Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurseptember 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    2829301234
    567891011

Vísir - 05.09.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 05.09.1975, Blaðsíða 9
Vísir. Föstudagur 5. september 1975. Visir. Föstudagur 5. september 1975. Umsjón: Kjart Meistararnir mcetast á morgun Hin árlega Afrekskeppni F1 i golfi fer fram á morgun á Nesvellinum. Til þessarar keppni er boðið mönnum, sem hafa sigrað i ákveðn- um mótum i hinum ýmsu golfklúbbum i sum- ar. Flugfélag tslands býður þeim sem koma utan af landi fria flugferð fram og til baka, eins og i öll skiptin, sem þessi keppni hefur farið fram, en þetta mun vera tiunda árið. Þeir sem hafa rétt til að taka þátt i keppn- inni i ár eru þessir: Björgvin Þorsteinsson GA, tslandsmeistarinn 1975, Hannes Þorsteinsson NK, meistari Golfklúbbs Ness, Þórhallur Hólmgeirsson GS, meistari Golf- klúbbs Suðurnesja, Árni Jónsson GA, meist- ari Golfklúbbs Akureyrar, Hallgrimur Júliusson GV, sigurvegari i Coca Cola- keppninni hjá GV og Július R. Júliusson GK sigurvegari i Coca-Cola-keppninni hjá GR. Keppnin hefst kl. 14.00 á morgun og verða leiknar 18 holur. Fyrir hádegi hefst á Nesvellinum opin kvennakeppni, þar sem einnig verða leiknar 18 holur. t þeirri keppni verða mjög vönduð verðlaun i boði — skartgripir, sem einn með- limur klúbbsins, Gylfi Kristjánsson gullsmiður og iþróttafréttamaður með meiru, hefur smiðað og gefið i þessa keppni. Dregið í skozka deildarbikarnum Nú hefur verið dregið um hvaða lið leika saman i 8-liða úrslitum i skoska deildar- bikarnum. Fyrri umferðin verður leikin 10. september, en seinni umferðin þann 24. — leikið er heima og heiman. Celtic, lið Jóhannesar Eðvaldssonar leikur gegn Stenhousemuir og á útileikinn fyrst. Hin liðin drógust þannig saman: Hibernian — Montrose, Rangers — Queen of the South og Partick — Clydebank. — BB • Keflvíkingar með hópferð Keflvikingar hafa nú ákveðið að efna til hópferðar á seinni leik Keflavikur og Dundee Utd. i Skotlandi i UEFA keppninni, en slik hópferð með liðinu er orðin fastur liður hjá bæjarbúum. Nú hefur verið ákveðið að leika fyrri leik- inn i Keflavik þriðjudaginn 23. september, en seinni leikurinn fer fram i Skotlandi viku siðar. Farið verður hé'ðan 29. september og flogið til Glasgow, en daginn eftir leika svo Keflvik- ingar við Dundee Utd. Siðan verður flogið til Lundúna og þar dvalist i sex daga. Gefst mönnum að sjálfsögðu kostur á að sjá knatt- spyrnuleiki þar og má þar nefna leik West Ham og finnsku bikarmeistaranna, og siðan er hægt að velja á milli tveggja leikja i 1. deild — leiks Arsenal gegn Manchester City og West Ham gegn Everlon. Það er ferðaskrifstofan Sunna sem veitir allar upplýsingar um ferðina, en hún kostar 37 þúsund. Mót í kúluvarpi Frjálsiþróttadeild KR gengst fyrir innan- félagsmóti i kúluvarpi 100 m hlaupi og langstökki 2 Laugardalsvellinum kl. 18:00 i kvöld. Munu allir okkar beztu kúlu- varparar verða meðal keppenda og