú ' mjög
úr sér sprottið og viða hefur hey
hrakið, má búast við að fóður-
gildi töðunnar veröi litið og þvi
þurfi að kaupa mikinn fóðurbæti i
vetur.
Ekki er seinna vænna að
heyskap ljúki nú, þar eð smala-
mennska byrjar senn, enda 5.
september i dag. Réttir hafa
verið ákveðnar, og eftir að
smalamennska hefst, getur orðið
litið um vinnukraft við hey-
skapinn. — Full ástæða 'er til að
óttast, að dilkar verði rýrir i' ár
eftir vætusamt sumar — og á það
sérstaklega við Suður- Suð-Vest-
urland og Austurland. -ÁG.
KAUPSTEFNUNNI LYKUR
ÁSUNNUDAG
Ekki hœgt að framlengja
„Það er gjörsamlega Utilokað
að framlengja sýninguna”,
sagði Magnús Axelsson, blaða-
fulltrUi kaupstefnunnar i
Laugardal. Hann bætti við, að
liðlega 53 þUs. manns hefðu nU
séðsýninguna og fyrirsjáanlegt
væri, að gestir yrðu fleiri en á
siöustu sýningu, „Heimili ’73”,
en þá komu 55 þUs. manns.
Vinningur i gestahappdrætt-
inu I gær, var Vestmannaeyja-
ferð fyrir tvo, kom á no. 68.217. í
dag verður vinningurinn viku-
dvöl fyrir 2 i landnámi Hrafna-
Flóka. (Hótel Flókalundi i
Vatnsfirði. Ilótelið mun þó ekki
hafa verið byggt á hans dög-
um!
A þriðjudaginn féll niður
myndatexti á forsiðu. Myndin
var af sýningarfreyju Ur
Laugardalnum ifaðmi tröllkonu
Asmundar. Búningur hennar er
sérhannaður af Friði Ölafsdótt-
ur, fatahönnuði. — EVI.
VÍSIR