gera menn sér vonir um að nú takist Hreini Halldórssyni að brjóta 19 metra múrinn. Tekst Itreini llalldórssyni að brjóta 19 m múrinn i kvöld? Afrika,égtrúi þvi ekki. j Þann 10. september n.k. heldur meistaraflokkur FH I kvennaknattspyrnu utan til itaifu. Er ferðin aðailega skemmtiferð, en FH stúlkurnar sem uröu tslandsmeistarar f ár munu leika tvo leiki viö kvennalið á italiu. „itaiarnir spurðu okkur um hvort viö heföum leikið við Dani”, sagði Arni Ágústson formaöur knatt- spyrnudeildar FH. „Viö gátum sagt þeim aö viö hefðum leikiö tvo leiki viö lið frá Fredriksberg I Danmörku og unniö þá báöa. Þetta hefur greinilega failiö f góöan jaröveg hjá itölunum og þeir halda aö við séum meö stjörnuliö”. Piltar, ég er meö góðar fréttir. Þiö íarið til Afriku. Maruma útskýrir það Þórsarar komust upp í 2. deild — þeir sigruðu KA í skemmtilegum úrslitaleik í 3. deild Þúertenn 1—^ Hlustaöu á þau bezturá vellinum, J — ogþau þreytt Bommi á fótbolta Vörpuðu hlutkesti - grasið eða mölin — og upp kom mölin — Þróttur og ÍBV leika um sœtið í 1. deild á Melavellinum á morgun „Viö vörpuðum hlutkesti um hvort leikur Þróttar og tBV um lausa sætið i 1. deild ætti aö fara fram á möl eða grasi”, sagði Helgi Danielsson formaður móta- nefndar KSÍ i morgun. „Upp kom mölin, og á leikurinn að fara fram á Mclavellinum ki. 14:00 á morgun. 1 kvöld hefst svo keppnin milli tsfirðinga, Vikinga, Ólafsvik og KA frá Akureyri um lausa sætið i 2. deild, með leik tsfirðinga og Vikinga. Leikið verður á Mela- vellinum og hefst leikurinn kl. 19:15. Á morgunn leika svo tsfirðing- ar við KA kl. 16:00 og á sunnudag Víkingar og KA og hefst sá leikur kl. 14:00. Þáeru tveir úrslitaleikir i yngri flokkunum á dagskrá hjá okkur, i kvöldkl. 18:00 leika Breiðablik og KA i úrslitum i 4. flokki og á þriðjudaginn leika tBV og Hauk- ar til úrslita i 2. flokki.” — BB. Mikill kurr meðal „Þctta er einn bezti leikur sem ég hef scö i 3. deild”, sagði Helgi Daniclsson formaður mótanefnd- ar og stjórnarmaður KSt um úr- slitaieikinn i 3. deild milli Þórs og KA sem leikinn var á Akureyri i gærkvöUli. En Helgi var þá stadd- ur á Akureyri og afhenti sigur- vegurunum i 3. deild verðlaun fyrir hönd KSt. Þórsarar sigruðu i leiknum, skoruðu fjögur mörk gegn engu KA manna og leika þvi i 2. deild að ári. Fyrri hálfleikur var ekki svo ýkja ójafn hjá liðunum, en þó höfðu Þórsararnir oftast undir- tökin. Þeir skoruðu tvivegis i hvorum hálfleik, fyrst óskar Gunnarsson eftir fyrirgjöf, og svo Aðalsteinn Sigurgeirsson úr vita- spymu eftir að Baldvini Þór Harðarsyni hafði verið brugðið innan vitateigs. Gunnar Jónsson bætti þriðja markinu við i seinni hálfleik með fallegu skoti af 20 m færi og fjórða markið kom svorétt fyrir leikslok — það gerði Jón Lárusson af stuttu færi eftir að KA vörnin hafði verið tætt i sundur. KA menn áttu nokkur mark- tækifæri, en þeir voru greinilega ekki á skotskónum. Næst þvi að skora komst Jóhann Jakobsson seint i leiknum þegar hann átti hörkuskot i stöng. Helgi Danielsson, formaöur mótanefndar KSl, afhendir Aöalsteini Sigurgeirssyni, fyrirliöa Þórs, 3. deildar bikarinn i gærkvöldi. Ljósm. Páll. frammistöðu íslenzka liðsins meðal okkar sem fylgjum þvi eft- ir og sýnist sitt hverjum. Menn eru þó sammála-um að alla bar- áttu hafi vantað hjá liðinu og það hafi lofað frönsku leikmönnunum að gera of mikið. HAPPDRÆTTISVINNINGURINN í DAG ER: Vikudvöl i land- námi Hrafna-Flóka. Vinningshafi og gestur hans dvelja næsta sumar i viku á hinu glæsilega hóteli Flókalundi i Vatnsfirði á friu fæði. Tizkusýningar kl. 4.30 og 8.45. Karon — samtök sýningarfólks sýna. W ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNiNG REYKJAVÍK 1975 Leikinn dæmdu þrir millirikja- dómarar, Guðjón Finnbogason, Hinrik Lárusson og Grétar Norð- fjörð og skiluðu þeir þvi hlutverki mjög vel, en þessir þrir eiga að dæma landsleik N-tra og Norð- manna i Belfast 29. október. KA á samt enn möguleika á að vinna sæti i 2. deild, en um helg- ina leika KA, Isafjörður og Vik- ingur, Ólafsvik um lausa sætið vegna fjölgunar liðanna i 1. og 2. deild. — BB. KR vann á Selfossi 1. deildarliö KR i knatt- spyrnu brá sér austur á Sel- foss i gærkvöldi og lék þar við heimamenn. Lauk leikn- um með sigri KR-inga sem skoruðu fjögur mörk gegn engu. Fyrsta markið geröi Bald- vin Eliasson seint i fyrri hálfleik, en hin þrjú voru skoruð i þeim siðari. Þá náðu KR-ingar oft'ágætum leik og áttu fjöldann allan af tæki- færum. Sighvatur Kristjáns- son skoraöi annaö markiö, Árni Steinsson það þriöja úr vitaspyrnu og fjórða markið skoraði Ólafur Ólafsson rétt fyrir leikslok. — BB. Matthias Hallgrímsson setti nýtt landsleikjamet i Nantes, þar lék hann sinn 34. landsleik. Rikharður Jónsson átti eldra metiö sem var 33 leikir. Matthias fær erfiöa mótherja á morgun þar sem landslið Belgiu er — en þá mun hann væntanlega leika sinn 35. landsleik. Frönsku blöðin hrósa landanum — og nefna sérstaklega Árna Stefónsson og Ásgeir Sigurvinsson Frá Kjartani L Pálssyni frétta- manni Visis með landsliðinu: „Frönsku blöðin skrifa mikið um landsleikinn og eru þau yfir- leitt öll á sama máli. Þau hæla is- lenzka liðinu og segja að leik- menn þess séu likamlega sterkari en þeirra menn, en þá vanti tækn- ina. Þau nefna aðallega tvo menn með nöfnum, þá Árna Stefánsson markvörð og Asgeir Sigurvins- son.Segja þau að Árni hafi bjarg- að fjórum sinnum á undraverðan hátt og hann hafi átt mestan þátt i að Frökkunum tókst ekki að skora fleiri mörk. Hólið um Ásgeir er öllu meira, þvi að sagt er að hann sé kominn i sama gæðaflokk eins og t.d. Péle, Netzer, Rivera eða Van Himst eins og blöðin orða það. En islenzku áhorfendurnir eru ekki á sama máli og segjast oft hafa séð Ásgeir og landsliðið leika betur en það gerði á miðvikudag- inn. Þá segja þeir að liðið muni sennilega fá enn stærri skell i Belgiu, sérstaklega þar sem landsliðsfyrirliðinn — Jóhannes Eðvaldsson fái ekki leyfi hjá félagi sinu Celtic til að leika með. Þetta hefur verið erfitt ferðalag og höfum við setið i áætlunarbif- reiðum að jafnaði i 8 tima á dag. Landsliðshópurinn er nú farinn til Belgi'u, en við fljúgum þangað i dag. Mikið hefur verið rætt um Þvi má bæta við að með öllu er óvist hvort Gisli Torfason get- ur leikið á morgun vegna meiðsla sem hann hlaut i hné, en hann hefur verið undir læknis- hendi frá þvi á miðvikudags- kvöldið eftir leikinn. knattspyrnudómara — Vegna niðurröðunar á Evrópuleikina og hafa tveir þegar hœtt störfum Mikill kurr er nú i mörgum knattspyrnudómurum vegna niðurrööunar dómara á þrjá Evrópuleiki, og er nú svo komið, að tveir landsdómarar hafa hætt störfum vegna þessa máls. Beinist reiði dömaranna að stjórn Knattspyrnudómarasam- bands tslands og telja þeir, að ákveðnir stjórnarmenn hugsi að- eins um að þjóna eigin hagsmun- um. Fyrr i sumar var stofnuð hæfnisnefnd til að hafa eftirlit með störfum dómara i 1. deild og 1. júli s.l. tilnefndi hún 6 lands- dómara og tvo til vara til að taka að sér verkefni erlendis. Þessir dómarar voru tilnefndir: Magnús V Pétursson, Guðjón Finnboga- son, Rafn Hjaltalfn, Guðmundur Haraldsson, Eysteinn Guð- mundsson og Grétar Norðfjörð. Til vara: Hinrik Lárusson og Steinn Guðmundsson. Ekki alls fyrir löngu barst svo Knattspymudómarasambandinu beiðni um að senda dómara og linuverði á þrjá Evrópuleiki. Þetta skapar þrem dómurum og sex linuvörðum verkefni og töldu dómararnir, að ekki yrði gengið framhjá þeim átta, sem hæfnis- nefndin tilnefndi. En nú hefur raunin orbið önnur. Þeir Ragnar Magnússon og Valur Benediktsson, sem báðir eiga sæti i stjórn Knattspyrnu- dómarasambandsins, hunzuðu Stein Gubmundsson sem áttunda mann og skipuðu þess i stað sjálfa sig sem linuverði i leikina!. Gekk þetta fram af allflesturn meðlimum Knattspyrnudómara- sambandsins og hugsa þeir for- manninum Ragnari Magnússyni þegjandi þörfina á næsta aðal- fundi. Tveir dómarar hafa þegar til- kynnt, að þeir muni hætta störf- um, Óli Ólsen og Þorvarður Bjömsson. Þorvarbur átti að dænra siðasta leikinn i 1. deild, milli Fram og Vals, en á siðustu stundu var hann settur af og Rafn lljaltalin látinn dæma leikinn. og með honum voru Ragnar Magnússon og Eysteinn Guð- nrundsson. En þessir þrir eiga að dæma leik i Belfast 1. október n.k. Magnús V Pétursson á ab dæma leik i Glasgow 17. september og meb honum verða Guðmundur Harðarson og Valur Benedikts- son, en þriðja trióið — Guðjón Finnbogason dómari, Grétar Norðfjörð og Hinrik Lárusson linuverðir, á að dæma i Belfast 29 október landsleik Norður-tra og Norðmanna. - BB. Ertu seinn í startinu? Þú skalt ekki hafa áhyggjur af þvi þótt þú sért ekki búinn að sjá sýninguna. Þeir sem eru seinir i startinu eru oftast drjúgir á endasprettinum og nú stendur einmitt endaspretturinn yfir þvi við lokum á sunnudag. NtJ ER AÐ LÁTA VERÐA AF ÞVt AÐ SJÁ SÝNINGUNA, 3 DAGAR EFTIR.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 201. Tölublað (05.09.1975)
https://timarit.is/issue/239214

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

201. Tölublað (05.09.1975)

Aðgerðir: